Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 Þingsályktunartillaga um álver: Brýnt að Alþingi samþykki tillögima - sagðiiðnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra mælti í fyrrakvöld fyrir þingsá- Iyktunartillögunni um samninga um álver í Vatnleysustrandar- hreppi. En tiliagan hljóðar svo „Alþingi ályktar að halda skuli áfram samningaviðræðum um byggingu og rekstur álvers með um 210.000 tonna ársframleiðslugetu og viðræðum um kaup á jarðnæði fyrir álverið og höfn vegna þess í samvinnu við Vatnsleys- ustrandarhrepp. Þegar samkomulag hefur tekist um orkuverð og menngunarvarnir skulu niðurstöður lagðar fyrir Alþingi." í athugasemdum með þings- ályktunartillögunni er einnig greint frá því að samhliða fram- lagningu þessarar tillögu hafi ver- ið gerð tillaga um heimildir í láns- fjárlögum til kaupa á jarðnæði fyrir álverið og vegna virkjanaund- irbúnings á árinu 1991 i þágu nýs álvers. Heimild til að veita Vatn- leysustrandarhreppi lán til kaupa jarðnæði fyrir nýtt álver, allt að 300 milljónum króna. Heimild Landsvirkjunar til lántöku vegna undirbúnings virkjanna. Leitað er heimildar til að taka 580 milljónir króna að láni en áður hafði iðnað- arráðuneytið lagt fram beiðni um hækkun lánsfjárheimilda fyrir Landvirkun, þar af voru 220 millj- ónir króna vegna virkjanaundir- búnings. Samtals er því gerð til- laga um 800 milljóna króna láns- heimild vegna virkjanaundirbún- ings í þágu nýs álvers. Ráðherra sagði brýnt að þessi þingsályktunartillaga og lánsfjár- heimildimar yrðu samþykktar á þessu þingi. Þar með hefði það verið gert af íslands hálfu sem gera þyrfti til að gangsetning ál- versins frestaðist aðeins um 5 mánuði, þ.e.a.s. frá 1. ágúst 1994 til áramótanna 1994-95. Þótt samningagerðin sjálf og viðræður um fjármögnun taki meiri tíma en upghaflega var gert ráð fyrir. Ýmsir þingmenn þ. á m. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) og Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) voru þess mjög fýsandi að umhverfisráð- herrann og íjármálaráðherrann væru viðstaddir. Guðrún Helga- dóttir forseti sameinaðs þings úr- skurðaði að lokum að umræðu skyldi frestað. Því fór mjög fjarri að málið yrði útrætt, Hjörleifur Guttormsson kvaðst eiga ýmislegt vantalað við ráðherrana og sagðist ekki telja eftir sér að ræða þetta mikilvæga mál dögum saman. Hann taldi að Alþingi þyrfti nokkr- ar vikur eða lengri tíma til að fjalla um þetta mál. Málið var á dagskrá kvöldfund- ar sameinaðs þings í gær. Dánarbú og gjaldþrotaskipti Neðri deild samþykkti í gær sem Iög frá Alþingi tvö umfangsmikla lagabálka um skipti á jarðneskum eigum manna. Nýsamþykkt lög um gjaldþrotaskipti eru alls 192 lagagreinar. Lögin um skipti á dánarbúum innihalda 157 laga- greinar. Meðferð opinberra mála Frumvarp um meðferð opin- berra mála var samþykkt sem lög frá Alþingi í neðri deild í gær. I 1. gr. laganna kemur fram að þau mál sem handhafar ríkisvaldsins höfði til refsingar lögum sam- kvæmt, skuli fara eftir ákvæðum laga þessara, nema þau sæti með- ferð sérdómstóla sem lög þessi taki ekki til. Sama á við um mál til upptöku eigna eða sviptingar réttinda, svo og ti! ómerkingar ummæla ef ákæruvaldið á sókn sakar, þótt krafa sé ekki gerð um refsingu í málinu. Grunnskólinn Frumvarp Svavars Gestssonar menntamálaráðherra um grunn- skóla var samþykkt í neðri deild í gær. Breytingartilllögur Geirs Atvinnuleysisbætur: Allir launþegar eigi bótarétt Frumvarp Geirs H. Haarde samþykkt í neðri deild FRUMVARP Geirs H. Haarde (S-Rv) um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar var samþykkt í neðri deild í gær. Frumvarpið miðar að því að framvegis eigi allir launþegar rétt til atvinnuleysisbóta en ekki einungis þeir sem eru félags- einnar umræðu. Efri deild gerði nokkrar breytingar. Aðalbreyting nefndarinnar felst í því að fellt er á brott ákvæði um millinafn (sem þó eigi ekki að nota sem eiginnafn að dómi mannanafnanefndar). Menntamálanefnd efri deildar tel- ur að millinafn sé í eðli sínu ígildi ættarnafns og með slíku ákvæði væri því verið að opna fyrir upp- töku nýrra ættarnafna. Frumvarp- ið fór enn á ný til neðri deildar til einnar umræðu. Enginn leikskóli? Meirihluti félagsmálanefndar neðri deildar hefur skilað áliti á frumvarpi Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra um félags- þjónustu sveitarfélaga. Nefndin leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt með þeirri breytingu að felldur er á brott tíundi kafli frum- varpsins um málefni leikskóla. Ákvæði sem snerta leikskóla, falli nú undir kaflann um málefni barna og ungmenna. Þess má geta að um Svavar Gestsson mennta- málaráðherra var því mjög fylgj- andi að leikskólaákvæðin féllu á brott úr þessu frumvarpi vegna skörunar við sérstakt frumvarp um leikskóla sem hann hefur lagt fram. bundnir í stéttarfélögum. Meiri- hluti heilbrigðis- og trygginga- nefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Geir H. Haarde segir m.a. í grein- argerð með frumvarpinu að þessi breyting sé einföld og snerti fáa einstaklinga, en hún varði í eðli sínu grundvallarrétt manna til félaga- frelsis og þvingunarlausra ákvarð- ana um aðild að stéttarfélögum. Flutningsmaður segir það einsdæmi með lýðfijálsum þjóðum að réttur til atvinnuleysisbóta sé háður því skilyrði að hinn atvinnulausi sé fé- lagi í stéttarfélagi, enda vandséð að þörf manna fyrir bætur, missi þeir vinnu sína og þar með tekjuöfl- unarmöguleika, sé minni ef þeir eru ekki í stéttarfélögum. Geir H. Haarde bendir einnig á að Atvinnuleysistryggingasjóður sé íjármagnaður með iðgjöldum af öll- um launum, þ.m.t. þeirra sem standa utan stéttarfélaga, og úr ríkissjóði. Bætur úr sjóðnum séu þar af leiðandi sama eðlis og aðrar tryggingabætur sem eru greiddar af almannafé. Flutningsmaður telur eðlilegt að Alþingi taki af skarið í þessum málum og bíði ekki eftir því að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um tillögur um breytingar á núgildandi skipan þessara mála. Það sé ekki sann- gjarnt að ætlast til þess af verka- lýðshreyfingunni að hún standi sjálf að tillögum um að draga úr forrétt- indum sem félagsmenn í stéttarfé- lögum njóta umfram aðra. Málinu var vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar. Meirihluti nefndarinnar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Geir H. Haarde hafði framsögu fyrir álitinu en auk hans skrifuðu undir nefndarálitið Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK- Rv), Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) og Guðmundur G. Þórarinsson (F- Rv). Jón Sæmundur Sigurjónsson (A-Nv) mælti fyrir áliti og tillögu minnihluta nefndarinnar. Geir Gunnarsson (Ab-Rn) undirritar einnig álit minnihlutans en Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir (B-Rv) var fjarverandi við endanlega afgreiðslu en er að sögn Jóns Sæmundar s^m- þykk minnihlutaálitinu. Fulltrúar minnihlutans greindu frá því að fulltrúar Alþýðusambands Islands legðu áherslu á að þörf væri á því að skoða löggjöf um atvinnuleysis- tryggingar heildstætt og í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Fulltrú- ar ASÍ töldu því eðlilegast að taka öll mál varðandi atvinnuleysis- tryggingar til meðferðar í einu. Ríkisstjórnin héfði heitið því að taka á þessum málum í sambandi við upptöku tryggingagjalds. Minni- hlutinn lagði til að þessu máli yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) benti á að sú heildstæða athugun sem Jón Sæmundur talaði um væri mjög viðamikið verk. Hún taldi ekki ástæðu til að það verk tefði þetta réttlætismál. Geir H. Haarde lagði á það áherslu að eft- ir að tryggingagjaldinu hefði verið komið á væri óhjákvæmilegt að breyta ákvæðunum um atvinnuleys- istryggingar. Tillaga minnihlutans um að vísa málinu til ríksstjórnarinnar var felld með 20 atkvæðum gegn 19. Auk sjálfstæðismanna og þingmanna Kvennalistans greiddu atkvæði með tillögunni þingmennirnir Ólafur Þ. Þórðarsson (F-Vf), Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) og Alexander Stefánsson (F-Vl). Málinu var vísað til frekari um- fjöllunar í efri deild. Sjóðshappdrætti til þyrlukaupa: Hið undarlegasta mál - segir Guðmundur Ágústsson „ÞETTA mál er hið undarlegasta," sagði Guðmundur Ágústsson (B-Rv) að aflokinni umræðu í efri deild í gær um frumvarp til laga um sjóðshappdrætti til stuðnings flugbjörgunarmálum. Ágóða af happdrætti þessu skal varið til kaupa á björgunarþyrlu. Frumvarpið hefur mætt mikilli and- stöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks og þingmanna Kvennalista. En þeir telja að frekar eigi fjármagna þyrlu- kaupin með öðrum hætti. Við umræðuna í gær upplýsti Salóme Þorkelsdóttir (S-Rn) að ÓI- afur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra hefði fallist á að beita sér fyrir því að heimild yrði í væntan- legum lánsfjárlögum fyrir ráðherra til að semja um þyrlukaup og taka til þess 100 milljóna króna lán vegna greiðslna sem kynnu að falla á árinu 1991. Fjármálaráðherra staðfesti þetta. Guðmundi Ágústs- syni (B-Rv) kom þessi yfirlýsing ráðherra verulega á óvart. Guð- mundur kvaðst hafa beitt sér af töluverðri hörku í þessu máli, m.a. fórnað aðild nokkurra björgunarað- ila að happdrættinu. Þetta mál væri allt hið undarlegasta, allir væru að vinna að því að kaupa björgunarþyrlu og fyrir sameinuðu þingi lægi einnig þingsályktunartil- laga um þyrlukaup. Hægri hendin vissi ekki hvað hin gerði. Jóhann Einvarðsson (F-Rn) gagnrýndi einnig að menn ynnu að þessu máli hver í sínu homi, Það kom bæði fram í máli Jóhanns og enn- fremur Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S-Rv) að þessi upphæð, 100 millj- ónir, nægði auðvitað ekki til að borga þyrluna en hrykki til að festa kaup á þessu nauðsynjatæki. Skúli Alexandersson (Ab-Vl) lagði til að landsmenn fjármögnuðu þessi þyrlukaup með sérstökum eigna- skatti og happdrættinu. Guðmund- ur Ágústsson (B-Rv) ítrekaði gagn- rýni sína og sagðist ekki myndu beita sér meira í þessu máli. Frekari umræðu um þetta mál var frestað. Stuttar þingfréttir H. Haarde (S- Rv) voru allar felld- ar af stuðningsmönnum ríkistjórn- arinnar og þingmönnum Kvenna- listans. Þó má þess geta að Rann- veig Guðmundsdóttir (A-Rn) og Guðmundur G. Þórarinsson (F-Rv) studdu tillögu Geirs um að sveitar- stjórnir réðu sjálfar hvernig þær skiptu í skólahverfi. Tillaga Geir H. Haarde um að skólanefnd þyrfti ekki að leita staðfestingar mennt- amálaráðuneytis og umsagnar ör- nefnanefndar á nafni skóla var einnig felld. Auk sjálfstæðismanna studdu þessa tillögu Anna Ólafs- dóttir Björnsson (SK-Rv), Alex- ander Stefánsson (F-Vl) og Guð- mundur G. Þórarinsson (F-Rv). Svavar Gestsson menntamála- ráðherra mælti svo fyrir þessu frumvarpi á 80. fundi efri deildar í gær. Menntamálaráðherra hefur eindregið látið í Ijós þá ósk að grunnskólafrumvarpið verði sam- þykkt á þessu þingi. Eftir fram- sögu ráðherra var frekari umræðu um málið frestað. Mannanöfn Menntamálanefnd efri deildar hefur fjallað um mannanafna- frumvarpið öðru sinni en það hef- ur nú farið í gegnum báðar þing- deildir og var sent efri deild til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.