Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 4
icex jism .5 HU0AauT8öi aiuAuaMuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991 Hitaveita Reykjavíkur og Borgarskipulag: 79 tillögur að húsum yfir borholur Morgunblaðið/Sverrir Pálmar Krístmundsson arkitekt og Björn Skaftason arkitekt, hlutu fyrstu verðiaun í hugmyndasamkeppni um hönnun húsa yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur. ARKITEKTARNIR Pálmar Kristmundsson og Björn Skafta- son unnu 1. verðlaun kr. 520 þús. í samkeppni um hönnun húsa yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur, sem hitaveitan og Borgarskipuiagið efndu til. Rúmlega 50 holur eru í Reykjavik og Mosfellsbæ. 83 til- lögur bárust í samkeppnina, tvær voru merktar höfundi og aðrar tvær voru póstlagðar eftir að skilafrestur var útrunninn. Til dóms voru því teknar 79 til- lögur. Páll Gíslason formaður veitu- stofnana, sagði í ávarpi sínu við verðlauna afhendinguna, að Hita- veita Reykjavíkur hefði notið þess að fyrst og fremst væri litið á gildi hennar og gagn án þess að mann- virki hennar væru gagnrýnd. En nú væri tími kominn til að úr því yrði bætt og nefndi hann sem dæmi yfirbyggingu veitunnar „Perluna“ á hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð. í keppnislýsingu kemur fram, að flestar holur hafí verið virkjaðar á árunum 1960 til 1970 og að þá hafi þær verið á óbyggðum svæðum og ekki vandað til þeirra húsa sem yfir þær voru reist. Á síðari árum hefði byggðin færst nær holunum í báðum sveitarfélögunum og því rétt að yfir þær verði reist hús er falla betur að umhverfinu. í umsögn dómnefndar segir að verðlauna tillagan sé hnitmiðuð og- svari vel þeim meginkröfum, sem gerðar voru í keppnislýsingu um notagildi, fegurð og frumleika. Byggt sé á samspili samhverfra flata, sem höfundar ná betri tökum á en aðrir keppendur. „í hugmýnd- inni býr hreinleiki og kraftur, sem gefur fyrirheit um enn betri lausn við ítarlegri útfærslu." „Við byggjum hugmyndina á tveimur aðskildum skeljum er um- lykja búnaðinn,“ sagði Björn Skaptason arkitekt um tillöguna. Sögðust höfundar hafa lagt áherslu á mjúkar bogadreignar lágréttar línur til mótvægis við lóðrétta línu vatnsins sem úr holunni kemur. Jafnframt að um hlut eða form væri að ræða fremur en hús. Mann- virkið samanstæði úr tveimur skermum sem auðvelt væri að taka niður og flytja og gera hönnuðir ráð fyrir að það verði lýst upp að næturlagi. 2. verðlaun kr. 310 þús., hlaut Guðmundur Jónsson arkitekt, 3. verðlaun kr. 210 þús., hlutu Bjöm S. Hallsson arkitekt og Jón Þór Þorvaldsson arkitekt. Auk þess voru þrjár tillögur keyptar inn, 1. innkaup var tillaga arkitektanna, Halldórs Gíslasonar, Jóhannesar Þorðarsonar og Sigurðar Halldórs- sonar. 2. til 3. innkaup voru tillög- ur frá þeim Ólafi Tr. Mathiesen arkitekt og Ólafi Þóri Hersissyni arkitektanema. tveiraur bogadreignum skerm- um og er gert ráð fyrir að áferð þeirra falli að umhverfinu á hveijum stað. Allar tillögur sem bárust í sam- keþpnina verða til sýnis hjá Bygg- ingarþjónustunni, Iðnaðarmanna- félagshúsinu, Hallvegarstíg 1, Sýn- ingin stendur fram til 15. apríl og er opin frá kl. 10 til 18 virka daga og frá kl. 14 til 16 um helgar. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 5. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Yfir vestanverðu landinu er minnkandi lægðardrag og víðáttumikil 960 mb lægð skammt vestur af Skotlandi, þokast austur. Yfir Grænlandi er 1008 mb hæð. SPÁ: Norðlæg átt um mestallt landið, víða stinningskaldí en hvasst á stöku stað við norður- og austurströndina. Á Norður- og Austur- landi og norðantil á Vestfjörðum má búast við snjókomu eða élja- gangi, einnig gaetu orðið stöku él vestanlands en sunnanlands ætti að verða bjart veður að mestu. Kalt verður áfram, þó ætti að verða frostlaust um hádaginn sunnanlands og austan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðanátt, sums stað- ar nokkuð hvöss, einkum á laugardag. Éljagangur um norðanvert landið en nokkuð bjart veður sunnanlands, þó gætu orðið él við suðurströndina. Frostlaust að deginum sunnanlands og austan en annars frost, víðast 2-5 stig. TÁKN: '(jj' Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Ceisius SJ Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J~ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl 12:00 í gær að ísl. tíma Mcureyri Reykjavík hiti +5 +4 veður alskýjað snjókoma Bergen 9 skýjað Heisinki 10 þokumóða Kaupmannahöfn 8 þokumóða Narssarssuaq +5 snjók. á s.klsL Nuuk +10 hálfskýjað Os!ó 4 rigning Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 12 skýjað Barcelona vantar Beriín 13 alskýjað Chicago 12 aiSKyjBO Feneyjar 14 rigning á s.klst. Frankfurt 13 rigning á s.klst. Glasgow 8 alskýjað Hamborg 12 skýjað Las Palmas vantar London 6 rignlng Los Angeles 13 helðskirt Lúxemborg 10 skýjað Madríd vantar Malaga 19 iéttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 3 léttskýjað NewYork 6 iéttskýjað Oriando vantar Paris 9 rigning Róm 17 léttskýjað Vín 14 skýjað Washington vantar Winnipeg 5 heiðskirt Hugsanlegt að Reykja- vík missi þingsæti í þamæstu kosningum MIÐAÐ við yfirlit sem Hagstofa íslands hefur tekið saman um fjölda kjósenda á kjörskrárstofni kemur í ljós að breyting hefur orðið á hlutfallslegum fjölda kjósenda eftir kjördæmum. Að sögn Ólafs Walter Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu sýna útreikningar miðað við þessar tölur að Norðurlandskjördæmi eystra mun missa þingsæti sem lendir í hlut Reykjaneskjördæmis í þeim alþingiskosningum sem fram eiga að fara næst á eftir kosningunum í vor, en jafnframt að litlu munar að þingsæti færist frá Reykjavík til Norðurlandskjördæmis eystra. Skipting kjördæma ákvarðast samkvæmt kosningalögum af tölu kjósenda á kjörskrá í hverju kjör- dæmi í næstu almennu alþingis- kosningum á undan. Miðað við tölur Hagstofunnar verður þingsætatala kjördæma í þeim kosningum sem fram eiga að fara næst á eftir kosn- ingunum í vor þannig að Reykjanes- kjördæmi verður með 12 þingsæti í stað 11 og Norðurlandskjördæmi eystra 6 í stað 7. Þingsætatala Reykjavíkurkjördæmis verður óbreytt, eða 18, svo og annarra kjördæma. Ólafur Walter sagði að hér munaði hins vegar ckki miklu, aukning á kjörskrá í Norðurlands- kjördæmi eystra um 230 eða fækk- un í Reykjavíkurkjördæmi um 904 flytti þingsæti frá Reykjavík til Norðurlands eystra. Sama yrði upp á teningnum ef 184 flyttust frá Reykjavík til Norðurlands eystra. „Tölur sem settar eru fram í Morg- uiiblaðinu í gær fjalla um breyting- ar á Norðurlandskjördæmi eystra annars vegar og Reykjaneskjör- dæmi hins vegar en það sem er nær því að valda breytingu væri tilflutn- ingur á kjósendum milli Reykjavík- ur og Norðurlands eystra,“ sagði Ólafur Walter. Hann sagði fremur ólíklegt að reyndin yrði þessi eink- um þegar litið væfi tiL-breyttra reglna um kjörskrárgerð,' sem nú skal miðuð við skráð lögheimili sjö vikum fýrir kjördag. Kjósendum á landinu öllu hefur fjölgað um 6,7% frá kosningunum 1987. Fjölgunin er mest á Reykja- nesi 12,8%, 8,9% í Reykjavík, 2,9% á Norðurlandi eystra, 2,6% á Suð- urlandi, 1,1,% á Austurlandi en fækkun hefur orðið á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ólafur sagði að í þessum útreikn- ingum væru allir kjósendur teknir með, einnig þeir sem búsettir eru erlendis og kosningarétt hafa. Ef þeir væru ekki taldir með yrði niður- staðan hins vegar sú að Reykjavík- urkjördæmi missti þingsæti til Reykjaneskjördæmis en þingsæta- tala Norðurlandskjördæmis eystra .yrði sama og hún er nú. Flestir kjósenda með lögheimili erlendis koma frá Reykjavík, eða 4% allra á kjörskrá í landinu, 3,5% í Reykja- nesi, 2,8% á Vestfjörðum, 2,4% á Vestlandi, 2,2% í Norðurlandskjör- dæmi eystra og 2,2% á Austurlandi. Eignarhaldsfélagið krefst frávísunar á matsbeiðni LÖGMAÐUR Eignarhaldsfélags Verslunarbankans krafðist þess fyr- ir bæjarþingi Reykjavíkur í gær að vísað verði frá ósk Fjölmiðlunar sf., sem að standa stærstu hluthafarnir innan íslenska sjónvarpsfé- lagsins að dómurinn kveði til matsmenn til að skera úr um ágrein- ingsatriði vegna kaupa þessara aðila á hlutabréfum í Stöð 2. Hlutha- farnir innan Fjölmiðlunar telja að skuldastaða sjónvarpsfélagsins hafi verið nokkur hundruð miHjónum verri en lánasvið Verslunar- bankans hafi gefíð upp. Krafa eignarhaldsfélagsins var þingfest í bæjarþingi í gær og verður tekin fyrir 22. apríl nk. Lögmaðurinn byggir frávísunar- kröfuna m.a. á því að Verslunar- bankinn hafí ekki verið seljandi hlutabréfanna á sínum tíma heldur íslenska sjónvarpsfélagið. Þá hafi Fjölmiðlun sf. ekki fundist á firma- skrá hinn 2. apríl sl., enda þótt fyrir liggi að sameignarfélög séu "skrámngáfskýr(r, "ög þaraf léiðán'di skorti matsbeiðanda aðildarhæfi í máli þessu. Samkvæmt hlutahafa- skrá íslenska sjónvarpsfélagsins um áramót séu hluthafar þar rétt um 200 en matsbeiðandi finnist hvergi þar á meðal. Þá krefst lögmaðurinn einnig frá- vísunar vegna ákveðinna efnisat- rið’a f gfélnáfgércf rfiáfsbéiðándá.’ )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.