Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
35
Sigmjón Jóns-
son - Minning
Fæddur 8. júlí 1907
Dáinn 4. mars 1991
Fáeinar línur til þess að kveðja,
er það minnsta sem ég get gert,
þegar leiðir okkar Siguqons skilja
nú.
Kveðja og þakkir fyrir liðin ár
og allar góðu, björtu minningarnar.
Margs er að minnast um glað-
væran samviskusaman mann, mann
sem ávallt hafði það að leiðarljósi
að skiia sem bestu dagsverki.
Það hefði ég fyrir satt að þeir
sem fengu notið starfskrafta hans
töldu hann góðan og dugmikinn
starfsmann, auk þess sem hann á
árum áður var rammur að afli, sem
kom sér oft vel í störfum járniðnað-
armannsins, á þeim tímum sem
tæknin hafði ekki hafið innreið sína
í smiðjur landsins.
En ekki varð Siguijón ríkur af
veraldargæðum þó hann hafi unnið
hvern þann dag sem Drottinn gaf
honum. Hins vegar var hann ríkari
en margur annar, ríkidæmi hans
var fyrst og fremst í honum sjálf-
um, heimilinu, konunni sem hann
kvæntist og unni mjög til hinsta
dags, í áhuga á velferð barna sinna
og í ódrepandi glaðlyndi og æðru-
leysi.
Þegar Sigurjón nú er kvaddur
hinstu kveðju er efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa fengið að ganga
með honum á vegum lífsins. Fengið
að vera með honum í „Holtinu" í
Hafnarfirði þegar söngurinn hljóm-
aði og við fengum hann til að leiða
sönginn í Ólafi Liljurós, þá var gam-
an og glatt í höllinni hans, með
vini og nákomna á allar hliðar, þá
naut hann sín því hann hafði mikið
að gefa.
Ekki ætla ég að rekja lífshlaup
hans að öðru leyti enda penninn
settur niður til þess að þakka fyrir
samveruna og til að minna okkur
öll sem kynntumst Siguijóni á hve
bjart var yfír öllu í návist hans og
fyrir það er nú þakkað að leiðarlok-
um.
Hafi Siguijón þökk fyrir allt.
V
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Hagnýt
greinaskrif
Læriö aö skrifa blaða- og tímaritsgreinar,
minningargreinar, fréttatilkynningar o.fl.
Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á aö kenna fólki undir-
stööuatriöi greinaskrifa. Markmiöiö er að gera þátttakendum
fært aö tjá sig i fjölmiðlum. Á námskeiöinu veröur A
stuöst viö nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M.
Jóhannesson: Þaö er leikur aö skrifa. á JSf
Nánari upplýsingar og skráning alla daga
I sima 67 16 97
Drottinn geymi hann og blessi á
sínum vegum.
Atli Ágústsson
Mér er ljúft að minnast hér svila
míns frá fyrra hjónabandi mínu,
Siguijóns Jónssonar. Hann lést 4.
mars sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði,
þá á áttugasta og fjórða aldursári.
Þar hafði hann dvalið sem vistmað-
ur síðustu ár ævi sinnar. Ég kynnt-
ist Sigutjóni sem ungum manni í
þann mund, sem hann kynntist
Guðrúnu Guðmundsdóttur Sigurðs-
sonar matsveins, til heimilis á Holti
í Hafnarfirði eins og þá var skráð.
Siguijón og Guðrún giftust. Hún
er nú látin, en börn þeirra, tengda-
börn, barnabörn og barnabarnabörn
er nú allstór og mannvænlegur hóp-
ur. Þess og annarra vensla verður
ekki nánar getið hér.
Siguijón var fæddur og uppalinn
undir Eyjafjöllum og til átthaganna
leitaði hugur hans mjög en ferða-
máti var þá annar og seinfarnara
milli sveita en nú er.
Það var þó sumarið 1931, ef ég
man rétt, að Siguijón hóf máls á
því við mig og Eyrúnu heitna konu
mína, systur Guðrúnar, að við fjög-
ur tækjum okkur ferð á hendur
austur undir Eyjafjöll, en Guðrún
og Siguijón höfðu þá um þær mund-
ir trúlofast. Svona ferð þótti okkur
bæjarfólkinu að vonum hið mesta
ævintýri, einkum vegna þess, að
þá var Markarfljót enn ekki brúað.
Við fórum með bifreið austur í
Fljótshlíð og síðan ríðandi austur
að Skálabæjum undir Eyjafjöllum.
Eftir að hafa dvalið í tvo til þijá
daga þar austurfrá við besta atlæti
og farið um nágrennið var haldið
heim á sama hátt.
Alla þá góðu fyrirgreiðslu og
útvegan, sem þessa ferð varðaði var
markvissu skipulagi og umhyggju
Siguijóns að þakka, því hann hafði
veg og vanda af öllu í þessari ferð,
sem heppnaðist mjög vel.
Því minnist ég á þessa ferð hér,
að hún er eins og svipmynd af
lífsferli og háttprýði Siguijóns.
Hann var í öllu traustur maður
og vel séður til þeirra starfa, sem
hann fékkst við, hvort sem það var
til sjós eða lands. Það var mörgum
erfitt að fá störf á árunum 1930-40
en aldrei man ég eftir því að Sigur-
jón væri atvinnulaus nema ef skipta
varð um vinnustað og þá mjög stutt-
an tíma í senn. Eftir að hann hætti
til sjós lærði hann eldsmíði og varð
meistari í vélvirkjun enda starfaði
hann lengi að þeirri grein einkum
í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Siguijón
lærði einnig pípulagnir og stundaði
þá iðn í nokkurn tíma á ýmsum
stöðum. Alls staðar vann Siguijón
með þeim góða árangri að traust
og trúmennska í öllum störfum var
sameiginleg einkunn sem allir gáfu
honum.
Jóhanna móðir Siguijóns, sem
lengst af bjó á heimili hans og
þeirra hjóna og vann því með dyggð,
naut þar umhyggju og kærleika því
á heimili var Siguijón hógværðin
sjálf og nærgætinn heimilisfaðir
þegar sorg bar að höndum. Hann
var einn þeirra fáu, sem kunna að
gleðjast með glöðum,- en aldrei svo
að úr hófí færi eða í odda skærist.
Hann var fjótur til sátta þegar
hann sá einlægni andstæðings síns,
var kærleiksríkur eiginmaður og
faðir. Siguijón var seinn til reiði,
en þrekmaður mikill og þeim, sem
áreittu hann til lengdar var vissara
að hafa stoð að styðjast við, ef upp
úr sauð sem ég vissi aðeins einu
sinni til að gerðist.
Ég minnist Siguijóns svila míns
með virðingu, þakklæti fyrir alla
vinsemd og velvild á okkar sam-
veruárum á Holti í Hafnarfirði.
Ég bið honum blessunar í öðru
lífí og syrgjendum samúðar minnar.
Friðgeir Grímsson
Jórunn Skúla-
dóttir — Kveðja
Okkur finnst lífið svo sjálfsagt.
Svo sjálfsagt að hafa vini okkar hjá
okkur. Það er ekki fyrr en nú að
við skiljum að svo er ekki, nú, þeg-
ar við höfum misst vinkonu okkar,
hana Jórunni.
Það er svo stutt síðan við vorum
alltaf fjögur saman. Jórunn var með
okkur í sýningarsamtökum um
tíma, og vorum við fjögur mikið
saman. Jórunn var falleg og góð
manneskja en það hefur reynt mik-
ið á hana á þessari stuttu ævi henn-
ar. Þó við séum sorgmædd þá vitum
við að hún er á góðum stað, hennar
tími var kominn og hún er í góðum
höndum.
Við ætlum að kveðja hana Jór-
unni okkar með þessum orðum og
biðjum Guð að geyma litla drenginn
hennar, ættingja og vini.
Kolla, Simbi og Biggi.
Ég vil með þessum fáu orðum
minnast hennar Jórunnar. Við Jór-
unn kynntumst þegar við tókum
þátt í keppninni Ungfrú Hollywood
1983. Kynni okkar urðu með ágæt-
um, en þó að á milli okkar hafi
kannski ekki myndast bein vinkonu-
tengsl, þá var alltaf mjög gaman
að hitta Jórunni.
Þegar áðurnefnd keppni stóð yfir
studdi Jórunn okkur stelpurnar á
svo margan hátt, við stelpurnar
vorum bara börn, en litum á Jór-
unni sem þroskaða konu sem við
vildum allar líkjast. Enda var hún
aldursforseti hópsins. Ég þakka
fyrir að eiga þá minningu um hana
í lijarta mínu.
Ég votta fjölskyldu hennar og
syni dýpstu samúðarkveðjur fyrir
hönd okkar stelpnanna í Ungfrú
Hollywood 1983.
Jóhanna Sveinjónsdóttir
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSTA VALDIMARSDÓTTIR,
Grænukinn 28,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 14. mars kl. 13.30.
Reynir V. Dagbjartsson,
Fjóla V. Reynisdóttir, Erlendur Ingvaldsson,
Guðlaug Reynisdóttir, Guðbjartur Heiðar Reynisson,
Bryndís Reynisdóttir, Eirikur Haraldsson,
Sverrir Reynisson, Sofffa Matthíasdóttir
og barnabörn.
Aðalfundur íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
Aöalfundur íslenska híutabréfasjóösins hf. verður haldinn þriöjudaginn 26. mars, 1991
kl. 16:00 í Þingstofu A aö Hótel Sögu, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga aö útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins um heimild
til stjórnar til aö hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
4. Önnur mál löglega upp borin.
5. Staöa og horfur á íslenska hlutabréfamarkaðnum;
erindi flutt af Davíð Björnssyni deildarstjóra hjá Landsbréfum h.f.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu vera komnar í hendur
stjórnarinnar eigi síöar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á
skrifstofu Landsbréfa h.f. hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn veröa afhent á fundarstað.
Reykjavík 11. mars, 1991.
Stjórn íslenska hlutabréfasjóösins þf.
LANDSBRÉF H.F,
I Landsbankinn stendur meö okkur
g ÍSLENSKI Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavik, simi 91-679200
HLUTABRÍFASJÓÐURINN HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands.