Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 17
17
fyrir drátxarskip, lag og uppbygging
léleg.
Eg gerði þá drög að nýrri hönnun
togara sem gekk þvert á flest sem
menn höfðu gert fram að því. Bara
bandabilið, 725 m/m, kassakjölur,
framskipslag, skrúfuhraði ásamt
mörgu öðru var á móti öllu sem var
algengt 1977. Það er hægt að bæta
„Otto“ eftir 14 ár, en enn í dag er
„Otto“ eitt af helstu aflaskipum í
landinu. Þá er spurningin eru skip-
stjórarnir sem veiða á „Otto“ svona
afburðasjómenn eða hjálpar skipið til.
Tveimur mánuðum áður en BÚR
tók við „Otto“ höfðu þeir fengið tog-
arann „Jón Baldvinsson", sem var
byggður í Portúgal eftir norskum
teikningum, undir umsjón Skipa-
tækni hf. Þessi togari hefur alltaf
verið hálfdrættingur á við „Otto“.
Þá er spurningin, eru skipstjóramir
á „Jóni Baldvjnssyni" svona lélegir
fiskimenn, eða er togaranum um að
kenna? Geta má að „Jón Baldvinsson"
hefur fengið nýja skrúfu (hæggeng-
ari), öxul og gír svo að það sé hægt
að veiða á honum. „Otto“ aftur á
móti hefur gengið eins og klukka.
Það er þannig að duglegir fiskimenn
þurfa góð skip, á lélegum skipum
geta ekki einu sinni duglegir fiski-
menn aflað. Þetta ættu ráðamenn í
landinu að skilja og hrúga ekki inn
í landið handónýtum skipum. Það er
einnig svo að eftir 14 ár er „Otto“
enn hafður sem viðmiðun um hvort
nýr togari er góður eða ekki. Margt
fleira er hægt að ræða hvað snertir
samanburð á „Otto“ við aðra togara,
en það er sama hvað þú segir, sú
staðreynd stendur að „Otto“ er talinn
einn besti togari en smíðaður hefur
verið. Um þetta er ég tilbúinn til að
ræða við þig hvenær sem er, en þá
bið ég þig vinsamlegast um að halda
þig við staðreyndir.
4. Esjan
Um svipað leyti og ég vann að
„Otto“ hitti ég bróður Guðmundar
Einarssonar forstjóra Ríkisskipa.
Hann var þá forstjóri framkvæmda-
stofnunarinnar og við fórum að ræða'
um hvernig ný „Esja“ gæti best þjón-
að bæjarfélögum kringum landið.
Guðmundur var nýtekinn við sem
forstjóri Ríkisskipa og hann leitaði
eftir nýjum leiðum til að þjóna strönd-
inni. Hann var klár á að þáverandi
skip útgerðarinnar voru orðin úrelt
því kröfumar um betri þjónustu juk-
ust sífellt og fjárhagsstaða útgerðar-
innar vægast sagt ekki sterk.
Þær kröfur sem ný „Esja“ átti að
uppfylla voru margar og mjög erfitt
að samræma þær aðstæðum. Sem
dæmi má nefna: — Hreint lestarrými
fyrir bretti og gáma. Þá voru flutn-
ingar á brettum allsráðandi en breytt-
ist á stuttum tíma meira yfir í gáma.
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991
— Öryggi, þar á meðal tvær skrúfur.
— Auðvelt að snúa skipinu í þröngum
höfnum. — Minnst möguleg manna-
þörf á skipinu og í landi. A þessum
tíma var skylda að hafa 16 menn í
áhöfn ef skipið mældist yfir 500
BRT., því varð það að vera undir 500
BRT. því þá var nóg að hafa 8 menn
í áhöfn. — Nægjanlegt burðarþol. —
Lágur byggingar- og rekstrarkostn-
aður. — Og margt fleira.
Fyrstu teikningarnar af Esjunni
iíkjast lítið því skipi sem nú þjónar
ströndinni. Þeir sem unnu við þessa
hönnun með mér komu frá Stálvík
hf. Þeir voru Sigurður, Hjörtur og
Einar, allir meira og minna nýkomn-
ir úr dönskum tækniskólum. Þeir
voru sérstaklega opnir fyrir nýjum
hugmyndum og unnu þetta verkefni
af áhuga og alúð. Þeir verða að dæma
um það hvernig þeim fannst að vinna
raeð mér, en þeir höfðu litla sem
enga reynslu í hönnun skipa þar sem
kröfumar voru svona erfiðar og
margþættar. Meðan „Esjan“ beið eft-
ir fjármagni breyttust flutningskröf-
urnar mikið og urðu aðallega flutn-
ingur í gámum og minni flutningur
á brettum. Það sem fór á bretti voru
aðallega stærri og lengri hlutar. Þetta
þýddi að hliðarlöndunin stækkaði og
stóijók erfiðleikana við að staðsetja
hana í skipið án þess að minnka um
of gámaflutningsgetuna. Þessar
breytingar þrýstu líka á um stærri
gáma ekki bara 20’ gáma heldur líka
40’ gáma. Þetta þýddi stækkun á
dekkskrana úr 25 tonna í 40 tonna
lyftigetu. Þar að auki varð efsta gám-
aröðin að geta tekið hlaðna gáma.
Við höfðum á þessum tíma fengið
tilboð í smíði skipsins og stöð var
valin. Þá fórum við með stöðinni nán-
ar yfir skipið. Þessi þróun á flutning-
um kallaði á breikkun skipsins og við
gerðum miklar breytingar enn einu
sinni til að auka gámaflutningsget-
una. Erfiðleikarnir voru að halda
skipinu undir 500 BRT. því ég var
alltaf hræddur um að skipið myndi
mælast yfir 500 BRT. með öllum
þeim vandamálum sem þá mundi
koma upp. En „Esjan“ mældist u.þ.b.
1,5 tonn undir 500 BRT. ef ég man
rétt. Til þess að ná þessum árangri
og nálgast allar þær óskir sem út-
gerðin hafði var ótal margt fleira sem
við urðum að gera og væri hægt að
skrifa langt mál um það. Ef þú hefur
raunverulega áhuga á að vita hvernig
þau mál gengu fyrir sig þá er ég tilbú-
inn að fara ofan í þau mál í smáatrið-
um, en ég efast stórlega um einlægni
þína. Þegar þú segir bara brot af
þessari sögu þá er auðvelt að gera
mig tortryggilegan sem sennilega var
alltaf ætlun þín.
Höfundur er skipaarkitekt osr býr
í Svíþjóð.
Ingi Björn
Lára Margrét
Frambióðendur
Sjáffctæðisflokksins
í Múfakaffl
Tveir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
við Alþingiskosningarnar 20. apríl, Ingi Björn Albertsson
og Lára Margrét Ragnarsdóttir, verða í Múlakaffi
kl. 9:00 í fyrramálið.
Um hvað snýst
kosningabaráttan?
Hver eru stefnumál
sjálfstæðismanna?
XTL
FRELSI OG
MANNÚÐ
ENN FULLKOMNARL.
...ENN BETRA VERÐ
x-\ # _ f
SÝNING UM HELGINA:
LAUGARDAG KL. 10.00 -17.00
SUNNUDAG KL. 13.00 -17.00
Lagmula 5. simi 681555