Morgunblaðið - 05.04.1991, Side 49
leei jííha .a HJOAQUTaö’í QiQAjanuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAÖUR 5. APRÍL 1991
8L
~49
Bílbelti eru gagnleg
Frá því var greint í blöðunum
nýlega, að lögreglan hefði sektað
marga ökumenn fyrir að nota ekki
bílbelti. Fram kom, að margir öku-
menn og farþegar í framsætum not-
uðu ekki bílbelti. Mig langar hér til
þess að segja frá reynslu manns af
bílbeltum og gagnsemi þeirra.
Maður þessi hafði hér áður fyrr
ekki mikla trú á bílbeltum og notaði
þau ekki innanbæjar, enda var það
ekki skylt þá. Svo var það einn morg-
uninn fyrir fáeinum árum, að úti var
fjúk og akstursskilyrði með lakara
móti. Þá ákvað maðurinn allt í einu
mót venju að spenna á sig belti.
Maður þessi hafði allmikía reynslu
af akstri, sem jafnan var áfallalaus,
og hann hélt, að svo yrði áfram,
hann myndi ekki lenda í neinu.
En þá gerðist það, — og mistök
mannsins fólust í þvi, að hann fór
af sérstökum ástæðum að hugsa um
óskylda hluti. Hugurinn hvarflaði frá
umferðinni smástund, og hann ók í
veg fyrir stóran flutningabíl. Högg,
skyndilegt og mikið högg! Og margt
gerðist í einu: Það rigndi yfir mann-
inn glerbrotum og málmflísum.
Snjóflygsur komu inn í bílinn, og svo
mikið var höggið, að gleraugun
þeyttust af honum. Bíllinn „flaug“
alllanga leið, en kom þó niður á hjól-
in, vélin hætti að ganga. Maðurinn
fann fyrir verkjum, bæði í mjöðm
og öxl. Kuldinn var mikill og skynj-
unin undarleg, en smám saman varð
vitundin skýrari. Hann hafði lent í
allhörðum árekstri og bfllinn hafði
skemmst mikið. Stóri flutningabíllinn
virtist lítt skemmdur og menn í hon-
um ómeiddir.
Bflnum var síðar komið fyrir í
geymslu, og maðurinn fór heim.
Nokkru síðar kom læknir, sem skoð-
aði manninn vel. Er læknirinn hafði
séð bílinn, varð honum að orði: „Það
get ég fullyrt, að ef þú hefðir ekki
notað bflbelti, þá hefðir þú áreiðan-
lega ekki sloppið svona vel, heldur
slasast illa.“ Maðurinn var fljótur að
jafna sig, en var þó með mar um
tíma. Reynsla þessa manns er skýr:
Ekki er ráðlegt að vera annars hug-
ar smástund í umferðinni, og auðvit-
að ber að aka með gát. En reynslan
sýnir einnig þetta: Ef menn lenda í
allhörðum árkestri, geta bflbelti verið
afar gagnleg.
Fyrrgreindur maður er sá sem
þetta ritar. Frá þessu er sagt hér í
þeim tilgangi að benda mönnum vin-
samlegast á, hve gagnlegt það getur
reynst að nota bílbelti, reyndar bæði
í fram- og aftursætum. Annað er í
raun afar heimskulegt. Rétt er og
að benda á, að þetta er lagaleg skylda
núna, og brot varða sektum.
Og eitt atriði að lokum vegna
nýlegra blaðaskrifa urn áfengi og
akstur: Ef menn hafa fengið sér i
glas eða bjór, eiga þeir auðvitað alls
ekki að aka bfl.
Og ef þeir hafa þannig verið að
skemmta sér fram á nótt, eru þeir
alls óhæfír til að aka þá, en einnig
næsta morgun. Rétt er að benda á
tvennt í þessu sambandi, sem stund-
um vill gleymast: Þeir sem valda tjóni
eða slysi, þegar þeir aka undir áhrif-
um, missa ekki bara ökuleyfi og
hljóta þunga sekt. Tryggingafélögin
eiga endurkröfurétt á þá, og þau
hafa nýtt sér þann rétt. Hér er oft
um stórfé að ræða. Það kom fram
opinberlega nú um daginn, að ýmsir,
einkum ungir menn, hafa orðið að
greiða háar fjárhæðir af þessum
ástæðum. Þetta hefur breytt fjármál-
um þeirra og lífí mjög til hins verra.
Einnig er hér rétt að fliuga, — og
það skiptir auðvitað mestu máli —,
að menn geta með því að aka undir
áhrifum valdið annarri manneskju
óbærilegu og óbætanlegu tjóni, jafn-
vel dauða. Vilja menn bera ábyrgð
á því? Ef menn hafa neytt áfengis,
ber þeim því að ganga heim eða taka
leigubíl. Það kostar ekki mikið, í
raun sáralítið, sé hugað að því, hvað
í húfi er.
Hugum að því, að íslensk menning
kemur ekki bara fram í bókmenntum
og listum. Hún kemur líka fram í
umferðinni. Það er skynsamlegt og
menningarlegt að aka með gát, hafa
búnað í góðu lagi og nota belti. En
það er mannfjandsamleg og giæp-
samleg háttsemi að aka undir áhrif-
um. Það getur hæglega valdið
hlutaðeigandi og öðrum stórtjóni,
örkumlum, — og dauða.
Allreyndur ökumaður
(6778-7919)
RAÐSTEFNUR
Morgunverðarfundir, hádegisverðarfundir,
stórar og smáar ráðstefnur.
Höfum uppá að bjóða 12 glœsilega
funda- og ráðstefnusali
- fyrir þig
Upplýsingar gefnar i síma 22322.
FLUGLEIDIR
HÓTEL LOFTLEIDIR
- þegarfundimir liggja í loftinu
VI
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
L .
Stutt námskeiö í apríl -
Þæfing 8.-29. apríl kl. 19.30
Leðursmíði 9., 10. og 11. apríl kl. 19.00
Fataskieytingar 9.-30. apríl kl. 19.30
Pappírsgerð 16., 17. og 18. apríl kl. 19.30
Bútasaumur 29. og 30. apríl
og l. maí kl. 19.00
Prjóntækni 22. og 24. apríl kl. 19.30
og 27. apríl kl. 10.00
Útskurður 7.-30. maí kl. 18.00
Upplýsingar og skráning
á skrifstofu skólans í síma 1 7800.
3., 4. og 5. apríl er skrifstofan opin
frákl. 9.30-1 2.00 f.h.
j
TS UTSJUAN HEUDUR AHtAM
Nýir eigendur, T.S. húsgögn og hurðir, heldur nú út-
sölu á lager Bústofns hf. til að rýma fyrir nýjum vörum.
Sjaldan hefur gefist betra tækifæri til að eignast
vönduð og falleg húsgögn í stofuna, eldhúsið,
borðstofuna, svefnherbergið, anddyrið, garðskálann,
sumarhúsið eða garðinn.
Öll húsgögn á lægra verði en áður:
Leðursófasett - T ausófasett - Sófaborð - Svefnsófar
- Vegghillur og veggsamstæður - Borðstofusett -
Stakir stólar og borð - Skrifborðsstólar - Reyrborð
og hillur - Veggspeglar - Rimlagluggatjöld -
Fatahengi og margt, margtfleira.
Ath: 10% kynningarafsláttur af hurðum
meðan á útsölunni stendur.
ÚTSALA
með allt að 60% afslætti!
SMIÐJUVEGI6, KOPAVOGI.
SÍMAR 44544 OG 44117.