Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 16
16 .).>! v«am pi aiiíAArmvmrnii/i «ioa rai/'i.'.sin.j MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. - OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 m-jU-Ncrtixe” i i* MUNAl fyjUPA UHU MlNMSMlBAf t Atw uymwM HELDUR BETUR! Þ. ÞQRGBÍMSSON & CO mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÚLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 EB — Eitthvað fyrir okkur? Fyrri grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í ailri umræðu hér á landi um Evrópubandalagið hefur fiskurinn leikið aðalhlutverkið. Það er að von- um þar sem hann er önnur megi- nauðlind okkar og því mikilvægt að við tryggjum yfirráð okkar yfir þess- ari auðlind og sjáum til þess að hún sé skynsamlega nýtt. Það kann aldr- ei góðri lukku að stýra að saga greinina sem maður situr á. En lífið er ekki bara fiskur. Hér verður gerð tilraun til að skoða fleiri þætti sem miklu máli skipta varð- andi Evrópubandalagið en sem lítið hafa komið við sögu í umræðunni til þessa. Leiðirnar þrjár Afstaða manna til þess hvort og þá með hvaða hætti Island eigi að tengjast EB hefur farið nokkuð eft- ir því hvernig þeir eru sjálfír í sveit settir. Um eitt hafa þó flestir verið sam- mála: Það er ekki góður kostur fyr- ir Islendinga að aðhafast ekkert í málinu. íslendingar þurfa að fá greiðari aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins með fisk og fiskaf- urðir. Menn greinir aftur á móti á um leiðirnar sem fara á í samningum við EB. Þijár leiðir hafa verið nefnd- ar: 1) Taka upp beinar tvíhliða samningaviðræðum við EB um endurbætur á núgildandi fríverslunarsamningi. 2) Sækja um inngöngu í banda- lagið, en viðræður þar að lút- andi gætu hvort heldur sem er leitt til fullrar aðildar eða aukaaðildar. 3) Taka þátt í samningaviðræð- um EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Afstaða stjómmálaflokkanna til þessara þriggja leiða hefur verið nokkuð mismunandi. Kvennalistinn vildi fara fyrstu leiðina, en eins og flestum er kunnugt völdu stjómar- flokkamir þá þriðju. Biðsalur að EB Ef marka má fréttir em samn- ingaviðræður um Evrópskt efna- hagssvæði nú á lokastigi án þess að lausn hafi fengist á þeim málum sem segja má að hafi verið helsti hvati þess að íslendingar settust að samningaborðinu í upphafi. Bendir flest til þess að þau verði ekki leyst nema í beinum tvíhliða viðræðum íslands og EB. í framhaldi af því vaknar óneitanlega spumingin: Um hvað em Islendingar að semja við EB ef ekki úrbætur í þágu aðal útflutningsgreinar okkar? Rauði þráðurinn í þessum samn- ingum er hið s.k. fjórfrelsi en það er undirstaða alls í EB. Vömr, fjár- magn, þjónusta og vinnuafl eiga að geta flætt fijálst á milli landa EB og EFTA. í því sambandi er rætt um afnám hvers kyns viðskipta- hindrana, opinn útboðsmarkað fyrir opinber innkaup og framkvæmdir, sameiginlegan markað fyrir banka- þjónustu, sameiginlegan verðbréfa- markað, fijálsan atvinnu- og búset- urétt launafólks og fjölskyldna þeirra og ótal margt fleira. Allt á þetta eftir að hafa veruleg áhrif á íslenska löggjöf og íslenskt efna- hags- og þjóðlíf. Þótt menn hafí tekið langan tíma í að semja um Evrópska efnahags- svæðið þá er engu að síður ljóst að það er tæpast til frambúðar. Svíar, Austurríkismenn og jafnvel Norð- menn virðast líta á það sem fordy- rið að EB og ætla að gera þar stutt- an stans. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eru íslendingar að hefja aðlögun sína að EB og margt bendir til þess að skrefið inn í hið allra heilagasta sé ekki eins langt undan og margir vilja vera láta. Ennþá hefur enginn flokkur samt lýst sig fylgjandi aðild að EB, en ýmislegt bendir þó til þess að marg- ir sjálfstæðismenn og kratar séu farnir að renna þangað hýru auga. Það er því löngu orðið tímabært að hefja umræðu um það hvað felist í aðild eða aðlögun að EB. Sjávarútvegur Það sem einna helst hefur staðið í mönnum er sjávarútvegsstefna bandalagsins. Hún er líka erfiður biti að kyngja því Rómarsáttmálinn, sem segja má að sé stjórnarskrá EB, kveður á um að fiskistofnar séu sameign bandalagsins og öll ríki hafí fijálsan aðgang að þeim. EB viðurkennir ekki landamæri á hafi úti fremur en á landi. Sjálf framkvæmd sjávarútvegsstefnunn- ar hefur verið með nokkuð öðrum hætti allt frá 1983, og hefur banda- lagið úthlutað ríkjakvótum sem taka mið af afla og veiðihefð síð- ustu ára. Ýmsir hafa séð þama Ieik á borði og vísa til þess að frá því fískveiði- lögsagan var færð út hafi ekki aðr- ir en Islendingar veitt hér við land. En málið er ekki svona einfalt. Spánveijar og Portúgalar, sem era miklar fiskveiðiþjóðir og gengu í bandalagið eftir að þessi stefna var mörkuð, telja að hún samræmist ekki Rómarsáttmálanum og fyrir liggur að hún verður endurskoðuð árið 1992 og síðan aftur 2002. Nái aðildarþjóðimar ekki samkomulagi um breytingar á stefnunni, sem all- ir geta sætt sig við, gilda ákvæði Rómarsáttmálans. Innri markaður EB er flókinn vefur þar sem margir þættir koma saman en uppi- staðan í vefnum er fjórfrelsið sem nú á að ná til Evrópska efnahags- svæðisins: Frelsi fjármagns, vöru, vinnuafls og þjónustu. Með tilkomu innrí markaðar árið 1992 á að ryðja síðustu hindranum og höftum úr vegi þessa frelsis. Þá tekur hinn fijálsi markaður við. Áætlun hefur verið gerð um það hvernig þetta skuli gerast og nefnist hún Hvítbók- in. Hvítbókin byggir aftur á hinni s.k. Cecchini-skýrslu en þar er að finna svör 11.000 fyrirtækjastjórn- enda í Evrópu við því hvemig styrkja megi samkeppnisstöðu Evr- ópu gagnvart Bandaríkjunum og Japan. Það er ómaksins vert að velta því fyrir sér hvemig 11.000 mæður eða 11.000 launþegar hefðu svarað sambærilegri spurningu! Þau vora bara aldrei spurð. Með innri markaði á að gefa markaðsöflunum aukið svigrúm til að hagræða, fjárfesta og framleiða þar sem það er hagkvæmast og það á að afnema allar þær hömlur á fijálsum viðskiptum sem litlir þjóð- legir markaðir setja. Og menn hafa sett niður fyrir sér kostina: — Brúttó þjóðarframleiðsla á að aukast um 4,25%-6,5%. — Framboð á vöru og þjónustu á að aukast og verslun að blómstra. — Vöraverð á að lækka og til- kostnaður við framleiðsluna að minnka. — Fjárhagur hins opinbera á að batna um 2,2% af brúttó þjóðar- framleiðslu. — Viðskiptakjarabati á að verða upp á 1% af brúttó þjóðarfram- leiðslu. — Fyrirtæki og viðskipti eiga að verða alþjóðlegri. — Kostir stórfyrirtækja eiga að fá að njóta sín. — Atvinnutækifæram á að fjölga um 1,8-2 milljónir. Þetta var önnur hliðin á peningn- um. Ef hinni er snúið upp sjást Ingijörg Sólrún Gísladóttir „Það Vekur því nokkra furðu þegar menn halda því fram að frjálst flæði fjármagns milli íslands og EB verði til að bæta hag Islendinga. Því miður bendir allt til þess að jaðarsvæði innan band- alagsins muni verða illa úti, fjármagn flæða þangað sem það er fyr- ir, stórfyrirtækin stækka og smáfyrir- tækjum fækka.“ gallarnir á hinum fijálsu markaðs- öflum sem venjulega era vel faldir. Frelsi vörunnar Með innri markaði eru landa- mæri úr sögunni. Talið er að um 700 milljarðar ísl. króna muni spar- ast þegar eftirlit á landamæram fellur niður. Menn gefa sér að þetta muni verða til að lækka vöraverð og auka hagræðingu í framleiðslu. Atvinnurekendur muni framleiða þar sem það er hagkvæmast og flytja vörana, jafnvel um langan veg, til neytenda. Hver hagurinn verður þegar upp er staðið skai ósagt látið en Græningjar í EB telja að aukin fjarlægð milli framleiðenda og neytenda muni auka umferð á vegum Evrópu um 30%. Það gefur augaleið að slíkir flutningar taka sinn toll í auðlindum heimsins og umhverfisgæðum. En það era ekki bara landamæri sem era hindran í vegi viðskipta. Á vegi vöraviðskipta era líka ýmsar tæknihindranir, s.s. gífurlegur fjöldi mismunandi staðla í ríkjum EB. Þá stendur til að samræma. Reglan verður sú að ef vara er viðurkennd í einu aðildarríkja EB hlýtur hún sjálfkrafa viðurkenningu í öllum öðrum aðildarríkjum. Það er krafa EB að þetta nái líka til Evrópska efnahagssvæðisins. Er ekki nema gott eitt um það að segja meðan það gengur ekki út yfir gæði vör- unnar. Þess era hins vegar mörg dæmi að litið sé á gæðakröfur ein- stakra ríkja sem viðskiptahindranir. Danir hafa t.d. gert kröfu um að þess sé getið sérstaklega á umbúð- um ef vörur innihalda lífræn leysi- efni en eins og kunnugt er geta þau valdið heilaskaða. Samkvæmt sam- þykktum EB er þeim ekki heimilt að gera þessa kröfu til innfluttrar vöru frá öðrum ríkjum EB. Hjá Alþjóða heilbrigðismálastofn- uninni eru 250 efni á skrá sem krabbameinsvaldandi. EB heimilar aðeins að 50 þessara efna séu tiltek- in sérstaklega á umbúðum. Þetta verða Danir að láta sér nægja en til samanburðar má geta þess að -Norðmenn merkja 200-þessara-&fna. Þá eru heilbrigðiskröfur í matvæla- framleiðslu mjög mismunandi í ríkj- um EB og standast engan veginn samanburð við þær kröfur sem við gerum. Frelsi fjármagnsins Ástandið í byggðamálum íslend- inga er órækur vitnisburður um að okkur hefur ekki tekist að hafa stjórn á ijármagnsflæðinu innan- lands. Fjármagnið hefur flætt fijálst frá landsbyggðinni til suðvestur- hornsins og fólkið á eftir. Til að vinna gegn þessu hefur verið komið upp flóknu sjóða- og styrkjakerfi sem flestir virðast nú sammála um að hafi algerlega mistekist. Það vekur því nokkra furðu þegar menn halda því fram að frjálst flæði fjármagns milli íslands og EB verði til að bæta hag íslendinga. Því mið- ur bendir allt til þess að jaðarsvæði innan bandalagsins muni verða illa úti, fjármagn flæða þangað sem það er fyrir, stórfyrirtækin stækka og smáfyrirtækjum fækka. Ef íslendingar gerðust aðilar að EB hefðu þeir formlegan aðgang að styrkjakerfi bandalagsins. En það er sýnd veiði en ekki gefm. Til að svæði njóti styrkja úr uppbygg- ingarsjóðum EB þurfa ýmsar ástæð- ur að vera fyrir hendi. Hér eru nefndar nokkrar: — Tekjur á íbúa eru undir 75% að meðaltali þess sem gerist í ríkum EB. — Atvinnuleysi sl. 3 ár er meira en að meðaltali í ríkjum EB. — Landbúnaður og sjávarútveg- ur er undirstaða atvinnulífsins, tekj- ur lágar og þjóðarframleiðsla lítil. — Atvinna í iðnaði hefur dregist verulega saman og ef um borg er að ræða þarf atvinnuleysi að vera 50% yfir meðaltali þess sem gerist í ríkjum EB. Það liggur í augum uppi að ekk- ert svæði á íslandi uppfyllir þessi skilyrði. Hér hefur atvinnuleysi ver- ið mjög lítið ef miðað er við EB og þjóðarframleiðsla og tekjur era mun meiri hér en í flestum ríkjum banda- lagsins. Efnaleg velmegun okkar, sem þjóðar, er slík að við eigum einfaldlega engan rétt á styrkjum, hvorki formlegan né siðferðilegan. Frelsi vinnuaflsins Innri markaði fylgir aukin sam- keppni á öllum sviðum, líka á vinnu- markaði. Þeir komast best frá slíku sem standa sterkir fyrir og því mið- ur era það ekki konur. Þótt því sé spáð að atvinnutækifæram fjölgi í Evrópu þegar fram líða stundir, þá sjá menn það samt fyrir að í fyrstu muni þeim fækka um 500-600 þús- und meðan fyrirtæki eru enn að renna saman, fara á hausinn og ný að koma undir sig fótunum. Þá reyn- ir á þolrif þjóðríkjanna. Nýju atvinn- utækifærin eiga svo að skapast þeg- ar búið er að losa um vinnukraftinn og gera hann hreyfanlegri og auka neyslu í kjölfar verðlækkana. Hreyfanlegur vinnukraftur er kjörorð dagsins hjá EB. Á bak við þetta hlutlausa hugtak felast mann- eskjur sem eiga að flytja sig milli staða á eftir atvinnunni. Sameigin- legur vinnumarkaður í Evrópu getur haft ótvíræða kosti í för með sér fyrir einstaklinga sem hafa góða og eftirsótta fagmenntun og eiga auð- velt með að aðlagast. í öllu atvinnu- leysinu er þetta þó líklegra til að hafa í för með sér rótleysi og erfið- leika fyrir fjölskyldufólk. Félags- málasamningur EB gildir aðeins um fólk á vinnumarkaði og fjöldi kvenna er þar alls ekki. Fylgi þær körlum sínum i atvinnuleit miðast félagsleg og lagaleg réttindi þeirra við það sem gildir í viðkomandi landi. í því sambandi má nefna barnabætur, fæðingarorlof, ekknabætur, ellilíf- eyri, rétt til fóstureyðinga, skilnað- arlöggjöf og margt fleira sem varð- ar líf kvenna miklu. I Cecchini-skýrslunni, sem fyrr var nefnd, er minnst á ýmiss konar „óalgeng" störf og talið að þeim muni fjölga talsvert. Þetta eru hlut- astörf og árstíðabundin störf sem einmitt eru algeng meðal kenna. Þessi störf njóta hins vegar engrar félagslegrar verndar eða réttinda. Félagsmálasamningur EB nær ekki til þeirra sem þau vinna. Höfundur skípar 1. sæti Kvelmnlistktis í Reykjhvík l komandi kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.