Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 18
(U 18 !!(>£ S3AM,tí HUOAaUJIIVQIM aiOAJaVíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ MH5VIKUDAGUR 13. MARZ 1991 Slökkviliðið hefur nýlokið við að slökkva sinueld í Fossvogi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sinufaraldur í borginni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík stóð í stórræðum um helgina vegna sinubruna víðs vegar um borgina. Mikið var um íkveikjur í sinu í Laugardalnum og í Kópavogi voru sjö sinubrunar slökktir. Átta sinueldar voru kveiktir og er talið að börn hafi verið að verki í þessum tilvikum. Varðstjóri slökkviliðsins í Reykjavík sagði að til stæði að taka mun harðar á þessum málum því mikill skaði geti orðið á gróðri og eignum manna af völdum eldsins. Hann sagði að það væri regla að slökkva alla sinuelda, hvort sem þeir væru á víðavangi eða nærri byggð og í flestum tilfellum væri einn bíll sendur á vettvang. Þá var slökkvilið kvatt sjö sinnum út í Kópavogi til að slökkva sinu- bruna. Góður árangur af bólu- setningu gegn farsóttum I FRÉTT frá Landlæknisembættinu i nýútkomnu Fréttabréfi lækna kemur fram að góður árangur hafi náðst með bólusetningu gegn far- sóttum frá 1971 til 1989. Þar kemur meðal annars fram að rauðir hundar eða rauðhundar og mislingar muni líklega ekki þjaka okkur í framtíðinni. Bólusetning gegn rauðhundum (12 ára stúlkur) og misl- ingum hófst 1975 og 1976. I samráði við farsóttanefnd ríkisins var MMR bólusetning (gegn mislingum, rauðhundum og hettusótt) tekin upp 1. janúar 1989 og ennfremur bólusetning gegn einni tegund heila- himnubólgu (af völdum Haemophilus influenzae meningitis). ítöflumsemfylgjagreininnikem- og nái nú til 95% barna. Að meðal- ur berlega í ljós að umtalverður árangur hefur náðst með bólusetn- ingu gegn farsóttum frá árinu 1971. Þá segir í fréttinni að bóluefni gegn kíghósta hafi verið gagnrýnd og meðal annars hafi Svíar hætt að nota bóluefnið. Með bættri þátttöku barna virðist bóluefnið hafa skilað árangri og þess vegna hafi íslend- ingar ekki hætt notkun þess. Fram kemur að bólusetning gegn heilahimnubólgu af völdum Haemophilus influenzae gangi vel tali hafa 10 tilfelli þessarar veiki verið greind árlega en árið 1990 hafði einungis eitt barn (óbólusett) verið greint með H-influenzae sýk- ingu. Nú er unnið að víðtækari inflú- ensubólusetningu og er gert ráð fyr- ir að öllum 60 ára og eldri verði boðin bólusetning í ár. Ráðgert er að taka upp bólusetningu gegn einni tegund lungnabólgu (af völdum pne- umococca-sýkla) sem algeng er með- al eldra fólks. Bergþórshvoll: Gamla prestssetrið rifið Á mánudagsmorguninn komu verkamenn á tveimur vinnubílum í hlað á Bergþórshvoli og vinna nú að því hörðum höndum að rífa gamla prestssetrið. Alþýðuflokkurinn 75 ára Hátíðarsamkoma á sunnudaginn ALÞÝÐUFLOKKURINN varð 75 ára í gær, 12. mars, eða sama dag og Alþýðusamband íslands fagnaði 75 ára afmæli sínu enda voru Al- þýðuflokkurinn og Alþýðusambandið ein og sama hreyfingin fyrstu áratugina eða allt þar til leiðir skildu árið 1940. í afmæliskveðju Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, sem birt er í sérstakri afmælisútgáfu Alþýðublaðsins í gær, segir, að flokkurinn hafi oft orðið fyrir þungbærum áföllum vegna ítrekaðrar klofning- siðju. Vegna þessa hafi „andófshreyfingin, mannréttindahreyfing vinn- andi fólks, ekki náð þeim styrk sem þarf til að hafa í fullu tré við sérhagsmunaöfl fjármagns og forréttinda.“ á Hótel Sögu kl. 14. 30. Þar verða framboðslistar kynntir, leikarar leika brot úr sögu Alþýðuflokksins í sam- antekt Gísla Ágústs Gunnlaugsson- ar, sagnfræðings og flutt verða lög frá 3. og 4. áratugnum. Jón Baldvin Hannibalsson flytur hátíðarræðu. Kynnir á hátíðinni verður Össur Skarphéðinsson. I grein sem sr. Páll Pálsson ritaði í í Morgunblað s.l. laugardag lýsir Páll því hvernig hann hefur í áratug beðið um að prestsetrið yrði rifið og lagað til á staðnum. Nú síðast í haust. Einnig rifjar hann upp hug- myndir að endurbótum sem hann kom á framfæri við dóms- og kirkju- málaráðherra fyrir nokkrum árum. í þeim er talað um að prestsetrið verði rifið tafarlaust, að grunnurinn verði sléttaður og græddur upp, að smekkleg minnismerki verði reist þar sem gömlu Bergþórshvolsbæj- irnir stóðu, að gangstígur verði gerð- ur frá gamla bæjarstæðinu upp á Floshól og að komið verði fyrir út- sýnisskífu efst á hólnum. Eins og áður sagði var brugðið skótt við eftir birtingu greinarinnar og nú vinna verkamenn við að rífa gamla prestssetrið en að sögn Páls hafa húsin farið illa í óveðrum sem gengið hafa yfir. Þakplötur hafa fokið af bæ og útihúsi og molnað hefur úr veggjum. í samtali við Pál sagist hann vera afar ánægður með að framkvæmdirnar skuli vera hafn- ar en hann sagðist ekki vita hvort framhald yrði á viðgerðum eftir að búið yrði- að rífa prestssetrið. Jón Baldvin vék í grein sinni að aukinni áherslu jafnaðarmanna á athafnafrelsi einstaklingsins og sagði hana dæmi um að sígild jafn- aðarstefna gæti lagað sig að breytt- um viðhorfum og vinnubrögðum. „Við höfum lært það af reynslunni að vera ekki íhaldssamur kerfisflokk- ur sem boðar sívaxandi ríkisforsjá og miðstýringu, hvað sem tautar og raular. Þvert á móti skiljum við, hvar takmörk ríkisvaldsins liggja og vilj- um finna nýjar leiðir til að dreifa valdinu til smærri eininga, sveitar- stjórna, samtaka og einstaklinga. Á þeim breiddargráðum mun viðleitni okkar á næstu árum liggja til að fylgja éftir pólitísku lýðræði með auknu atvinnu- ogefnahagslýðræði,“ skrifar formaðurinn. I greininni segir einnig að megin- hlutverk ríkisvaldsins, fyrir utan að stuðla að jafnari eigna- og tekju- skiptingu en markaðurinn skilar, sé að neyða atvinnurekendur til sam- keppni og tryggja þannig lægra verð og lægri framleiðslukostnað, neyt- endum í hag. „Jafnaðarmenn vilja því ekki útrýma hagnaðarvoninni heldur beisla hana í almannaþágu," skrifar Jón Baldvin Hannibalsson í afmæliskveðju sinni í Alþýðublaðinu. Næstkomandi sunnudag býður Alþýðuflokkurinn til afmælishátíðar Vogar: Veruleg lækkun fjár- magnskostnaðar Vogum. VERULEG lækkun fjármagns- kostnaðar sveitarsjóða Vatns- leysustrandarhrepps er það sem vekur athygli í nýsamþykktri fjárhagsáætlun hreppsins. Þar kemur fram að fjármagnskostn- aður lækkar úr 9,2 mil)jónum króna á síðasta ári í 3,5 milljónir króna í ár, sem stafar aðallega af lækkun dráttarvaxta og minnkun skulda hreppsins sem námu 70 milljónum króna 31/12 1989 en 53,7 milljónum króna þann 31/12 1990. Tekjur hreppsins eru áætlaðar 65,4 milljónir króna, en rekstrar- gjöld 35,6 milljónir. Helstu útgjald- aliðir eru fræðslumál 9,8 milljónir króna, yfírstjórn sveitarfélagsins 7,8 milljónir, almannatryggingar og félagshjálp 2,6 milljónir, hreinlætis- mál 2,6 milljónir og áhaldahús 2,2 . miHjónir._ ... .. Helstu fjárfestingar á árinu eru nýtt dagheimili 16 milljónir, vatns- veita 3 milljónir og 1,9 milljónir til hafnarinnar. Á árinu verður áfram unnið að lækkun skulda, en til greiðslu lang- tímalána eru ætlaðar 13,5 milljónir, en nýjar lántökur eru 4,0 milljónir króna. - EG. Tekinn á 144 km hraða TVEIR menn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Sæbraut að- faranótt sunnudagsins. Sá fyrri reyndist á 138 km hraða og sá síðari á 144 km. Hámarkshraði á Sæbraut er 60 km á klukkustund. Mennimir vom háðir sviptir ökuréttindum á staðn- um. SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR KOLBRÚN SVAVA HEBA ÁRNADÓTTIR HARALDSDÓTTIR KOLBRÚN PETRA GUNNARSDÓTTIR HALLA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR RAKEL HARALDSDÓTTIR ESTHER OSK ERLINGSDÓTTIR GUÐRÚN OLGA GÚ STAFSDÓTTIR Fegurðardrottning Reykjavíkur: Kjöri lýst á föstudag Fegurðardrottning Reykjavíkur 1991 verður kjörin á Hótel íslandi n.k. föstudagskvöld. Drottningin verður valin úr hópi 8 stúlkna. Stúlkurnar hafa stundað æfing- ar af kappi undanfamar vikur und- ir stjóm Bimu Magnúsdóttur og Katrínar Hafsteinsdóttur. Þær eru: Esther Ósk Erlingsdóttir, 17 ára, Guðrún Olga Gústafsdóttir, 20 ára, Halla Björg Bjömsdóttir, 18 ára, Kolbrún Heba Árnadóttir, 18 ára, Kolbrún Petra Gunnarsdóttir, 21 árs, Rakel Haraldsdóttir, 21 árs, Sigurveig Guðmundsdóttir, 19 ára og Svava Haraldsdóttir, 18 ára. Sú stúlka sem kjörin verður öðl- ast þátttökurétt í keppninni um Fegurðardrottningu íslands, sem fram fer í vor. Hótel ísland verður opnað kl. 20 og gestum boðið upp á for- drykk. A matseðlinum er nauta- steik. Skemmtiatriði verða á boð- stólum. Miðasala er á Hótel íslandi. Dómnefnd keppninnar skipa: Sigtryggur Sigtryggsson, formað- ur, Svava Johansen, Magnús Ket- . ilsson, Kristjana Geirsdóttir og Ól- afur Reynisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.