Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
33
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja:
Erlendum skípum verði leyft að fá
hér alla þjónustu o g landa afla
Fá ekki að landa hér ef þau veiða úr sameiginlegum
stofnum, sem við höfum ekki samið um veiðar úr
„MJÖG ÓEÐLILEGT er að er-
lend skip þurfi að sækja um leyfi
þjá sjávarútvegsráðuneytinu til
að fá hér viðgerða- og viðhalds-
þjónustu og það veldur því að
þau fara eitthvað annað til að
fá þessa þjónustu," segir Guð-
mundur Guðmundsson verk-
fræðingur hjá Félagi dráttar-
brauta og skipasmiðja. Guð-
mundur vill að erlendum skip-
um, sem veiða fyrir utan okkar
lögsögu, til dæmis sovéskum
skipum og Evrópubandalags-
skipum, verði leyft að fá hér
alla þjónustu og landa og selja
afla. Island verði þannig miðstöð
sjávarútvegsviðskipta á
Norður-Atlantshafssvæðinu.
Eins og fram hefur komið í blað-
inu hafa íslenskir aðilar undan-
farið átt í viðræðum um endur-
byggingu á skipi fyrir Litháa.
„Við höfum ekki leyft erlendum
fiskiskipum að koma hér inn til að
landa og umskipa afla ef þau eru
að veiða úr sameiginlegum stofn-
um, sem við höfum ekki samið um
veiðar úr,“ segir Gylfi Gautur Pét-
ursson lögfræðingur hjá sjávarút-
vegsráðuneytinu.
„Menn bera fyrir sig að stjórn-
völd meini þeim að taka hér erlend
skip til viðgerða og endurbóta en
í sjálfu sér eru þeir að tala um allt
aðra hluti, það er að segja að veita
erlendum skipum aila þjónustu hér
í sambandi við veiðar á sameigin-
legum fiskistofnum," segir Jón B.
Jónasson skrifstofustjóri sjávarút-
vegsráðuneytisins. Jón segir að í
lögum, sem sett voru árið 1922,
sé mörkuð meginstefna varðandi
athafnir erlendra veiðiskipa í
íslenskri landhelgi og þar séu enn-
fremur ákvæði um eignaraðild út-
lendinga að bæði fiskveiðum og
fiskvinnslu.
Sækja þarf um leyf i til
viðgerða á erlendum skipum
Hann segir að lögin frá 1922
eigi hins vegar ekki koma í veg
fyrir að íslenskir aðilar fái verkefni
við viðgerðir og endurbætur á er-
lendum skipum, sem hafi verið að
veiða fyrir utan okkar lögsögu. „Að
vísu þarf að sækja um leyfi til þess
en ekki hefur staðið á okkur í sjálfu
sér að afgreiða slík leyfi. Við getum
til dæmis nefnt að Akureyringar
breyttu kanadískum togurum og í
sjálfu sér voru engar skorður settar
við því af hálfu stjórnvalda. Ef
menn eru hins vegar að tala um
að hleypa hér erlendum skipum inn
til að landa og umskipa afla eru
þeir komnir út í allt aðra sálma.“
Jón segir að nýsmíðar á íslensk-
um fiskiskipum hafi farið fram er-
lendis að mestu leyti og nýsmíðar
hér hafi verið mönnum dýrar og
erfiðar. „Þetta er spurning um sam-
keppnisfærni íslenskra skipasmíða-
stöðva án þess að ég sé að gera
lítið úr þeim. Við höfum fengið
erindi frá mönnum, sem telja sig
þurfa að fá meiri aflakvóta ef smíða
á skip þeirra hér, þar sem það sé
dýrara en að smíða þau erlendis."
Guðmundur Guðmundsson segir
að ísland verði miðstöð sjávarút-
vegsviðskipta á Norður-Atlants-
hafssvæðinu ef erlend skip fái að
landa hér afla. Þau geti meðal ann-
ars selt aflann á fiskmarkaði hér.
Það gefi okkur tækifæri til að selja
skipunum meðal annars olíu og
olíuvörur, varahluti, vélar og tæki,
ráðgjöf og þekkingu, veiðarfæri og
veiðarfæraviðgerðir, mat. og vatn.
Auk þess þýði áhafnaskipti á þess-
um erlendu skipum viðskipti við
íslensk flugfélög og hótel.
„Innlendar fiskvinnslustöðvar
hafa lagt í gífurlega fjárfestingu
vegna þess að þær hafa verið að
vinna margar fisktegundir. Ef við
fáum fisk frá erlendum skipum inn
á okkar fiskmarkaði gætu þær
frekar sérhæft sig í vinnslu á
ákveðnum fisktegundum og þróað
fullunnar afurðir úr þeim. Þannig
gæti fiskvinnslan hér orðið sam-
keppnisfær við fiskvinnsluna í Evr-
ópu. Erlendu skipin gætu selt okk-
ur fisk í gegnum fjarskiptamarkað
hér, sem gæti verið dreifður um
landið. Það er fáránlegt að leyfa
ekki erlendum skipum að landa hér
afla sínum þegar við flytjum inn
fisk frá Alaska til vinnslu hér.“
Guðmundur segist telja þá túlk-
un sjávarútvegsráðuneytisins
hæpna að íslendingar myndu auð-
velda erlendum skipum, til dæmis
Evrópubandalagsskipum, að veiða
úr sameiginlegum fiskistofnum ef
við leyfðum þeim að landa hér og
veittum þeim alla þjónustu. „í sum-
um tilfellum eru þessi skip að veiða
aðrar fisktegundir en við höfum
nýtt. Slippstöðin á Akureyri breytti
fimm kanadískum togurum og
spurði hvorki kóng né prest um
leyfi til þess. Hins vegar voru þess-
ir togarar ekki að veiðum hér og
komu hingað beint úr heimahöfn.
Sjávarútvegsráðuneytið túlkar
lögin frá 1922 þannig að erlend
skip eigi ekki að vera að þvælast
hér yfirleitt. íslensk og erlend skip
veiða sameiginlega úr karfastofnin-
um, rækjustofninum á Dohrnbanka
og loðnustofninum, sem er tíma-
bundið fyrir utan okkar fiskveiði-
lögsögu. Við höfum hins vegar
samið við Grænlendinga og Norð-
menn um veiðar úr loðnustofninum
og færeysk og norsk loðnuskip
hafa fengið hér þjónustu.“
ísfirðingar og Hafnfirðingar
bítast um grænlenska togara
„Þá hafa grænlenskir togarar
fengið undanþágu til að landa hér
rækju sex mánuði á ári, þar sem
þeir geta ekki stundað rækjuveiðar
frá austurströnd Grænlands, því
þar er engin hafnaraðstaða fyrir
þá. ísfirðingar fengu á annað
hundrað milljónir króna vegna við-'
skipta við þessa grænlensu rækju-
togara árið 1988, þegar þeir lön-
duðu eingöngu á ísafirði, enda
hafa Isfirðingar og Hafnfirðingar
bitist um þessi viðskipti," segir
Guðmundur.
„Evrópubandalagsskip hafa ekki
veitt nema 5 þúsund tonn af 40
þúsund tonna árlegum karfakvótá
í grænlensku lögsögunni og fiski-
fræðingar hafa sagt að ekki sé
hægt að veiða meira af honum.
Sjávarútvegsráðuneytið heldur því
hins vegar fram að Evrópubanda-
lagsskipin gætu náð að veiða þenn-
an kvóta ef þau hefðu aðstöðu hér.“
Eystrasaltsþjóðir hafa mikinn
áhuga á viðskiptum við okkur
„Fyrirtæki í Eystrasaltslöndun-
um hafa mjög mikinn áhuga á að
eiga viðskipti við okkur,“ segir
Guðmundur Guðmundsson hjá Fé-
lagi dráttarbrauta og skipasmiðja.
„Hjá okkur eru tvö mál í gangi
varðandi viðskipti við fyrirtæki í
Eystrasaltslöndunum. Annars veg-
ar höfum við verið í viðræðum við
útgerðarfyrirtæki og skipasmíða-
stöð í Tallin í Eistlandi varðandi
endurbyggingu á ákveðnum skip-
um fyrir þetta fyrirtæki. Hins veg-
ar er um að ræða útgerðarfyrirtæk-
ið Litrybprom í Klaipeda í Litháen.“
Guðmundur segir að Slippstöðin
á Akureyri hafi í byrjun þessa árs
gert þessu fyrirtæki í Klaipeda til-
boð í algjöra endurbyggingu 104
metra langs verksmiðjuskips.
„Endurbyggingin kostar um 300
milljónir króna og þetta er vinna
fyrir 30 manns í eitt ár. Skipið er
búið að liggja mjög lengi og bíða
VINKLAR Á TRÉ
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
ÁRMÚLA 29, SjMI 38640
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
eftir viðgerð, þar sem skipasmíða-
stöðvar í Eystrasaltslöndunum
anna ekki eftirspurn. Slippstöðin
yrði aðalverktakinn en hópur skip-
asmíðastöðva hér er að skoða þenn-
an markað.
Þetta skip er of stórt til að hægt
sé að taka það upp hér og því yrð-
um við að vinna skrokkvinnuúa
annars staðar en hér, nema við
fengjum flotkví, sem skipasmíða-
stöðin í Tallin myndi útvega. Við
höfum lagt áherslu á að byija með
eitt skip og ef við sýnum að við
geturn unnið það verk er ég sann-
færður urn að við fáum samning
um að minnsta kosti tíu skip til
viðbótar," segir Guðmundur.
Félag dráttarbrauta og skipa-
smiðja, Rafboði hf. í Garðabæ og
Atlas hf. í Reykjavík, sem er með-
al annars með umboð fyrir vélbún-
að í skip, hafa verið í sambandi við
skipasmíðastöðina í Tallin. Stöðin
hefur áhuga á að flytja hingað
flotkví og býðst til að útvega henni
verkefni á alþjóðamarkaði. Þetta
yrði væntanlega 4.500 tonna
flotkví, sem gæti verið annað hvort
á Akureyri eða í Reykjavík, að sögn
Guðmundar Guðmundssonar.
„Litháar þurfa trú-
lega leyfi frá Moskvu“
„Það er ekki komið svar við
þessu tilboði Slippstöðvarinnar
ennþá og það er orðinn lengri tími
en við áætluðum í upphafi. Vegna
óróleika í Eystrasaltslöndunum
undanfarið er hugsanlegt að Lithá-
ar vilji ekki ráðast í stórar fjárfest-'
ingar hér núna og ég held að þeir
þurfi hvort eð er leyfi frá Moskvu
til þess. Við erum að kanna ýmsa
möguleika í báðum þessum dæmurn
varðandi fjármögnunaraðstoð og
það er inni í umræðunni að Litháar
greiði hluta af kostnaðinum við
endurbyggingu skipsins með fiski,
sem innlend eða erlend sölufyrir-
tæki kæmu í verð.“
Guðmundur segir að þessi fyrir-
tæki í Klaipeda og Tallin hafi leyfi
frá Moskvu til að ráðstafa hluta
af sínum gjaldeyri sjálf en það
dugi sjálfsagt ekki til og ef fyrir-
tækin þyrftu einhveijar ábyrgðir
vegna lántöku þyrftu þau eflaust.
að fá þær hjá Utanríkisviðskipta-
banka Sovétríkjanna í Moskvu.
„Við höfum hitt fulltrúa sovésku
viðskiptaskrifstofunnar hér og sagt
þeim af þessum málum og reynt
að vinna þeim velvilja í kerfinu.
Við höfum ekki heyrt annað en að
velviljinn sé fyrir hendi en fulltrú-
arnir hafa haft einna mestan áhuga
á þjónustu við erlend skip í íslensk-
um höfnum og að þau megi koma
hingað óhindrað inn. Þeir vilja hins
vegar að það sé alveg á hreinu að
lögin frá 1922 séu ekki í veginum
fyrir því, þar sem þeim er mjög í
mun að lenda ekki í neinum
pólitískum deilum vegna slíks.“
Guðmundur segir að fulltrúar
sovéskra yfirvalda hafa einnig rætt
við íslensk yfirvöld um möguleika
á því að Sovétmenn fái að veiða
hér vannýttar fisktesrundir.
RAIIONAL
Gufuofnar
... þar sem gæðin skifta máli
Istóreldhúsið,
veitingastaði og mötuneyti
Nýjasta gerðin: CC með 50 vinnsluminnum
U, fí
Dalshrauni 5
Hafnarfirði
Sími 650615
Sovésk skip á karfaveiðum fyrir utan okkar fiskveiðilögsögu. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja vill
að erlend fiskiskip megi landa afla sínum í íslenskum höfnum og fá hér alla þjónustu en sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur ekki veitt þeim Ieyfi til þess ef þáu veiða úr sameiginlegum fiskistofnum, sem við
höfum ekki samið um veiðar úr.