Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
9
Fundur um gedræn málefni
Geðlæknafélag Islands stofnar tíl opins kynningar- og umræðu-
fundar laugardaginn 16. mars kl. 14.00 í Menningarmiðstöðinni
í Gerðubergi 3-5.
Tilgangur fundarins er að ræða ýmiss mál er snerta geðlæknis-
fræði, geðsjúkdóma, fordóma og framtíðarstefnur.
Dagskrá fundarins:
1. Magnús Skúlason, geðlæknir:
Fordómar og geðsjúkdómar.
2. Jón Brynjólfsson, geðlæknir:
Stefnur og straumar í geðlæknisfræði.
3. Fyrirspurnir og frjálsar umræður.
Fundarstjóri: Tómas Zoéga, formaður Geðlæknafélagsins.
Fundurinn er öllum opinn og aliir, sem áhuga hafa, hvattir til að mæta.
Geðlæknafélag íslands.
sparnað verða að
veruleika og
pantaðu áskriít að
i spariskírteinum
!1 ríkissjóðs
Áskriftar- og þjónustusímar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ >
RÍKISVERÐBRÉFA
Þlónustumiðstöð ríklsverðbréfa, Hverflseötu 6,2. hæð. Simi 91-62 60 40
FRELSI OG
MANNÚÐ
Landsfundur - Þjóð-
fundur
Rúmlega fjórtán hundruð fulltrúar — úr
öllum byggðum og starfsstéttum lands-
ins - sátu Landsfund Sjálfstæðisflokks-
ins. Fundurinn var í raun þverskurður af
þjóðinni. Hann hefur að vonum farið fyr-
ir brjóstið á andstæðingum flokksins.
Staksteinar staldra við örfá frásagnar-
brot vinstri pressunnar af þessu fjöl-
mennasta stefnumótunarþingi sem hald-
ið hefur verið hér á landi.
„Auðveldar
íhaldsand-
stæðingnm
baráttuna“
Tíminn, málgagn
Framsóknarflokksins,
segir í forystugrein í
gær:
„Sá bragur hefur verið
á þcssum framhaldsþátt-
um af félagslífi Sjálf-
stæðisflokksins [fréttum
sjónvarpsstöðva], að
flokksþing hans sé eins
konar þjóðfundur. Með
þessu er verið að hlaða
undir sjálfsímynd Sjálf-
stæðisflokksins um að
hann sé samfylking allra
stétta, flokkur ofar sér-
hagsmunum, flokkur
þjóðarhagsmuna frekar
en aðrir flokkar. Nú má
hveijum manni vera ljóst
að alvarleg blekking er
fólgin í slíkri sjálfsímynd
flokks sem jafnframt
þykist vera boðberi fjöl-
hyggju hins vestræna
Iýðræðis ...
Það ætti að auðvelda
ihaldsandstæðingum þá
kosningabaráttu, sem
fram undan er, að Sjálf-
stæðisflokkurinn kemur
ekki heill út úr formanns-
kjörinu, eins og greini-
lega kom fram í opin-
skáum ummælum Frið-
riks Sophussonar, hins
nýja og gamla varafor-
manns, og beiskum orð-
um Þorsteins Pálssonar
... Formaiuiskjörið bend-
ir ekki til þess að Davíð
Odsson sé óumdeildur
foringi flokksins."
Einsflokks
stjórn, nýsköp-
un eða við-
reisn
I fréttaskýringu Al-
þýðublaðsins segir:
„Mikið var rætt um
framtíðarpólitík á
göngum og við borðin í
höllinni [manna á meðal
á landsfundi]. Allir sem
rætt var við virtust
ganga að því sem visu
að Sjálfstæðisflokkuriim
yrði til kallaður í næstu
ríkisstjórn. Þessa dagana
er rætt um það að Davið
formaður vilji fá Alþýðu-
bandalagið til liðs við sig
að loknum kosningum.
Aðrir vi[ja ætla að flokk-
urinn vilji fremur nýja
viðreisn, samstarf við
Alþýðuflokkiim ...
Einn fulltrúanna sem
rætt var við í gær sagð-
ist óttast það að flokkur-
inn yrði einn í stjórh
næsta kjörtimabil. „Það
er þung ábyrgð fyrir
flokk að sitja einn að
stjóm, honum verður
kennt um allt sem aflaga
kami að fara. Kjósendur
munu refsa flokknum í
næstu kosningum, jafn-
vel þótt vel hefði verið
stjórnaö," var álitl þessa
sjálfstæðismanns. Ann-
ars vom fulltrúar á
landsfundi sumir hveijir
það bjartsýnir að teþ'a að
flokkurinn fengi hreinan
meirihluta — með Davið
sem formaim — og færi
létt með landsstjórnina
einn og lítt truflaður,
enda vanastur því.“
Undið ofan af
skattpíningu
í fréttaskýrhigu Þjóð-
viljaus segir að stefnu-
mótun landsfundar liafi
„fallið algerlega í skugg-
an af formaiuiskjörinu".
Blaðið gerir stefnumörk-
uninni þó meiri skil en
önnur vinstri blöð. Orð-
rétt:
„Fyrir fundinn vom
lögð fram drög að þess-
um áiyktunum og þau
síðan unnin frekar í
nefndum, sein sumar
samanstóðu af 150
manns, og þá borið undir
fundinn í heild eftir um-
ræður. Sérstaka athygli
vöktu ályktanir um sjáv-
arútvegsmál, landbúnað-
armál og skattamál.
Drögin um skattamái,
sem lögð vom fyrir fund-
inn, byggðust á hug-
myndum um minni skatt-
heimtu og minni ríkisum-
svif eða ehifaldari skatt-
heimtu og ehikavæðingu.
Stefnan er að lækka nú-
verandi skatthlutfall nið-
ur í 35 prósent ... Auk
þess var samþykkt sú
breyting að afnema bæri
tekjuskatt á unglinga
yngri en 16 ára.
Þá á markvisst að und-
irbúa umtalsverða lækk-
un á virðisaukaskatti og
sagt að raunhæft mark-
mið sé 15 prósent skatt-
ur. Þessu á að ná með
breikkun skattstofnsins,
þ.e. fækka undanþágum,
minni ríkisumsvifum og
óbreyttri skattlagningu á
áfengi, tóbak og benzín...
Fundurinn samþykkti
auk þess sem nefnt hefur
verið tvær veigamiklar
breytingar á drögunum
frá nefndinni. Samþykkt
var að stefnt yrði að því
að eignaskattur yrði af-
numinn af íbúðarhús-
næði. Þá var samþykkt
ný upphafsmálsgrein
sem fjallar um afkomu
þeirra sem lág laun hafa.
Greinin endar á því að
því er lýst sem skyldu
Sjálfstæðisflokksins að
beita sér fyrir þvi að
skattlagningu verði hag-
að þaimig að afkoma lág-
launafólks batni sem
fyrst."
Fréttaskýrandi Þjóð-
viljans gagnrýnir hins
vegar að ekki komi nægi-
Iega skýrt fram „hvar
eigi að mæta tekjutapi
ríkissjóðs vegna mimii
skatta. Sigurður B. Sig-
urðsson, sem mælti fyrir
ályktimimii, benti á
einkavæðingu og sölu
ríkisfyrirtækja í samtali
við Þjóðviljanu ... Hann
taldi að hægt væri að
auka tekjur ríkisins með
útboðum og sölu ríkisfyr-
irtækja til að standa
stramn af þessum lægri
skatttekjum.“
ALMENNUR LIFEYRISSJOÐUR VIB
Þitt framlag
Þín eign
Hjá AJmennum lífeyrissjóði VIB eru iðgjöld hvers
sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist
og ársfjórðungslega em send yflrlit um stöðu.
Hver sem er getur gerst félagi í Almennum
lífeyrissjóði VIB. Þeir sem ekki eru skyldugir til að
greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í
ÁLVÍB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld.
Sá sem greiðir 15.000 krónur á mánuði í 20 ár inn
á sérreikning sinn getur haft 67.500 krónur á mánuði
í lífeyri í 15 ár, ef vextir eru 7% og gengið er jafnt og
þétt á höfuðstól.
Verið velkomin í VIB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúta 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26