Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991
Karl
íkjól
Leiklist
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikfélag Dalvíkur: Frænka
Charleys.
Höfundur: Brandon Tiiomas.
Leikstjóri: Björn Ingi Hilmars-
son.
Hönnun leikmyndar og ljósa:
Kristján E. Hjartarson.
Búningar: Þórunn Þórðardótt-
ir.
Karlmaður í hlutverki kven-
manns hefur verið afar hlátur-
vekjandi atriði í gegnum tíðina
og sívinsælt á árshátíðum, þorra-
blótum og öðrum samkomum. Er
skemmst að minnast mikilla vin-
sælda Elsu Lund í ónefndum sjón-
varpsþætti. Þessi persóna, karl í
kjól, er ein ástæða þess að leikri-
tið Frænka Charleys hefur verið
fært upp ótal sinnum hér á landi.
Leikfélag Reykjavíkur hefur t.d.
sýnt það fimm sinnum og þetta
er í þriðja skipti sem Leikfélag
Dalvíkur setur það á svið.
Vinsældir þessa aldargamla
leikrits felast í skoplegum atburð-
um þess og ástir í Oxford í lok
síðustu aldar eru í forgrunni.
Leikritið gerist einn dagpart og
atburðarásin er hröð. í upphafi
eru öll ástamál í mikilli óvissu en
þegar upp er staðið hafa allir
fengið sína heittþráðu. Charles
og Jack bjóða til sín tveimur yng-
ismeyjum en þar sem ekki þótti
siðlegt að konur væru einar með
Frænkan (Sigurbjörn Hjörleifsson) að kljást við vonbiðil sinn
(Steinþór Steingrímsson).
ólofuðum karlmönnum buðu þeir
stúlkunum undir því yfirskyni að
hitta frænku Charleys. Vandræð-
in eru þau að frænkan er ekki
komin en vinirnir deyja ekki ráða-
lausir heldur fá þeir skólafélaga
sinn til þess að leika þá öldruðu
sem er vellrík ekkja. Þá hefst
heldur betur ófyrirséð atburðarás
sem ekki verður rakin frekar því
skopið í Frænku Charleys er öllu
fremur sjónrænt en textalegt. Það
byggist á því að áhorfendur vita
betur en persónurnar sem eru í
sífellu að gera sig að fífli, vita
ekki að frænkan er karl í kjól.
í sýningu Leikfélags Dalvíkur
eru þessar skoplegu aðstæður
undirstrikaðar með látbragði,
árekstrum, hlaupum og snöggum
skiptingum. Atriðin eru auðvitað
misfyndin og það dofnaði yfir
sýningunni í síðasta þætti og leik-
ararnir áttu ekki eins auðvelt með
að halda dampi þegar textinn, en
ekki skondnar aðstæður, var ráð-
andi. Ég sá fjórðu sýningu þannig
að allt frumsýningarstress var
horfið og fumleysi einkenndi leík
flestra. I hlutverki frænkunnar
var Sigurbjörn Hjörleifsson og
átti hann hug og hjörtu áhorfenda
í hvert skipti sem hann birtist á
sviðinu í kvenmannsgervinu. Það
var ekki að ófyrirsynju því Sigur-
birni tókst bráðvel upp og átti
smellinn leik, blakaði blævæng
eins og hann hefði ekki gert ann-
að um ævina. Frænkan er auðvit-
að sú persóna sem allt snýst um
og önnur hlutverk eru veiga-
minni. Hlutverk kvennanna eru
frekar sviplaus og falla alveg í
skuggann af frænkunni. Leikur-
inn var í heild þokkalegur og
stundum alveg prýðilegur. Albert
Ágústsson (faðir Jakes) og Björg-
vin Hjörleifsson (þjónn Jakes)
sköpuðu t.d. sniðugar persónur
með hógværum og einföldum leik-
máta.
Leikiýmið var ágætlega hann-
að og myndaði viðkunnanlega
umgjörð. Skiptingin frá dagstofu
í garðstofu reyndist hins vegar
vera talsvert tímafrek og hefði
verið réttara að hafa einfaldari
leikmynd svo umstangið yrði
minna.
Það er gott að geta hlegið og
þeir sem leggja á sig ómælt erfiði
til þess að geta skemmt okkur
hinum í eina kvöldstund eiga
þakkir skildar.
Rauður bær
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Helgi Guðmundsson:
Þeir máluðu bæinn rauðan.
Saga vinstri hreyfingarinnar á
Norðfirði.
Mál og menning.
Reykjavík, 1990. 304 bls.
Helgi Guðmundsson ritstjóri Þjóð-
viljans, borinn og bamfæddur Norð-
firðingur, ritar hér sögu vinstri
hreyfingarinnar á Norðfirði, eins og
hann nefnir bók sína í undirtitli. Það
er hvorki saga Norðfjarðar yfír þetta
tímabil (eftir 1920) né heldur ævisög-
ur einstakra manna þó að hvort
tveggja blandist saman við. Heldur
er þetta pólitísk saga og saga bæjar-
stjórnarmála, verkalýðsbaráttu og
atvinnuuppbyggingar. Höfundur er
verkalýðssinni og Alþýðubandalags-
maður. Hann skrifar hér um félaga
sína og skoðanabræður, sem hann
hefur væntanlega dáð frá blautu
bamsbeini og því getur hann vita-
skuld ekki talist hlutlaus sagnfræð-
ingur, enda þótt engin ástæða sé til
þess að ætla að hann rangfæri stað-
reyndir. En ljóst er frá upphafi til
enda hvar hollustá hans er.
Að loknum inngangi þar sem stað-
hættir eru kynntir fyrir lesanda og
höfundur bregður upp svipmyndum
af bæjarlífi á uppvaxtarárum sínum
eru þrír menn kynntir til sögunnar:
Jóhannes Stefánsson (f. 1913), Lúð-
vík Jósepsson (f. 1914) og Bjami
Þórðarson (f. 1914). Þessir þrír menn
em aðalheimildarmenn höfundar og
er bókin að hluta til byggð á viðtölum
við þá. Þeir em ef svo má segja
burðarásar framvindunnar. Annarra
heimilda er svo getið í eftirmála.
Eftir að höfundur hefur fjallað
allnokkuð um atvinnulíf og kjör verk-
alýðs á öðmm tug aldarinnar, víkur
hann sér að frásögn af upphafí verk-
alýðsbaráttu, sem var eins og annars
staðar barátta við kaupmannaveldið.
Jónas Guðmundsson var þar framan-4
af í forsvari fyrir verkalýð og mesta
driffjöður. Hann kom til Norðíjarðar
árið 1921 aðeins 23 ára gmall. Fjór-
um árum síðar fékk Alþýðuflokkur-
inn undir forystu hans meirihluta í
hreppsnefnd. Þann 1. janúar 1929
fékk Neshreppur (Neskaupstaður)
kaupstaðarréttindi og átti Jónas þar
mestan hlut að máli.
Þegar kemur fram um 1930 taka
kommúnistar að kveða sér hljóðs og
endar það með klofningi Álþýðu-
flokksins svo sem kunnugt er, því
að það gerðist víðar en á Neskaup-
stað. En ekki var Kommúnistaflokk-
urinn beysinn þar í upphafi. í bæjar-
stjórnarkosningunum 1934 fékk
hann einungis 28 atkvæði (6,9%), en
Alþýðuflokkurinn 222 atkvæði
(54,5%) og fimm menn kjöma af
níu. En brátt fóru hlutföllin að breyt-
ast. Þrímenningarnir fyrrnefndu
voru nú komnir um tvítugt og unnu
saman að því af alefli að afla komm-
únistum fylgis. Við næstu kosnsingar
(1938) komust þeir allir þrír í bæjar-
stjórn og 1946 voru þeir (Sósíalista-
flokkurinn) komnir með hreinan
meirihluta og halda honum enn.
Neskaupstaður hefur því verið „rauð-
ur“ í næstum hálfa öld. Samstarf
þessara þriggja manna um málefni
Neskaupstaðar stóð í fjóra áratugi.
Bjami var lengst af bæjarstjóri (í rúm
20 ár) og sneri sér einkum að pólitík-
inni. Jóhannes sinnti og stjórnaði
atvinnurekstri á vegum bæjarins svo
og félags- og menntamálum. Og
Lúðvík var eins konar „sendiherra"
eða „erindreki" í Reykjavík eftir að
hann varð alþingismaður. Þessir þrír
menn virðast hafa ráðið því sem
þeir vildu. Á fjömtíu ára ferli tókst
þeim í náinni sámvinnu og með ötulu
fylgi meiri hluta bæjarbúa að gera
Neskaupstað að einum blómlegasta
byggðakjarna austanlands.
Þetta er merkileg saga, sem gæti
gefið tilefni til íhugunar, þó að lítt
verði kafað í þá hluti hér. Allir voru
þessir piltar bráðgáfaðir, þó að að-
stæður leyfðu þeim litla skólagöngu.
Þeir þekktu fátæktina ag kjör alþýð-
Viðmiðun í Nor-
ræna húsinu
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Nú stendur yfir í sýningarsal Nor-
ræna hússins einkasýning á verkum
Erlu Þórarinsdóttur myndlistarkonu.
Hún nefnir sýninguna Viðmiðun, og
segir í sýningarskrá að um sé að
ræða framhald af sýningu sem lista-
konan hélt á Kjarvalsstöðum.haustið
1989. Þá sýningu nefndi hún Landið,
og var fyrst og fremst um að ræða
myndir sem tóku mið af landinu og
formum þess, einfölduðum og sterk-
um. Sú sýning var hin áhugaverð-
asta og hlaut ágætar móttökur.
Erla fylgir sýningunni í Norræna
húsinu úr hlaði með örstuttri hugleið-
ingu, þar sem hún leggur fram þann
grunn sem hún vinnur eftir í mál-
verkunum: „Ferðalaginu og ástand-
inu í ferðalaginu má líkja við mynd-
list. Ferðalangurinn sér hið áður
óséða, kynnist hinu óþekkta, öðlast
víðsýni og heldur áfram. Listin er
Hvað er sagnfræði?
Bókmenntir
Helgi Guðmundsson
unnar af eigin raun. Þeir voru reg-
lusamir, hugsjónaríkir og réttlætis-
kenndin ólgaði í blóði þeirra. Auðvit-
að hlutu þeir því a verða róttækir,
eins róttækir og hægt var að verða.
En róttækni þeirra var í því fólgin
að tryggja atvinnutækifæri í bænum,
sjá til þess að atvinnufyrirtæki væru
vel rekin og verkafólkið nyti góðs
af velgengninni. Þetta varð ekki gert
nema bæjarfélagið ætti og ræki fyrir-
tækin. Og svo varð. í höndum þrí-
menninganna og fylgismanna þeirra
varð Neskaupstaður svo til eini at-
vinnurekandinn á staðnum og þeir
Bjarni og Jóhannes slyngir og hag-
sýnir „sameignarkapítalistar". Þó að
þeir teldust „rauðir" náði liturinn
yfirleitt ekki langt út fyrir bæjar-
félagið og þeir gættu þess að flækj-
ast ekki í deilur um heimsmál eða
annað þess háttar.
Helgi Guðmundsson segir alla
þessa sögu vel. Hann ritar lipran og
lifandi stíl og þarf engum að leiðast
lestur hans. Vafalaust fer hann oft
fljótt yfir sögu, en við því er ekki
að gera þar sem hann markaði sér
- eða honum var mörkuð - lengd í
upphafi. Eftir er að sjálfsögðu að
skrifa sögu Neskaupstaðar (held ég),
en í þeirri sögu hljóta málin að verða
reifuð á breiðari grundvelli og frá
öðrum sjónarhóli.
Erlendur Jónsson
SAGA. Tímarit Sögufélags.
286 bls. Sögufélag. 1990.
Hrefna Róbertsdóttir:
REYKJAVÍKURFÉLÖG. 167 bls.
Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands. Reykjavík, 1990.
Hvað er sagnfræði? Þessu eru
vísir menn að velta fyrir sér í Sögu.
Guðmundur Hálfdanarson skrifar
um Fransí biskví eftir Elínu Pálma-
dóttur og dregur í efa að þar sé
um hreint sagnfræðirit að ræða en
áréttar síðan: »Ég er þó alls ekki
viss um að ég geri Fransí biskví
rétt til með þessari gagnrýni.
Hvergi kemur fram hjá Elínu að
hún hafi ætlað sér að skrifa sagn-
fræðirit og.því er erfitt að nota
mælikvarða sagnfræðinnar við mat
á bókinni.« Ekki ólíkar verða niður-
stöður Lofts Guttormssonar um
Snorra á Húsafelli er hann segir
að Þórunn Valdimarsdóttir hafi
»gerst vísvitandi rithöfundur«.
Vitanlega er sagnfræði eitt, sög-
uritun annað. Umrædd rit munu
bæði hafa verið samin til fróðleiks
og skemmtunar eins og sagt er.
Enda er markaður fyrir hrein fræði-
rit jafnan takmarkaður á landi hér.
Árangurinn varð líka sá að bæði
ritin náðu athygli fjölmiðla og þar
af leiðandi markaðshlutdeild langt
fram yfir það sem gerist og gengur
um ómenguð fræðirit.
En eftir á að hyggja — hver leyf-
ir sér ekki að skálda í fræði sín?
Sagnfræðingar, sem mikils meta
orðstír sinn, láta að vísu sjaldnast
eftir sér að gera söguhetjum upp
hugsanir og tilfinningar. Hins vegar
setja þeir oft fram háalvarlegar
»kenningar« í þeim yfirlýsta til-
gangi að varpa skýrara ljósi á efn-
ið; rökstyðja þær vitanlega en geta
sjaldnast sannað þær beinlínis. Þess
háttar fræðikenningar mættu því
gjarnan flokkast sem hugarburður
og eru því, þegar öllu er á botninn
hvolft, eins konar skáldskapur!
Framt að helmingur þessarar
Sögu fer undir ritdóma og and-
mæli við umsögnum. Að öðru leyti
ber ritið sinn venjulega svip.
Lengsta ritgerðin er eftir Aðalgeir
Kristjánsson og Gísla Ágúst Gunn-
laugsson og heitir Félags- og hag-
þróun á íslandi á fyrri hluta 19.
aldar. Þeir, Aðalgeir og Gísli Ágúst,
minna á að allt fram undir miðja
19. öld hafi verið talið að ísland
framfleytti ekki fleiri en 50 þúsund
manns, og þá miðað við hagstætt
árferði. Á síðari hluta 19. aldar tók
íbúatalan i fyrsta skipti að stíga
upp fyrir þau mörk. Niðurstaðan
af athugunum þeirra verður sú að
»umbætur í búnaði, sjávarútvegi og
verslun . . . hafi lyft því „þaki“
sem innri og ytri skilyrði settu íbúa-
fjölda á 18. öld«, þannig að fólki
hafi þá fyrst getað fjölgað áfalla-
laust. Ennfremur benda þeir á veru-
lega útþenslu byggðar sem skapaði
skilyrði fyrir fjölgun heimila á 19.
öld. Ævilöng vinnumennska haí'i
samt enn um sinn orðið hlutskipti
margra, eða þar til er þéttbýlis-
myndun hófst við sjávarsíðuna og
aðrar atvinnugreinar gátu tekið við
fjölguninni.
Athyglisverð er og ritgerðin Forn
hrossreiðalög og heimildir þeirra.
Drög til greiningar réttarheimilda
Grágásar, eftir Sveinbjörn Rafns-
son. Sveinbjörn telur að áhrifa suð-
ræns réttar á skandínavískt réttar-
far hafi tekið að gæta hér er líða
tók á miðaldir og sjái þess stað í
íslenskum lögum frá þeim tíma.
í lánsfjárleit heitir þáttur sem
Lýður Björnsson hefúr tekið saman
eftir bréfum Péturs Halldórssonar
sem var borgarstjóri í Reykjavík
1935-40. Hitaveituframkvæmdir
voru þá í sjónmáli en til þeirra varð
að taka erlent lán. Að fá þess hátt-
ar lán var þá hvergi nærri auðvelt.
Bankastjórar, hvort heldur var í
Englandi eða Skandínavíu, drógu í
efa að íslendingar gætu staðið í
skilum, jafnvel þótt lánið væri
tryggt með ríkisábyrgð. Danskur
bankastjóri sagði í gamni og alvöru
að íslendingar væru svo skuldseigir
að þeir borguðu ekki fyrr en þeir
væru rukkaðir! Athyglisvert er að
Pétur vildi halda máli þessu strang-
lega leyndu til að »forðast allt glam-
ur og þvaður, ekki síst blaðaskrum
og illdeilur og fjandskap, sem alltaf
rís um hvaða mál sem er«. Þegar
þarna var komið var skjótlega búist
við heimsstyijöld og auðveldaði það
síður en svo lánsfjárleitina.
Þá ritar Haukur Sigurðsson Upp-
haf íshúsa á íslandi og Árni Daníel
Júlíusson Áhríf fólksfjöldaþróunar
á atvinnuhætti gamla samfélagsins
og er þá að mestu upptalið efni
þessarar Sögu.
Bókin Reykjavíkurfélög eftir
Hrefnu Róbertsdóttur fjallar um
félagshreyfingu og menntastarf á
ofanverðri 19. öld, eins og það er
orðað á titilsíðu. Svo sem mörg
fyrri rit Sagnfræðistofnunar er
þetta að stofni til prófritgerð sem
síðan var búin til prentunar með
»dálitlum breytingum«.
Og Hrefna hefur í raun af nógu
að taka. En sem kunnugt er varð
víðtæk félagsvakning á seinni hluta
19. aldar, bæði hérlendis og erlend-
is, vegna frelsisöldu þeirrar sem þá
gekk yfir Evrópu. Aður — undir
einveldinu — urðu félög annað
tveggja: að lúta vilja yfirvalda eða
fara leynt. En leynt urðu að fara
þau félög sem á einhvern hátt var
stefnt gegn ríkjandi stjórnarfari.
Leynd Kvöldfélagsins, sem stofnað
var í Reykjavík upp úr miðri öld-
inni, verður varla skilin öðruvísi en
svo að félagar hafi talið sig arftaka
þess háttar leyniféiaga þó þeir
þyrftu í sjálfu sér ekkert að óttast
og hefðu þess vegna getað starfað
fyrir opnum tjöldum. Nema leyndin
hafi verið höfð til gamans einungis!
En hver var svo tilgangurinn með
stofnun þessara félaga? Pólitísk
voru þau ekki, að minnsta kosti
ekki í þeim skilningi sem nú væri
lagður í orðið. Með óbeinum hætti
má þó segja að þau hafi tengst sjálf-
stæðisbaráttunni. Þar sem fræðslu-
skylda var ekki k'omin á buðu sUm
1