Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 27
JJORGUiNBUAÐH) ÞKlWL’JðAUlíHi 16. APRÍL; 1991 2HK > ____ Einkalýðræði Olafs Ragnars Virðing Alþingis eftir Hjálmtý Rúnar Baldursson Mönnum hefur orðið tíðrætt um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar á kjarasamning BHMR-manna, sem staðfest voru sem lög frá Alþingi um síðustu áramót og niðurstöðu Bæjarþings í því máli, sem féll rík- isstjórninni í hag. Forsaga máls þessa er sú, að eftir langt verkfall BHMR-manna var gerður kjarasamningur sem síðan reyndist ekki unnt að standa við, þegar _ sá samningur átti að taka gildi. Ástæðan var sú að menn þóttust sjá fram á verðbólguskriðu í kjölfar samningsins þ.e. víxlhækk- un launa og verðlags (því var aila- vega hótað af útgerðarmanni á Vestfjörðum, sem telur að hækkun launa launafólks valdi ávallt verð- bólgu frekar en óráðsía í dekur- barni þjóðarinnar, sjávarútvegin- um). Við þessu töldu hinir háu herrar að þyrfti að sporna og var þá gripið til bráðabirgðalaganna margfrægu. Ráðherrastólssýki Það hefur svolítið skort á að þessi mál væru litin rét.ti ljósi. Ef við skoðun atburðarásina: Fjár- málaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson gerir samning við nefnt stéttarfélag sem hann síðan sér sér ekki fært að standa við. Hann skýt- ur málinu til atvinnudómstólsins (Félagsdóms, æðsta dómstóls er fjallar um slík málefni) til að fá úr því skorið hvernig túlka bæri ákveðna grein umrædds samnings. Eins og allir vita varð ráðherra að „bíta í það súra“. Við þá útreið leit hann út eins og sveitastrákur- inn forðum sem selt hafði smjörið, en tapað peningunum. Flestir skyni bornir menn hefðu nú beygt sig undir úrskurð Félagsdóms. Nei, ekki þessi. Hann ákveður að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að setja lög á lýðinn og gera þar með atlögu að fijálsum samnings- rétti í landinu. Við slíkar aðfarir vakna ótal margar spurningar, s.s: Hvað með fordæmisgildið? Hvað með aðra frjálsa samninga í fram- tíðinni á vegum ríkisins t.d. kaup- samninga? Svari hver fyrir sig. Það sem hér gerðist var eitt mesta skólabókardæmi (á blaðsíðu eitt) sem hugsast getur um emb- ættisklúður. I svona stöðu er aðeins um eitt að ræða: Segja af sér, Við- urkenna að hafa gert mistök, iðr- ast gerða sinna og byrja svo upp á nýtt. Auðvitað er sárt að tapa stundum, en það er nú einu sjnni gangur lífsins. Sumir tapa aðrir vinna. Það er sama hvert litið er, allavega í hinum siðmenntaða heimi, þá standa menn og falla með sínum ákvörðunum. Nema á Islandi, þar ríghalda menn í „stól- ana“ „til vaije pris“. Siðferðið í íslenskum stjórnmálum er á algjör- um núllpunkti. Meira að segja lýsti einn þingmaðurinn á hinu háa Al- þingi því yfir í vetur í blaðagrein: „... hér eftir mun ég greiða at- kvæði eftir eigin sannfæringu“. Ummæli annars þingmanns (fv. fjármálaráðherra!) í sjónvarpsvið- tali vöktu einnig athygli, þegar hann sagði að þrepaskipting í stað- greiðslukerfinu væri óframkvæm- anleg! Annaðhvort hefur þessi þingmaður verið fullur þegar hann lét þessi ummæli falla eða að hann eins og margir hans líkar hugsa, hræddur um að missa spón úr aski sínum, eða þá hann bara hreinlega afhjúpaði fáfræði sína um þessi mál. Hver man ekki eftir því þegar ráðherra nokkur í þessari ríkis- stjórn misnotaði aðstöðu sína varð- andi brennivínskaup á fertugsaf- mæli eins stuðningsmanna sinna. Svona mætti lengi telja. Því miður er það nú þannig oft að um leið og „þessir menn“ eru kosnir á þing, hætta þeir að hugsa um þjóðarhag. í stað þess verður egóisminn allsráðandi. Það er greinilegt að Alþingi okk- ar, elsta löggjafarsamkunda ver- aldar, þarf á verulegri andlitsupp- lyftingu að halda, ef það á að halda virðingu sinni um ókomna framtíð. Og það gerist ekki nema að þeir sem kosnir eru á þing fari eftir leikreglunum. „Flestir skyni bornir menn hefðu nú beygt sig undir úrskurð Fé- lagsdóms. Nei, ekki þessi. Hann ákveður að reyna að bjarga sér fyr- ir horn með því að setja lög á lýðinn.“ Heilræði Að lokum vil ég koma að heil- ræði til þeirra sem hyggja á pólití- skan frama: „Ef þú lendir í þeirri pólitísku stöðu að klúðra mikilvægu máli, segðu þá af þér. Sittu í þinni eigin leðju og dragðu ekki aðra með þér í svaðið. Kjósendur þínir koma til með að meta hreinskipti þína. Treystu því. Bytjaðu svo bara upp á nýtt. Höfundur er fulltrúi á Skattstofunni í Reykjavík. Ekki meðlimur í stjórnmálaflokki. Hjálmtýr Rúnar Baldursson KOSNINGAHÁTÍÐ G-USTAIS í óperunnikL20'30 í kvöld. Þórhallur Ólafur K. Ragnar Vígdís Bjartmar Ingibjörg •Ávarp:Guðrún Helgadóttir alþingismaður, 2. maður G-listans í Reykjavík. Ávarp: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, 4. maður G-listans í Reykjavík. •Söngur: Ragnar Davíðsson. •Ávarp: Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, 3. maður G-listans í Reykjavík. •Leikþáttur: Lítið ævintýri - undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar leikara. • Ljóðalestur: Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. •Ávarp: Ólafur K. Sigurðarson nemi mælirfyrir hönd ungra kjósenda. •Ávarp: Margrét Björnsdóttir Sóknarkona mælir fyrir hönd eldri kjósenda. •Söngur: Bjartmar Guðlaugsson. •Ávarp: Már Guðmundsson hagfræðingur, 5. maður G-listans í Reykjavík. • Ljóðalestur: Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. •Jass: Tómas R. Einarsson og félagar. •Ávarp: Svavar Gestsson ráðherra, 1. maður G-listans í Reykjavík. •Fjöldasöngur. •Fundarstjóri: Margrét Ríkarðsdóttir formaður Þroskaþjálfafélags íslands. Margrét B. Tómas R. Svavar Guðmundur Þ. Guðrún Auður Stuðningsmenn G-listans, njótum samstöðunnar og frábærrar dagskrár. Allir í Óperuna! Már G-USTINN í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.