Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 17 Dalabyggð svikin um Gilsfjarðarbrú? Sigurbjörn Sveinsson „Á annan áratug hef- ur verið bent á þver- un Gilsfjarðar sem heppilegustu lausnina varðandi tengingu Vesturlands- og Vest- fjarðakjördæma á þessu svæði og um arðbæra framkvæmd að ræða að áliti Vega- gerðar ríkisins.“ eftir Sigurbjörn Sveinsson Fyrir Alþingi liggur nú lang- tímaáætlun um framkvæmdir í vegamálum til ársins 2002. Birtist hún sem tillaga til þingsályktunar og verður afgreidd nú á næstu dögum fyrir þinglok. Þetta er end- urskoðun áætlunar frá vorinu 1989 eins og venja er í þessum efnum. Þegar áætlun þessi leit dagsins ljós fyrir nokkru eftir þref og hrossakaup stjórnmálamanna, rak íbúa í Dölum og á sunnanverð- um Vestfjörðum í rogastans, þar sem vegagerð yfir Gilsfjörð hafði verið ætlað rúm í áætluninni ein- hvern tímann undir næstu alda- mótum. Gekk það þvert á fyrri orð þeirra manna, sem um þetta véla og vonir heimamanna byggðu á. Nú voru greinilega komin inn ný gæluverkefni, sem þóttu fýsilegri í augum fjöldans og milljónirnar, sem menn þóttust hafa í handrað- anum fyrir ekki svo löngu, voru komnar út og suður. Loforð þingmanna Langlundargeð íbúa í Dölum og Austur-Barðastrandarsýslu í þessu rnáli hefur verið með ólíkind- um. Arum saman hafa þeir ekið ónýtan og stórhættulegan veg um Gilsfjörð möglunarlaust gegn þeim loforðum, að brátt myndi koma betri tíð og birta myndi upp í vega- málum þeirra. Hafist yrði handa um_ brúargerðina von bráðar. Á annan áratug hefur verið bent á þverun Gilsfjarðar sem heppilegustu lausnina varðandi tengingu Vesturlands- og Vest- fjarðakjördæma á þessu svæði og um arðbæra framkvæmd að ræða að áliti Vegagerðar ríkisins. Þetta hefur yfirstjórn vegamála raunar sýnt í verki með að veita á hverju ári nokkru fé til rannsókna á veg- arstæðinu. Er nú svo komið, að litlu þarf þar við að bæta, svo að vegagerðin sjálf geti hafist. Á fundi með svokallaðri Gils- fjarðarnefnd heimamanna um þetta efni í mars á sl. ári, kom fram einlægur vilji þingmanna Vesturlands- og Vestfjarðakjör- dæma til að framkvæmdir þessar ■ KVENNALISTINN efnir til kynningarkvölds um hugmynda- fræði Kvennaiistans miðvikudag- inn 13. mars nk. kl. 20.30 á Laugavegi 17, annarri hæð. Kristín Ástgeirsdóttir reifar málin og síðan verða umræður. Tilgangur kynningarkvöldsins er að fræða áhugasamar konur um þá hugmyndafræði sem Kvenna- listinn hefur að leiðarljósi. (Fréttatilkynning) ■ NÁMSSTEFNA um kynfræði og þroskahömlun verður haldin í Borgartúni 6, Reykjavík, dag- anna 14.-15. mars nk. á vegum félags sálfræðinga sem starfa að málefnum fatlaðra. Námskeiðið er einkum ætlað starfsfólki sambýla, vistheimila, skóla eða annarra stofnana sem þjóna þroskaheftum. ■ GEÐHJÁLP, félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og velunnara, heldur fyrirlestur fimmtudagskvöldið 14. marz kl. 20.30 á Geðdeild Landspítalans í kennslustofu á 3. hæð. Fjallað verður um endur- menntun og þjálfun út í atvinnulíf- ið. Fyririesari er Guðrún Hannes- dóttir í starfsþjálfun fatlaðra. All- ir velkomnir. Áðgangur ókeypis. mættu hefjast á árinu 1992 eða 1993. Það var álit þeirra, eins og þeir orðuðu það í bókun, að fram- kvæmdir ættu að hefjast umsvifa- laust að lokinni byggingu Dýra- fjarðarbrúar. Opinskáar umræður urðu þá um hugsanleg áhrif jarð- gangagerðar á Vestfjörðum á þessa framkvæmd, sérstaklega ef þeim yrði flýtt, eins og nú er raun orðin á. Kom þá fram sú skoðun, að afla ætti nýs fjár til þeirra fram- kvæmda, og að þær myndu ekki seinka þveruninni í Gilsfirði. Allir virtust sammála um mikilvægi þessarar vegagerðar. Hún yrði næsta stórframkvæmd í vegamál- um á Vestfjörðum á eftir Dýra- fjarðarbrúnni og næsta stórverk- efni á Vesturlandi, þegar hillti undir lok nýs vegar um Mýrar. Var til þess tekið, að það myndi, auðvelda þessa framkvæmd alla, að tvö kjördæmi stæðu að henni. Sá var þó hængur á þessum ráða- hag, að ekki gæfist tóm til að stað- festa hann í vegaáætlun fyrr en við endurskoðun hennar vorið 1991. Vanefndir þingmanna í febrúar sl. ákvað svo hrepps- nefndin í Austur-Barðastrandar- sýslu (Reykhólahreppi hinum nýja) að fara á fund oddvita sinna á Alþingi og vitja um innistæður síðar og efndir fyrri loforða. Voru Dalamenn og í för. Nú var allt annað hljóð komið í strokkinn. Engar líkur voru tald- ar á því, að hægt yrði að byrja vegagerðina á umræddum tíma og var á þingmönnum að skilja, að heimamenn mættu prísa sig sæla, að hægt væri að koma meg- inframkvæmdum fyrir á 2. tíma- bili áætlunarinnar. Aðspurðir um það, hvaða forsendur væru breytt- ar frá fyrra ári, var því svarað, að þær væru engar breyttar. Þetta væri allt misskilningur, þar sem augljóst væri, að sveitarstjórnar- menn fyrir botni Breiðafjarðar hefðu verið svo illa lesnir í gömlu vegaáætluninni. Sveitarstjórnar- menn þessir fóru orðlausir af fundi þingmanna. Svo kom tillagan til þingsálykt- unar um langtímaáætlun í vega- gerð. Þar var þetta allt staðfest. Sátu þó þrír Vestlendingar í nefnd- inni, sem undirbjó áætlunina, tveir alþingismenn, sem tóku þátt í svardögunum í mars 1990 og einn bæjarstjóri. Hefði þeim átt að renna blóðið til skyldunnar. Það er stundum haft á orði, að veður- minnið sé ótryggt, og virðist það einnig gilda, þegar hin pólitísku gjörningaveður geisa. Til að fyllstu sanngirni sé gætt, er skylt að minna á þingsályktun- artillögu Matthíasar Bjarnasonar, alþingismanns, sem hann lagði fram í nóvember sl., og gerði ráð fyrir, að byijað yrði á Gilsfjarðar- brúnni 1992. Nýlega hefur verið vakin athygli á þessum tillögu- flutningi Matthíasar í blaðinu Vesturlandi, sem sjálfstæðismenn á Vestfjörðum gefa út. Ekki hefur neitt farið fyrir stuðningi annarra þingmanna við þessa tillögu Matt- híasar á opinberum vettvangi, en Friðjón Þórðarson, alþingismaður, ritaði grein um sama efni í Morg- unblaðið í janúar sl. Enn má bæta um Flestir ærukærir menn reyna að bæta um betur, ef þeir misstíga sig. Á það ekki síður við um stjórn- málamenn en aðra. Ekki er öll nótt úti enn og ef alþingismenn Vesturlands- og Vestfjarða fara umsvifalaust í málið, eins og þeir orðuðu svo vel forðum, má bjarga nokkru af þeirra orðstír í Breiða- fj arð arby ggðum. Þeim var lofað, að þeir yrðu minntir á atburði þessa frammi fyrir kjósendum sínum. Hefur það loforð nú verið efnt. Höfundur er læknir. Macintosh fyrir byrjendur © <%> Works - ritvinnsla, gagnasötnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáið senda námsskrá. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár f forystu Innilega þakka ég fjölskyldu minni og öörum œttingjum, fjœr og nœr, svo og Jjölmörgum vin- um mínum, sem heiðruÖu mig og glöddu meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu 4. mars sl. Hlýhug ykk- ar og vinsemd geymi ég í hjarta mínu. Guö blessi ykkur öll. Kristján Páll Sigfásson. JAMAICA er á Hótel Loftleiðum alla þessa viku Dagana 13.-17. mars verður JAMAICA - vika á Hótel Loftleiðum og það er öruggt að þú upplifir sanna JAMAICA stemningu í mat og drykk, auk þess sem leikin verður JAMAICA - tónlist. í hverju hádegi og á hverju kvöldi matreiða meistarakokkar frá JÁMAICA fjölda bragðgóðra rétta og suðræn lög fylla kvöldið stemningu, sem erfitt er að lýsa. Matseðill: Rauðbaunasúpa Regnbogasalat Sterkkryddaður kjúklingur eða smjörsteikt smálúða með fersku grænmeti Sætkartöflu-búðingur Bjór og romm frá JAMAICA verður á boðstólum. Sláðu til og komdu til JAMAICA á Hótel Loftleiðum. FLUGLEIÐIR ...þegar matarilmurinn liggur í loftinu Borðapantanir í síma 22321. KKRCHER HREINSIVÉLAR RYKSUGUR Mikið úrval af ryksugum fyrir blautt og þurrt. GÓLFÞVOTTAVÉLAR Léttar og meðfærilegar vélar fyrir íþróttahús, verksmiðjur, verzlanir, hótel o.fl. IU0»«ER SÁPUR í úrvali Teppasápa RM 60 0.8-10-20 kg. TEPPAHREINSIVÉLAR Margar stærðir af hinum vinsælu teppahreinsivélum frá KÁRCHER. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA SKEIFAN 3E-F. BOX 8433. 128 REYKJAVlK 1>V'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.