Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 52
- svo vel |
sé tryggt
^sgustMjiMfr
FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
Akvörðun um inngöngu í
EB á að bera undir þjóðina
ísafírði. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á almennum
stjórnmálafundi í Stjórnsýsluhúsinu hér á Isafirði í kvöld, að hann
teldi að ef samningaviðræður við Evrópubandalagið kæmust á það
stig að innganga í EB blasti við, ætti að bera slíka ákvörðun undir
þjóðina alla.
Davíð svaraði fyrirspurn þess
efnis hvernig ísland gæti vænst
þess að njóta einhverra sérréttinda
í viðræðum við EB á eftirfarandi
hátt: „Ég held að það sé ekki óeðli-
legt að gera ráð fyrir því að okkar
sérstaða yrði metin að verðleikum.
Við erum Evrópuríki og Evrópurík-
Bón og bjór
á Land-
eyjasandi
Hvolsvelli.
UNDANFARIÐ hefur mikið
af bóni og uppþvottaefni
rekið á fjörur Landeyinga.
Mest bar á þessu fyrir u.þ.b.
þremur vikum og hefur nú
mjög dregið úr rekanum
enda átt snúist til norðurs.
Að sögn bónda nokkurs í
Landeyjum hefur töluvert bor-
ið á reka í allan vetur. Fyrri
hluta vetrar bar mest á því að
bjór ræki og er sagt að það
séu einungis bindindismenn
sem þurfi að hafa með sér
kaffi í fjöruferðir.
í mars fór svo að reka á
land þvottaefni og tvær teg-
undir af bóni. Þess munu dæmi
að eini og sami bóndinn hafi
fundið allt að 50 brúsa af bóni.
Þessi reki hefur borist allt
austur til Víkur og mun vera
úr gámi sem tók út af íslensku
skipi snemma á þessu ári.
Landeyingum þykir fengur að
reka þessum. Þetta er hið
besta bón og kostar skilding-
inn útúr búð.
- S.Ó.K.
in vilja að við séum í því samfélagi
með beinum eða óbeinum hætti.
Við eigum að horfa til viðræðna við
Evrópubandalagið og þau ríki sem
það mynda af fullri einurð og sjálfs-
trausti." En Davíð sagði að í þvf
fælist ekki að íslendingar ætluðu
óhikað, hvað sem það kostaði, að
ganga inn í evrópskt efnahagssvæði
annars vegar eða inn í Evrópu-
bandalagið hins vegar.
„Ef kostirnir eru okkur ekki hag-
kvæmir þá höfnum við þeim. Við
byggjum okkar afkomu — okkar
tilverugrundvöll — svo mjög á ein-
um meginþætti efnahagslífs að við
getum ekki samið um inngöngu í
Evrópubandalagið eða evrópskt
efnahagssvæði ef þeir hagsmunir
sem þeim málaflokki lúta eru fyrir
borð bornir,“ sagði Davíð.
Davíð sagði jafnframt: „Ég er
þeirrar skoðunar að ef þessar samn-
ingaviðræður komast svo langt að
menn ætli að ganga inn í Evrópu-
bandalagið, þá sé þar um að ræða
slíka breytingu á stjórnskipun
landsins og högum þess að slíka
ákvörðun ætti með sérstökum hætti
að bera undir þjóðina alla.“
Davíð var annar frummælandinn
á þessum fjölmenna stjórnmála-
fundi á Isafirði og Matthías Bjarna-
son fyrsti þingmaður Vestfjarða
hinn. Varðandi fyrirspurn um jöfn-
un húshitunarkostnaðar sagði Dav-
íð meðal annars: „Landsvirkjun
greiðir ríkinu nú nálægt 100 millj-
ónum króna sem hún hefur ekki
gert áður. Annars vegar er það
arðgreiðsla og Jiins vegar ríkis-
ábyrgðargjald. Ég tel sjálfsagt að
þær greiðslur gengju strax til verk-
efnis eins og þessa. sem væri þá
nálægt því að vera helmingur þeirr-
ar upphæðar sem fyrirspyijandinn
nefndi að þyrfti til.“
Akureyrartogararnir halda til veiða:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Harðbakur EA, einu af ísfisktogurum Utgerðarfélags Akureyringa,
kominn frá bryggju á síðdegis í gær og á leið á miðin eftir nokk-
urra daga stopp vegna uppsagna sjómanna.
Sjómönnum á Fáskrúðs-
firði boðið sama fiskverð
Viðræður um fiskverð á Austfjörðum og Sauðárkróki
HRAÐFRYSTIHUS Fáskrúðs-
fjarðar hf. bauðst í gær til að
greiða sjómönnum á togurunum
Ljósafelli SU og Hoffelli SU
sama fiskverð og_ sjómenn á ís-
fisktogurum Utgerðarfélags
Akureyringa hf. samþykktu í
gær. Tilboðinu verður trúlega
svarað í dag en sjómenn á Fá-
skrúðsfirði sögðu upp störfum
26. mars sl. vegna óánægju með
Pálmi Jónsson í
_ Hagkaup látinn
PÁLMI Jónsson, stofnandi og aða-
leigandi verslunarfyrirtækisins
Hagkaups, lést á Landspítalanum
í gær. Hann var 67 ára að aldri.
Pálmi fæddist 3. júní 1923 á Hofi
á Höfðaströnd í Skagafirði, sonur
hjónanna Jóns Jónssonar bónda á
Hofi og Sigurlínar Björnsdóttur.
Pálmi varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1942 og lauk
lögfræðiprófi frá Háskóla íslands
1951.
Pálmi stofnaði verslunina Hag-
rkaup árið 1959 og rak til dauða-
dags. Hann ruddi nýjar brautir- í
verslunarháttum, Hagkaup varð
fyrsti íslenski stórmarkaðurinn og
er nú eitt af stærstu verslunarfyrir-
tækjum Iandsins.
Eftirlifandi eiginkona Pálma er
Jónína Sigriður Gísladóttir. Þau
eignuðust fjögur börn, Sigurð Gísla,
Jón, Ingibjörgu Stefaníu og Lilju
Sigurlínu.
Pálmi Jónsson
fiskverð. Áhöfnin á togaranum
Sunnutindi frá Djúpavogi hefur
einnig sagt upp störfum en hún
hefur krafist 417» heimalöndun-
arálags. Þá vilja sjómenn á tog-
urum frá Sauðárkróki, Nes-
kaupstað, Eskifirði og Breið-
dalsvík viðræður um nýtt fis-
kverð.
Fiskverkafólk hjá Hraðfrysti-
húsi Fáskrúðsfjarðar hf., Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur hf. og Útgerð-
arfélagi Dalvíkinga Hf. hefur skrif-
að sig á lista, þar sem beðið er
um viðræður um að laun þess verði
nú þegar hækkuð í samræmi við
fiskverðshækkanir hjá fyrirtækj-
unura. Tryggvi Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur, segir að ekki sé svig-
rúm til að hækka laun fískverka-
fólks hjá fyrirtækinu. Hann segir
að enda þótt fyrirtækið hafi hækk-
að fiskverð hafi verð á rækju lækk-
að.
Sjómenn á toguruni frá Sauðár-
króki, Neskaupstað og Djúpavogi
hafa fengið 20% heimalöndunar-
álag en hluti af aflanum er seldur
á erlendum fiskmörkuðum. Við-
ræður við sjómenn á togurunum
Skafta SK, Skagfirðingi SK og
Hegranesi SK um nýtt fiskverð
hefjast í næstu viku, að sögn Ein-
ars Sveinssonar framkvæmda-
stjóra Fiskiðju Sauðárkróks hf.
„Ég geri ráð fyrir að menn vilji
skoða möguleika á markaðsteng-
ingu,“ kegir Einar.
Áhafnir á togurum Síldarvinnsl-
unnar hf. á Neskaupstað setja
fram kröfur með hliðsjón af Akur-
eyrarsamningunum, að sögn Jóns
Inga Kristjánssonar, trúnaðar-
manns á Bjarti NK. Finnbogi Jóns-
son, framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar, .segir að samningar á
Neskaupstað geti ekki orðið eins
og Akureyrarsamningarnir, þar
sem hluti af' afla togara Síldar-
vinnslunnar sé seldur á erlendum
fiskmörkuðum. Stefnt er að því að
selja 15% af afla Sunnutinds SU
á erlendum fiskmörkuðum í ár, að
sögn Ingólfs Sveinssonar, fram-
kvæmdastjóra Búlandstinds hf. á
Djúpavogi.
Sjómenn á togurum frá Fá-
skrúðsfírði, Eskifirði, Þórshöfn,
Þingeyri og Siglufirði hafa fengið
30% heimalöndunarálag en togar-
inn Stakfell ÞH frá Þórshöfn fryst-
ir hluta aflans. Fáfnir hf. á Þing-
eyri greiðir sjómönnum á Slétta-
nesi IS og Framnesi ÍS 30% heima-
löndunarálag fyrir flokkaðan þorsk
en 25% af aflanum er seldur á
erlendum fiskmörkuðum, að sögn
Andrésar Guðmundssonar hjá
Fáfni.
Sjómenn á Kambaröst SU
sömdu í haust um 28% heimalönd-
unarálag til 31. ágúst næstkom-
andi, að sögn Jónasar Ragnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Hraðfrysti-
húss Stöðvarfjarðar hf. Sjómenn á
Þórhalli Daníelssyni SF og Stokks-
nesi SF fá greitt fyrir hluta þess
afla, sem landað er heima, það
yerð sem fengist hefur á erlendum
fískmörkuðum næstliðna 12 mán-
uði, en lítill hluti af aflanum er
seldur á erlendum mörkuðum, að
sögn Hermanns Hanssonar, kaup-
félagsstjóra KASK.
Sjá einnig frétt á bls. 30.
Eignarhaldsfélag Verslunarbankans:
Einar Sveinsson
stj órnarformaður
Á AÐALFUNDI Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf. í gær voru
tveir nýir stjórnarmenn kosnir í margfeldiskosningu sem þar fór
fram. Haraldur Haraldsson formaður stjórnar félagsins og Þorvald-
ur Guðmundsson náðu ekki kjöri í aðalstjórn en í þeirra stað voru
kjörnir Rafn Johnson og Þórður Magnússon.
í kosningunni hlaut Guðmundur
H. Garðarsson flest atkvæði en
næstir á eftir honum hvað atkvæða-
magn snertir voru í þessari röð:
Þórður Magnússon, Orri Vigfússon,
Rafn Johnson, Einar Sveinsson,
Þoi’valdur Guðmundsson og Harald-
ur Haraldsson.
Einar Sveinsson var kjörinn
stjórnarformaður á fyrsta fundi
stjórnar að afloknum aðalfundinum.
Sjá fréttir af aðalfundum
eigarhaldsfélaganna á bls. 2.