Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 22.03.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 "27 Reuter Sjálfstæðishátíð Sam Nujoma Namibíuforseti (t.h.) og Robert Mugabe forseti Zimbabwe aka í opinni jeppabifreið inn á íþróttaleikvang í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Myndin var tekin í gær við upphaf hátíðahalda í tilefni þess að þá var eitt ár liðið frá því Namibía öðlaðist sjálfstæði. April Glaspie varaði íraka við innrás í Kúveit: Sagði Saddam að Bandaríkja- menn myndu skerast í leikinn Washington. Reuter. APRIL Glaspie, sendiherra Bandarikjanna í Irak, kveðst hafa varað Saddam Hussein Iraksforseta við afleiðingum innrásar í Kúveit er jiún átti fund með honum 25. júlí í fyrra, viku fyrir innrásina. I gær sat hún fyrir svörum hjá utanríkisnefnd Öldunga- deildar Bandaríkjaþings og er það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um afstöðu Bandaríkjastjórnar til Bagdad-stjórnarinn- ar fyrir innrásina í Kúveit. Glaspie hefur beinlínis verið sök- uð um að hvetja Saddam til innrás- arinnar 2. ágúst með því að haida því fram á fundinum með honum að Bandaríkjamenn myndu láta hana afskiptalausa. írakar birtu afrit af viðræðum Glaspie og Sadd- ams þar sem hún var látin segja að Bandaríkjamenn tækju ekki af- stöðu til landamæradeilna íraka og Kúveita. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur hingað til ekki dregið innihald skjalsins í efa og andstæð- ingar James Bakers utanríkisráð- herra hafa sakað hann um að nota Glaspie sem blóraböggul fyrir eigin mistök gagnvart Irökum síðustu vikurnar fyrir innrásina. „Ég mótmæli að þetta sé kallað afrit. Skjalið er uppspuni, það er liður í blekkingarstarfsemi, sann- leikurinn hefur verið stórlega umrit- aður,“ sagði Glaspie um skýrslu íraka um fund þeirra Saddams. „Ég sagði honum að við myndum veija hina mikilvægu hagsmuni okkar, við myndum koma vinum okkar við Flóann til hjálpar og veija sjálf- stæði þeirra,“ bætti hún við. Nefndarmenn komu til yfir- heyrslnanna tilbúnir til að rífa Glaspie í sig en hún sneri vörn í sókn og vann þá fljótt á sitt band. „Éinu mistök bandarískra stjórnvalda voru, að þau töldu Saddam ekki nógu heim- skan til þess að láta verða af innrásinni," sagði sendiherann. „Okkar stjórn, eins og ríkisstjórnum allra annarra ríkja, varð á sú yfirsjón að átta sig ekki á því að Saddam væri ónæmur fyrir skynsemi og rökum.“ April Glaspic Umhverfismál í Sovétríkjunum: Tugmilljónir manna búa við neyðarástand Brussel. Reuter. Á SEXTÁN prósentum af sov- ésku landsvæði ríkir réttnefnt neyðarástand í umhverfismál- um. Þar búa fjörutíu til fimmtíu milljón sovéskir borgarar, segir Sérsveitirnar eltu langferðabif- reiðina með sex litháíska landa- mæraverði innanborðs í átt til Vil- nius og virtust hafa í hyggju að stöðva bifreiðina. Þegar það mis- tókst hleyptu þeir af eftir að kom- ið var inn í borgina. Gintaras Alexej Jablokov, varaformaður umhverfismálanefndar sovéska þingsins, í samtali við belgíska dagblaðið De Morgen. Afleiðingarnar eru meðal ann- Dapkus landamæravörður komst við illan leik inn í þinghúsið í Vil- nius og var hann með skotsár í lærinu. Annar landamæravörður sem særðist var hnepptur í varð- hald í sovéskri herstöð. ars þær að dauðsföllum af völdum krabbameins íjölgar um 2% á ári hveiju í Sovétríkjunum. Jablokov, sem er í heimsókn í Brussel, segir að í sumum landshlutum séu líf- slíkur fólks ekki nema 55-60 ár sem sé 10-15 árum minna en eðli- legt megi teljast. Útblástur eitr- aðra þungmálma frá þungaðnaði og óheft notkun skordýraeiturs í landbúnaði valdi mikilli mengun. Mikil geislavirk mengun sé víða í Moskvu og skógar í landinu hverfi jafn hratt og regnskógurinn í Brasilíu. Helmingur ræktunar- lands sé í hörmulegu ástandi vegna áníðslu. Hann sagði að ný- legar rannsóknir á móðurmjólk sýndu að í helmingi sýnanna væri hættulegt magn af skordýraeitri. Jakoblov gerði ástandið í Tsjernobyl, þar sem varð kjarn- orkuslys árið 1986, að umtalsefni. „Fólk þar er öðru vísi, þjakað. Því stekkur vart bros lengur." Sérsveitir KGB særðu tvo Litháa í skotárás Moskvu. Reuter. SÉRSVEITIR sovéska innanríkisráðuneytisins, svarthúfurnar svo- kölluðu, skutu á langferðabifreið í Litháen á miðvikudag þar sem voru litháískir landamæraverðir um borð. Tveir menn særðust í skotárásinni, að sögn talsmanns litháíska þingsins og blaðamanna í Vilnius. Sony semur við Michael Jackson New York. Reuter. Sony Software Corp. hefur gert víðtækan útgáfusamning við bandarísku poppstjörnuna Michael Jackson. Sony Electronic Publ- ishing, fyrirtækið sem Ólafur Jóhann Ólafsson veitir forstöðu, er eitt af þremur Sony-fyrirtækjum sem standa að samningnum. Fulltrúar Sony neituðu að gefa upp hvað þeir borga Jackson mik- ið fyrir samninginn en Michael Schulhof, forseti Sony Software, segir að fyrirtækið geri ráð fyrir að geta selt vörur tengdar nafni Jacksons fyrir meira en milljarð dala (58 milljarða ÍSK) í kjölfar samningsins. Þess má geta að Schulhof réð Ólaf Jóhann til starfa hjá Sony á sínum tíma. Það eru þijú undirfyrirtæki Sony-samsteypunnar sem standa að samningnum, Sony Music Ent- ertainment, sem áður hét CBS Records, Columbia Pictures Ent- ertainment og Sony Electronic Publishing. Sony ætlar að stofna nýtt fyrir- tæki um framleiðslu Jacksons sem á heita Jackson Entertainment Complex. Gert er ráð fyrir að Jack- son geri sex hljómplötur fyrir Sony, auk kvikmynda, sjónvarps- mynda og myndbanda. NÁMSKEIÐ sa'Mskipti f oreldra og barna Nú eru að heQast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. íjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • Aðstoða börn sín við þeirra vandamál. • Leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. • Byggja upp jákvæð samskipti innan íjölskyldunnar. Námskeiðin byggja á hugmyndum dr. Thom- asar Gordons, sálfræðings, höfundar bókar- innar „Samskipti foreldra og barna“. Leiðbeinendur hafa hlotið þjálfun til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu í 8 skipti. Upplýsingar og skráning í símum 621 132 og 626632. Hugo Þórisson, Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. sálfræðingur. saNski pti FRÆÐSLA OG RÁÐGJÖF SF. Samskipti foreldra og barna. Samskipti unglinga. Samskipti á vinnustað. Samskipti við viðskiptavini. Samskipti kcnnara og nemenda. Samskipti stjórnenda og starfsmanna. Mannleg samskipti/ákveðnisþjálfun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.