Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 mnmn ^©rOQOJmn^Jnge^Chstribute^byJJmversa^res^^^ndicat^ þeíta esJú//os Jesar i btiSt. " Ef þú ert með skæting mun ég sjá um að þú verðir látinn fara á stundinni ... Með morgunkaffínu Þú verður að komast á lappir sem fyrst. Það er allt að fara undir illgresið í garðinum ... Á fjölmiðlavelli Hvaða „áhrifavald" var það, sem sleppti hættulegasta og alræmdasta kynferðisafbrotamanni landsins lausum á Reykjavík, gagnstætt úr- skurði undirréttar um, að manninum mætti halda inni til öryggis? Ég ef- ast ekki um að þeir í hæstaretti kunna vel lög og eru snillingar í túlkun þeirra, en þó er það niðurstað- an, sem mestu skiptir. Fjölmiðlarnir voru furðu þögulir um þetta mál, en þetta var hinsvegar sömu dagana sem þeir ætluðu hver af öðrum af göflum að ganga út af ungum manni, sem hafði talað um mann- fræði eitthvað á annan hátt en þeir vildu hafa. Birtar voru nasistamynd- ir, persónuníð, hatursgreinar (eink- um nafnlausar) í hvetjum fjölmiðlin- um eftir annan — allt út af skoðana- ágreiningi við ungan orðprúðan mann að sjálfsögðu. Því að hvað annað en skoðanamunur gat verið tilefni svo stórkostlegra tilþrifa? Það má segja, að „Stenka Rasins hetju- lið“ er hvorki fámennt né smámennt á fjölmiðlavelli nútímans — þegar hinar innri taugar þess eru snertar. En það er margsannað, að þar er mannfræðitaugin viðkvæmust og skapar hin hörðustu viðbrögð. Um kynvilluna í trölladansheimi nútíma vors er það að segja, sem ég hef margsagt, að virðing hennar og vegsemd fór mjög vaxándi — í öllum fjölmiðlum og hvar sem var — um 1980, svo að jafnvel virtust líkur á því, að löggjöf, sem skyldaði menn gagngert til þeirrar iðkunar, færi að koma fram í ýmsum löndum. Svo kom eyðnin, og þá sljákkaði heldur í þeim. En sagan af því, hvemig reynt var að breiða yfir eðli eyðn- innar og útbreiðslu — á ótal sviðum næstu árin, er mannkynssaga, sem ekki hefur verið sögð, en segir þeim sem veður hafa haft af henni, hversu gífurlegt vald þeirra, sem þama stóðu að, var orðið, og hversu auð- velt þeim veitti að brennimerkja alla þá, sem eitthvað vildu standa þarna á móti. Merkur ungur maður átaldi mig eitt sinn fyrir að segja, að það hefði verið gott að eyðnin kom fram. Ég játa, að slíkt er ferlegt orð, og vissu- lega vildi ég óska mér og öðmm þess ástands í heimi hér, að engum dytti í hug að segja slíkt. En hvað hefðu þeir komist langt annars? Og hvað em þeir að komast langt núna, þrátt fyrir eyðnina? Þorsteinn Guðjónsson Þessir hringdu Mikil verðmæti Kona hringdi: „Mér 'finnst oft að ómaklega sé vegið að sauðfjárbúskap sem er víst elsta atvinugrein okkar. Hvar ætla menn að fá peninga til að flytja allt kjöt og allar landbúnaðarafurðir? Erum við svona ríkir, íslendingar, að okkur muni ekkert um allan þann gjaldeyri sem þannig færi úr landi? Það eru mikil verð- mæti sem verða til í landbúnað- inum. Það ætti að efla íslenskan landbúnað því þar eru miklu meiri möguleikar en í iðnaði. Hversu mörg álver þyrftum við að reisa ef landbúnaðurinn legðist af? Einhver hagfræði- spekingurinn ætti að svara því.“ Lottóið styrki þyrlukaup Kona í Vesturbænum hringdi: „Væri nú ekki rétt að Lottó- ið legði eitthvað af mörkum til kaupa á þyrlu fyrir sjómennina okkar, þeir ættu það skilið.“ Skór Nike Air skór nr. 41-42 vom teknir úr skógeymslu við Skautasvellið í Laugardal sl. laugardag. Vinsamlegast skilið þeim þangað aftur eða hringið í síma 672784 ef þeir hafa fundist. Köttur Grábröndóttur mannfælinn fressköttur er á flækingi í Bú- staðahverfi. Þeir sem hafa séð til ferða hans eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 75913. Foreldrar! Geymið öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. HÖGNI HREKKVlSI Víkveiji skrifar Vegna samstarfsins á vettvangi Evrópubandalagsins hafa menn orðið að grípa til nýyrðasmíði eins og endranær, þegar um breyt- ingar og þróun er að ræða. í nýj- asta tölublaði af fræðsluriti Félags íslenskra iðnrekenda um málefni Evrópu, sem heitir Evrópa á döfinni er kynnt nýyrðið dreifræði. Þar seg- ir: „Með þessu orði er gerð tilraun til þess að íslenska enska hugtakið „subsidiarity", en það skýtur æ oft- ar upp kollinum í umræðum um framtíð Evrópubandalagsins. Orðið var búið til með aðstoð EB-deildar Orðabókar Háskólans. Orðið var valið með hliðsjón af því að það er nokkuð gegnsætt og fer einnig vel með öðrum orðum er vísa til stjórn- arhátta, s.s. lýðræði, þingræði, ein- ræði og fáræði. Hafí menn aðrar og betri tillögur, að þýðingu og nýyrðasmíð í þessu sambandi, eru þær vel þegnar." Með þessu hugtaki er verið að vísa til þess, hvernig skipta beri lagsins innbyrðis annars vegar og aðildarríkjanna hins vegar. Með því er átt við, að bandalagið eigi ein- ungis að fást við þau verkefni, sem er árangursríkara að leysa á sam- eiginlegum vettvangi heldur en í hveiju aðildarríki um sig, eða fram- kvæmd þeirra krefst fulltingis bandalagsins vegna þess að umfang þeirra eða áhrif ná út fyrir landa- mæri einstakra ríkja. XXX Nauðsynlegt er að hafa eitt orð til að lýsa þessum stjómar- háttum á vettvangi Evrópubanda- lagsins. Þar sem hér er um alveg nýjar leiðir í samskiptum ríkja að ræða er eðlilegt að þörf sé fyrir ný orð yfir þær. Orðið dreifræði verður tæplega á hvers manns vörum í stjórnmálaumræðum framtíðarinn- ar eins og lýðræði og einræði nú. Þó skyldi enginn útiloka það, orðið fellur vel að íslensku máli og er þjált í munni, þótt nokkurn tíma Víkveiji hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að betur fari á þvi að tala um yfirríkjastofnun en yfírþjóðlega, en síðara orðið er mun meira notað í umræðum hér til dæmis þegar rætt er um eðli og stjómarhætti Evrópubandalagsins. I umræðum um þessa orðnotkun fyrir skömmu benti maður sem er gagnkunnugur málefnum EB á, að hvomgt þessara orða væri rétt. Hann taldi skynsamlegast að kalla Evrópubandalagið samþjóðlega stofnun og ræða um samþjóðalög. Þegar málið er skoðað er unnt að færa mjög sterk rök fyrir því að með þessu orði hitti menn betur í mark í lýsingu á EB en með því að tala um það sem yfirríkjastofn- un. Bandalagið lifi ekki sjálfstæðu lífi án afskipta aðildarríkjanna held- ur sé sameiginlegur vettvangur þeirra, sem þau hafa stofnað til að sinna ýmsum verkefnum með sam- þjóðlegum ákvörðunum. valdi milli stofnana Evrópubanda- taki að átta sig á merkingu þess. ' WftMAMAmÉÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.