Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991
19
V eiðar á villigötum?
eftir Magnús Jónsson
I fyrrasumar var ég staddur í fjö-
runni norðut á Sauðárkróki með
ungum syni mínum illa höldnum af
veiðidellu (honum er jú eðlilegt að
veiða eins og okkur flestum). Þá reik-
aði hugurinn meira en 30 ár aftur í
tímann, þegar ég, ásamt öðrum gutt-
um á Króknum vorum daglega, sum-
arlangt, að veiða silung á stöng.
Nokkrum árum seinna tók ég sem
unglingur þátt í að veiða silung og
lax í nót við þesSa sömu fjöru og fá
upp í nokkur hundruð stykki í kasti.
Auðvitað sáu menn að þetta var rán-
yrkja og bönnuðu ósómann. En enn-
þá mega guttarnir á Króknum veiða
á stöng.
Frá landnámi hafa íslendingar
getað gengið á tveim jafnfljótum um
landið sitt án leyfis. Á þessari öld
hafa hinsvegar komið alls konar far-
artæki sem geta ofboðið náttúrunni
ef þau fara um með fullu frelsi um
landið. Þess vegna hafa verið settar
reglur um ferðir ijórhjóla, jeppa og
annarra farartækja og þau víða
bönnuð á vissum tímum, þótt við
fáum ennþá að fara fótgangandi um
landið okkar, enda ekki ástæða til
annars.
Búsnilld Hrafna-Flóka
í 1000 ár veiddum við fisk úr sjó
og vötnum með önglum og lulum
náttúrunni. Síðan koni tæknibylting-
in. Upp úr miðri öldinni voru hér
meira en 200 togarar sem öfluðu.
allt að hálfri milljón tonna af þorski
árlega. Þar kom að margir óttuðust
ofveiði og við fórum í landhelgisstríð
og unnum. Á þessum árum datt eng-
um í hug að banna veiðar með öngl-
um, þótt við vildum takmarka veiðar
með trolli. En á áttunda áratugnum
greip okkur rétt eitt íjárfestingaræð-
ið og byggðum upp togaraflota sem
getur afkastað eins og 500 síðutog-
arar og auðveldle'ga gæti dregið eina
milljón tonna af þorski að landi ár-
lega.
En áður en þessi uppbygging fór
fram jusum við upp öðrum helsta
fæðustofni þorsksins, síldinni, að
hann hefur ekki sést síðan 1967. Og
nú erum við í hinum fæðustofninum
sem trúlega fer á sömu leið, ef held-
ur fram sem horfir. Þannig hrekjum
við þorskinn á flótta vegna fæðu-.
skorts eða neyðum hann til sjálfsáts
á þeim seiðum sem kafna ekki í leir-
eða sandmekki troll- og snurvoðar-
skarksins. Það liggur við að maður
beri virðingu fyrir búmennskuráð-
deild Hrafna-Flóka.
Róið eftir beinum
Og lítið betra tekur við þegar veitt
er með netum og oft er lítið hugsað
um samspil veðurs og veiða. Nú eru
menn hættir að landa ónýtum neta-
fiski eftir 5-10 daga brælur. En bræl-
urnar eru ekki hættar, og netin ekki
hætt að veiða nema síður sé. Ég
þekki mann sem fyrir tólf árum dró
net eftir 10 daga brælu í Reykjanes-
röstinni. Og aflinn var allur hirtur:
Nærri 20 tonn af beinum úr þorski
og ufsa. Nú landa menn ekki svona
afla, enda kvóti. En það er ekki nema
hálfur annar mánuður síðan síðasta
10 daga bræla var hér SV-lands.
Tálsýnin mikla
Það er mikil tálsýn ef menn halda
að sjómenn dagsins í dag séu al-
mennt að hugsa um veiði sjómanna
árið 2000 eða 2005, frekar en að
sjómenn 1960 hugleiddu veiði starfs-
bræðra sinna 1990 og ég lái þeim
það ekki. Nýlegt dæmi staðfestir
það, þar var sagt frá því, að meiri-
hluti togaraflotans hafi verið í mok-
„í ljósi þessara stað-
reynda er að mínu mati
stórmerkilegt að meiri-
hluti löggjafarsam-
kundunnar með sjávar-
útvegsráðherrann í
broddi fylkingar skuli
sjá það sem mikilvirka
leið til að takmarka
veiðina að úthluta bát-
um sem veiða með
öngla allt niður í
nokkra fiska á ári.“
veiði dögum saman þar sem helming-
ur aflans var smáfiskur. Og það er
opinbert leyndarmál að mikill hluti
smáfisksins fer dauður í sjóinn. Eng-
inn veit hversu miklu er hent af
smáum eða ónýtum fiski en ýmsir
hafa giskað á a.m.k. 20% af magni
sem þýðir miklu hærri tölu í fjölda
fiska.
Reykingabann við Persaflóa
í ljósi þessara staðreynda er að
mínu mati stórmerkilegt að meiri-
hluti löggjafarsamkundunnar með
sjávarútvegsráðherrann í broddi
fylkingar skuli sjá það sem mikilvirka
leið til að takmarka veiðina að út-
hluta bátum sem veiða með öngla
allt niður í nokkra fiska á ári. Veiðar-
færi sem skilar-besta og nýjasta hrá-
efninu, veiðarfæri þar sem fiskurinn
ræður ferðinni og veðráttan tak-
markar sóknina! Þvílíkt rugl!!! Það
er svona álíka gáfulegt og að emírinn
í Kúveit bannaði reykingar til að
draga úr loftmengun f landinu, þar
sem 600 olíulindir standa í björtu
báli!
Margar spurningar, fá svör
Ótal spurningar koma upp þegar
þessi mál eru hugleidd en oft er fátt
um svör. Hvaða áhrif hefur t.d. hið
gríðarlega togálag á miðunum á klak
og uppvaxtarskilyrði seiða. Hvaða
áhrif hefur það á mörg hrygningar-
svæði að þau eru nánast þakin net-
um. Sem leikmanni finnst mér afar
líklegt að þetta rask geti haft veru-
leg áhrif. Ég held að bændur teldu
það ekki árangursríkt að keyra hey-
biásara eða haugsugu á fullu í fjár-
húsunum yfir fengitímann eða iáta
sláturtíðina falla saman við sauð-
burðinn!
Er það tilviljun að 5 ár í röð hefur
hrygning og klak mistekist að veru-
legu leyti hjá þorskinum, þrátt fyrir
að aðstæður í sjónum séu ekki slæm-
ar?
Hvaða áhrif hefur þessi mikla
loðnuveiði og á árum áður síldveiðin
sem leiddi til hruns stærsta síldar-
stofns í N-Atlantshafi. Ileilbrigð
skynsemi kallar fram varnaðarorð.
Muna menn eftir því þegar við
töluðum með mikilli fyrirlitningu um
ryksuguflota annarra þjóða? Nú eig-
um við öflugri ryksugur en nokkur
önnur þjóð. Er svarið við útrýmingar-
getu ryksuguflotans takmörkun á
önglaveiðum við nokkur kíló af
þorski og ýsu á bát á ári?
Pólitískir valkostir
Alþýðuflokkurinn er eini stjórn-
málaflokkurinn í landínu sem vill
gerbreytta fiskveiðistefnu. Fram-
sókn vill að sjálfsögðu halda í kerfið
enda tryggir það skömmtun og fyrir-
greiðslu með endalausum bjargráð-
um handa einhveijum. Framsóknar-
vist þar sem spiluð er nóló, og mark-
miðið er að þjóðin fái sem fæsta slagi
og að ásarnir séu alltaf lægstir. Sjálf-
Magnús Jónsson
stæðisflokkurinn spilar að vísu
bridge en nýkjörinn formaður, sem
ku lúnkinn spilari, fékk það óvenju-
lega verkefni í einu stærsta hags-
munamáli þjóðarinnar að spila sögn-
ina pass í fyrstu rúbertunni á landsv-
ísu. Hjá hinum flokkunum er vitlaust
gefið enda þeir uppteknir í innri
málum s.s. tilvistarkreppu, útrým-
ingarhættu eða kynskiptingu.
Alþýðuflokkurinn vill að í stað
skömmtunar komi frelsi, samkeppni
og markaðssetning og að öll þjóðin
en ekki bara kvótakóngarnir njóti
góðs af þessari sameiginlegu auðlind.
Með því að auka vægi önglaveiða í
framtíðinni, má færa sterk rök fyrir
því að . fiskigengd og heildarveiði
myndi smám saman aukast í stað
þeirrar þróunar sem átt hefur sér
stað allan síðasta áratug, þar sem
heildarveiðin hefur minnkað eftir því
sem afkastageta flotans hefur auk-
ist. Því fyrr sem við byijum þeim
mun betra.
Höfundur er veðurfræðingur og
skipar 4. sætiá lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
‘Dcmslýir vordagar 1991
'"‘Va ttkz íqitturm
OPIÐTIL 5. MAI
Listasafn íslands:
Sýningin: "DANSKIR SÚRREALISTAR 1930-
1950" opnar.
Verk eftir Harry Carlsson, Wilhelm Freddie,
Rita Kernn Larsen, Vilhelm Bjerke Petersen
og Elsa Thoresen. Sýningin stendurfram til
5. maí og er a&gangur ókeypis.
Laugardagur 6. apríl kl. 14:00
Hóskólabíó:
Opnun kvikmyndaviku.
VERÖLD BUSTERS - BUSTERS VERDEN (1984)
Leikstjóri: Bille August.
NÚTÍMAKONA - DAGENS DONNA (1990)
Leikstjóri: Stefan Henszelman.
VIÐ VEGINN - VED VEJEN (1988)
Leikrtjóri: Max von Sydow.
JEPPI Á FJALLI - JEPPE PÁ BJERGET (1981)
Leikstjóri: Kaspar Tostrup.
ÁRÓSAR UM NÓTT - ÁRHUS BY NIGHT
(1989)
Leikstjóri: Niels Malmros.
ÍSBJARNADANS - LAD ISBJÖRNERNE DANSE
(1990)
Leikstjóri: Birger Larsen.
Sjá nánar í auglýsingum Háskólabíós.
LAUGARDAGUR 6. APRÍL KL. 15:00
Norræna húsib:
Opnun á norrænni bókbandssýningu. Danski
bókbindarinn og forvörburinn
Arne Moller Pedersen sýnir verblauna
bækur úr norrænu bókbandskeppninni.
Sýningunni lýkur 21. apríl.
SUNNUDAGUR 7. APRIL KL. 20:00
Hóskólabíó:
Tónleikar Jazzvakningar og Háskólabíós.
Niels Henning Órsted Pedersen, bassi,
Ulf Wakenius, gítar,
Alvin Queen, trommur.
Forsala abgöngumiba hefst í hljómplötudeild
Fálkans og í Háskólabíó þribjud. 2. apríl.
SUNNUDAGUR 7. APRÍL KL. 20.30
Bústabakirkja: .
Tónleikar Kammermúsikklúbbsins.
Danska Damgárd-tríóib leikur verk eftir
Mozart, Bentzon og Dvorak.
Verb abgöngumiba kr. 1.000,-
MÁNUDAGUR 8. APRÍL KL. 13:00
Norræna húsib:
Hanne Vibeke Holst, rithöfundur, talar um
bækur sínar
"Til sommer", "Nattens kys" og Hjertets
renhed".
MÁNUDAGURINN 8. APRÍL KL. 15:00
Mól og menning:
Kynning á dönskum nútímabókmenntum í
Bókabúb Máls og menningar, Lauga-
vegi 18. Danski rithöfundurinn
Hanne Vibeke Holst verbur á stabnum.
MÁNUDAGUR 8. APRÍL KL. 20.30
Norræna húsib:
Lars Kohler, forstöbumabur U.M. grafík-
verkstæbisins í Kaupmannahöfn flytur
fyrirlestur um grafíklist.
LAUGARDAGUR 13. APRÍL KL. 14:00
Listasalurinn Nýhöfn:
Opnun sýningar á danskri grafíklist frá U.M.
grafíkverkstæbinu í Kaupmannahöfn.
Sýningunni iýkur 23. apríl.
LAUGARDAGUR 13. APRÍL KL. 20.30
Norræna húsib:
Fyrirlestur danska rithöfundarins og
tónlistarmannsins
Peter Bastians: "Hvab er tónlist?"
SUNNUDAGUR 14. APRÍL KL. 17:00
Norræna húsib:
Danski listfræbingurinn og gagnrýnandi
Politikens, 0ysten Hjort, flytur fyrirlestur um
danska myndlist.
SUNNUDAGUR 14. APRÍL KL. 20:30
Norræna húsib:
Tónleikar danska píanóleikararns Peter
Westenholz.
MÁNUDAGUR 15. APRÍL KL 17:15
Norræna húsib:
Danski tónlistarmaburinn og rithöfundurinn,
Peter Bastian, flytur fyrirlestur: "Vitsmunir og
tónlistargáfa".
MÁNUDAGUR 15. APRÍL KL 20.30
Norræna húsib:
Tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur ásamt
danska píanóleikaranum
Peter Westenholz.
styrkir vordagana