Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
21
Reuter
Tugir albanskra flóttamanna sofa í leikfimisal skóla í ítölsku hafnar-
borginni Brindisi sem kenndur er við Leonardo da Virtci. Um 15.000
Albanir hafa komið til borgarinnar að undanförnu og fengið þar
húsaskjól til bráðabirgða í skólum, hótelum og flóttamannabúðum.
Albanía tekur upp
stj órnmálatengsl
við Bandaríkin
Pólitískum föngum sleppt
Vín. Reuter.
Kommúnistastjórnin í Albaníu
tekur upp síjórnmálasamband
við Bandaríkin á föstudag, 50
árum eftir að tengslum ríkjanna
var rift.
Albanska fréttastofan ATA
skýrði frá því í gær að Muhamet
Kapllani, utanríkisráðherra Alb-
aníu, færi til Washington til að
undirrita samning um stjórnmála-
samband ríkjanna 15. mars.
Ríkin hafa átt í viðræðum í
nokkra mánuði um að taka upp
stjórnmálasamband að nýju. Því var
slitið árið 1939 eftir að Italir réðust
inn í Albaníu og hernámu landið.
Bandarísk sendinefnd fór til Alb-
aníu árið 1945 til að ræða upptöku
stjórnmálasambands en viðræðurn-
ar runnu út í sandinn vegna þess
að albönsk stjórnvöld neituðu að
viðurkenna samninga sem undirrit-
aðir voru fyrir síðari heimsstyijöld-
ina. Þau sökuðu Bandaríkjastjórn
einnig um að hafa reynt að grafa
undan stjórn kommúnista í landinu.
Þegar stalínistinn Enver Hoxha
var við völd í landinu einangraðist
það nær algjörlega frá umheimin-
um. Hoxha sleit stjórnmálasam-
bandi við Sovétmenn árið 1961
vegna hugmyndafræðilegs ágrein-
ings við Níkíta Krústsjov, þáverandi
Sovétleiðtoga.
Albanska útvarpið tilkynnti í gær
að öllum pólitískum föngum í
landinu hefðu verið gefnar upp sak-
ir. Hefði forsætisnefnd albanska
þingsins samþykkt þetta á fundi
sínum undir forsæti Ramiz Alia,
forseta Albaníu.
Skákmótið í Linares:
Kasparov með forystu
Linares. Reuter.
KASPAROV, heimsmeistari í skák, hefur nú tekið forystuna á stór-
mótinu i Linares á Spáni með 7'/2 vinning af 11 mögulegum. Ivant-
sjúk átti þó í gær góða möguleika á því að skjótast upp fyrir heims-
meistarann með sigri í biðskák gegn Gúrevitsj.
Þrír voru efstir og jafnir fyrir
11. umferð með 7 vinninga: Kasp-
arov, Beljavskíj og ívantsjúk. Kasp-
arov gerði jafntefli við Indveijann
Anand, Beljavskíj tapaði fyrir Salov
og skák Ivantsjúks og Gúrevitsj fór
i bið og þótti sá fyrrnefndi hafa
vinningsstöðu eins ojj áður segir.
Öðrum skák lauk þannig að skák
Kamskíjs og Karpovs fór í bið og
hefur Karpov vinningsstöðu. Timm-
an gerði jafntefli við Ljubojevic,
Speelman vann Ehlvest og Gelfand
og Júsúpov gerðu jafntefli.
Staðan að loknum 11. umferðum
er þessi: 1. Kasparov l'h vinning.
2. ívantsjúk 7 v. og biðskák. 3.
Beljavskíj 7 v. 4.-5. Speelman og
Júsúpov 6V2 v. 6.-10. Anand, Gelf-
and, Ljubojevic, Salov og Timman
5 'h v. 11. Gúrevitsj 4 'h og biðskák
12. Karpov 4 og biðskák. 13.
Ehlvest 3 v. 14. Kamskíj U/2 og
biðskák.
■ NEW YORK - Javier Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lætur af
störfum í lok þessa árs og getur
leitin að eftirmanni hans nú hafist
þar sem Persaflóastríðinu er lokið.
Ríki Afríku leggja mikla áherslu á
að eftirmaður de Cuellars komi úr
þeirra heimsálfu og er eitt framboð
þaðan þegar komið fram, Kennetli
Oadzie frá Ghana. Sú kona sem
óftast er orðuð við framkvæmda-
stjóraembættið er Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs. Þá hefur Reuters-fréttastofan
það eftir heimildum innan öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna, sem til-
nefnir framkvæmdastjórann, að
jafnt Frakkland sem Sovétríkin
hafi hug á að de Cuellar samþykki
að gegna störfum áfram í eitt tíma-
bil til viðbótar eða hluta úr tímabili.
■ MOSKVU - Háttsettur cmb-
ættismaður innan sovésku leyni-
þjónustunnar KGB sakaði Vest-
urlönd í viðtali við Prövdu, málgagn
sovéska Kommúnistaflokksins, um
að nota eftirlit með að afvopnunar-
samningum sé framfylgt til að
njósna um Sovétríkin. Væru ferðir
eftirlitsmannanna notaðar til að
afla leynilegra upplýsinga.
■ TRIPÓLÍ - Fjórir létust og
þrír særðust í átökum sem brut-
ust út á milli tveggja bændafjöl-
skyldna í Norður-Líbanon á mánu-
dag. Höfðu fjölskyldurnar deilt hart
um aðgang að aðveituvatni og end-
aði rifrildið með skotbardaga.
■ |
■
Hnf
H
UTSALA
'iair
ALLT AÐ
r
i*
mm
wsk
m.
wmmm.
æg
BBg
% AFSLATTUR
Dœmi:
Töskur 60%
Leikfimifatnaður 60%
Skíðavara 30%
Boltar 20-30%
íþróttaskór 20-40%
Göngu- og viðleguútbúnaður 20%
Sundfatnaður 30%
Æfingagallar 30%
mm
O.fl. o.fl.
Komið og gerið góð kaup
ó okkar fróbœru útsölu.
Kringlunni v/Hlemm
F4966ELM
Sambyggður ofn/
örbylgjuofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill.
Full sjálfhreinsun,
kjöthitamælir, spegilútlit,
örbylgjuofn, tölvuklukka
og tímastillir.
FIM6
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill, full
sjálfhreinsun, stálútlit,
tölvuklukka og tímastillir.
F380SELM
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill,
fituhreinsun, svart eða
hvítt spegilútlit,
tölvuklukka með tímastilli.