Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 , Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Bjúgverpill Alþýðubandalagsins Ríkið og flokkurinn voru nán- ast eitt og sama fyrirbær- ið í löndum sósíalismans í A-Evrópu. Fjölmiðlun var nán- ast öll í höndum ríkisins og þar með flokksins. Allar fréttir og upplýsingar til fólks voru rit- skoðaðar, einhæfar, hlutdræg- ar, skoðanamyndandi og flokks- hollar. Kostnaðurinn við þennan opinbera áróður, þessa einokun á „upplýsingum" út í samfélag- ið, var að sjálfsögðu sóttur til almennings í einni eða annarri mynd. Það er ekki út í hött að hafa þetta pólitíska bakland forsjár- hyggjunnar og miðstýringarinn- ar í huga þegar horft er til sér- stæðrar „upplýsingamiðlunar" og útgáfustarfsemi þeirra ráðu- neyta í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem lúta ákvörðunarvaldi ráðherra Al- þýðubandalagsins, þessar síðustu vikur fyrir kosningar. Þar er ýmsu, sem jaðrar við flokksáróður, komið á framfæri í rándýrum pésum — á kostnað skattborgaranna. Framansagt er meðal annars byggt á ummælum Jóns Bald- vins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins og utanríkis- ráðherra, sem hann viðhafði i hljóðvarpi [RÚV] i gærmorgun, en þar sagði hann orðrétt: „Það er ekki bara að Allaballarnir eru búnir að breyta ■ ráðuneytum, sem þeim var faiið að stjórna, í kosningamiðstöðvar. Það er ekki bara að þeir moki milljón- um ef ekki tugum milljóna í útgáfustarfsemi á vegum ráðu- neytanna í þágu flokksins. Það er eitthvað fyrir vini Ólafs Ragnars Grímssonar [fjármála- ráðherra] í Ríkisendurskoðun að skoða ...“ Svo talar innan- búðarmaður á stjórnarheimil- inu. Hér á formaður Alþýðu- flokksins trúlega við bækling fjármálaráðherrans um skatta- stefnu núverandi ríkisstjórnar, bækling menntamálaráðherrans um Lánasjóð íslenzkra náms- manna, auglýsingar sama ráð- herra um grunnskólafrumvarp- ið og opnun Þjóðleikhússins og viðamikla bók samgönguráð- herrans um samgöngur og fjar- skipti á nýrri öld. Öll þessi út- gáfustarfsemi, sem fellur und- arlega nærri alþingiskosning- um, og tengist pólitískum störf- um viðkomandi ráðherra, er kostuð af skattpeningum al- mennings. Og þegar hér er kom- ið í ríkisbúskapnum hefur „tímamóta-aðhald“ hagræðing- ar og sparnaðar hægt um sig. Alþingi hefur um árabil stutt stjórnmálaflokkana með styrkj- um eða framlögum á fjárlögum, ^ m.a. til útgáfustarfsemi. Styrkir af þessu tagi, ekki sízt til blaða- útgáfu, eru umdeilanlegir og hafa sætt vaxandi andstöðu al- mennings. Á tímum mikils ríkis- sjóðshalla [langleiðina í 30 millj- arða króna 1988-1991] og var- hugaverðrar opinberrar skulda- söfnunar — og á tímum þjóðar- sáttar, þegar almenningi og at- vinnuvegum er gert að draga saman segl í umsvifum — sætir það furðu, að stjórnmálaflokk- arnir skuli í krafti stöðu sinnar á Alþingi knýja fram hækkun á útgjöldum af þessu tagi. Fjár- lagastyrkir til blaðaútgáfu hafa meir en tvöfaldazt síðan 1988, það er á ferli núverandi ríkis- stjórnar, fyrir atbeina stjórnar- flokkanna. Alþýðubandalagið bætir síðan gráu ofan á svart, í stjórn sinni á ríkisfjármálum, með „útgáfustarfsemi á vegum ráðuneytanna í þágu flokksins“, eins o g utanríkisráðherra komst að orði í ríkisútvarpinu í gær. Það er ekki nýtt af nál að ráðherrar hafi „pólitíska emb- ættismenn“ sér til ráðuneytis, halds og trausts. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins hafa ekki verið hófsmenn á þessum vett- vangi, fremur en í hvers konar opinberum auglýsingum á eigin störfum — út í samfélagið. Það munu hafa verið embættismenn af þessu tagi sem sömdu bækl- inginn „Sameiginlegur sjóður okkar allra“ í fjármálaráðuneyt- inu, en hann verður trúlega hluti af „kosningapósti" landsmanna, með og ásamt öðrum opinberum ritlingum, svipaðrar tegundar. Bæklingurinn sá hafði undirtit- il: „Hvað verður um skattana okkar?“ Það var tímabær spúrn- ing. Svarið verður að líkum bæði viðamikið og fjölþætt þegar allt hefur verið tínt til. En höfundar bæklinganna eru hluti af svar- inu, sem og bæklingarnir sjálf- ir. Reyndar öll sú pólitíska mis- notkun, sem vinnulag af þessu tagi stendur fyrir. Það er hins vegar misskilningur ef ráðherr- ar Alþýðubandalagsins halda það, að hinn almenni borgari sjái ekki í gegn um „opinberar auglýsingar" ,af þessu tagi. Þær eiga eftir að verða Alþýðu- bandalaginu bjúgverpill í kom- andi kosningum. Áhættumat vegna Reykj avíkurflugvallar: Einni flugbraut vallar- ins verði lokað sem fyrst SÉRSTÖK nefnd, sem vann áhættumat vegna Reykjavíkurflugvallar, leggur til að einni flugbraut vallarins verði lokað og að æfinga-, kennslu- og einkaflug fái aðstöðu á nýjum flugvelli í nágrenni höfuðborgarinnar. Einnig er lagt til að ferjuflugi og millilandaflugi einkaflugvéla verði beint til Keflavíkur. Meginniðurstöður nefndarinnar eru að breyta þurfi notkun Reykjavíkurflugvallar þó þannig að hann þjóni innanlandsflugi og sjúkraflugi en umferð um hann verði mun minni en verið hefur. MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991, : 27-- Morgunblaðið/Pétur P. Johnson Komið að Reylq'avíkurflugvelli úr norðri. Til vinstri sér í NA/SV- brautina sem nefndin leggur til að verði lokað. Niðurstaða ráðgjafanefndar um áhrif evrópsks efnahagssvæðis: Efnahagslegur ávinn ingur af aðlögun að innri markaði EB FLEST bendir til þess að efnahagslegur ávinningur felist í því fyrir íslendinga, að laga leikreglur íslensks efnahags- og atvinnulífs að innri markaði Evrópubandalagsins. Efnahagsleg áhrif þátttöku Is- lands í evrópsku efnahagssvæði (EES) verða þó ekki fullljós fyrr en samningum um svæðið er lokið. Þetta er meginniðurstaða áfanga- skýrslu ráðgjafanefndar ríkissljórnarinnar um áhrif evrópska efna- hagssvæðisins á íslenskan þjóðarbúskap. Niðurstöður nefndarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær og kom þar fram að samstaða náðist um tillögur til úrbóta. Samgönguráðherra segir að niðurstöður nefndarinnar séu góður grunnur við reglulega endur- skoðun flugáætlunar sem gerð verður næsta vetur. Nefndin leggur til að hætt verði notkun á NA/SV-braut og henni lok- að. Hún segir að mikil áhætta sé tek-. in við notkun brautarinnar. Hún sé stutt, þröng, óupplýst og án allra flug- leiðsögutækja, en sé engu að síður notuð til lendinga í mjög slæmu veðri og þegar mikil ókyrrð er í lofti. Að- flug sé yfir þéttbýlt svæði og Landssp- ítalinn sé rétt við aðflugsferilinn. Brautin hefur hverfandi vægi og henni beri að loka sem fyrst. Lagt er tii að æfinga-, kennslu- og einkaflug fái aðstöðu á nýjum flug- velli í nágrenni höfuðborgarinnar. Árið 1989 voru Iendingar og flugtök á vellinum 110 þúsund og rúmlega helmingur er vegna æfinga- og kennsluflugs. Áætlunarflug innan- landsflugs er innan við 20% af heilda- rumferð. Með því að koma upp að- stöðu fyrir æfinga-, kennslu- og eink- aflug á nýjum velli má því draga úr umferð um Reykjavíkurvöll um að minnsta kosti helming. Fram kom að flugskýli fyrir einka- vélar eru um 60 við Reykjavíkurflug- völl og umsóknir liggi fyrir um bygg- ingu 50 slíkra til viðbótar. Ekki er nægilegt svæði til að verða við þessum óskum og ef nýr völlur verður byggð- ur þá verði tryggt svæði fyrir flug- skýli fyrir allar flugvélar. Nokkrir staðir hafa verið nefndir til sögunnar þar sem byggja mætti nýjan flugvöll. Nefndin telur að Óbrynnishólabruni í landi Hafnar- fjarðar sé ákjósanlegur staður fyrir slíkan flugvöll. Áætlað er að það kosti um 300 milljónir að gera tvær 1.200 metra flugbrautir. Nefndin leggur til að tekin verði upp skráning á brautarnotkun á Reykjavíkurvelli og settar reglur um sem leiða til aukinnar notkunar AV- brautar á kostnað NS-brautar. Með því að beina flugi eins og kost- ur er á AV-brautina má draga veru- lega úr lágflugi yfír miðborgina þar sem mikil þjóðhagsleg verðmæti eru í húfi. Talið er að með því að lengja AV-brautina til vesturs út í Skeija- fjörð megi flytja 5-10% af heildarum- ferðinni á hana af NS-brautinni. Þetta mun hins vegar kosta nálægt einum milljarði króna og með tilliti til nýting- ar á takmörkuðu fjármagni mælir Friðrik segir það ámælisvart, að fj ármál aráðu neytið kosti af skattfé almennings útgáfu bæklings, sem pólitískir starfsmenn ráðuneytisins hafi samið. „í þessum bæklingi er til dæmis að fínna upplýsingar um það að á síðasta ári hafi ríkissjóður og opinberir aðilar ekki þurft að fá lán erlendis, heldur hafí lánsfjárþörfinni verið mætt á innlendum vettvangi,“ segir Friðrik. „Þetta er rangt. Um miðjan des- ember 1990 flutti íjármálaráðherra frumvarp til breytinga á lánsfjárlög- um á Alþingi og fór þar fram á að Alþingi veitti honum heimild til að taka sex milljarða í ný lán hér á landi, annars vegar vegna þess að hann þurfti á nýjum lánsheimildum að halda nefndin með því að bygging nýs flug- vallar fyrir smærri flugvélar hafi for- gang. Nefndin leggur til að fé verði tryggt til kaupa á flugvallarratsjá í flugturni og aðflugs- og brottflugsleiðum verði beint sem mest frá þéttbýli umhverfís völlinn. Fyrirfram ákveðnar flugleiðir þykja öruggastar en misbrestur er á að farið sé eftir þeim enda hefur flug- turn ekki ratsjá til að fylgjast með flugumferð utan sjónsviðs. Nefndin telur nauðsynlegt að bæta þjónustu við smáflugvélar á Keflavík- urvelli þannig að þangað verði hægt að beina feijuflugi og millilandaflugi einkaflugvéla. Þá vill nefndin að hraðað verði og hins vegar, eins og kemur fram í greinargerð frumvarpsins, að hann hafi ákveðið að nýta ekki heimild til erlendrar lántöku sem áætluð var til greiðslu erlendra afborgana, en fjár- magna þær í þess stað með innlendri lántöku." Friðrik segir að nefndarmenn í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis, en Friðrik á sæti í þeirri nefnd, hafi gert ráð fyrir því við af- greiðslu frumvarpsins, að ekki þyrfti að fella sérstaklega niður heimildina til erlendu lántökunnar, í ljósi þess annars vegar að aðeins hafi verið tíu dagar til ársloka og hins vegar að ráðherra hafi lýst því yfir að hún yrði ekki nýtt. Nefndin afgreiddi málið 21. desember. framkvæmdum við endurbætur og nýbyggingu akbrauta á Reykjavíkur- velli til þess að ekki þurfi að aka vél- um eftir flugbrautum til flugtaks og eftir lendingu. „Það kom þess vegna alþingis- mönnum, sérstaklega þeim sem voru í nefndinni, mjög á óvart þegar í ljós kom að í árslok nýtti ráðherrann þess- ar heimildir að nokkru leyti. Upplýs- ingar um það koma meðal annars fram í skýrslu um ríkisfjármál fyrir árið 1990, þar sem það er viðurkennt að erlend lán á árinu 1990 hafi verið tæpir fjórir milljarðar króna. Þar að auki eru þessar lántökur talsvert umfram það sem Alþingi hafði ætlast til að hann nýtti, því að Alþingi hélt sig geta treyst þeim orðum ráðherrans að hann mundi ekki nýta heimildina til eriendu lántökunnar. Með þessum hætti tókst ráðherr- anum meira að segja að sýna nokkra inneign hjá Seðlabankanum um ára- mót, þótt sú inneign hafi tveimur mánuðum seinna verið orðin að átta milljarða króna skuld. Það sem auðvitað er alvarlegast við þetta er, að ráðherrann fær heimildir til að taka ný lán á innlendum vett- vangi, segist ætla með þeim hætti að nýta ekki þær lántökuheimildir sem hann hafði í lánsfjárlögum. Viku eða tíu dögum seinna tekur hann erlend í nefndinni áttu sæti Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Petersen, Pétur Einarsson, Þórður Þ. Þorbjamarson og Jóhann H. Jónsson. lán á grundvelli heimilda sem hann segist ekki ætla að nýta og greiðir Seðlabankanum til að sýna í árslok að hann hafi betri stöðu en efni stóðu til. Síðan nokkrum mánuðum seinna þegar ríkissjóður skuldar Seðlabank- anum gífurlegt fé og miklu meira en hann skuldaði á sama tíma í fyrra, er gefið út svokallað upplýsingarit rétt fyrir kosningar og því haldið fram að Alþýðubandalagið og ráðherrar þess hafi náð þeim mikla árangri að taka engin erlend lán á síðasta ári. Þetta er síðan endurtekið í sjónvarps- þætti Alþýðubandalagsins og í auglýs- ingu sem Alþýðubandalagið hefur gert á grundvelli þeirra gagna sem unnin voru fyrir íjármálaráðuneytið. Mér finnst að það geti vissulega stundum verið réttlætanlegt að nota skattpeninga til þess að koma upplýs- ingum til skila frá opinberum yfirvöld- um, en það getur ekki verið réttlætan- legt að nota peningana sem við borg- um til ríkisins til þess að falsa upplýs- ingar og hreinlega að koma röngum upplýsingum til skila,“ segir Friðrik Sophusson. Nefndin hefur tekið þátt í athug- unum nokkurra stofnana á ýmsum þáttum málsins, en skýrslur um þær athuganir hafa verið að birtast und- anfamar vikur. Ráðgjafarnefndin hefur nú skilað skýrslu þar sem rakt- ar eru helstu ályktanir sem hún dregur af þessum athugunum. Þar kemur fram, að stofnun innri mark- aðar Evrópubandalagsins muni fela í sér efnahagslegan ávinning fyrir þátttökuþjóðirnar og eru nefndar tölur um 4,5% framleiðsluaukningu bandalagsþjóðannaa og lækkun verðlags um 6%. Greint er á milli áhrifa, sem verða af innri markaðn- um og aðildar íslands að evópsku efnahagssvæði, en nefndin telur að aukin hagsæld í Evrópu hafi áhrif hér á landi burtséð frá aðild að EES, viðskiptakjör muni batna og eftirspurn eftir íslenskum vörum aukist í Evrópu. Þá segir nefndin það vafalaust, að efnahagslegur ávinningur felist í því að laga leikreglur í íslensku efnahagslífi að innri markaði EB. Einnig þurfi að huga að því með hvaða hætti heppilegast sé að breyta skipan gengismála hér á landi með hliðsjón af gengissamstarfi Evrópu- þjóða, t.d. með því að tengja krón- una framboði og eftirspurn á hugs- anlegum millibankamarkaði fyrir gjaldeyri. Þetta yrði til þess að svigrúm til óháðrar peningastefnu minnkaði og verðbólga og vaxtastig myndu leita í að vera samsvarandi því sem ger- ist og gengur í nágrannalöndunu. Aðlögun að ytri áföllum yrði með öðrum hætti en áður og stefnan í ríkisfjármálum fengi aukið vægi. Margt er talið benda til þess að aðlögun íslenskt efnahagslífs að evrópska markaðnum muni hafi já- kvæð áhrfi á afkomu ríkissjóðs, bæði vegna aukinna tekna hans og minni ríkisútgjalda vegna lægri vaxtakostnaðar. Samsetning skatta muni breytast þannig að neyslu- skattar og eignaskattar lækki en vægi tekjuskatta aukist. Ráðgjafanefndin segir að mikil- vægur kostur þátttöku Islands í EES felist í trúverðugleikanum, sem myndist um þá umgerð ákvarðana í efnahagslífinu sem EES skapar. Meiri vissa muni ríkja um leikreglur efnahags- og atvinnulífs og það snerti bæði erlenda aðila og íslensk fyrirtæki sem keppa við evrópska atvinnuvegi. Á móti vegi að sveigj- anleiki efnahagslífsins gagnvart sveiflum í þjóðarbúskapnum gæti minnkað, og því þurfi að huga að nýjum og öflugum aðferðum til að jafna tekjusveiflur í sjávarútvegi. „Að lokum hlýtur valið á milli trú- verðugleika og festu annars vegar og sveigjanleika hins hins vegar að byggjast bæði á pólitísku og efna- hagsiegu mati,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Nefndin fjallar að síðan um áhrif EES á atvinnuvegi. Hún telur að ekki sé hægt að meta til fulls áhrif af þátttöku Islendinga fyrr en samn- ingsniðurstaða um sjávarútveginn liggi fyrir. Ljóst sé að hagstætt yrði fyrir Islendinga að frelsi í viðskipt- um með sjávarafurður verði aukið og að aðstoð við sjávarútveg verði takmörkuð innan EB. Þá virðist ekki fýsilegur kostur fyrir íslend- inga að gerast aðilar að óbreyttri sjávarútvegsstefnu EB ef það feli í sér framsal yfirráða yfir stjórn fisk- veiða og úthlutunar aflakvóta til bandalagsins. Þá segir að iðnaður verði ekki fyrir miklum beinum áhrifum en samgöngur og margvísleg þjónusta, svo sem ijármálaþjónusta, fái aukna samkeppni, sem muni aftur koma sjávarútvegi og iðnaði til góða. Bent er á að opinber stuðningur við sjáv- arútveg í EES geti ýtt undir þróun í átt til fækkunar fólks á lands- byggðinni vegna rýrari samkeppnis- stöðu innlendrar fiskvinnu og þar af leiðandi meiri útflutnings óunnins fisks. Loks er fjallað um vinnumarkað, og komist að þeirri niðurstöðu, að ólíklegt sé að þátttaka íslendinga í sameiginlegu vinnumarkaði Evrópu leiði til umtalsverðrar röskunar á innlendum vinnumarkaði. Helstu áhrifin yrðu til að auka möguleika launafólks á atvinnu utan landstein- anna annars vegar og atvinnurek- enda til að mæta þenslu á innlendum vinnumarkaði hins vegar. DAS: Einbýlis- húsið kom á óendurnýj- aðan miða DREGIÐ hefur verið um stærsta vinninginn í Happ- drætti dvalarheimilis aldr- aða sjómanna. Vinningurinn, sem var 2ja hæða einbýlishús í Mosfellsbæ, kom á miða sem ekki hefur verið endurnýjað- ur síðan í 5. flokki, eða í október síðastliðnum. Húsið er rúmir 250 fermetr- ar að stærð, að verðmæti um 17 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Ágústs Jónssonar framkvæmdastjóra, mun vinn- ingurinn renna í byggingasjóð Dvalarheimilis aldraða sjó- manna í Hafnarfirði, þar sem um seldan en óendurnýjaðan miða var að ræða. Friðrik Sophusson um bækling fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármál: Fjármálaráðherra blekkti Al- þingi og dreifir nú fölsunum „ÞAÐ ER nú upplýst, að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra dreif- ir fölsuðum upplýsingum um erlendar lántökur ríkisins í svonefndum upplýsingabæklingi sem hann lætur fjármálaráðunéytið kosta og dreift er í hvert hús á Iandinu. Á síðustu dögum ársins 1990 tók hann fjögurra milljarða króna erlent lán, eftir að hafa blekkt Alþingi til að samþykkja innlenda lántökuheimild á þeim forsendum að ákveðið hefði verið að taka engin erlend lán,“ segir Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann gagnrýnir harðlega bækling þann sem dreift hefur verið á vegum fjármálaráðuneytisins og þær upplýsingar sem þar koma fram. Skattar og sérsveitir eftirÞuríði Pálsdóttur í mínu ungdæmi var mjög í tísku að vera kommúnisti. Fólk sem tók þá trú kom saman í heimahúsum og kaffistofum bæjarins og talaði hástemmt um dýrð kommúnistarík- isins í austri. Að sjálfsögðu leit það á sig sem góðmenni sem hefðu ver- ið útvalin til að frelsa heiminn. Það fékk stjörnur í augun þegar minnst var á Stalín, „bóndann í Kreml“, en það var gælunafn hans hér hjá ís- lenskum trúbræðrum hans, og þegar fregnir bárust af óhæfuverkum svo sem bannfæringu skálda og annarra listamanna og útlegðar- og dauða- dómum andófsmanna, þá lét þetta fólk sér fátt um finnast. Fannst reyndar að allt þetta væri fullkom- lega réttlætanlegt. Já, maður var stundum hlessa hér uppi á íslandi þegar sjálf „góðmennin" þögðu þunnu hljóði og réttlættu óhæfu- verkin, allt út á hugsjónina. Áratugum saman varð maður vitni að blindri aðdáun og skilyrðis- lausri hlýðni þessa hóps við alla þá stjórnarhætti sem viðgengust í ríkj- um kommúnismans. Svo gerast undrin í Austur-Evrópu, veldi kommúnismans hrynur gjörsam- lega, Berlínarmúrinn jafnaður við jörðu og kommúnistaflokkurinn lagður niður að kröfu sjálfrar alþýð- unnar. Græna klessan Maður skyldi nú ætla að einhverj- ir vinstri menn á Islandi hefðu lært sína lexíu, og vel má vera að þeir séu til. En þótt flestum hafi um stund orðið fótaskortúr þá voru þeir fljótir að tileinka sér alls konar til- brigði við kommúnistahugsjónina, og ekki vantar fínu nöfnin á fyrir- brigðin. „Jafnrétti“, „félagshyggja", „Birting, „Nýr vettvangur“, „Frjáls- lyndir" o.fl., og Alþýðuflokkurinn breiðir út faðminn á móti flokkslaus- um vinstri mönnum og bætti jafnað- armennskunni við nanfið sitt í von um betri veiði. Alþýðubandalagið setti græna klessu á bak við rauða merkið, sem sé allt er gert til að reyna að lífga upp á steingervinginn. Það tók þó steininn úr þegar Olaf- ur Ragnar lýsti því yfir í blaðagrein í Morgunblaðinu að þeir landsfund- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hefðu kosið Davíð Oddsson sem formann „hefðu í áratugi lofsungið vígbúnaðarstefnu og kaldastríðs- hyggju“, Sannast nú hið forn- kveðna: „Margur hyggur mig sig.“ En eins og venjulega þegar Ólafur Ragnar er annars vegar, þá þarf hann stöðugt að snúa öllum atburð- um í þá veru að þeir snerti hans eigin persónu, og nú brettir hann upp ermarnar og boðar að engin vettlingatök dugi hjá vinstri mönn- um, og hann sjálfur sé einn útvalinn til að berja á stríðshyggjufólkinu. Jú, og til hvers? Til þess, segir hann, að koma í veg fyrir að „hægri klíkan“ í Sjálfstæðisflokknum fái að leika sér með Island! Það er eðlilegt að hann noti þessi orð, því það er nákvæmlega það sem hann sjálfur hefur verið að gera frá því hann settist í stól fjármálaráðherra, til- nefndur af Steingrími Hermanns- syni og Jóni Baldvin, því ekki kaus „Stjórn, jafnréttis- og félagshyggju“ hefur feimnislaust vegið að mannréttindum ein- staklingsins á öllum sviðum, t.d. hafa skattar aldrei í sögu lýðveldisins hækkað jafnógnvæn- lega og á síðustu þremur árum. Þær skatttekjur sem ríkissjóður tekur af launum landsmanna í formi tekjuskatts hafa nær tvöfaldast að krónutölu.“ þjóðin hann — og því ættum við aldrei að gleyma. Skattahækkanir Stjórn ,jafnréttis- og félags- hyggju“ hefur feimnislaust vegið að Þuríður Pálsdóttir mannréttindum einstaklingsins á öllum sviðum, t.d. hafa skattar aldr- ei í sögu lýðveldisins hækkað jaf- nógnvænlega og á síðustu þremur árum. Þær skatttekjur sem ríkissjóð- ur tekur af launum landsmanna í formi tekjuskatts hafa nær tvöfald- ast að krónutölu. Fræg er sú dæma- lausa hækkun eignaskatts sem Ólaf- ur Ragnar kom á í desember 1988 og var gerð afturvirk þannig að ein- búar, ekkjur, ekklar og ógiftir (sem skatturinn kom fyrst og fremst nið- ur á) lentu í ómældum fjárhagsraun- um og er fýrsta alvarlega aðför til eignaupptöku sem þekkst hefur hér á landi. Óbeinir skattar hafa stórhækkað og gjaldþrot einstaklinga og fyrir- tækja hafa verið daglegir viðburðir. Þá hefur fjármálaráðherra einnig haft í hótanaboðskapnum að loka sjúkrahúsdeildum og jafnvel skólum ef fólk taki ekki þegjandi öllum skattahækkunum. Enda hafa sjúkrahúsdeildir aldrei fyrr verið lokaðar í sama mæli og undanfarin tvö ár. Sú staðhæfíng að hann sé að vinna að kjörum þeirra lægst launuðu eru ömurleg öfugmæli. Eg tel að líta þurfi 50 ár aftur í tímann til að finna hliðstæða erfiðleika venj- ulegs launafólks við að láta enda ná saman. Uppákomur og siðleysi Og vinstri klíkan hefur sannar- lega leikið sér með ísland. Aldrei hefur siðleysi leikið jafn lausum hala í íslenskum stjórnmálum og í tið núverandi ríkisstjórnar. Það er ógeðfellt að verða vitni að því að ráðherrar þjóðarinnar beiti öllum brögðum til að skapa uppá- komur þar sem þeir leika aðalhlut- verk og vanda þeir þá ekki alltaf til meðalanna. Nærtækasta dæmið er þegar fjármálaráðherra vændi lækna opinberlega um það að vera tilbúnir til að fórna lífi sjúklinga sinna fyrir peninga. Siðleysi í pólitík kemur ekki bara fram í ókeypis brennivínsdrykkju. Hálfu verra siðleysi er að útbúa vís- vitandi villandi upplýsingar til að mata almenning á. Fleyg eru um- mæli Páls Péturssonar á Alþingi um Ólaf Ragnar út af sölunni á Þor- móði ramma. „Ég er búinn að fá nóg af að hlusta á lygina úr honum í 20 ár.“ En frá því Ólafur Ragnar settist í fjármálaráðuneytið hafa útreikn- ingar ráðuneytisins þrásinnis verið gagnrýndir af fjölmörgum aðilum. 23. október 1989 var fjármálaráðu- neytið gagnrýnt fyrir blekkingar í DV, t.d. fyrir villandi framsetningu þegar skatta- og útgjaldabreytingar ríkissjóðs eru kynntar. Þar segir einn hagfræðingur úr stjórnsýsl- unni: „Mér finnst ráðuneytið vera farið að beita hagfræðinni á vafasa- man hátt þegar menn reikna og reikna þar til þeir finna eitthvað sem þeim hentar að setja hlutina fram með ákveðnum hætti.“ Því er við að bæta að stór félagasamtök á við VSÍ, ASÍ, VR og BHMR, sem og Ríkisendurskoðun og fjárveitinga- nefnd Alþingis ásamt fleirum hafa öll borið fram gagmýni á ráðuneyt- ið í dagblöðum fyrir villandi upplýs- ingar og oft ámælisverðar. Dettur einhveijum í hug að allir þessir aðil- ar með færa sérfræðinga hafi ekki eitthvað til síns máls? Karlinn á kassanum Það vakti athygli mína þegar fjár- málaráðherra kynnti nýja fjárlaga- frumvarpið í október í haust, þá taldi hann það eitt af þremur höfuð- einkennum frumvarpsins að skattar væru ekki auknir. Á sömu síðu í Morgunblaðinu í dálki fyrir neðan stóð aftur á móti að beinir skattar hækkuðu um 4,1 milljarð frá síðasta fruinvarpi, þ.e. tekjuskattur hækk- aði um 17,9% og eignaskattur um 16,2%. Og þá eru ótaldir óbeinu skattarnir, þeir hæstu sem gerast, um 70 milljarðar, og matarskattur- inn innifalinn. Nei, það er lengra en árafjöldinn segir til um frá því að Ólafur Ragn- ar, þá í stjórnarandstöðu, var með uppákomu í stórmarkaði, stóð þar uppi á kassa og mótmælti háu mat- arverði! Menn sem snúa hlutunum umbúðalaust upp í andhverfu sína þegar þeim hentar eru ekki stjórn- málamenn, heldur eitthvað allt ann • að. Eða hefur nokkur stjórnmála- maður á Islandi fyrr eða síðar haft á sínum snærum „sérsveitir", annar en hann? Höfunclur cryfirkemmri við Söngskólmm í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.