Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 44
44
MOK’GCJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR '5. APRÍL 1991
SATÍRA FER í SIJGINN
$8*i ,
Kauphallarmangarinn Sherman McCoy (Tom Hanks) ásamt við-
haldinu Mariu Ruskin (Melanie Griffith), meðan allt er í lukkunn-
ar velstandi.
sónu bókarinnar). Og útlit mynd-
arinnar er forkunnargott, tónlist-
in áheyrileg og samstarf þeirra
Zsigmonds og De Palma er helsti
kostur Bálkösts hégómans — sem
verður að teljast slæm mistök á
ferli þess síðarnefnda (sem ætti
að forðast gamanmyndir einsog
heitan eldinn og halda sig við
þrillerinn) og hörmung af hálfu
Pulitzer- verðlaunahafans og
handritahöfundsins Cristofers.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin:
Bálköstur hégómans — The
Bonfires of The Vanities
Leikstjóri Brian De Palma.
Handrit Michael Cristofer,
byggt á skáldsögu Tom Wol-
fes. Kvikmyndatökustjóri
Vilmos Zsigmond. Tónlist
Dave Grusin. Aðalleikendur
Tom Hanks, Bruce Willis, Mel-
anie Griffith, Kim Cattrall,
Saul Rubinek, Morgan Free-
man, F. Murray Abraham,
John Hancock, Donald Moffat,
Alan King. Bandarísk. Warner
Bros 1990.
Ungur verðbréfasali (Hanks),
orðinn margmilljóneri á kauphali-
arkænsku, tekur eina ranga
beygju þegar hann er að keyra
viðhaldið sitt (Griffith) af JFK
flugvellinum niður á Manhattan.
Lendir í Suður Bronx þar sem
hjásvæfan ekur á válegan negra-
pilt sem var komin vel á veg með
að æra úr þeim líftóruna. Griffith
vill ekki tilkynna lögreglunni um
atburðinn, hefur ærna ástæðu til
að forðast íjölmiðla en drykk-
felldur blaðamaður á nástrái
(Willis) fær afspurn af málinu
og blæs það út í gulu pressunni.
Draumaveröld verðbréfasalans
tekur að hrynja, með hveijum
deginum bætast við nýjar
hremmingar. Áreksturinn verður
að stórpólitísku máli og böndin
berast nær og nær sexmilljóndala
þakíbúðinni hans á Park Ávenue.
Og Willis fylgist grannt með.
Viðhaldið bregst þegar á reynir
og aukinheidur mistekst Hanks
að knýja fram stórviðskipti í
kauphallarmanginu. En þegar
fangelsisdómur blasir við í réttar-
salnum dregur hann fram leyni-
vopn.
Það leist fáum á blikuna er
De Palma valdi þá Hanks og
Willis til að fara með aðalhlut-
verkin í þessari kvikmyndagerð
hinnar geysivinsælu háðsádeilu
Wolfs um fallvaltleika og óöryggi
bankóseðla. Og höfðu rétt fyrir
sér. Hanks er ekki nógu burðar-
mikill i hlutverk „meistara al-
heimsins“, hins sigurreifa uppa
sem er þess fullviss að peningar
færi honum allt og verndi fyrir
öllu illu sína íburðarmiklu alls-
nægtaveröid en kemst svo að
raun um ein vitlaus beygja getur
látið jörðina brenna undir fótum
manns. Og biaða- drykkjumaður
bókarinnar Peter Fallow, á fátt
sameiginlegt með þeirri persónu
sem Wiliis bögglast við að skila
á tjaldið og eru þær breytingar
sem handritshöfundur gerir flest-
ai' til hins verra.
Bókin Bálköstur hégómansvar
blæbrigðarík og spaugileg árás á
ímyndaða og sjálfumglaða veröld
hinna nýríku níunda áratugarins,
þar sem ráðvendni og heiðar-
leiki, yfir höfuð flestar mannleg-
ar dyggðir voru reknar á dyr af
græðgi og hégómagirnd. Þessi
satíra fer mikið til í súginn sem
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Uppvakningar („Awaken-
ings“). Sýnd í Stjörnubíói. Leik-
stjóri: Penny Marshall. Aðal-
hlutverk: Robert De Niro, Rob-
in Williams, John Heard.
Bandaríkin. 1990.
Myndin Uppvakningar með
Robert De Niro og Robin Williams
í aðalhlutverkum segir ótrúlega
og stórkostlega, sanna sögu um
tilraun sem átti sér stað á sjúkra-
húsi í New York árið 1969 þegar
ungum lækni tókst að vekja
nokkra sjúklinga úr áratugalöng-
um dásvefni.
Tilrauninni lýsti læknirinn OIi-
ver Sacks í bók sinni „Awaken-
ings“ sem kom út árið 1973 og
myndin er gerð eftir. í henni sagði
hann frá hvernig honum tókst að
og hinar litríku persónur og lýs-
ingar á hugsunar- og lifnaðar-
háttum þeirra. Aðaláherslan lögð
á vinnubr.ögð gulu pressunnar og
blaðamaðurinn settur í sögu-
mannshlutverkið. Myndin verður
sjaldnast spaugileg en oftar em
ekki frekar óþægileg og fjarræn.
Því fer þó ijarri að Bálköstur
hégómans sé alvond þó hún hafi
valdið vonbrigðum, enda er það
tæpast hægt með slíkan mann-
skap innanborðs og raun ber
vitni. Þó leikur Hanks og Willis
verði seint reiknaður þeim til
tekna standa aðrir sig vel í yfir
höfuð vel mannaðri mynd. Rubin-
ek er kostulegur sem hinn lævísi
aulabárður, saksóknarinn Kra-
mer,- synd að handritshöfundur
hefur að mestu leiti strokað út
hin hallærislegu ástamál hans.
Hancock er gustmikill og kómísk-
ur sem negraklerkur og falsspá-
maður og Freeman fer rétt einu
sinni á kostum sem dómarinn
White (sem á fátt skylt með per-
vekja nokkra sjúklinga sem lifað
höfðu af hinn svokallaða svefn-
sjúkdóm, encephalitis lethargica,
á þriðja áratug aldarinnar, dular-
fullan sjúkdóm sem banaði mörg-
um en lagði aðra í eilífan dá-
svefn. Sjúklingarnir vöknuðu til
sjálfs sín þegar Sacks gaf því
nýtt lyf við Parkinsonveiki sem
hét L-Dopa. En brátt kom í Ijós
að lyfið hafði nokkrar aukaverk-
anir.
Breska leikritaskáldið Harold
Pinter notaði bók Sacks sem
grundvöll að leikriti sínu „A Kind
of Alaska" sem sagði frá konu
er vaknaði til lífsins eftir 40 ára
dásvefn. í þessari frábæru, eftir-
minnilegu og ljúfsáru mynd Penny
Marshalls leikur Robert De Niro
einn svefnsýkissjúklinginn -
nefndur Leonard Lowe - sem leg-
ið hefur á sjúkrahúsi mestalla
ævina. Hann hafði fengið sjúk-
dóminn ungur drengur en seint á
ijórða áratugnum er hann lagður
inn og er ástand hans óbreytt þar
til nýr læknir sjúkrahússins
(Sacks er hér leikinn af Robin
Williams) gerir á honum fyrstum
tilraunir með L-Dopa árið 1969
og vekur hann úr svefninum
langa.
Myndin segir fyrst og fremst
sögu Leonards og vel gert hand-
rit Steven Zaiilan er brosiegt og
sorglegt, í senn. Þótt sjúklingarnir
séu gersamlega ósjálfbjarga virð-
ist búa með þeim andlegt Iíf.
Fyrstu viðbrögðin við lyfinu hjá
Leonard, sem las mikið í æsku,
er að færa andaglas eftir stafróf-
inu og vísa lækninum á ljóðið
Pardusdýrið eftir Rilke og líkir sér
við fangað dýrið. Þegar hann
vaknar hins vegar alfarið úr
svefninum telur hann að allt sé
óbre^itt frá því hann var drengur
og bregður þegar hann lítur í
spegil. Sama er að segja um aðra
sjúklinga sem vakna á eftir hon-
um; öll halda þau að tíminn hafi
staðið í stað.
De Nii'o er ekkert minna en
stórkostlegur í erfiðu hlutverki,
þakklátur fyrir þær dýrmætu
stundir sem honum auðnast að
vaka. Hann er persónugervingur
alls hins besta við myndina, góð-
legur og sannur og heill og lýsir
hinni líkamlegu fötlun á eftir-
minnilegan hátt. Persóna Will-
iams er óframfærinn vísindamað-
ur sem litla reynslu hefur af því
að meðhöndla fólk því hann hefui'
alltaf lagt stund á rannsóknir en
Williams gæðir hann lífi með
skemmtilegum leik.
Penny Marshall stýrir tilfinn-
ingaleiknum í höfn án neinnar til-
gerðar eða væmni og hefur gott
auga fyrir hinu smáa, dýrmæta í
lífinu. Myndin er i raun fallegur
en dapur óður til lífsins, hins eih-
falda en kærkomna sem okkur
sést yfir af því við teljum það svo
sjálfsagt í daglegu amstri.
Hér er sannarlega á ferðinni
stórmerk bíómynd sem vel er þess
virði að sjá.
SVEFNINN LANGI
[ö =o=o=n—n—n—o—o11 0
o NðTEl BCRC I 0
0 | kvöld SÓtltólítWNTUMH: 0
ó tm u/tiuRin II! 0 in
o nftfc í » Haakur Morthens M ámI hljómsvelt III 0 III
o W - M 1 kvölfl III 0 III
l|l * J| Áðgöngumiðaverð á dansleik
II Snyrtilegur klæðnaður III
m Borðapantanir og allar nánari upplýsingar í síma 1 1440. 0 II,
Hí o III o III o III o II! o III o III o Jll, o Q|
í Kaupmannahöfn
FÆST
I' BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG ÁRÁOHÚSTORGI
FÉLAGSVIST
kl. 9.00
GÖMLU DANSARNIR
kl.10.30
c ★ Hljóms veitin
'o Tíglar S.G.T.
.£ ~o> 3 Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010
O c ♦ Miðasala opnar kl. 8.30. * Góð kvöldverðlaun. * Staður allra sem vilja
< *Stuð og stemning a Gúttógleði. * skemmta sér án átengis
ROKKSVBBT
RÚNARS
JULÍUSSONAR
SKEMMTIR í KVOLD
leikur fyrir dansi
FRÍTT INN TIL KL. 24
Snyrtilegur klceðnaður
VITASTIG 3 yirj,
L S(MI 623137 UÖL
Föstud. 5. mars opið kl. 20-03
Breski blúsgítaristinn og söngvarinn
DENNYNEWMAN
& HLJÓMSVEIT
Denny Newman var áður meðlimur
í hinni heimskunnu hljómsveit
MANFREDMAN
Hann leikur m.a. efni af nýútkominni
hljómplötu sinni BLESS TUPELO
„Minnir mjög á Eric Clapton ó köfl-
um - sérstaklega í söng“. JGJ.
Kl. 22. - hljómsveitin
ORGIL
Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar
eftir velhepnaða tónleikaför til
Frakklands.
Laugard. 6. mars opið kl. 20-03
DEIMNY NEWMAN &
HLJÓMSVEIT
Kl. 24 - hinn frábæri sönghópur
BLÁI HATTURINN
JÁPÍSS
djass & blús
PÚLSINH
- staður með metnað