Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 Elskuleg systir okkar, ÞÓRUNN HANSDÓTTIR WIUM, Hovedgaden 44, Nordby, Fanö, lést á heimili sínu 11. mars 1991. Systkinin. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRHILDUR PÁLSDÓTTIR LÍNDAL, Bergstaðastræti 76, lést þriðjudaginn 12. mars. Páll Líndal, Sigurður Líndal, Álfheiður Líndal, Bergljót Líndal, Guðrún Jónsdóttir, María Jóhannsdóttir, Hans Jetzek, Einar Guðjohnsen. t Móðir mín, ÞURÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR MEYER, lést í sjúkrahúsi í Bergen 10. mars. Jarðarförin fer fram í Bergen mánudaginn 18. mars. Hanna Gabrélsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓNATANSDÓTTIR LÍNDAL, ' Hringbraut 61, Hafnarfirði, varð bráðkvödd þann 11. mars sl. Bergur Vigfússon, Þorgeir Bergsson, Heiða Jónsdóttir, Halla Bergsdóttir, Áslaug Bergsdóttir og barnababörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Vallargötu 4, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni mánudagsins 11. mars. Jarðarförin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Ingvar Sigurjónsson, Ása Sigurjónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t - Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN LÁRUSSON, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þann 15. mars nk. kl. 14. Fyrir hönd ættingja, Svanheiður Friðþjófsdóttir, börn og tengdabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURJÓN JÓNSSON frá Holti í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 15.00. Þóra Sigurjónsdóttir, Jón Egill Sigurjónsson, Njáll B. Sigurjónsson, Eyrún Sigurjónsdóttir, Atli Ágústsson, Ása Niclasen, Ásta Hraunfjörð, Dagbjartur Björnsson. t Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRÐAR JÓNSSONAR, Stillholti 15, Akranesi. Sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Akraness fyrir hlýhug og virðingu honum sýnda í veikindum hans. Skarpheiður Gunnlaugsdóttir, Soffía Þórðardóttir, Anna Guðnadóttir, Böðvar Björnsson, Ásmundur Smári Valdimarsson, Árný Rós Böðvars, Ólafur Böðvars, Guðrún Hlff og fjölskylda. Benóný Benedikts- son - Kveðjuorð Kveðja frá Skáksambandi íslands Benóný Benediktsson skákmeist- ari er allur. Benóný var Húnvetn- ingur að ætt, fæddur að Kambhóli í Víðidal 3. nóvember 1917 og var því 73 ára er hann lést 25. febrúar sl. Með honum er genginn sérstæður og eftirminnilegur maður, sem þeg- ar í lifanda lífi var umlukinn ljóma þjóðsagnapersónunnar í hugum þeirra sem með skák hafa fylgst seinustu áratugina — og kom margt til. Benóný batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn, hvorki í skákinni né lífstaflinu sjálfu. Það var hans „karakter" að leggja eigið mat á alla hluti og þar gátu lærdómsmenn í hinum aðskilj- anlegustu sviðum engu um þokað. í skákinni kom þessi eiginleiki ekki síst fram í frumlegri byijana- taflmennsku og óheftu hugmynda- flugi sem ruglaði margan andstæð- ing algerlega í ríminu. Jafnvel heimsfrægir erlendir stórmeistarar í skák, sem ætluðu sér léttan vinn- ing gegn þessum óþekkta sveita- manni, máttu þakka fyrir að sleppa með jafnan hlut úr höndunum á Benóný og gekk hann um sinn und- ir nafninu Rússabaninn. Þekkt varð og jafnteflisskák hans við júgóslavneska stórmeistarann Matulovic á Reykjavíkurskákmóti í Hagaskóla en sá tók jafnteflinu illa og fór hamförum eftir. Löngu síðar eða 1984 gerði hann enn jafnatefli við hinn sovéska Balashov á Reykjavíkurskákmóti og brostu þá margir í kampinn, minnugir frægra jafnteflisskáka hans við þá Taim- anov og Ilivitsky i Sjómannaskólan- um 1956. Fullyrða má að um og uppúr miðri öldinni var Benóný í hópi sterkustu skákmeistara landsins. Því til enn frekari staðfestingar má benda á að hann varð fjórum sinnum skákmeistari Reykjavíkur og hraðskákmeistari íslands varð hann 1947 og 1953. Af þessum afrekum varð Benóný landsfrægur og þegar íslensk skáksaga verður skráð hlýtur Benóný að eiga þar verðugan sess. Velta má vöngum yfir því, hvert hlutskipti Benónýs hefði orðið ef ytri aðstæður hans hefðu leyft honum að helga sig skákinni eingöngu eins og stór- meistarar seinni tíma. Að vísu voru „fræðin“ í skákinni ekki ýkja hátt skrifuð hjá Benóný og líklega hefði hann verið sammála sýslunga sínum, Birni á Löngumýri, er hann taldi gott bijóstvit besta veganesti í lífinu. Ætla má þó að við betri aðstæð- ur hefði Benóný getað auðgað íslenskt skáklíf í enn ríkara mæli Garðíir Guðmundsson fulltrúi - Minning Fæddur 17. október 1919 Dáinn 3. mars 1991 Garðar Guðmundsson fæddist 17. október 1919 á Siglufirði. Voru foreldrar hans Guðmundur Hannes- son d. 14. sept. 1970, fyrrverandi yfirmálflutningsmaður á ísafirði, lögreglustjóri og bæjarfógeti á Siglufirði, frá Látrum í Aðalvík, Sléttuhreppi, N-ísafj. og kona hans Friðgerður Rannveig Guðmunds- dóttir, d. 9. maí 1973, frá Kirkju- bóli í Korpudal, Onundarfírði, V-ísafj. Guðmúndur bæjarfógeti var mætur maður, gáfaður og áhuga- samur um margt, skyldurækinn embættismaður, víkingur til allra verka, örlyndur nokkuð og kapps- fullur, sáttfús og góðviljaður. Börn bæjarfógetahjónanna voru auk Garðars, Hannes, f. 26. júní 1916 lögmaður, síðar sendifulltrúi varnamáladeildar utanríkisráðu- neytisins, kvæntur Guðrúnu Krist- jánsdóttur stórkaupmanns í Reykjavík Siggeirssonar. Jórunn Ásta, f. 1. desember 1921, fulltrúi. Hallgrímur f. 1. júlí 1923, d. 10. febr. 1950, cand.med. Bæjarfógetaheimilið var rekið með höfðingskap og rausn, vest- firzkt menningarheimili í norð- lenzkum athafnastað Siglufirði og hjálpfýsi við alla er þangað leituðu. Ungur valdi Garðar sér að nema í Samvinnuskólanum og gerði bók- hald að ævistarfi sínu, lauk fullnað- arprófi með ágætum. Aðrir munu gera grein fyrir störfum Garðars. Ég á margs að minnast af kynn- um mínum af Garðari, en hér vil ég þakka af heitu hjarta og hrærð- um hug umhyggjusemi hans við móðurbróður minn, Sigurgeir Fals- son, fyrr kaupmann í Bolungarvík, en hann átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Kristín og Garðar sýndu þar eins og í öðru athyglis- verða eftirbreytni. Garðar var viðkvæmur í lund og ríkur að meðaumkun og samúð með þeim er bágt áttu af sjúkdómum og söknuði. Prúðmannleg fram- koma hans og hlýlegt viðmót var sérstakt. Eitt mesta gæfuhlutskipti Garð- ars var að kvænast Kristínu Bjarna- dóttur úr Hafnarfirði, hún var yndi lífs hans og höfuðprýði heimilis hans. Undanfarin ár hafa verið frænda minum erfið vegna mikillar van- heilsu. Með Guðs hjálp hefir frú Kristín verndað mann sinn, veitt honum gleði og farsæld, veitt hon- um huggun á erfíðum stundum. Það var Garðari guðleg náðargjöf að eiga Kristínu. Blessuð sé minning Garðars, blessuð sál hans í bústöðum himn- anna og blessaður Guð, sem gaf. Ég votta mína dýpstu samúð. Helgi Falur Okkur langar til að minnast í fáum orðum föðurbróður okkar, Garðars Guðmundssonar, sem and- aðist í öldrunarlækningadeild Landspítalans, þann 3. mars sl. Garðar fæddist 17. október 1919 á Siglufirði, sonur hjónanna Frið- gerðar Guðmundsdóttur og Guð- mundar Hannessonar bæjarfógeta. Systkinin voru fjögur, elstur Hann- es, þá Garðar, Jórunn og Hallgrím- ur, en hann lést aðeins 26 ára gam- all. Garðar ólst upp á Siglufirði og fór þaðan í Samvinnuskólann. Eftir Samvinnuskólanám vann hann á bæjarfógetaskrifstofunni á Siglu- firði til ársins 1953 er hann fluttist til Reykjavíkur. Þar stundaði hann m.a. skrifstofustörf hjá Vegamála- skrifstofunni um nokkurra ára skeið. Árin 1965-66 gegndi hann t Þökkum auðsýnda samúð við útför bróður okkar, BENÓNÝS BENEDIKTSSONAR skákmeistara. Sérstakar þakkir færum vér félögum f Taflfélagi Reykjavíkur. Systkini hins látna. .....———— en kringumstæður leyfðu honum, slíkar voru gáfur hans og frum- leiki. Marga gladdi Benóný með skemmtilegum tilsvörum og hnyttn- um vísum, en hagyrðingur var hann góður og hafsjór fróðleiks, þótt ýmsar gullaldarbókmenntir vildi hann túlka á aðra lund en aðrir menn. Fleiri verða þó vísur hans ekki að sinni og hrellt hefur Benóný skákskýrendur í seinasta sinn með beinskeyttum athugasemdum, en íslensk skákhreyfing situr fátækari eftir. Fyrir hönd Skáksambands ís- lands skulu Benóný færðar þakkir fyrir hans hlut í „skákundrinu“ íslenska. Þráinn Guðmundsson starfi sveitarstjóra á Reyðarfirði, en réði sig síðan til fjármáladeildar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði uns heilsa hans brast. Garðar frændi eins og við kölluð- um hann alltaf var okkur einstakur frændi. Þeir voru ófáir sunnu- dagarnir þegar við vorum litlar, sem Garðar mætti heima hjá okkur og bauð okkur systrum á hinar ýmsu skemmtanir borgarinnar. Það var farið í Tívolí og bíó, fínustu mat- staðir heimsóttir, fyrir utan ógleym- anlegar leikhúsferðir, þar sem við fórum í okkar fínustu kjóla og vor- um meðhöndlaðar eins og prinsess- ur. Já, hver hefði ekki viljað eiga frænda eins og Garðar? Garðar kvæntist Kristínu Bjarna- dóttur, 23. nóvember 1968 og var það hans mesta gæfuspor í lífinu. Þau stofnuðu heimili að Bólstað- arhlíð 52 og unaðsreit áttu þau saman í Grímsnesinu, þar sem þau byggðu sér sumarbústað. Á síðustu árum hrakaði heilsu hans mjög. Hann naut ómældrar umhyggju Kristínar, sem annaðist hann af einstakri ástúð. Styrkur Kristínar var aðdáunarverður öll þau ár sem Garðar barðist við veik- indi síp og vitum við, að það var sá styrkur, sem linaði þjáningar hans. Um leið og við kveðjum elskuleg- an frænda, þökkum við honum allar samverustundimar og vottum þér, elsku Kristín, okkar innilegustu samúð. Við viljum góðan guð að styrkja þig á þessari stundu. Blessuð sé minning hans. Ragnhildur, Gerður, Edda og Guðrún. 78 a i T8sm r i |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.