Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991
ATVINNU AUGL YSINGAR
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins,
Digranesvegi 5, Kópavogi
Lausar stöður
1. Læknaritari óskast í 50% starf. Auk vélrit-
unar felur starfið í sér skjala- og símavörslu
og krefst þolinmæði og lipurðar í samskipt-
um.
2. Aðstoðarmenn/aðstoðarmaður óskast
við sjúkra- og iðjuþjálfun, leikfangasafn og
tjáskiptadeild. Um er að ræða tvær 50%
stöður (f.h.), en einnig kemur til greina að
ráða í eina heila stöðu.
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf í
tengslum við þjálfun fatlaðra barna. Viðkom-
andi þarf að hafa reynslu af vinnu með börn.
Gæti verið heppilegt fyrir aðila sem hyggur
á síðara nám á sviði fatlana barna.
Nánari upplýsingar veittar í síma 641744.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir
23. mars nk.
Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins er rannsókn
og greining á fötluðum börnum, svo og ráðgjöf til foreldra og þeirra,
sem annast þjálfun, kennslu eða meðferð. Þar starfa 35 manns úr
vmsum starfsstéttum, flestir sérfræðinoar í fötlunum barna.
Skrifstofustörf
Félagasamtök vilja ráða vana ritara til starfa.
Fullt starf. Kunnátta í WordPerfect, töflureikni
og Norðurlandamáli æskileg. Góð laun í boði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „F - 6876“, fyrir kl. 16.30 í dag.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður
haldinn í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178,
miðvikudaginn 20. mars kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Öflugur iðnaður - aukinn hagvöxtur
57. ársþing
Féíags íslenskra
iðnrekenda
verður haldið fimmtudaginn 14. mars nk. á
Hótel Loftleiðum, Höfða.
Dagskrá:
09.45 Mæting og móttaka fundargagna á
Hótel Loftleiðum, Höfða.
10.00 Þingið sett.
- Aðalfundarstörf.
- Lagabreytingar.
11.00 Kaffihlé.
11.15 Ræða formanns FÍI,
Víglundar Þorsteinssonar.
Ræða iðnaðarráðherra,
Jóns Sigurðssonar.
12.00 Hádegisverður í Víkingasal í boði
félagsins.
13.15 Öflugur iðnaður - aukinn hagvöxtur
Framsöguerindi og umræðuhópar:
- Iðnaðurinn og umheimurinn.
- Iðnaðurinn og framtíðin.
- Iðnaðurinn og hið opinbera.
- Iðnaðurinn og umhverfið.
16.00 Umræður og ályktun ársþings.
17.00 Þingslit.
Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda.
Cosmo
ieitar að hressu starfsfólki með reynslu af
verslunarstörfum. Yngra en 20 ára kemur
ekki til greina.
Viðtalstími í Cosmo, Laugavegi, fimmtudag-
inn 14. mars milli kl. 10.00 og 12.00.
Forstöðumaður
eldhúss
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar
að ráða forstöðumann í eldhús.
Upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg
Benediktsdóttir, forstöðumaður, í síma
29133 alla virka daga milli kl. 10 og 12.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf skulu berast
stjórn Vinnu- og dvalarheimilisins, Hátúni 12,
105 Reykjavík, fyrir 5. apríl nk.
Lagermaður
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða röskan
og duglegan mann til lagerstarfa.
Eiginhandarumsóknir leggist inn á auglýs-
ingadeild Mbl., merktar: „I - 6874“.
ÆTA VERKTAKASAMBAND ÍSLANDS
VICELANDIC CONTRACTORS ASSOCIATION
HALLVEIGARSTÍG 1 101 REYKJAVÍK ICELAND P.O. BOX 1407
Aðalfundur
Aðalfundur Verktakasambands íslands verð-
ur haldinn föstudaginn 15. mars nk. kl. 10.30
á Hótel Sögu.
Dagskrá:
10.30 Mæting og móttaka fundargagna,
lögmæti og þátttaka könnuð.
1. Setningarræða formanns VI,
Gunnars Birgissonar.
2. Ávarp borgarstjórans í Reykjavík,
Davíðs Oddssonar.
12.00 Hádegisverður í boði sambandsins.
13.15 Venjuleg aðalfundarstörf:
3. Skýrsla stórnar.
4. Lagabreytingar.
5. Reikningar sambandsins.
6. Félagsgjöld og fjárhagsáætlun.
7. KjörformannsVÍogmeðstjórnenda.
8. Önnur mál.
Umræður, tillögur og ályktanir.
SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
Kópavogur - Kópavogur
Kosningar framundan
Sjálfstaeðisfélagið í
Kópávogi heldur
fund í Hamraborg
1, fimmtudaginn 14.
mars kl. 20.30.
Gestir fundarins:
Árni Mathiesen og
Sigríður Anna Þórð-
ardóttir, frambjóð-
endur Sjálfstæðís-
flokksins í Reykja-
neskjördæmi, ræða um komandí kosningar og svara fyrirspurnum.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Hárgreiðslusveinn
Hárgreiðslusveinn óskast í 80-100% starf.
Þarf að geta byrjað fljótlega.
Upplýsingar veittar á hárgreiðslustofu Sól-
veigar Leifsdóttur, Stígahlíð 45, Suðurveri,
14. og 15. mars milli kl. 17.00 og 19.00.
Plötusmiðir og
rafsuðumenn
óskast nú þegar.
Stálsmiðjan hf.,
sími 24400.
Blaðberi
- Breiðholti
Blaðberi óskast í Stapasel.
Upplýsingar í síma 691122.
Ræsting
Óskum eftir hálfsdagsstúlkum til ræstinga
og fleiri starfa.
Upplýsingar á staðnum, í dag og á morgun,
frá kl. 10.00 til 17.00.
#
HOT£L UMV
RAUÐARÁRSTÍG 18 Simi 623350
Akranes
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Akranesi verður opin fyrst
um sinn alla virka daga milli kf. 14 og 17.
Lítið inn, ávallt kaffi á könnunni.
Fulltrúaráðið.
Tll SÖLU
Jörð til sölu
Jörðin Ljótsstaðir I í Vopnafirði er til sölu og
afhendingar á næstu fardögum, ef viðunandi
tilboð fæst.
Jörðin selst í fullum rekstri ásamt með 23
mjólkurkúm. Framleiðsluréttur jarðarinnar er
um 76.000 Itr. af mjólk og 94 ærgildi í sauð-
fé. Á jörðinni er allgott íbúðarhús, fjós fyrir
24 kýr, búið rörmjaltakerfi og 1.250 Itr. mjólk-
urtanki, og stór og rúmgóð vélageymsla.
Einnig nýlegt fjárhús fyrir 90-100 fjár, geld-
neytahús fyrir 24 gripi og ungkálfahús fyrir
20 kálfa. Hlöður eru fyrir 1600-1800 hest-
burði af heyi.
Tekið skal fram að akstursleið frá bænum
að þéttbýli er um 7 km og að jörðin nýtur
laxveiðihlunninda frá Vesturdalsá.
Búvélar geta fylgt í sölu ef óskað er.
Allar nánari upplýsingar veitir eigandi jarðar-
innar, Erlingur Pálsson, í síma 97-31474 eft-
ir kl. 19.00 næstu kvöld.
ÞJÓNUSTA
Húseigendur
- húsbyggjendur
Húsgagna- og húsasmíðameistari getur
bætt við síg húsbyggingum.
Sími 79923.
RAÐA UGL YSINGAR