Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 15 Þyrlukaup í þágu þjóðarinnar eftir Danfríði Skarphéðinsdóttur Síðustu dagana hefur farið fram mikil umræða á Alþingi um kaup á nýrri björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. Allir eru sammála um að ekki dugi lengur að hafa aðeins eina þyrlu og óverjandi sé að draga lengur að kaupa aðra. Lífsafkoma Islendinga byggist á því sem hafið gefur en um leið því að í landinu búi fólk sem er reiðu- búið til að stunda fiskveiðar. Kvennalistakonur hafa í umræð- unni margoft bent á að það er því sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar að vel sé að sjómönn- um búið í alla staði og öryggi þeirra tryggt eftir því sem kostur er. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur margsannað gildi sitt bæði við björgun sjómanna úr sjóslysum og björgun á landi að ógleymdu mikil- vægi hennar við sjúkraflutninga bæði milli staða innanlands og frá skipum á hafi úti. Einróma samþykkt Alþingis um kaup á björgunarþyrlu Það er löngu ljóst og viðurkennt að ein þyrla af þeirri stærð sem nú er í eigu Landhelgisgæslunnar nægir ekki til að sinna því mikil- væga_ hlutverki sem henni er ætl- að. A yfirstandandi kjörtímabili hefur tvisvar sinnum verið flutt þingsályktunartillaga þar sem skorað er á ríkisstjórnina að kaupa nýja björgunarþyrlu. Við umijöllun um fyrri tillöguna sem flutt var 1987 vann fulltrúi Kvennalistans í allsheijarnefnd Sameinaðs þings ötullega að því að fá nefndarmenn til að afgreiða tillöguna, en meirihluti nefndarinn- ar vildi á þeim tíma vísa henni til ríkisstjórnarinnar. Nefndarmenn létu sannfærast af rökum fulltrúa Kvennalistans um mikilvægi máls- ins og að Alþingi lýsti vilja sínum til kaupa á björgunarþyrlu og var tillagan samþykkt einróma 11. maí 1988. Þrátt fyrir þá samþykkt hafa þær ríkisstjórnir sem setið hafa á kjörtímabilinu ekki orðið við áskorun Alþingis og einróma viljayfirlýsingu um þyrlukaup og ekkert aðhafst í málinu. Á þessu þingi hefur tillaga um kaup á björgunarþyrlu verið endurflutt en ekki hlotið afgreiðslu. Notum sameiginlega sjóði til öryggismála í þágu þjóðarinnar Rétt fyrir jólin lagði dómsmála- ráðherra fram frumvarp um sér- stakt sjóðshappdrætti til styrktar björgunannálum og skák í landinu og skyldi ákveðnu hlutfalli af hugs- anlegum ágóða þess varið til þyrlu- kaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Ég ræddi ekki við Davíð um varaformannskjör eftir Halldór Blöndal í Morgunblaðinu í gær segir í grein um landsfundinn og Sjálf- stæðisflokkinn, að Davíð Oddsson „greindi þeim Pálma Jónssyni og Halldóri Blöndal frá því að hann teldi ekki að þeir gætu náð kosn- ingu á fundinum“. Ég veit, að honum er það í mun eins og mér, að þessi missögn sé leiðrétt, enda vandséð, að hvorugur okkar Pálma næði kosningu á fundinum, ef við tveir værum einir í kjöri! Afskipti mín af varaformanns- kjöri eru þau ein, að Friðrik Sop- husson sagði mér, að Davíð Odds- son hefði beðið sig að taka kjöri sem varaformaður og sagði ég Friðrik að ég styddi hann í því starfi heilshugar. Ég vil að lokum ítreka það, sem ég hef áður sagt, að ég tel að formannskjör hafi staðið milli tveggja hæfustu leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins. Ég ítreka árnaða- Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. NámiÖ kemur aÖ góöum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaöinn er komiÖ. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 „Kvennalistakonur telja óverjandi að ríkis- stjórnin víki sér á þenn- an hátt undan að leggja fram nauðsynlegt fjár- magn til þyrlukaupa en velji frekar þá leið að láta happdrættisgleði íslensku þjóðarinnar ákvarða hvenær ný þyrla verður keypt.“ Frumvarpinu hefur verið breytt í meðförum allshetjarnefndar Efri deildar á þann veg að lagt er til hugsanlegan ágóða af happdrætt- inu verði varið til kaupa á björgun- arþyrlu eingöngu. Engar áætlarnir liggja fyrir um hvað slíkt happ- drætti gæti gefið og því forkastan- legt að vísa svo brýnu hagsmuna- máli algjörlega út í óvissuna. Ekki er heldur forsvaranlegt að kippa hugsanlega grundvellinum undan öðrum happdrættum sem standa undir biýnum verkefnum samfé- lagsins s.s. uppbyggingu Háskóla íslands, heimilum fyrir aldraða og ótalmörgu öðru sem of langt væri upp að telja. Kvennalistakonur telja óveijandi að ríkisstjórnin víki sér á þennan hátt undan að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til þyrlukaupa en velji frekar þá leið að láta happdrættisgleði íslensku þjóðarinnar ákvarða hvenær ný þyrla verður keypt. Ný björgunarþyrla er forgangsmál I síðustu viku kom fram að fjár- málaráðherra telur mögulegt að leggja fram fé að upphæð 2 millj- örðum króna m.a. til að flýta fram- kvæmdum við tvöföldun Reykja- nesbrautar, byggingu flugskýlis i Keflavík og stækkun hafnar í Þor- lákshöfn. Iðnaðarráðherra mun ekki hika við að fara fram á heim- ildir til að taka nokkur hundruð milljónir að láni til uppbyggingar mengandi stóriðju, fái liann að halda áfram samningaviðræðum um byggingu nýs álvers. Kvennalistakonur telja að kaup á nýrri björgunarþyrlu þoli enga bið og eigi því að vera forgangs- verkefni. Þingkonur Kvennalista Danfríður Skarphéðinsdóttir munu því vinna að því á Alþingi að það fé sem virðist vera á lausu til ýmissa framkvæmda verði notað til að sinna þessum brýna öryggis- þætti í þágu allrar þjóðarinnar. Höfundur er þingkona Kvennalistans ogskipar 1. sæti framboðslistans á Vesturlandi. Halldór Blöndal róskir mínar til Davíðs Oddssonar og óska honum giftu í starfi. Höfundur erþingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Húsið opnað kl. 20.00 — gestum boðið uppá Croft Orginal Sherry. Stúlkurnar koma fram í Matinbleu sundbolum. Keppendur koma fram í glæsilegum samkvæmisklæðnaði. Eyjólfur Kristjánsson syngur nokkur góð lög. Danspör frá fUýja dansskólanum sýna samkvæmisdansa. Krýndar verða Ljósmyndafyrirsæta Reykiavíkur 1991 og vinsælasta stúlkan í hópnum. Krýning á Fegurðardrottningu Reykjavíkur. Stjórnin leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Kynnir völdsins verður Jóhann Sigurðsson. WorlúClass StBHnThORARENSCM llllllllllllll lusiuiMuu w. vmin l!H súUMOssrorA . /n ncjA víkuíí SIMI WS0 90 sebastianB matin iM... Miðaverð aðeins kr. 2.200,— Borðapantanir í síma 687111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.