Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 10
10 .MQRQUNBLAÐII) FÖ3T.UDAGUR 5. .APRÍL 1991 MorgunDiaoio/övemr í Baðstofunni, frá vinstri: Sigríður Bjarnadóttir í varasljórn, Siguroddur Magnússon ritari, Gissur Símonarson formaður, Helgi Hallgrímsson varaformaður og Guðmundur J. Krisljánsson gjaldkeri. Baðstofa iðnaðarmanna komin í upprunalegt horf BAÐSTOFA iðnaðarmanna á efsta Iofti Gamla iðnskólahússins við Lækjargötu, sem gjöreyðilagðist í bruna í júní árið 1986, er nú komin í upprunalegt horf. Baðstofan var endurbyggð að öllu Ieyti, því ekki var hægt að nota neitt af því, sem bjargaðist úr brunanum nema ljósakrónur, sem voru gerðar upp og komið fyrir á sínum stað. Baðstofan var fyrst tekin í notkun 18. desember 1926. Hún var fundarsalur Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík og hafði stjómin þar aðstöðu fyrir bækur og skjöl félagsins. Iðnaðarmanna- félagið notaði Baðstofuna fyrir félagsstarfsemi sína og stjórninni var heimilt að Ieigja hana sériðna- félögum og félagsmönnum Iðnað- arfélagsins til funda og annarra athafna í þágu iðnaðarins. Fyrsta Iðnþing íslendinga var þar haldið og síðustu árin, sem Iðnskólinn var í húsinu, var kennt þar. Síð- ast notaði félagið Baðstofuna fyr- ir aðalfund um mánuði fyrir bmn- ann. Rishæðin gjöreyðilagðist í brunanum og eins loft milli ann- arrar hæðar og risins. Brunavam- arveggur varnaði því að eldur kæmist í Búnaðarfélagshúsið, en búið var að blása steinull í útveggjagrindina, sem bjargaði Gamla iðnskólahúsinu frá því að brenna til grunna. Borgarráð tók þá ákvörðun að endurbyggja húsin og var verkinu hraðað samkvæmt tillögum Dav- íðs Oddssonar, borgarstjóra. Um tveimur árum síðar var ákveðið að Dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík fengi húsið til leigu gegn því að sjá um frekari endur- byggingu og vora teikningar, sem Leifur Blumenstein gerði, sam- þykktar í Byggingamefnd Reykjavíkur 14. september 1989. Framkvæmdir hófust í nóvember sama ár og lauk með vígslu safn- aðarheimilisins 14. september 1990. Kjartan Gunnarsson sá um framkvæmdiraf hálfu Dómkirkju- safnaðarins, en verktakafyrirtæk- ið Istak var aðalverktaki. Gissur Símonarson og Helgi Hallgríms- son ásamt öðrum stjórnarmönn- um Iðnaðarmannafélagsins gáfu forsögn um endurbygginguna, en þegar búið var að endurnýja burð- arviði, einangra þak og ganga frá gólfi í rishæð tók félagið að sér framkvæmdir við Baðstofuna. Markmiðið var að færa Bað- stofuna í upprunalegt horf og var stuðst við ljósmyndir og það af þiljum, öndvegissúlum og burðar- viðum, sem bjargaðist úr brunan- um. Trésmiðjan Grein hf. annaðist alla smíði undir forystu Geirs Oddgeirssonar. Húsgagnasmið- irnir Þorlákur Hermannsson og Bjöm Karlsson önnuðust smíði á byggingarstað. Sveinn Ólafsson skar út kyndla, og Halldór Sig- urðsson og Hlynur Halldórsson skáru út öndvegissúlur og höfða- letur yfir gluggum og dyram. Aðalsteinn Tryggvason fann myndlista af kúplunum, sem voru síðan pantaðir frá París. Áklæði á bekkjum og stólum er sérofið hjá Álafossi á Akureyri. Ásgrímur P. Lúðvíksson sá um bólstran. Húsgagnavinnustofa Guðmundar Ó. Eggertssonar smíðaði húsgögn og Órn Guðmundsson sá um út- skurð í þeim. Málningarverk- smiðjan Harpa gaf efni til gljá- burðar á skarsúð og annað tré- verk og Blikksmiðja Breiðfjörðs gaf ristar undir setbekki. Málm- steypa Ámunda Sigurðssonar sá um að koma ljósakrónunum í upprunalegt form ásamt Málm- steypunni Hellu og fleiri aðilum. Siguroddur Magnússon annaðist raflagnir í ljósakrónur og kyndla og uppsetningu á þeim. Eyjólfur Konráð Jónsson Þessi samningur hefði orðið eins- dæmi í allri sögu Evrópubandalags- ins. Evrópusamfélagið er réttnefni, Evrópubandalagið naumast, þó að líklega verði erfitt að þýða heitið rétt úr þessu. Þó er það hugsanlegt því að flest er í breytingu nú og stöðnun óhugsandi hvað þá að horf- ið verði til gamalla hugmynda. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja víkurkjördæmi. Vilt þú vera sólarmegin? Sýning í dag í Golfskálanum, Grafar- holti, frá kl. 15.00-18.00 Nýr valkostur á Spáni: Hús við golfvöll. Kynning á húsum á Spáni í Golfskálanum, Graf- arholti, í dag frá kl. 15.00-18.00 og laugardag frá kl. 10.00-18.00. Við kynnum hágæða íbúðabyggð á Costa Blanca strönd Spánar. Um er að ræða íbúðir, raðhús og einbýlishús íýmsum verðflokkum. Öll húsin eru einangruð og byggð með loftrými undir gólfi. Öll þjónusta er á svæðinu. Húseignir í þessari byggð hafa hækkað í verði um 8-10% á ári á síðustu árum. Komið og kynnið ykkur freistandi valkost fyrir þá, sem vilja vera sólarmegin. Kynningarferð verður farin fljótlega. Fasteignasalan Framtíðin, Quesada Norden. sími622424. Sala víns í verslunum stuðlar að aukinni á- fengisneyslu TVEIR bandarískir vísinda- menn, Wagenaar og Holder, benda á í Journal ofStudies in Alcohol að sala veikra vína í matvörubúðum auki áfengisneyslu. í ýmsum ríkjum vestra er einkasala á áfengi eins og á Norðurlöndum, í nokkrum fylkjum Kanada og víðar. í Iowa og Vestur-Virginíu var leyft að selja veik vín og bjór í vissum matvörabúðum. Vísindamennirnir fylgdust með áhrifunum af því. Niðurstaðan var sú að ekki einungis víndrykkjan jókst heldur og heildarneysla áfengis. I Vestur-Virginíu jókst víndrykkjari um 48% og í Iowa um 93%, segir í frétt frá Áfengisvamaráði. jEkkert sem heit- ir aukaaðild eftir Eyjólf Konráð Jónsson Ekki er að furða þótt umræður um Evrópuhræringar séu miklar enda allt á fleygiferð ekki síst á álfunni austanverðri þar sem vonir glæðast dag frá degi um að frelsi og lýðræði muni sigra um það er lýkur. Síðustu gleðitíðindin eru frá Litháen þar sem við komum nokkuð við sögu. Við iékum djarfan leik, og engan á að saka þótt hann gagn- rýndi það, en öll hljótum við að gleðjast ef okkar atbeini hefur orð- ið til góðs. Rétt er að játa það umbúðalaust að vegir Evrópuþjóða eru nú vand- rataðir. Gamlar kennisetningar og hálfguðir fjúka eins og fis um allar jarðir og Evrópubandalagið er kom- ið með hálfan hugann „austur fyrir tjald“. Það er í óðaönn að gera samninga við fyrri fjendur. Slíkir samningar geta verið með ýmsum hætti. I lokagreinum Rómarsátt- málans, „biblíu“ bandalagsins, er annars vegar rætt um aðild að því í 237. grein og hins vegar um tengsl með ýmsum hætti í 238. grein. Þar er notað orðið tengsl, association á ensku. Lengi hefur í umræðu hér á landi verið notað orðið aukaaðild um ótil- greinda samninga, fyrst við EFTA en síðan Evrópubandalagið, vænt- anlega þó nokkuð efnismikla samn- inga. Nú virðist enginn vita hvemig á því standi að orðið aukaaðild var notað um þessa þjóðréttarsamn- inga. Hefur þó verið gerð tilraun til að grafast fyrir um það. Kannski má segja að það skipti ekki miklu máli nú, en þó getur það valdið raglingi og misskilningi viljandi eða óviljandi. íslendingar hafa gert merkan samning við Evrópubandalagið á grandvelli 238. greinar Rómarsátt- málans. Það var 1972 eins og kunn- ugt er og síðan voru felldir niður tollar gagnkvæmt. Af íslands hálfu var um að ræða niðurfellingu tolla á iðnvamingi frá bandalaginu, en af þess hálfu á fiski frá íslandi. Þennan samning þekkja menn vel og engum hefur dottið í hug að kenna hann við aðild að EB. Gagn- „Ekki ætti að saka að skjóta því hér inn að þessi samningsgerð og tveggja áratuga fram- kvæmd samningsins er gleggsta sönnun þess að bandalagið krefst ekki ætíð veiðiheimilda gegn tollabreytingu. Samningurinn hefur verið í fullu gildi 115 ár án þess að Evrópur bandalagið hefði hér veiðirétt.“ kvæmu tollafríðindin tóku að fullu gildi 1976 við lok síðasta þorska- stríðsins. Ekki ætti að saka að skjóta því hér inn að þessi samningsgerð og tveggja áratuga framkvæmd samn- ingsins er gleggsta sönnun þess að bandalagið krefst ekki ætíð veiði- heimilda gegn tollabreytingu. Samningurinn hefur verið í fullu gildi í 15 ár án þess að Evrópuband- alagið hefði hér veiðirétt. Menn verða nú að fara að vita þetta. Evrópubandalagið er sí og æ að semja um hin margvíslegu málefni um víða veröld og ekki síst í Evr- ópu. Þessir samningar eru gerðir á grandvelli 238. greinarinnar áður- nefndu og koma veiðiréttinum auð- vitað ekkert við. í greininni segir að vísu að eitthvað eigi að koma fyrir eitthvað, eða endurgjald eigi að koma á móti þessu einhverju. Við íslendingar segjum t.d. núna að viðauki við svonefnda bókun 6 sé eðlilegt endurgjald vegna vax- andi tollagreiðslna á íslenskar vörur við inngöngu Portúgal og Spánar í EB. Henning Christofersen varafor- seti framkvæmdastjórnar banda- lagsins ræddi málið við Evrópu- stefnunefnd í september sl. og sagði að vissulega hefðu íslendingar opn- að markaði sína fyrir iðnvarning frá EB og án þess að fá fríverslun með fisk og fískafurðir. Jafnvægi þyrfti að nást á þessu sviði. Um þetta flutti Sjálfstæðisflokkur og Kvenn- alisti þingsályktunartillögu fyrir hálfu öðru ári en ríkisstjórnin hefur þverskallast við. Mistúikun á ummælum og að- stæðum erlendis getur orðið okkur dýrt spaug. Á hinn bóginn gæti verið notalegt að sigrast á tilbúnum óvinum svo að allir sjái nú afrekin. En einkennilegast er það þó þegar þeir sem telja sig harðast beijast gegn aðild að EB eða auknum tengsium við bandalagið skuli álíta „kröfu" þeirra um veiðiréttindi eina og hina sömu hvort sem við verðum utan þess eða innan. Jafnvel heyr- ist sú skoðun að kostur okkar I þessu efni yrði verri ef við væram utan EB en innan. Þess vegna gæti verið hættulegt að við tækjum upp almennar tvíhliða viðræður um samskipti okkar og ríkjasamfélags- ins. Þegar Mitterrand Frakklandsfor- seti fór hinum vinsanriegustu orðum um ísland og stöðu íslendinga hér í Reykjavík afneitaði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra t.d. eigin orðum og lítið var með það gert að forsetinn bauð okkur tví- hliða saminga við Evrópubandalag- ið um öll samskipti okkar við það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.