Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 19 Hlakka til að syngja með íslenskum söngvurum Sólrún Bragadóttir: SÓLRÚN Bragadóttir, óperusöngkona, niun syngja hlutverk Gildu í Rigoletto íslensku óperunnar 15. og 16. mars næstkomandi. Hún hefur starfað við Ríkisóperuna í Hannover í vetur en í samtali við söngkonuna kom fram að verið er að ganga frá gestasamningi hennar við óperuna í Diisseldorf. Samningurinn tekur gildi í nóvemb- er og er til tveggja ára. í vetur hefur verið annasamt hjá Sólrúnu. Hún hefur sungið hlutverk Paminu í Töfraflautunni, Marie í Seldu brúðinni og tekið þátt í upp- færslum á Carminu Burana og sung- ið í fjöldamörgum öðrum verkum. í Hannover í haust mun hún meðal annars syngja hlutverk greifynjunn- ar í Brúðkaupi Fígarós og Mikaelu í Carmen en Sólrún sagðist búast við að syngja um það bil 15 hlut- verk við Ríkisóperuna næsta vetur. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Sólrúnu sagðist hún hlakka til að koma til íslands. „Ég hlakka til að syngja með íslenskum söngv- urum sem ég hef lítið sungið með, alltof lítið. En það skapast auðvitað af því hvað ég hef verið mikið er- lendis," sagði Sólrún. Fram kom að henni hefði verið boðinn gestasamningur við óper- una í Dússeldorf fyrir helgi og ver- ið væri að ganga frá honum til undirritunar. „Ég er mjög ánægð með samninginn sem tekur í gildi í nóvember í haust,“ sagði Sólrún. „Samkvæmt honum mun ég syngja að minnsta kosti þrjú hlutverk en það eru Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, Antonía úr Ævintýri Hoff- manns og Mikaela úr Carmen. Fleira hefur ekki verið ákveðið en hugsanlegt er að ég syngi líka í Töfraflautunni." Sólrún sagðist ekki hafa áhyggj- ur af því að of mikið yrði að gera hjá henni næstu tvo vetur. „Auðvit- að er alltaf mikill tætingur á söngv- urum en mér finnst mjög gott að vera á föstum samningi en geta gert gestasamninga um leið. Draumurinn er reyndar að hafa fasta bækistöð á einum stað og getað svo flakkað á milli að vild,“ sagði Sólrún í samtali við Morgunblaðið. Hún sagðist hlakka til að byija að syngja í Dússeldorf en að henn- ar sögn er óperuhúsið þar talið betra en óperuhúsið í Hannover. Þess má þó geta að bæði eru húsin A-hús. Sólrún heldur aftur til Þýskalands sunnudaginn 17. mars. Sólrún Bragadóttir óperusöngkona og Bergþór Pálsson óperu- söngvari í Brúðkaupi Fígarós í Kaiserslautern í mars í fyrra. Uppfærsla Ríkisóperunnar í Hannover á Töfraflautunni eftir Mozart fékk góðan dóm í Hannover Allgemeine Zeitung 30. október síðastliðinn. Þar segir um söng Sólrúnar í hlutverki Paminu: „Sóla Braga hafði í hlutverki Paminu einnig fram að færa undurfagra, ljóðræna hátóna og blíðlega, veika tóna. Samt sem áður virtist ekki loku fyrir það skotið að menn fengju- það á tilfinninguna að til væru meira kreijandi óperuhlutverk sem hentuðu raddböndum þessa við- felldna nýliða í óperuhúsinu enn betur.“ í Braunschweiger Zeitung segir um sömu sýningu: „Pamina, ljós yfirlitum og hrífandi að sjá og heyra (Sóla Braga syngur hlutverk sitt léttri, ljóðrænni og tjáningarfullri sópranröddu), hvílir sem bandingi Sarastros í yndislegum birkilundi að vori.“ Gallerí Borg: Dýrasta myndin slegin á 310 þúsund krónur UPPBOÐ var haldið á listayerkum hjá Gallerí Borg á sunnudag og voru seld 74 verk. Að sögn Úlfars Þormóðssonar var fjölmennt á upp- boðinu og fékkst þokkalegt verð fyrir verkin. Úlfar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að sæmilega gott verð hefði fengist fyrir myndirnar, helst hefði verið full lágt verð fyrir mynd- ir Muggs. Dýrasta myndin var slegin á 310 þúsund krónur, það var lítil blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttur. Heklumynd eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur fór á 300 þúsund og vatnslita- mynd eftir Ásgrím Jónsson á 250 þúsund krónur. Þá var boðinn upp Islandsfálki, uppstoppaður, og fór hann á 75 þúsund krónur. Það sagði Úlfar vera athyglisvert í ljósi þess, að fyrir tveimur árum hafi slíkur fálki verið seldur á 220 þúsund krón- ur. Skeiðsfossvirkjun: Viðræður um kaup RARIK VIÐRÆÐUNEFNDIR bæjarstjórnar Siglufjarðar og Rafmagnsveitna ríkisins hafa hist á fimm formlegum fundum til að ræða hugsanleg kaup Rarik á Skeiðfossvirkjun í Fljótum og dreifikerfi virkjunarinnar af Siglufjarðarbæ. Kristján Möller forseti bæjar- stjórnar Sigluijarðar sagði í byijun vikunnar að málið væri í jákvæðri vinnslu, búið væri að fara í gegnum margt viðvíkjandi sölunni en málið væri í nánari skoðun. „Við gáfum okkur engin sérstök tímamörk til að ganga frá þessum málum og það er eitt og annað sem tefur, ekki síst ástandið í atvinnumálum bæjarsins," sagði Kristján. Fulltrúar Rarik voru á Siglufirði í febrúar og skoðuðu þeir virkjunina og áttu viðræður við bæjarstjórn Si- gluíjarðar. Þórður Pálmason fv. kaupfélagsstjóri látinn ÞÓRÐUR Pálmason fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Borgarnesi er látinn. Hann hefði orðið 92 ára í næsta mánuði. Þórður fæddist 23. apríl 1899 að Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hans voru Pálmi Þórodds- son síðast prestur á Hofsósi og kona hans Anna Hólmfríður Jónsdóttir. Þórður brautskráðist frá Verslunar- skóla íslands 1918 og stundaði siðan nám við Samvinnuskólann og fram- haldsnám hjá samvinnufélögum í Englandi og Danmörku. Hann var bókhaldari hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1922-28 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík í Mýrdal til 1932. Það ár var hann ráðinn kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga í Borgarnesi og gegndi því starfi til ársins 1968, eða í rúmlega 35 ár. Þá tók hann að sér að vera framkvæmdastjóri Dvalar- heimilis aldraðra og byggði dvalar- heimilið í Borgarnesi. Þórður var í hreppsnefnd í Vík og síðar lengi í Borgarnesi, þar af odd- viti í tólf ár, og gengdi auk þess ýmsum trúnarstörfum í félögum og fyrirtækjum í héraði. Hann var í stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1939-75. Þórður og eftirlifandi eiginkona hans, Geirlaug Jónsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, hafa búið í Reykjavík frá árinu 1978. \ erúluiimi þ vot lavélar frá BLONBERG Blomberg hlaut hin eftirsóttu 1F hönnunarverðlaun fyrir glæsilega og trausta hönnun á þvottavélum. Enn á ný ryður Blomberg brautina í hönn- un heimilistækja. 1989 hlaut Blomberg alþjóðlegu IF verðlaunin fyrir mjúku eldhúslínuna. 1990 fékk Blomberg hin eftirsóttu IF verð- laun einir framleiðenda fyrir þvottavélar. Þú getur eignast háþróaða verðlauna þvottavél frá Blomberg. Verið velkomin. Við aðstoðum af fagmennsku. 8 gerðir. Verð frá kr. 56.900 stgr. Blomberg þvottavélin - Euro - Visa kjör. Blomberg þvottavélarnar eru fullar af tækninýjungum: 1. Sjálfvirk magnstilling á vatni. 2. Sparnaðarkerfi. 3. Áfangavinding. 4. Sjálfvirk jafnvægisstilling. 5. Hlífðarþvottur. 6. Yfirúðun. 7. Allt að 1.400 sn. vinding. 8. Tölvustýring á mótor. 9. 5 kg. 10. Flæðiöryggi. trausty örugg, glæsileg. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28, sfmar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.