Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Hugleiðingar um iðnað og iðju eftir Aðalstein Jóhannsson Við Islendingar höfum komist hjá verulegu atvinnuleysi enn sem komið er og stöndum að því leyti betur en sumar nágrannaþjóðir okkar, s.s. Danir og Bretar. Samt höfum við stundað mikla yfir- vinnu, svo mikla að hún getur verið hættuleg heilsu manna og hefur stundum brotið hana niður. En þrátt fyrir allt stritið eru ijármál ríkisins og peningamál margra þegnanna í megnasta ólagi. Dýrtíðin er á hraðri uppleið, og henni fylgir siðferðisleg upp- lausn. Gengisfellingar hafa verið tíðar, og krónurýrnunin spillir mjög fyrir eðlilegri sparnaðamð- leitni. Þegar yngri og eldri verða þess varir, að sparnaður er gagns- lítill og stundum til ógagns, spil- list „þjóðarsálin“ og lausbeislun á sér stað. Hér verður því að komast á breyting til batnaðar. Ríkisstjórnin verður að finna til ábyrgðar sinnar. í upphafi ferils síns taldi hún að öllu mætti breyta til bóta með góðri stjórnsemi, en sú hefur ekki orðið raunin á, að vísu hefur dýrtíð minnkað en skuldasöfnun er mikil. Iðnaður okkar á við mikla erfið- leika að stríða, en vaxtarskilyrði hans varða þjóðina alla. Eins og oft hefur verið bent á, eru aðalat- vinnuvegirnir, fiskveiðar og land- búnaður, ^ekki þess megnugir að taka að fullu við þeirri mannljölg- un, sem kemur á vinnumarkaðinn næstu árin. Þess vegna þarf að hlúa að iðnaði og skapa honum eðlilega vaxtarmöguleika. Skipasmíði hófst ekki að marki hérlendis fyrr en á síðari árum og náði fótfestu fyrir tilstilli ötulla frammámanna. íslensku skipin hafa gegnt hlutverki sínu fyllilega til jafns við erlend skip, og undr- ast margir að þróun iðnaðarmála, skipasmíða ekki síst, skuli hafa verið eins góð og raun hefur á orðið. En það hefur orðið þessari iðngrein helst til baga, að risið hafa upp margar skipasmíðastöðv- ar hér á landi, og verða þær þá fljótt vanmegnugar þess að geta allar gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Þetta hefur svo aftur Vald-' ið nokkurri vantrú á iðngreininni og orðið til þess að bregða fyrir hana fæti, jafnvel kæft hana í fæðingunni. „En það hefur orðið þessari iðngrein helst til baga, að risið hafa upp margar skipasmíð- astöðvar hér á landi, og verða þær þá fljótt van- megnugar þess að geta allar gegnt hlutverki sínu sem skyldi.“ Það er vitað að fyrstu fagmenn í skipasmíðastéttinni tileinkuðu sér kunnáttu sína með því að fylgj- ast með smíði skipa eriendis, og síðan urðu meðfæddir hæfileikar og haldgóð þekking á fiskveiðum Aðalsteinn Jóhannsson þessum mönnum leiðarljós, sem þurfti til að skipin hentuðu í haf- róti íslandsála. Höfundur er tæknifræðingur. Rauði krossinn: Sjálfboða- liðaþjón- usta í þágn aldraðra GRÁA línan er heiti á nýrri þjón- ustu sem Rauði kross Islands, Félag eldri borgara, Soroptim- istar og Bandalag kvenna í Reykjavík gangast fyrir. Um er að ræða nýja tegund sjálfboða- liðaþjónustu, síma- og viðvika- þjónustu fyrir aldraða á höfuð- borgarsvæðinu. Um helgina verður haldið stutt námskeið fyrir þá aðila sem hafa áhuga á að starfa við Gráu línuna. Með símaþjónustunni gefst eldri borgurum kostur á að ræða við sjálfboðaliða í trúnaði, leita upplýs- inga eða óska aðstoðar t.d. vegna léttra viðgera og snúninga. Við- vikaþjónustan felur í sér aðstoð við ýmis smáviðvik, eins og minni viðgerðir og sendiferðir. Ákveðið hefur verið að fyrst í stað verði Gráa línan opin einu sinni í viku frá kl. 17-20 á mánudögum. Sím- inn er 61 62 62 og má búast við að starfsemin heijist um miðjan mánuðinn. Hugmyndin um Gráu línuna varð til eftir að gerð var könnun meðal aldraðra um viðhorf þeirra til sjálfboðaliðastarfa. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar mætir hún óskum eldri borgara og er sett á stofn í samvinnu við þá. Námskeið fyrir væntanlega sjálfboðaliða verður haldið laugar- daginn 6. apríl í húsakynnum Fé- lags eldri borgara á Hverfisgötu 105 í Reykjavík og hefst kl. 10 árdegis. Skráning og nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 26722. (Frétt frá Ilauða krossi íslands) --------------- Leiðrétting I grein Magdalenu Thoroddsen í blaðinu sl. miðvikudag átti að standa „Hákon var að vísu giftur Björgu móðursystur þeirra", ekki „systur þeirra" eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. --------------- ■ LAUGARDAGSKAFFI Kvennalistans verður kl. 10.30 á Laugavegi 17, annarri hæð, 6. apríl nk. I Laugardagskaffinu ræðir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir um spurningarnar: Hafa fofsendur þess að bjóða fram kvennalista breyst síðan 1980? Hafa aðstæður kvenna í íslensku þjóðfélagi breyst síðan þá? Hvaða áhrif hefur Kvennalistinn haft á framboð sitt? Island í A-flokk ! REYKJAVÍK HÁDEGISFUNDUR Jón Baldvin í Múlakaffi Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins efnir til opins stjórnmálafundar, föstudaginn 5. apríl kl. 12.00 í Múlakaffi við Hallarmúla. UMRÆÐUEFNI: Kjörseðillinn, skattseðillinnjaunaseðillinn _________og auði seðill íhaldsins VESTURLAND FUNDUR MEÐ JÓNI BALDVIN Á AKRANESI Alþýðuflokkurinn efnir til opins stjórnmálafundar með Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra á Hótel Akranesi, laugardaginn 6. apríl kl. 2 Stutt ávörp fiytja efstu menn á framboðslista flokksins á Vesturlandi, Eiður Guðnason, Gísli Einarsson og Sveinn Þór Elínbergsson. Kynnist stefnu íslenskra jafnaðarmanna Allir velkomnir ALÞÝÐUFLOKKURINN Jón Baldvin 1 f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.