Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 fclk í fréttum DANS Islendingum sómi sýndur á „Copenhagen open“ A Islenskir keppendur voru í fyrsta skipti þátttakendur í „Copen hagen open“ danskeppninni, en það er með stærri keppnum í samkvæm- isdönsum sem haldin er í Evrópu ár hvert og þangað sækja stóru nöfnin í greininni. Danssamband Kaupmannahafnar hefur veg og vanda að keppninni sem færist í aukanna ár frá ári. Henný Her- mannsdóttir var valin af stjórn Danssambandsins til að vera einn af sjö dómurum þessarar keppni og var íslendingum þar með sýndur mikill sómi. Erik Nyman formaður Danssambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þeirra væri heiðurinn, Henný væri vel þekkt í danska dansheiminum fyrir hæfni sína og störf í þágu dansíþróttarinn- ar og sambandinu og kepjminni væri einnig sómi að því að Islend- ingar væru nú með keppendur í fyrsta skipti. Islensku keppendurnir voru tvö íslensk pör, þau Hafsteinn Grétars- son og Unnur Berglind Gunnars- dóttir sem kepptu í yngri unglinga- flokki og þau Daníel Traustason og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir sem kepptu í eldri flokki barna. Bæði pörin hafa hampað íslandsmeist- aratignum í sínum flokkum og þau stóðu sig vel þótt þau hafí ekki komist í úrslitakeppnir. Þess má geta, að Danssamband Danmerkur er aðili að íþróttasam- bandi Danmerkur og í flestum Evr- ópulöndum er skipulagið hið sama. Flestum en ekki öllum; því á ís- 'landi-enþetta-ek-k+-svo:----------1 íslensku keppendurnir og fararstjórar við höfuðstöðvar Danssam- band Kaupmannáltáifíte.H1 6 >*ivspjysH 80t.,8SslúmiA Jtt fí ftfeKfflam tltfíIllMlliBlBIIHIlMfllltHllilliy HA6GLUN0S DENISON VÖKVADÆLUR FEGURÐ Hraðafík- illinn ungfrú Grænland Nágrannar okkar Grænlend- ingar kusu sér fegurðar drottningu fyrir nokkrum dög- um. Fyrir valinu varð 17 ára gömul eskimóasteipa að nafni Bibi Holm. Reyndar ekki hrein- ræktaður eskimói eins og mynd-_ in ber með sér, en svona hæfi- lega blönduð Norræna kyn- stofninum enda hefur hann einnig hreiðrað um sig á Grænl- andi. Ungfrú Holm er yfirlýstur hraðafíkill sem hefur enga ósk átt heitari allt frá bamæsku en að eignast vélsleða af stærstu gerð og æða um snjóbreiðumar á mesta hraða sem farartækið getur náð. Svo skemmtilega vildi til, að ein aðalverðlaunin í fegurðarsamkeppninni var Indy 650 vélsleði frá Pólaris! og lét Bibi sig ekki muna um að sitja fyrir á sleðanum í baðfötum þótt úti væri 15 gráðu gaddur. Ungfrú Hoim var kjörinn úr fríðum hópi í næturklúbbnum Disco Palace. í samtali kynnis Þeir sem heiðraðir voru... og á innfelldu myndinni erÁsþór Sigurðsson með verðlaunagripi sína. IÞROTTIR Skíðamaður heiðraður á Sigló Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði stóð fyrir kjöri íþróttamanns bæjarins að vanda fyrir nokkru. Ásþór Sigurðsson, 18 ára efnilegur skíðamaður í alpa- greinum varð fyrir valinu að þessu sinni, en auk þess em heiðraðir eldri og yngri fulltrúar hverrar greinar se_m stundum er í plássinu. Ásþór hefur undanfarin ár verið meðal fremstu skíðamanna í sínum aldursflokki og var meðal annars þrefaldur meistari á, unglingameist- aramóti íslands 1990 svo og bikar- meistari íslands í sínum aldurs- flokki, auk þess að vinna fjölda annara móta bæði heima og heim- an. Iþróttamenn hverrar greinar voru valdir eftirtaldir: Skíðamenn auk Ásþórs Sigríður Hafliðadóttir, knattspymumennirnir Linda Gylfs- dóttir og Agnar Þór Sveinsson og badmintonmennirnir Jóhann Bjarnason og Kjartan Sigurjónsson. Loks má geta þess, að Hjalti Gunn- laugsson var valinn íþróttamaður Snerpu en hann vann silfurverðlaun í boltakasti og 60 metra hlaupi á Special Olympics sem haldnir voru í Skotlandi á síðasta sumri. Dómarinn Henný Hermannsdóttir úti á gólfi að störfum. Hún stóð þarna nánast samfleytt í tvo daga, 14 tíma hvorn dag og lagði mat á hæfni alls 300 danspara. YFIRBREIÐSLA MEÐ LÍMBANDI fyrir málara. Handhægt-fljótlegt-ódýrt. ÁRVÍK ÁHMÚU 1 - REYKJAVÍK - SlMI 637222 -TELEFAX 687295 ☆ OKumagn frá 19-318 l/mln. ☆ Þrýstingur allt að 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar gerðir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIG. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelöarási, Carðabæ simar 52850 - 52661 keppninnar við hana kom fram að hún starfar sem fyrirsæta í Nuuk og áhugamálin séu ýmis konar. Áður er nefnd hraðafíkn- in sem sjaldnast hefur fengið skikkanlega útrás þó úr því verði trúlega bætt nú eftir að ungfrúin eignaðist vélsleðann sem ku ná 160 kílómetra hraða á klukkustund. Auk þess fer hún mikið á skíði og í skot- veiði. Þetta er í fimmta skipti sem ungfrú Grænland er valin og hefur jafnan vakið athygli þar í landi er stúlkurnar hafa tiplað í baðfötunum til mynda- töku út í hin ýmsu veður. Bibi mátti þola 15 stiga frost, en „metið“ á Naia Rie Sörensen sem var kjörin 1988. Það var 28 stiga frost er hún stikaði út í baðfötunum sínum og stillti sér upp fyrir myndavélarnar... ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjbg hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðið, setur f umslag og lokar þvi OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Bibi Holm, ungfrú Grænland með sigurlaunin... U / Mkfy /BANFI HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI | RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12726) J 7 í , ,r}; \t.. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.