Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 43
iooi síiAM-.sr :íj MORGUNBLAÐIÐ wrnnr'™ ;:cía íairJDRoi.'. MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 BADMINTON / ENGLANDSMOTIÐ Broddi kominn í aðalkeppnina Skref í áttina - segir Karl Þráinsson, fyrirliði Víkings VÍKINGAR tóku mikilvægt skref í áttina að settu marki — ís- landsmeistaratitlinum — er þeir sigruðu FH-inga, 30:27, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Leikurinn var mjög hraður og lítið um varnir og markvörslu hjá báðum liðum, en oft brá fyrir góðum sóknarleik. Víking- ar voru yfir lengst af og í hálf- leik var staðan 17:13. Karl Þráinsson, fyrirliði Víkings, var ánægður með úrslitin. „Þetta var skárra en í síðasta leik og er skref í áttina. En við eigum ■■■■B enn í vandræðum ValurB. með varnarleikinn. Jónatarsson Leikurinn einkennd- ist af'slökum varn- arleik beggja liða. Við höfum skorað nóg af mörkum, en fáum of mörg mörk á okkur ólíkt því sem var í deildarkeppn- inni,“ sagði Karl. Víkingar mættu í fyrsta sinn með sitt sterkasta lið í úrslitakeppnina. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari, jék með og virðist það eiga betur við hann, en að stjórna liðinu af bekknum. Hann stappaði stálinu í sína menn og baráttan og sigurvilj- inn var fyrir hendi í liðinu allan leikinn. Sóknarleikurinn var góður og skytturnar, Árni Friðleifsson og Alexej Trúfan, fóru loks í gang og gerðu samtals 8 mörk úr langskot- um. Birgir var frábær og hefur sennilega aldrei verið betri, vann geysilega vel á línunni auk þess sem hann skoraði 9 mörk og fiskaði 3 vítaköst. Bjarki var einnig dijúgur í síðari hálfleik. FH-ingar virðast hafa gefið upp alla von um íslandsmeistaratitilinn. Þá vantaði leikgleðina og baráttuna sem einkenndi leik liðsins í fyrra. Óskar Ármannsson og Guðjón Árnason voru bestu menn liðsins og Stefán kojnst vti frá síðari hálf- leik. Þorgils Óttar lék í vinstra horn- inu fram í miðjan síðari hálfleik þar sem Pétur Petersen er fjarri vegna meiðsla á hendi. En betur má ef duga skal. „Við töpuðum þessum leik fyrst og fremst á hroðalega lélegum varnarleik í fyrri hálfleik. Við áttum einnig í miklum vandræðum með að nýta hraðaupphlaupin," sagði Guðjón Ámason, fyrirliði FH. „Is- landsmeistaratitillinn er varla leng- ur inní myndinni hjá okkur þar sem við erum nú sjö stigum á eftir Víkingum og aðeins 14 stig eftir í pottinum.“ 1. DEILD — EFRI HLUTI ÚRSUT Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Birgir Sigurðsson Víkingur átti mjög góðan leik gegn FH í gærkvöldi. Hann skoraði 9 mörk og fiskaði 3 vítaköst. Hér á hann í baráttu við Halfdán Þórðarson og Gunnar Beinteinsson. íptémn FOLX ■ THOMAS Svenson, sænski landsliðsmarkvörðurinn í hand- knattleik hjá Atletico Madrid, verður frá keppni í einn mánuð. Hann var skorinn upp vegna meiðsla í nára í gær. Þetta er mik- il blóðtaka fyrir Sigurð Sveinsson og félaga. ■ NEIL Webb, enski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu hjá Man- chester United, verður ekki með í síðari Evrópuleiknum gegn Mont- pellier í Frakklandi eftir viku. Hann rifbeinsbrotnaði á dögunum og ljóst er að hann verður ekki búinn að ná sér í tæka tíð. Svo gæti farið að hann inissti einnig af leik Englands og írlands í und- ankeppni Evrópumóts landsliða eft- ir tvær vikur. ■ PAL Csernai var í gær rekinn úr þjálfarastarfi hjá þýska úrvals- deildarliðinu Herthu Berlín. Hann tók við í nóvember er Werna^ Fuchs var rekinn en stjómaði liðimr aðeins í sjö leikjum. Hertha hefur unnið tvo af 19 leikjum í vetur. ■ GUUS Hiddink, hinn hollenski þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, hætti störfum í gær. Hann tekur við spænska félaginu Valencia- í næsta mánuði. ■ SVISS sigraði Liechtenstein 6:0 í vináttulandsleik í knattspyrnu í Balzers í Liechtenstein í gær. Knup gerði þijú mörk, en Tiirky- ilmaz, Áby og gamla kempan Heinz Hermann eitt hver. Víkingur - FH 30:27 Laugardalshöll, Islandsmótið í handknatt- leik - úrslitakeppnin (VÍS-keppnin), efri hluti, þriðjudaginn 12. mars 1991. Gangur leiksins: 2:1, 2:4, 5:5, 7:6, 8:8, 9:9, 13:9,15:11, 16:13,17:13,19:13, 21:14, 22:16, 22:19, 24:22, 25:23, 27:23, 28:24, 28:26, 29:27, 30:27. Víkingur: Birgir Sigurðsson 9, Ámi Frið- leifsson 7/2, Alexej Trúfan 7/2, Bjarki Sig- urðsson 5, Karl Þráinsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Hiimar Sigurgíslason, Dagur Jónasson, Björgvin Rúnarsson, Ingi Þ. Guðmundsson. Varin skot: Reynir Reynisson 8 (þar af 1 aftur til mótheija). Hrafn Margeirson 7 (þar af 3 aftur til móthetja). Utan vallar: 6 mín. FH: Guðjón Ámason 8, Óskar Ármannsson 8/4, Stefán Kristjánsson 6/1, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Óskar Helgason 2, Gunnar Beinteinsson, Halfdán Þórðarson, Magnús Einarsson, Amar Geirsson, Bragi Sigurðs- son. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/2 (þar af 1 til móthetja). Bergsveinn Berg- sveinsson 1. Utan vallar: 2 min. Dómarar: Grétar Vilmundarson og Ævar Siguðrsson. Áhorfendur: Um 150, þar af greiddu 90 aðgang. 2. dcild - neðri hluti: ÍS - Ármann.......................14:27 Allir þeir bestu á meistaramótinu 1. deild-efri hluti Markahæstu menn Birgir Sigurðsson, Víkingi__ ....... Bjarki Sigurðsson, Víkingi.....'....22 Óskar Ármannsson, FH.................18/7 Stefán Kristjánsson, FH..............17/4 Valdimar Grímsson, Val...............15/3 Petr Baummk, Haukum.................„13/2 Ámi Friðleifsson, Víkingi........... 13/6 Guðjón Ámason, FH.................. 12 Patrekur Jóhannesson, Stjömunni.....12 Jakob Sigurðsson, Val................ 11 Alexej Trúfan, Vikingi...„.......... 11/4 Jón KristjánsBon, Val...............,10 Biynjar Harðarson, Val..........!„„„.10/1 Snorri Leifsson, Haukum..............10/1 Broddi Kristjánsson er kominn í aðalkeppni Englandsmóts- ins [All England] í badminton. Hann keppti í undanrásum móts- ins í gær og fyrradag — sigraði alla þijá andstæðinga sína, og heldur því áfram í dag. Broddi sigraði fyrst Kanada- manninn Mark Desjardins 15:12, 15:8, síðan Peter Knudsen frá Danmörku 15:7,15:1 ogloks ann- an Dana, Jakob Thygesen 15:0, 15:12. I dag mætir Broddi svo einum frægasta badmintonspilara Dana Þoul Erik Hoyer Larsen, sem sigr- aði Morten Frost í úrslitaleik opna danska meistaramótsins fyrr í vetur! Ámi Þór Hallginmsson tók einnig þátt i All-England mótinu, en meiddist í fyrsta leik og varð að hætta. Broddi Kristjánsson sigraði alla þijá andstæðinga sína undanrásum á All-England mótinu og heldur því áfram í aðalkeppnina í dag. Fjóla Ólafsdóttir verður meðal keppenda íslandsmótinu i fimleikum um helgina. BLAK / BIKARKEPPNIN Dregið í undanúrslit: Norðanliðin KA og Völsungur fengu heimaleiki DREGIÐ var í undanúrslit bik- arkeppninnar í blaki í gær- kvöldi. Heilladísirnar voru með norðanliðunum, KA og Völsung, sem fengu heima- leiki bæði í karla og kvenna- flokki. 4T Imeistaraflokki karla drógust KA-menn gegn íslands- og bikarmeisturum Þróttar úr Reykjavík annars vegar og B-lið Þróttar Reykjavík leikur gegn HK í Hagaskóla hins vegai*. í meistarflokki kvenna drógust KA og Völsungur geng Víkingi og Breiðablik og fá norðanliðin heimaleiki. Að sögn formanns mótanefnd- ar Blaksambandsins er reiknað er með að bikarleikimir fari fram 23.-24. mars, nema leikur Völs- ungs og Breiðabliks, sem verður síðar. Allir bestu fimleikamenn lands- ins verða í sviðsljósinu í Laug- ardalshöllinni um næstu helgi þegar íslandsmótið í fimleikum fer fram. Ellefu stúlkur og tíu piitar taka þátt í mótinu, sem hefst á föstudag. Stúlkurnar eru: Fjóla Ólafsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ásdís Pétursdóttir, Ingibjörg Sigfúsdóttir og Edda Guðmundsdóttir úr Ár- manni, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Stjömunni, Elva Rut Jónsdóttir, Nína Magnúsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Eria Þorleifsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir úr Björk. Piltamir em: Guðjón Guðmunds- son, Jóhannes Níels Sigurðsson, Gísli Garðarsson, Kristján Stefáns- son, Skarphéðinn Halldórsson og Örvar Ámason úr Ármanni, Þröstur Hrafnsson, Jón Finnbogason og Guðmundur Brynjólfsson, Gerplu og Bjarni P. Bjarnason úr KR. Á föstudag verpður keppt í skylduæfingum. Á laugardag verð- ur keppt í frjálsum æfingum, fjöl- þraut og íslandsmeistarar krýnir. Á sunnudag verða úrslit á einstökum áhöldum. I kvöld HANDKNATTLEIKUR: Leikir kvöldsins í úrslitakeppni 1. deildar. Efri hluti: Haukar — ÍBV, Stjarnan — Valur. Neðri hluti: KR — fR, Selfoss — Fram, Grótta — KA. 2. deild: UBK - ÍBK. Ailir leikimir hefjast kl. 20. BLAK: Leikið í Hagaskóla 1. deild kvenna: Víkingur - ÍS.........kl. 20.00 1. deild karla: Fram-ÍS...............kl. 21.15 HANDKIMATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Fj. leikja U J T Mörk Stig VÍKINGUR 3 • 2 0 1 91: 85 8 VALUR 2 2 0 0 53: 33 6 STJARNAN 2 1 1 0 47: 45 4 ÍBV 2 1 0 1 48: 58 2 FH 3 0 1 2 70: 81 1 HAUKAR 2 0 0 2 45: 52 0 FIMLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.