Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 2
rcei jía*3A .ar auoAciuiama aiaAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ'ÞRIÐJ'UDXGUR'UtJ: APRÍL 1991 t Tíu þúsund síma- númer óvirk í gær UM ÞAÐ bil tíu þúsund símanúmer voru óvirk í hálfan annan tíma um miðjan dag í gær vegna bilunar í tölvubúnaði í miðbæjarstöð Pósts og síma. Þar á meðal var símkerfi lögreglu og slökkviliðs á höfuðborg- arsvæðinu. Að sögn Berþórs Halldórssonar, yfirverkfræðings í sjálfvirk- um stöðvum hjá Pósti og síma, er bilunin í gær mesta áfall sem sjálf- virkar stöðvar stofnunarinnar síma hafa orðið fyrir í fjögur ár. Bilunin olli því að öll símanúmer númer á báðum þessum stöðum, sem sem tengd eru stafrænu stöðinni í miðbænum urðu óvirk, þ.e. númer sem byija á tölustöfunum 61, 62 og 11 auk hluta innvalsnúmera sem byija á 69 og 60. Meðal þeirra símanúmera sem byija á 11 eru neyðarnúmer lögregl- unnar í Reykjavík og slökkvistöðvar- innar við Oskjuhlíð og voru þau því óvirk. „Það var hægt að ná í önnur Atvinnu- leysisdög- umfækkar Tæplega 40 þúsund at- vinnuleysisdagar voru skráð- ir á landinu öllu í mars, 22 þúsund lyá körlum en 18 þúsund hjá konum. Þessi fjöldi atvinnuleysisdaga jafn- gildir því að 1800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti um atvinnu- ástandið frá vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytis. Skráðum atvinnuleysisdög- um hefur samkvæmt þessu fækkað um tæp 8 þúsund frá mánuðinum á undan en um 22 þúsund miðað við sama tíma í fyrra, en þá voru skráðir fleiri atvinnuleysisdagár í marsmán- uði heldur en dæmi er um hér á landi í þeim mánuði. auglýst voru á útvarpsstöðvunum. En auðvitað er fólk ekki viðbúið því að allt í einu breytist þessi símanúm- er og við erum því að vinna að því að koma í gang nýju neyðamúmeri, 000. Við ætlum að reyna að haga því þannig að það númer verði held- ur tryggara en venjulegt símanúm- er,“ sagði Bergþór. í gærkvöldi var ekki búið að finna hvað olli biluninni í tölvubúnaðinum en fyrirhugað var að leita orsakar- innar í nótt á meðan lítið álag væri á símkerfinu, þar sem hætta var á að kerfið yrði óvirkt um stundarsak- ir á meðan. _ Morgtinblaðið/Sigurgeir Davið Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Ingibjörg Rafnar og Arni Johnsen á vinnustaðafundi í Vestmannaeyj- --------------- um í gær. Þorsteinn Pálsson á fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi: Fj ármagnstekj uskattur í staðinn fyrir eignaskatt Þorsteinn sagði að eignaskattur væri eitthvað það óréttlátasta Pétur Sigurðsson, frambjóðandi A-iista: Stjórnarflokkarnir fái að ljúka dæminu PÉTUR Sigurðsson, sem skipar annað sæti framboðslista Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, varpaði þeirri spurningu fram á sameigin- legum framboðsfundi á Borðeyri síðastliðínn föstudag, hvort ekki væri rétt að ríkisstjórnarflokkarnir fengju umboð til að skila til þjóðarinnar þeim afrakstri sem náðst hefði undanfarið í efnahagsmál- um. Pétur sagði að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði tekist að afstýra hruni atvinnuveg- anna og hamla gegn verðbólgu- skriðunni. Þá hefði tekist að minnka viðskiptahallann við utlönd og lækka vexti, en með því hefði dráps- klyfjum verið létt af mörgu alþýðu- heimilinu. Það kæmi því ekki á óvart að nú vildu aðrir stjómmála- flokkar en stjómarflokkamir fá að ráðstafa hagnaðinum. „Er það ekki Vestmannaeyjum. Frá Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins „VIÐ sjálfstæðismenn eigum að opna umræðu fyrir fjármagnstekju- skatt í staðinn fyrir eignaskatt," sagði Þorsteinn Pálsson, fyrsti þingmaður Suðurlandskjördæmis, á opnum fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, sem hann og Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðis- flokksins héldu með á fjórða hundrað manns í samkomuhúsinu. Davíð Oddsson kvaðst aðspurður taka undir þessi orð Þorsteins. „Tvísköttun eigna og eignatekna kemur ekki til greina," sagði Davíð. skattaform sem til væri. Fjár- magnsmarkaðurinn hefði vérið að breytast. „Til skamms tíma höfum við búið við óstöðugleika í verð- lagsmálum sem tæknilega gerir slíka skattlagningu örðuga. Nú eigum við möguleika á að skapa hér í landinu varanlegt jafnvægi í efnahagsmálum og erum að þróa hér nútíma fjármagnsmarkað sem gerir það að verkum að fjármuna- tekjur verða miklu stærri hluti af heildartekjum í þjóðfélaginu heldur en áður. Þá hljóta menn að spyrja: Hvert réttlæti er í því fólgið að sá sem sparar í skuldabréfum borgi ekki af þeim skatta á meðan að fiskverkakonan sem leggur á sig nokkra aukatíma í fiskvinnslunni þarf að borga 40% skatt af viðbót- artekjunum?“ Þorsteinn sagði að það hlyti að vera réttlætismál að allar tekjur yrðu skattlagðar með svipuðum hætti. í þessu efni þyrfti auðvitað að setja skattleysismörk þannig að almennur sparnaður launafólks væri ekki skattlagður. „í þessu efni er skýr munur á stefnu okkar og vinstri flokkanna því vinstri flokkarnir vilja skatt- leggja með þessum hætti ofan á eignaskatt. Það getur aldrei komið til greina," sagði Þorsteinn. Hann sagði að skattheimta af þessu tagi hlyti að víkja eignaskattheimtu til hliðar að sama skapi. Þorsteinn kvaðst á fundinum telja mjög mikilvægt að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki af skarið um að jöfnun raforkuverðs yrði eitt af helstu forgangsverkefnum í við- leitni til að jafna skilyrði til búsetu í landinu. Auk þess nefndi hann mikilvægi þess að viðhalda hér í landinu virkri samkeppni til þess að khýja fram á hveijum tíma sem lægst verð á vöru og þjónustu. „Við verðum að gæta þess sjálf- stæðismenn á þessum breytinga- tímum að hlú að grundvelli sam- keppninnar og koma í veg fyrir óeðlilega hringamyndun stærstu fyrirtækjanna í landinu,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst telja að vöxtur í verslun og viðskiptum yrði að verða að stærstum hluta á landsbyggðinni á næstu árum. Það væri eðlilegt að horft væri til þess að gerð yrði á því athugun hvort Þorlákshöfn gæti ekki orðið stór og öflu viðskiptahöfn þar sem inn- og útflutningsstarfsemi færi fram. „Ekki til þess að draga úr þeim viðskiptum sem fram fara um Reykjavíkur- og Hafnarfjarð- arhöfn, heldur til þess að taka við þeim vexti sem óhjákvæmilega verður í inn- og útflutningi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn. Davíð Oddsson kvaðst teíja skynsamlegt að slík athugun færi fram svo menn sæju hvaða kostir stæðu Þorlákshöfn til boða í þess- um efnum. rétt og sanngjarnt að fela núver- andi stjórnarflokkum að Ijúka við dæmið? Er það ekki sanngjarnt að leyfa núverandi ríkisstjómarflokk- um að standa við það loforð sitt að skila afrakstrinum til þeirra, sem mest lögðu á sig við að koma þjóðar- skútunni á réttan kjöl og gera hana sjóklára á ný?“ sagði Pétur Sigurðs- son. Sjá nánar um fundinn á bls. 39. Athugun iðnaðarráðuneytisins: Vatn með tankskip- um ekki góður kostur ÚTFLUTNINGUR á vatni með tankskipum getur skemmt þá ímynd hreinleika sem verðmæti íslenska vatnsins byggir á auk þess sem verðmæti vatns sem þannig yrði flutt út er aðeins brot af verðmæti Unglingur sló kennara svo hljóðhimna sprakk KENNARI í grunnskólanum í Stykkishólmi slasaðist nokkuð þeg- ar ungur piltur sló hann á skemmtun í skólanum síðastliðið föstu- dagskvöld. Piltinum, sem er í 9. bekk grunnskólans í Ólafsvík, hefur verið vísað úr skóla til 2. maí. Atvikið gerðist á svokölluðu Vorkvöldi í grunnskólanum í Stykkishólmi, en pilturinn hafði gert sér ferð frá Ólafsvík á skemmtunina. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins vék hann sér aftan að kennaranum og sló hann fyrirvaralaust í höfuðið. í fyrstu var talið að kennarinn hefði höfuðkúpubrotnað, en síðar kom í ljós að meiðsli hans voru ekki svo alvarleg. Þó var hljóðhimna í öðru eyra hans sprungin. Ekki er vitað til þess að þeim hafi áður farið eitthvað það á milli, sem gat skýrt höfuðhöggið. Samkvæmt ( heimildum Morgunblaðsins hefur pilturinn verið yflrheyrður af lög- reglu og skólayfirvöld í Ólafsvík hafa vísað honum úr skóla til 2. maí. Lögregluþjónn frá Stykkis- hólmi varð einnig fyrir minni hátt- ar meiðslum á þessari skemmtun grunnskólanema, þegar piltar frá Hellissandi slógu hann. Sveinn Ingi Lýðsson, lögreglu- varðstjóri í Stykkishólmi, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um málavöxtu, þar sem málið væri enn í rann- sókn. í sama streng tóku Adolf Steinsson, varðstjóri í Ólafsvík og Gunnar Hjartarson, skólastjóri grunnskólans í Ólafsvík. vatns í neytendaumbúðum. Kristján Jóhannsson, rekstrar- hagfræðingur, gerði athugun á stöðu og framtíðarmöguleikum vatnsútflutnings frá íslandi að beiðni Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra og eru þetta helstu niður- stöður hans. í áliti Kristjáns kemur fram að vatnið, sem þegar er flutt út nú, sé mjög gott og standist allar kröf- ur markaðarins, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ellefu fyrirtæki og áhugamannahópar hafa athugað möguleika á útflutningi á vatni héðan en þijú fyrirtæki hafa þegar hafið útflutning. í athuguninni segir að útflutn- ingur með tankskipum geti skemmt þá góðu ímynd hreinleika sem íslenskt vatn hefur. Vatn sem flutt sé út með tankskipum uppfylli ekki ströngustu kröfur Evrópubanda- lagsins og í Bandaríkjunum yrði slíkt vatn hreinsað á sérstakan hátt og yrði flokkað sem hreinsaður sjór og því ekki hágæðavara. Iðnaðarráðherra ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um stefnumörkun í vatnsútflutningi og setja leikreglur um nýtingu auðlind- arinnar. Gripinn glóðvolgur LÖGREGLAN á Selfossi greip bílþjóf glóðvolgan aðfaranótt sunnudagsins. Tilkynnt var að bifreið hefði ver- ið stolið á Þorlákshöfn þá um nótt- ina. Síðar kom í ljós að ökumaður- inn, sem var ölvaður, hafði misst stjórn á bifreiðinni í Þrengslunum og ekið út af. Þar sat hann enn þegar lögreglan kom á staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.