Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 27
reer xham .er HiJOAOuxtvaiM oiGAjavuoflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 01 27 Flugfélag Norðurlands: Metroþotan loks á Akureyrarvelli NÝJA skrúfuþota Flugfélags Norðurlands, Fairchild Metro 111 lenti á Akureyrarflugvelli í gærkvöld, en henni var flogið frá Kanada til íslands. Flugfélag Norðurland keypti þot- una á síðasta ári og um tveggja mánaða tafir hafa orðið á afhend- ingu hennar af margvíslegum or- sökum. Vélin er keypt frá Banda- ríkjunum og erlendir flugmenn flugu henni hingað, en með í för voru tveir FN-menn. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri FN sagði að eftir heimkomuna þyrfti að skrá vélina og ganga frá ýmiss konar pappírs- vinnu og þá tæki við flugþjálfun flugmanna, en hann vonaðist til að innan fárra daga yrði unnt að taka vélina í notkun. Vélin verður m.a. notuð til að sinna áætlunarflugi félagins á milli Húsavíkur og Reykjavíkur auk fleiri verkefna. Dalvík-Ólafsfjörður: Samningur um sam- starf lögregluliða Kjartan Þorkelsson, bæjarfóg- eti á Ólafsfirði, og Elías Elías- son, bæjarfógeti á Dalvík, hafa gert með sér samning um sam- starf lögreglunnar á stöðunum tveimur. Samningurinn var und- irritaður 1. mars síðastliðinn.í samtali við Morgunblaðið sagði Sævar Freyr Ingasson, lögreglu- þjónn á Dalvík, að lögregluliðun- um hefði verið falið að skipu- leggja samstarfið sem þegar er hafið. Hann kvaðst ánægður með samstarfið. Við það skapaðist aukið öryggi og betri nýting væri á vinnuafli. „Eftir að samningurinn var gerð- ur höfum við samstillt vaktirnar hér á Dalvík og á Ólafsfirði. Þannig að allltaf er maður á vakt á báðum stöðum í einu og sömu máli gegnir um bakvaktir en áður gat orðið ruglingur á þessu',“ sagði Sævar Freyr. „Við höfum líka farið saman í radarmælingar og athugun á ör- yggisbeltum ef lítið hefur verið að gera á báðum stöðum. Þetta hefur reynst vel enda tekur fólk frekar mark á tveimur lögregluþjónum en einum. Auk þess hefur maður frá Ólafsfirði komið til aðstoðar þegar ball var haldið hér.“ Sævar Freyr sagði að samstarfið hefði gengið mjög vel. „Við getum haft betra eftirlit og veitt betri þjón- ustu en áður. Auk þess er mikið öryggi fólgið í því að geta kallað til mann af hinum staðnum.“ Loksins snjór Morgunblaðid/Rúnar Þór Það snjóaði lítillega á Akureyri í gær og hefur það eflaust kætt yngri borgara bæjarins, sem óðara gripur skóflur og önnur verkfæri og hófust handa við mokstur. Einingarfélagar funda um kjaramál: Kjarabætur til lægst launaðra og framlenging þjóðarsáttar „VIÐ fengum ákveðin skilaboð á fundunum, fólk vill að auknar kjarabætur komi til handa þeim lægst launuðu, þá kom líka skýrt fram að fólk vill halda áfram með þjóðarsáttina," sagði Björn Snæbjörnsson varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar, en hann og Sævar Frímannsson formaður félagins hafa verið á ferðinni um félagssvæðið að undanförnu og haldið fimm fundi með félags- mönnum um kjaramál þar sem rætt hefur verið um á hvað fólk vill að áhersla verði lögð í næstu kjarasamningum. Bjöm Snæbjörnsson sagði að það væri nýmæli í félaginu að fara af stað svo snemma að kanna hug fólks, en kjarasamningar eru laus- ir 15. september næstkomandi. „Það er mikið atriði að heyra í fólkinu, hvað þáð vill og koma því síðan áleiðis til þeirra sem að kröf- ugerðinni vinna. Við erum ákveðin í því að koma vel undirbúin til samninga í haust og því er rétt að byija snemma,“ sagði Björn. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps: Hlutafé verður aukíð í tveimur fyrirtækjum Tekjur hreppsins áætlaðar 44,8 milljónir sem er meira en áður Verkalýðsfélagið Eining: Fundir voru haldnir með félags- mönnum Einingar á Akureyri, á Dalvík, í Ólafsfirði, Hrísey og á Grenivík. „Við fengum skýr og ákveðin skilaboð á þessum fund- um, fólk vill núiner, eitt, tvö og þrjú, að þeir lægst launuðu fái auknar kjarabætur, m.a. í formi hækkunar á skattleysismörkum, neikvæðum tekjuskatti, að komið verði á tveimur skattþrepum og auknar byggingar félagsíegra íbúða. Það er síðan spurning hváða launahækkanir nást þessu til við- bótar.“ Björn sagði að einnig hefði ver- ið lögð á það rík áhersla á öllum fundunum að farsælast væri að framlengja svokallaða þjóðar- sátt.„Fólk vill halda þessu áfram, segir ákveðið öryggi samfara þjóð- arsáttinni.“ A fundunum kom einnig fram að fólk vildi að sam- flot. yrði um samningsgerðina og var áhersla lögð á að stóru fylking- arnar, ASÍ og BSRB stæðu saman við gerð samninga í haust. „Ég vona að sú samstaða náist, og trúi ekki öðru en að svo verði,“ sagði Björn. Margir þjáð- ust af kvefi MARGIR þjáðust af kvefi, magaveiki, inflúensu og háls- bólgu á Akureyri í síðasta mánuði samkvæmt skýrslu um smitsjúkdóma sem skráð var á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. í síðasta mánuði voru 377 skráðir með kvef og hálsbólgu, 72 þjáðust af magaveiki, upp- köstum og iðrakvefi, 26 voru með streptókokkahálsbólgu og 12 voru með inflúensu. Þá voru 7 skráðir með lungnabólgu og einn fékk hettusótt, en 25 voru með hlaupabólu. í HAGUR Grýtubakkahrepps hefur vænkast eftir að ný lög um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga tóku gildi og hefur sveitarstjórn nú úr meira fé að moða en áður. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps var á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku, en gert er ráð fyrir að síðari umræða verði fyrri hluta apríl mánaðar. Ekkí veijandi að bæj- arfélagið auki álögur STJÓRN Verkalýðsfélagsins Einingar mótmælti á fundi sem haldinn var nýlega þeirri miklu hækkun fasteignagjalda á milli ára hjá Akureyrarbæ sem samþykkt var í febrúar síðastliðnum, eins og segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Tekjur Grýtubakkahrepps eru áætlaðar 44,8 milljónir króna á þessu ári, sem er 7% hækkun frá síðasta ári. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri segir að þetta sé nokk- uð hærri tekjur en sveitarfélagið hafi áður haft yfir að ráða. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar 4,5 milljónir, af aðstöðu- gjöldum 8 milljónir, þá er gert ráð fyrir að staðgreiðsla skatta skili 24 milljóna króna tekjum og eftir á innheimt útsvör 2,2 milljónum. Einnig er gert ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nemi 4,8 milljónum króna, sem er nokkru lægra framlag en á síðasta ári og sagði Guðný að það kæmi til af því að tekjur sveitarfélagsins hefðu verið nokkru hærri árið 1990 en á árinu 1989, Stærsti útgjaldaliður sveitarfé- lagsins er vegna skólamála og þá kemur einnig nýr rekstrarliður inn, sem er rekstur sundlaugar á staðn- um, en hún var tekin í notkun á síðasta ári. Þá leggur hreppurinn fram nokkurt fé vegna atvinnu- mála, en ákveðið hefur verið að sveitarfélagið auki hlutafé í tveim- ur fyrirtækjum á Grenivík, annars vegar Vélsmiðjunni Vík og hins vegar Leðuriðjunni Teru. Þá þarf hreppurinn einnig að standa við fyrri skuldbindingar sínar vegna kaupa á tveimur skipum á síðasta og þar síðasta ári, en hann kom óbeint inn í þá mynd. Hvað framkvæmdir sveitarfé- lagins varðar er fyrirhugað að fara út í hafnarframkvæmdir, en lengja á viðlegukant um 50 metra á þessu ári og nemur kostnaður vegna verksins um 30 milljónum króna. Einnig er reiknað með að Hafnar- gata verði undirbúin undir malbik í sumar og er þar um að ræða nokkuð stórt verk. Þá liggur fyrir að breyta gamla skólastjórabú- staðnum í tvær kennaraíbúðir og einnig er á stefnuskránni að reisa hesthús fyrir hross gangnamanna við Gil. „Stjórninni er að vísu ljóst, að eftir að stéttarfélög í bænum sendu bæjarstjórn hinn 29. janúar áskorun um iækkun fasteignagjalda, var lít- ið eitt hvikað frá fyrri áætlun um hækkun gjaldanna, sem var 22,4%. Fjölgun gjalddaga úr fimm í átta var metin á um 1,8% lækkun og til viðbótar kom iækkuri þannig að raun hækkun fasteigna- gjalda er 15,6% milli ára,“ segir í ályktun stjórnar Einingar. Þá segir ennfremur að önnur sveitarfélög á landinu hafi hækkað fasteignagjöld sín um 12% og því ljóst fið fasteignagjöld á Akureyri hafi hækkað meira en þekkist hjá öðrum sveitarfélögum. Þá segir að upp 4- 6% - - ölkim- komi til -góða -að -stöðugleiki haldist í verðlags- og skattamálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.