Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 7

Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ffiÖSTUDAOUR 5. APRÍL lj991 K Kristján Jóhannsson í aðalhlutverki á Scala Lést eftír umferð- arslys KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari mun syngja aðalkarlhlutverk- ið í óperunni Adriana Lecouvrer á Scala í apríl og maí. Óperan er endurflutt en hún var flutt á Scala fyrir tveimur árum. Kristján var þá einnig í aðalhlutverki. Frá í maí og til Argentínu í júní. „Eins og alltaf á Scala er til mik- ils að vinna og ég er spenntur. Það er hins vegar meiri ró yfir þessu nú heldur en oft áður þar sem það er verið að endurflytja óperuna en það er ekki síður mikilvægt fyrir mig að gera vel nú þar sem það er búið að fresta fyrirhuguðum flutningi á óperu sem ég átti að syngja í, í júní. Adriana Lecouvrer verður því sú eina sem ég syng á Scala í vetur fyrir samtali skyldan til Buones Aires í Argentínu þar sem ég mun syngja II Trovat- ore. í lok júní komum við síðan aft- ur til Ítalíu en þá hefjast æfingar á óperu eftir Pucchini í hinu fræga leikhúsi Arena í Veróna. Þar á ég von á stórum hópi íslendinga á frum- sýninguna þann 14. júlí. Tími minn er annars nær fullbókaður næstu fjögur árin en ég gerði nýlega samn- ing við óperuhús í Chicaco um söng árið 1995,“ sagði Kristján að lokum. LITLA stúlkan sem lést af áverkum sem hún hlaut er hún varð fyrir bíl á Vesturlands- vegi í Kjalarnesi síðastliðinn þriðjudag hét Tinna Ýr Frið- riksdóttir. Hún var fjögurra ára gömul og bjó að Vallá á Kjalarnesi. Ameríku en hann hefur gert samn- inga við óperuhús víðs vegar um heiminn allt fram til ársins 1995. „Ég verð á Scala fram í miðjan maí en fer þá til Berlínar þar sem ég mun syngja í Aida þann sau- tjánda. { byijun júní förum við fy'öl- Tinna Ýr Friðriksdóttir. bragðið," sagði Kristján í við Morgunblaðið. Kristján syngur hlutverk Maurizio hertoga í Adriana Lecouvrer. Hann segir óperuna dæmigerða ítalska óperu, hálíríska og hljómfagra. „Ég er með sex sýningar á þess- ari óperu en sýningarnar verða alls ellefu. Tenórar frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu verða með hinar fimm en hér, ólíkt því sem gerist heima, eru söngvarar aldrei látnir syngja dag eftir dag. Óperan er óskaplega falleg með atburðarrás sem gæti átt sér stað í raunveruleik- anum. Hún er hins vegar ekki flutt oft nema í allra stærstu óperuhúsum og er í raun einungis sett á svið fyrir stórar kvenstjörnur sem syngja titilhlutverkið. í þessu tilfelli er ver- ið að setja þetta á svið fyrir ítölsku stórstjörnuna Mirella Freni en þótt kvenhlutverkið sé mjög stórt finnst mér karlhlutverkið engu síðra. Það er bæði athyglisvert og vandsung- ið,“ sagði Kristján. Kristján mun á næstu mánuðum syngja bæði í Evrópu og Suður- Grindavík Tilboð opn- uð í Nes- veg að Stað KLÆÐNING hf. átti lægsta tilboð í lagningu Nesvegar á Reykja- nesi, frá Grindavík að Stað þar sem íslandslax og fleiri laxeldis- stöðvar eru. Leggja á bundið slit- lag á veginn eftir lagfæringu hans. Vegurinn er 3,2 km að lengd. Tilboð Klæðningar hf. er 17,8 milljónir kr., 74,2% af kostnaðar- áætlun Vegagerðar ríkisins sem er 23,9 milljónir kr. Tíu tilboð bárust í verkið. Mikill munur var á milli hæsta og lægsta tilboðs, það hæsta var 42,3 milljónir kr., meira en tvö- falt hærra en það lægsta. Verkinu á að ljúka fyrir 1. ágúst næstkom- andi. að þroskasögu mannsins. Um leið og frummaðurinn sigraði myrkrið og bar eldinn inn í híbýli sín blöstu við berir veggir og tóm gólf. Þá kviknaði þörfin fyrir fyrir að prýða hólf og gólf híbýlanna. Nú fæst allt til lýsingar á einum stað, því HÓLF & GÓLF á neðri hæðinni í BYKO Breiddinni býður nánast allt til lýsingar, auk stóru rafmagnstækjanna í eldhúsið og þvottahúsið. ( HÓLF & GÓLF er heimilissýning allt árið með innréttuðum hólfum og klæddum gólfum. Þar er bókstaflega allt fyrir heimilið. Þú sparar tíma, fé og fýrirhöfn með því að fara á einn stað og fá allt sem þú þarft á að halda fyrir gfzi ^ heimilið - í hólf og gólf. " ___„ Flateyri Olía í höfnina TÆPLEGA eitt þúsund lítrar af hráolíu láku í höfnina á Flateyri á miðvikudaginn þegar verið var að losa olíu úr Kyndli Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps, segir að lekinn hafí uppgötvast þegar mismunur kom fram á mælingu á því magni sem komið var í tankana og því magni sem fór frá Kyndii. Þá vantaði um eitt þúsund lítra. Svo virðist sem leki hafi komið að afgreiðslulögn Skeljungs hf. á hafnarkantinum, olían lekið í sand við bryggjuþilið og síast þaðan hægt og hægt út í sjó. Lögnin var tæmd um leið og lekans varð vart. Eiríkur Finnur segir að tölverð olíubrák sé í höfninni, en flekkirnir séu litlir og dreifðir þannig að erfitt verði að hreinsa þá upp. AUK k10d41-218

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.