Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
Nokkur orð til Ragn-
ars Bjömssonar
eftir Valdemar
Pálsson
í upphafi vil ég þakka þér fyrir
að virða mig svars við grein minni
19. febrúar sl. En leitt þykir mér,
að svar þitt þann 5. febrúar skuli
vera svo rýrt, svo fullt af dylgjum,
rangfærslum, útúrsnúningi og því
miður ummælum, sem nálgast
ærumeiðingu. Verst er að þú skul-
ir algerlega hunsa megininnihald
greinar minnar, þ.e.a.s. kröfuna
um vandaðri tónlistargagnrýni.
Skildirðu alls ekki hvað ég var að
fara?
Um dylgjur
Þér er einkar lagið að koma
skilaboðum þínum á framfæri með
dylgjum, dylgjum sem í þetta sinn
er snilldarlega pakkað inn í þakk-
læti fyrir einhveija sjónvarps-
þætti, sem alls ekki koma málinu
við og eiga alls ekki heima í tón-
listargagnrýni Morgunblaðsins (og
þar á auðvitað svarið til mín held-
ur ekki heima — en það fyllir vita-
skuld upp!). Þú spyrð hvort ég sé
viss um, að það sé furðulegt, að
ákveðinn tónlistarmaður sé bitbein
í svari þínu við blaðagrein dr. Fisc-
hers. Svar mitt er sem fyrr já,
mér fínnst það í hæsta máta furðu-
legt. Með spurningu þinni ertu líka
að viðurkenna, að téður tónlistar-
maður sé bitbein deilu þinnar við
dr. Fischer og það er einmitt það
sem ég var að fara með grein
minni. Þú hefðir bara átt að biðj-
ast afsökunar, í stað þess að koma
með dylgjur um það, að skrif mín
tengist frekar kunningsskap en
réttlætiskennd.
Um rangfærslur og
útúrsnúninga
Þú gerir mig tortryggilegan
með því að snúa út úr því sem ég
segi um hvernig vönduð tónlistar-
gagníýni eigi að vera. Þú slítur
tvö þeirra atriða sem ég nefni í
grein minni svo algerlega úr sam-
hengi, að maður furðar sig á því
hversu lágkúruleg röksemda-
ALLT
GLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniöin fyrir
hvern glugga eftir máli.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
Einkaumboð á íslandi
Síðumúla 32 - Reykjavík -
Sími: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 12 - Keflavík -
Sími: 92-12061.
færsla þín er. Auðvitað eru undir-
tektir tónleikagesta, stemmning á
tónleikum og frásögn af þessu
ekki það sama og tilvitnun í radd-
skrá. Þetta skrifar þú ef til vill í
von um, að grein mín hafi farið
framhjá lesendum. Hefur þú ekki
meiri trú á vitsmunum lesenda en
svo, að þú haldir að svona ómerki-
legheit slái ryki í augu fólks, sem
les tónlistargagnrýni Morgun-
blaðsins?
Um aumingja
tónlistargagnrýnendurna!
Þú segir í svarinu til mín: „Ég
held að fáir, ef nokkur sækist eft-
ir að skrifa gagnrýni, fjölmiðill
biður einhveija aðila um að sinna
þessu og sá hinn sami fjölmiðill
lætur þann vonandi hætta sem
hann ekki treystir til starfsins.“
Ég spyr því: Hví í ósköpunum eru
þá þessir aumingja menn („ein-
hveijir aðilar“) að slíta sér út á
því að skrifa tónlistargagnrýni, ef
það er slíkur skelfilegur kross á
herðum þeirra? Það er vissulega
umhugsunarvert hvers vegna
sumir gagnrýnendur eru ekki látn-
ir hætta. Kannski eru lesendur
alltof slappir við að tjá sig um
þessi mál, enda kannski ekki að
furða ef búast má við sendingu á
borð við þá, sem þú sendir mér.
Menn sjá auðvitað hvað gerist ef
einhver leyfir sér að vefengja skrif
hins menntaða tónlistarmanns og
nauðbeygða tónlistargágnrýnanda
— eða eins og þú orðar það’svo
snyrtilega: „einhvers aðila“, sem
beðinn er um að sinna þessu.
Um hatur
Þakka þér fyrir að útskýra fyrir
mér hvernig ég á að lesa tónlistar-
gagnrýni þína. Mér þykir vænt
um, að þú skulir nota samlíkingar
„Hefur þú ekki meiri
trú á vitsmunum les-
enda en svo, að þú hald-
ir að svona ómerkileg--
heit slái ryki í augu
fólks, sem les tónlistar-
gagnrýni Morgunblaðs-
ms
Valdemar Pálsson
sem ég skil, þ.e.a.s. úr kennara-
starfinu. Gott er að þú skulir vilja
bæta kennsluaðferðirnar hjá mér
og biðjir mig endilega um að lesa
dönskustílana „með skilningi —
ekki hatri, en ef það er ekki hægt
þá endilega með húrnor". Ég hef
sannarlega reynt að lesa skrif þín
með skilningi, en það er því miður
útilo'kað að lesa þau með húmor.
Þér er vafalaust margt til lista
lagt, en fyndinn penni ert þú ekki.
Hvað varðar aðdróttanir um að
skrif mín stjórnist af „hatri“, þá
vil ég biðja þig framvegis um að
gæta orða þinna ögn betur, þegar
þú kýst að niðra þá sem voga sér
að andmæla því sem þú skrifar.
Það eru nefnilega takmörk fyrir
því sem menn geta leyft sér, og á
þetta við um alla, líka tónlistar-
gagnrýnendur, skólastjóra og org-
anista.
Og læt ég hér staðar numið og
umræðunni lokið á þessum vett-
vangi, en skora á alla þá sem
unna tónlist að láta í sér heyra,
þannig að umræðan um tónlist og
tónlistargagnrýni hljóðni ekki.
Höfundur er kennari.
Uppeldisstarf á leikskólanum
Garðavöllum í Hafnarfirði
eftir Gyðu
Jóhannsdóttur
Undanfarið hefur mikið verið
skrifað um leikskólann Garðavelli
í Hafnarfirði. Skrifin hafa ein-
kennst af æsifréttamennsku og
því erfitt að átta sig á því um
hvað málið raunverulega snýst.
Tilefni þessara skrifa er ekki
að reyna að kryfja þessi mál til
mergjar enda ógjörningur. Undir-
ritaða langar hins vegar til þess
að lýsa yfir vonbrigðum með að
mikið og gott þróunarstarf með
ungum börnum virðist vera að
fara forgörðum.
Fagleg vinnubrögð einkenndu
starfið á leikskólanum
Undirrituð dvaldi á leikskólan-
um tvær vikur sl. sumar og tók
þátt í starfi flestra deilda og
kynntist þannig af eigin raun
starfsemi Ieikskólans. Þama var
að störfum hópur áhugasamra og
metnaðarfullra fóstra sem sökktu
sér ofán í úthugsað þróunarverk-
efni undir öruggri stjórn Margrét-
„Þarna var að störfum
hópur áhugasamra og
metnaðarfullra fóstra
sem sökktu sér ofan í
úthugsað þróunarverk-
efni undir öruggri
stjórn Margrétar Pálu
Ólafsdóttur, forstöðu-
manns.“
ar Pálu_ Ólafsdóttur, forstöðu-
manns. Ég mun ekki greina hér
nákvæmlega frá inntaki þessa þró-
unarverkefnis enda efni í sérstaka
greinargerð.
Almennt má þó segja að þarna
hafi skilningur á þörfum allra
barna verið í fyrirrúmi. Fóstrurnar
veltu því sérstaklega fyrir sér
hvort þarfir drengja og stúlkna
væru ólíkar, sökum áhrifa frá
umhverfínu og reyndu síðan á
skipulegan hátt að finna leiðir til
að sinna þörfum allra barna. Söm-
uleiðis var reynt að virkja börnin
sem mest í leik og starfi. I því
skyni var tilbúnum leikföngum
Gyða Jóhannsdóttir
fækkað, en byggt á ímyndunarafli
barnanna sjálfra svo og þeim mög-
uleikum sem umhverfið bauð upp
á. Forstöðumaður og fóstrur tóku
mjög mikinn þátt í starfi og leik
barnanna. Árangur sífellt metinn
af starfshópnum, markmið og leið-
ir endurskoðaðar og bættar ef
þörf var á. Þarna voru fagleg
vinnubrögð í fyrirrúmi.
Rétt er að geta þess að Leik-
skólinn Garðavellir er á sérstak-
lega fallegum stað, í jaðri hafnf-
irsks hrauns og er hann bæjarfé-
laginu í alla staði til sóma.
Mikilvægi þróunarverkefna á
dagvistarheimilum
Árið 1989 stofnaði núverandi
menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, sjóð þar sem starfandi
fóstrur geta sótt um styrki vegna
sérstakra þróunarverkefna. All-
mörg dagvistarheimili hafa hlotið
slíka styi'ki.
Að mati undirritaðrar eru þessi
þróunarverkefni lyftistöng í fag-
legu starfi dagvistarheimila.
Fóstrur hljóta viðurkenningu á
faglegum vinnubrögðum en sú við-
urkenning hvetur þær einnig til
að leita nýrra leiða í starfi með
ungum börnum. Rétt er að geta
þess, að í upphafi þróunarverkefn-
isins lýsti félagsmálaráð Hafnar-
fjarðar yfir stuðningi sínum við
þessa starfsemi.
Það er því sérstaklega sorglegt
ef ekki nást sættir varðandi leik-
skólann Garðavelli þannig að
grundvöllur ofangreinds verkefnis
sé tryggður.
Höfundur er skólastjóri
Fósturskóla Islands.
Pétur Gautur verður fyrsta verk-
ið á nýju sviði Þjóðleikhússins
PÉTUR Gautur eftir Henrik Ibsen verður
fyrsta verkið sem flutt verður á stóra sviði
Þjóðleikshússins eftir gagngerar breyting-
ar. Sýningin verður ein sú viðamesta í
sögu leikhússins.
Það eru á fimmta tug leikara og hljóðfæra-
leikara sem taka þátt í sýningunni þar sem
fylgst er með heimsborgaranum og prakkar-
anum Pétri Gauti frá Guðbrandsdal í Noregi
á stöðugri ferð hans um láð og lög, veruleika
og draumóra. Ekkert norskt leikrit hefur ver-
ið sýnt eins oft og víða og við jafn miklar
vinsældir og sífellt eru nýir listamenn að
spreyta sig á nýrri túlkun þessa margslungna
Iistaverks, segir í fréttatilkynningu.
Þeir Arnar Jónsson og Ingvar E. Sigurðs-
son fara báðir me_ð hlutverk Péturs, Krist-
björg Kjeld léikur Ásu móður hans og Stein:
unn Ólína Þorsteinsdóttir leikur Sólveigu. í
helstu hlutverkum öðrum eru Árni Tryggva-
son, Baltasar Kormákur, Bríet Héðinsdóttir,
Bryndís Pétursdóttir, Edda Arnljótsdóttir,
Edda Björgvinsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir,
Þeir fara báðir með hlutverk Péturs
Gauts. Arnar Jónsson og Ingvar E. Sig-
urðsson.
Hilmar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Jón
Símon punnarsson, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gests-
son, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson,
Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Siguijóns-
son, Sigurþór A. Heimisson, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Valdimar Lárusson og Örn Árna-
son. Auk þeirra koma fram söngvarar, dansar-
ar og börn.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu
og Siguijón Jóhannsson sér um leikmynd og
búninga. Þau tvö sáu um leikgerð en Hjálmar
H. Ragnarsson samdi nýja tónlist við verkið.
Einar Benediktsson þýddi leikritið sem er
skrifað í Ijóðum. Páll Ragnarsson sér um lýs-
ingu, Kristin Hauksdóttir er sýningarstjóri
og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir er að-
stoðarleistjóri.
Pétur Gautur verður frumfluttur á Sérs-
takri hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu fimmtu-
daginn 21. mars en hin eiginlega frumsýning
verðui' laugardaginn 23. mars. Miðasala er
þegar hafin.