Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 17
MORG,VN,BLAÐIfi FÖ^TyúAGUR 3?. Agftl ið þér á krossgötum og eigið naum- ast nema um tvennt að velja: Að leysa með rausn þessa mjög smá- vægilegu deilu við Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, eða fara „hina leiðina", en hún hefir „mörgum körskum í koll komið“, svo ekki sé fastara að kveðið. Gerið yður ljóst, að það eru einatt smáu málin, smáu steinvölumar, sem valdið geta aldahvörfum. Sem reyndur fjallgöngumaður veit ég, að um hæstu tindana leikur gjaman gustur kaldur. Úrgar þokur hylja þá gjarnan fyrirvaralítið, svo naumast sér handa skil. Sviftivindar og grenjandi hríðir skella á, eins og hendi sé veifað og þá er aðeins eitt ráð til. Stáldra við. Þaulhugsa hvert fótmál, því að minnsta feil- spor getur leitt til hrösunar og þá tekur þrítugt bergið við. Hafið því ráð, þótt heimskur kenni. Gefið Eystrasaltslýðveldunum frelsi, með rausn. Skilið þéim fylgifé þeirra, sem er sá hluti framleiðslu þeirra sl. 50 ár, sem ýmist hefir verið seld- ur Sovétríkjunum, gegn vægu verði, eða afhent leppríkjum þeirra og uppreisnarmönnum um víða veröld og sett á einhvers konar biðreikn- inga, sem enginn veit hvenær eða hvert verða greiddir. Að sjálfsögðu ber að draga frá andvirði þeirra vara, sem Sovétríkin hafa afgreitt Eystrasaltslanda. Hvomm megin mismunurinn lendir ber að greiða hann á sem sársauk- aminnstan hátt. Fjarlægið í herrans nafni öll hemaðarmannvirki Sovét- veldisins í Eystrasaltsríkjunum, þeim að kostnaðarlausu, svo fram- arlega sem ekki verði sannað, að þau hafi um þau beðið. Það er sið- ferðileg skylda allra valdhafa og höfðingja, að umgangast smælingj- ana með fullri virðingu. Slíkt kann heimurinn að meta að verðleikum og sannast þar, að á reiðverinu sést hvar heldri menn fara. Herra Mikael Gorbatsjov: Þetta er rödd hrópandans úr eyðimörk- inni: Hlustið eitt andatak, vegna þess að þessi rödd vill yður umfram allt vel. Beitið vitsmunum yðar, sem þér eigið nóg til af og farið að engu óðslega. Sannleikurinn birtist-yður hér. Einn vitur, víðsýnn og mildur þjóðhöfðingi er heiminum meira virði í dag, en allir stjórnmálaskúm- ar heimsins samanlagt. Nú kular aftur úr austrí. Það kynni að vera fyrirboði um endur- vakningu kalda stríðsins, sem ann- ars virtist í rénun. Perestrojka yðar er í mikilli hættu, ekki aðeins inn á við, heldur einnig út á við og væri það illa farið ef þéssi mikla von heimsins yrði að engu, vegna þess að „hin leiðin“ freistaði í bili. Ef svo skyldi skipast veit enginn hvað við tekur. En eitt er víst, að þá hugsun þorir enginn skyniborinn maður á heimsbyggðinni að hugsa til enda í dag. Að skilnaði sendi ég yður persón- ulega, svo og hinni frábæru frú Raisu Gotbatsjovu, hlýjar kveðjur frá mínu kalda landi. Lifið heil. Höfundur er fyrrverandi stórkaupmaður. —--------------- Dagur harm- onikkunn- ar í Tónabæ DAGUR harmonikkunnar verð- ur haldinn í Tónabæ v/Skafta- hlíð sunnudaginn 24. mars kl. 15-17. Stórsveit Harmonikkufélags Reykjavíkur leikur ásamt minni hópum og einleikurum innan fé- lagsins. Einnig koma fram ungir nemendur frá Tónskóla Sigur- sveins G. Kristinssonar. Heiðurs- gestir dagsins þeir Grétar Geirsson og Reynir Jónasson leika nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Kaffíveitingar á staðnum. (Frcttatilkynning) Taxtar byggingamóta hækka um 11,6%: Löngn tímabært að leiðrétta taxtana segir framkvæmdastjóri byggingameistara HELSTA ástæðan fyrir 2,3% hækkun byggingavísitölunnar um næstu mánaðarmót er hækkun á launum samkvæmt gildandi kjarasamning- um. Launin hækkuðu um 2,8% um síðustu mánaðarmót og leiðir það til 1,3% hækkunar vísitölunnar, að sögn Hallgríms Snorrasonar hag- stofusljóra. Steypa hækkaði um 5,2% í lok febrúar og leiðir það til tæplega 0,6% hækkunar byggingavísi- tölunnar. Hækkun á leigu bygg- ingamóta, sem Hagstofan metur 11,6%, leiðir til 0,2% hækkunar og verðhækkanir ýmissa efnisliða leiðir til 0,2% hækkunar vísi- tölunnar. Leiga byggingamóta í vísitölu- grunninum hækkar nú úr 744.156 krónur í 830.629 kr., eða um 86.473 krónur. Sverrir Magnús- son, framkvæmdastjóri Meistara- og verktakasambands bygginga- manna, segir að taxtar sambands- ins fyrir leigu byggingamóta hafi hækkað á bilinu 9,45 til 11,95% í október. Taxtarnir hefðu ekki fylgt verðlagsþróun undanfarin ár og því löngu tímabært að leiðrétta þá með því að hækka umfram annað. Sagði hann að taxtarnir hefðu hækkað um 91% frá 1986, á sama tíma og byggingarvísitalan hefði hækkað um 157%. Sverrir neitaði þegar hann var spurður að því hvort þessi rök mætti ekki nota til að réttlæta hækkanir á flestum hlutum og ítrekaði að taxtarnir hefðu dregist mikið aftur úr. Hann sagði að taxtar sam- bandsins væru leiðbeinandi lág- márkstaxtar, langt undir því verði sem sett væri upp fyrir þessa þjón- ustu í almennum viðskiptum. Sagði Sverrir að svipaða sögu mætti segja um fleiri þætti bygg- ingavísitölurinar, hún mældi ekki réttan byggingarkostnað. TCS T" '. n HUSEIGENDUR ALLRA TÍMA hafa leitað logandi Ijósi að réttu innréttingunum og öðru því sem prýða skal hólf og gólf híbýla þeirra. Nú er leitin á enda því BYKO hefur opnað HÓLF & GÓLF á neðri hæð verslunarinnar í Breiddinni. [ HÓLF & GÓLF er heimilissýning allt árið með innréttuðum hólfum og klæddum gólfum. Þar er bókstaflega allt fyrir heimilið: Gólfefni, hillur og skápar, hreinlætistæki, innréttingar, Ijós, klæðningar og fleira og fleira. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með því að fara á einn stað og finna allt sem þú þarft á að halda fyrir heimilið - í hólf og gólf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.