Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 64
64
MOfiGU^BLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
„Eirm zi'gcmcLL-"
>
~7 7
Mér tókst að fá ’ann til að
hætta að reykja ...
Með
morgunkaffmu
Ef þú bætir 50 króna pen-
ingi við, færðu gleði-
tíðindi...
HÖGNI HREKKVÍSI
Ráðherrarnir hafa
hom í síðu hagvaxtar
Öll störf ríkisstjórnar þeirrar er
enn situr hefur einkennst af hreinni
vanhæfni og flumbruskap. Nú þeg-
ar kosningar nálgast óðfluga, rífast
ráðherrarnir eins og hundar og
kettir og eru ósammála um allt
nema að eyða fé okkar skattborg-
ara enn ótæpilegar eh þeir hafa
áður tíðkað á sínum vafasama ferli.
Er þá langt til jafnað, það má því
undrum sæta að ríkisstjórn þessi
skuli fá hland fyrir hjartað í hvert
skipti sem bryddað er upp á ein-
hveiju sem gæti leitt til aukins
hagvaxtar. Nægir að minna á þijú
mál þessu til staðfestu:
Álmálið
Um samninga um nýtt álver þarf
ekki að fara mörgum orðum. Iðnað-
arráðherra fékk aldrei umboð ríkis-
stjórnarinnar til að ganga til samn-
inga, þrátt fyrir síendurteknar yfir-
lýsingar hans um að svo yrði brátt
gert. Hér nægir að vísa til orða
forsætisráðherrans sjálfs þess efnis
að málinu hafi verið klúðrað. Sann-
ast hér enn hið fornkveðna: Oft
ratast... o.s.frv.
Enginn velkist þó í vafa um að
nýtt álver muni hafa stórfelldan
hagvöxt í för með sér. Sú staðreynd
bíttar þó engu á þeim bæ.
Undanfarið hafa margar frétta-
greinar um fíkniefnamál birst á síð-
um DV. í þessu sambandi langar
mig til að benda á tvennt. í fyrsta
lagi er fíkniefnaneysla ekki einka-
mál neins. Hún er þjóðfélaginu mjög
kostnaðarsöm. Þær eru ótaldar
vinnustundirnar sem tapast, svo
ekki sé minnst á öll hin hræðilegu
afbrot, þegar fíkniefnaneytendur
ráðast á fólk og eigur annarra við
fjáröflun til eiturlyfjakaupa. Þetta
getur engan veginn talist einkamál
þeirra manna, sem eru háðir eitri,
þó svo að þeim finnist engum koma
það við nema þeim sjálfum. í öðru
lagi vil ég benda fólki á, að fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykjavík
er með símsvara allan sólarhring-
inn, þangað sem fólk getur hringt
Samningur ríkisstjórnarinnar
við Bandaríkjamenn um fisk-
vinnslu við strendur Alaska.
Nokkrir hérlendir aðilar stofnuðu
íslenska úthafsútgerðarfélagið hf.
(ÍSÚF) í árslok 1988 gagngert til
að færa sér í nyt hátíðlegan milli-
ríkjasamning lýðveldisins íslands
og Bandaríkja Norður-Ameríku og
auka þar með hagvöxt.
Samningurinn var þess efnis að
íslendingar mættu kaupa, verka og
selja fisk, aðallega þorsk, af banda-
rískum fiskiskipum í bandarískri
fiskveiðilögsögu. Hinsvegar fékkst
þorskur einungis í þrjá_ daga eftir
að verksmiðjutogari ÍSÚF, ANDRI
I, kom á miðin. Á miðnætti 31.
desember 1989 var lagt bann við
frekari þorskvinnslu ANDRA I af
bandarískum stjórnvöldum. Það
kom sem sagt í ljós að hinn dýri
milliríkjasamningur reyndist einskis
virði, en olli á hinn bóginn tuga
milljóna tjóni aðilum, er hugðust
færa sér hann í nyt. Borginmannleg
yfirlýsing utanríkisráðherra í des-
ember 1989 þess efnis að hann
hefði snarlega orðið við neyðarkalli
frá stjórnendum ISÚF og kippt
málum í liðinn, var einnig haldlaus.
Yfirlýsingunni fylgdi þó sérstakt
þakklæti til bandaríska sendiherr-
án þess að segja til nafns, og lesið
inn upplýsingar um fólk, sem hefur
undir höndum eiturlyf, annað hvort
til sölu eða neytir þeirra. Slík vel-
viljuð afskiptasemi getur forðað
Ijölda manna frá illri ánauð og
dauða. Oft lenda þessi efni í höndum
unglinganna, og gera margan lífs-
glaðan unglinginn að vesalingi um
aldur fram. Eiturlyfin eru því ekki
einkamál neytenda og sölumanna
þeirra. Þau koma okkur við, og því
er ákaflega mikilvægt, að við skipt-
um okkur af og forðum ungu æsku-
fólki frá nöturlegri tilveru eitur-
lyfjanna.
Símanúmerið hjá Fíkniefnadeild
lögreglunnar er 69 90 17.
Einar Ingvi Magnússon
ans á íslandi fyrir skjóta og góða
liðveizlu í málinu.
Þessi varð raunin enda þótt áður-
nefndur samningur hafi verið end-
urnýjaður til tveggjá ára — með
samþykki þjóðþinga beggja aðila —
einungis þrem mánuðum áður en
klippt (sbr. þorskastríðin við Breta)
var á starfrækslu ANDRA I.
Útgerðarmennirnir sátu því uppi
með tapið. Að vísu má segja að það
hafi ekki verið að ófýrirsynju, því
að þeir höfðu glæpzt til að treysta
samningum ráðherra þessarar ríkis-
stjórnar. Þeir geta þó ásamt BHMR
huggað sig við að sætt er sameigin-
legt skipbrot!
Meðal annarra orða: Er líklegt
að ríkisstjórnin hafi staðið betur að
samningunum um evrópskt efna-
hagssvæði, en þeim samningum
sem að ofan greinir? Einnig væri
ekki úr vegi að spyija: Nýtur hún
við þá samningagerð fulltingis
sama lögfræðilegs ráðunautar og
þeir notuðu við gerð áðurnefnds
milliríkjasamnings við Bandaríki
Norður-Ameríku?
Aukning þjóðarframleiðslu
með því að lækka skatta.
Á Viðskiptaþingi Verzlunarráðs
íslands í febrúar sl., lagði skatta-
nefnd ráðsins fram ítarlegar og vel
rökstuddar tillögur um breytingar
á skattkerfi okkar án þes að tekjur
ríkissjóðs lækkuðu. Slíkar breyting-
ar eru nauðsynlegar til að aðlaga
skattkerfi okkar því sem tíðkast í
Evrópska samfélaginu. Nefndin
færði sterk rök fyrir því að slík
breyting myndi leiða til aukins-hag-
vaxtar.
Á morgunverðarfundi verzlunar-
ráðsins nýverið lýstu þrír ráðherrar
ríkisstjórnarinnar ofangreinda leið
til hagvaxtar óalandi og ófeijandi
án þess að ómaka sig við að gera
minnstu tilraun að rökstyðja mál
sitt.
Svo virðist sem eini atvinnurekst-
urinn er ríkisstjórnin vill sjá vaxtar-
brodd í sé svonefndur ferðamanna-
iðnaður, (enda biðlar hún stíft til
Samtaka um kvennalista um að
endurreisa núverandi ríkisstjóm
eftir kosningar). Þetta er atvinnu-
málastefnan þótt umhverfisráð-
herra hafi upplýst á alþingi fyrir
skömmu, að slíkur iðnaður sé meira
mengandi en yfir höfuð nokkur
önnur mannleg starfsemi.
Skattborgari
Fíkniefni ekki
einkamál neytenda
Víkverji skrifar
Kosningabaráttan, sem nú
stendur yfir, bendir til þess,
að vinnubrögð flokkanna séu að
breytast á ný. Sjónvarpið var orðið
sá vettvangur, sem flokkarnir not-
uðu mest í þingkosningum á síðasta
áratug. Hefðbundnum fundum
fækkaði mjög og þáttur dagblaða
í kosningabaráttu var minni en áð-
ur. Flestir töldu á þeim tíma, að
þessi þróun mundi halda áfram og
átök flokka fyrir kosningar mundu
framvegis fyrst og fremst fara fram
í sjónvarpi. Þetta virðist hins vegar
taka aðra stefnu nú.
Það er áberandi, að hlutur sjón-
varpsins er af einhveijum ástæðum
minni en áður var og svo virðist,
sem flokkar og frambjóðendur leggi
á ný vaxandi áherzlu á að ná beint
til kjósenda með fundarhöldum.
Þessir fundir virðast víða vera vel
sóttir. Fjölmiðlarnir sækja fundina
líka og leita þar eftir fréttum úr
kosningabaráttunni. Þetta er já-
kvæð þríoun. Það er gott, bæði fyr-
ir frambjóðendur og kjósendur, að
þessir aðilar komist í beint sam-
band, sem aldrei getur orðið á sjón-
varpsskjánum.
xxx
Víkveiji rakst á frétt hér í blað-
inu um að Visa-fyrirtækið
hyggðist herða aðgerðir gegn kaup-
mönnum, sem breyta úttektartíma-
bilum, viðskiptavinum sínum í hag.
Sú spurning kom upp í huga Vík-
vetja, hvað þetta framtak kaup-
manna kæmi Visa yfirleitt við. Það
eru kaupmennirnir, sem veita við-
skiptavinum sínum lengri greiðslu-
frest með þessum hætti, en ekki
Visa. Raunar borga kaupmennirnir
Visa. sérstaka þóknun fyrir að fá
að lána viðskiptavinum sínum með
milligöngu fyrirtækisins. Fyrir þá
þóknun fá þeir að vísu öryggi um
endurgreiðslu á láninu. Visa skað-
ast hins vegar ekki á þessum lengri
greiðslufresti. Það eru kaupmenn-
irnir, sem verða að bera vaxtabyrð-
ina í lengri tíma en ekki Visa. Hvers
vegna hertar aðgerðir?
XXX
Annars er athyglisvert að lesa í
erlendum blöðum um sívax
andi samkeppni kortafyrirtækja.
Þannig eru sumir bankar, sem gefa
út greiðslukort farnir að fella niður
árgjald kortaþega til þess að laða
að sér viðskiptavini. Hér er árgjald-
ið hjá kortafyrirtækjunum hins veg-
ar hækkað á sama tíma og mikill
þrýstingur er á öllum viðskiptaaðil-
um að hækka gjöld sín ekki. Senni-
lega er þörf á meiri samkeppni á
þessum markaði hér.