Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Blekkingar Al- þýðuflokksins eftir Kristján Ragnarsson Á framboðsfundum vegna vænt- anlegra alþingiskosninga hafa fram- bjóðendur Alþýðuflokksins ítrekað fullyrt að útgerðin hafi selt hver annarri veiðiheimildir fyrir 5 millj- arða króna á sl. ári. Hafa fullyrðing- ar þessar átt að rökstyðja réttmæti þess að leggja gjald á allar veiðiheim- ildir sem fiskveiðiflotanum eru út- hlutaðar. Að mati Alþingis hefur þótt nauð- synlegt að heimila framsal aflaheim- ilda til þess að sem mestri hagræð- ingu yrði náð við veiðarnar. Heimildir til framsals eru með mismunandi hætti eins og hér grein- ir. 1. Flytja má aflaheimildir milli skipa í eigu sama útgerðaraðila án samþykkis ráðuneytis. Alls voru fluttar 24.550 lestir með þessum hættLá árinu 1990. 2. Flytja má aflaheimildir milli skipa innan sömu verstöðvar án sam- þykkis ráðuneytis. Þessi flutningur nam 16.140 lestum á árinu 1990. 3. Flytja má aflaheimildir milli skipa, þótt ekki sé í sömu verstöð, ef þær grundvallast á jöfnum verð- mætum. Þessar heimildir námu 7.740 lestum á árinu 1990. 4. Flutningur heimilast milli skipa, þótt ekki sé í sömu verstöð, en þá er flutningurinn háður umsögn sveit- arstjórnar og sjómannafélags þess byggðarlags, sem afiinn flyst frá. Þessar heimildir námú 30.700 lestum á árinu 1990. Ef við Iítum á fyrir hveijar af þessum heimildum var greitt á sl. ári þá var það fyrir þær heimildir sem greinir í tölulið 2 að hluta til og fyrir heimildir í tölulið 4. Hugsanlega hefur verið greitt fyr- ir heimildir í tölulið 2 og 4, sem nema 46.840 lestum sem er 9,4% af úthlut- uðu aflamarki botnfisks á árinu 1990. Verð fyrir þessar heimildir var breytilegt á árinu. Lágt í upphafi árs og hækkuðu þegar leið á árið en féllu í verði síðast á árinu og urðu þá nánast verðlausar. Hluti af þess- um heimildum var nýttur þannig að útgerðarmaður sem átti bilað skip fékk annan útgerðarmann til þess að nýta heimildirnar gegn því að leggja aflann upp á viðkomandi út- gerðarstað. í þeim tilvikum var ekk- ert greitt fyrir heimildirnar. í annan stað voru lagðar fram heimildir á móti heimildum veiðiskips í þeim til- gangi að fá afla lagðan á land hjá tiltekinni verkunarstöð. Ekki var greitt fyrir þessar viðbótarheimildir. Ef áætlað er að greitt hafi verið fyrir hvert kíló af fiski að meðaltali kr. 25, sem er of hátt því ekki var greitt fyrir ailar heimildirnar eins og áður er vikið að, hefur heildargreiðsl- an numið 1.171 milljón króna, sem 'er um 23% af þeirri upphæð sem frambjóðendur Alþýðuflokksins full- yrða. Erfitt er að skilja hvað vakir fyrir frambjóðendunum því nær allir hafa þeir samþykkt gildandi lög um stjórn fiskveiða sem heimila þennan flutn- ing veiðiheimilda. Bann við flutningi veiðiheimilda milli skipa væri mjög óeðlilegt og hindraði æskilegt hagræði í sjávar- útvegi, sem er markmið laganna. Þessir sömu menn hafa verið að leika sér að útreikningum með því að margfalda alla veiðiheimildina með verði veiðiheimilda, sem fæst fyrir innan við 10% af heildarveiði- heimildinni og telja fólki trú um að útgerðarmönnum séu gefnir þessir fjármunir. Svo langt gengur blekk- ingarleikurinn að sagt er að engu þurfi til að kosta til þess að þessir fjármunir séu í hendi. Hveiju hefur það breytt fyrir flest- ar útgerðir landsins að fá aflaheimild sem nýtt er á skip útgerðarinnar fyrir og eftir að kvótakerfið var tek- ið upp? Hvað réttlætir að láta fyrir- tækið greiða fyrir heimild sem er rýrari en veitt var fyrir tíma kvóta- kerfisins vegna þess að Alþingi heim- ilaði hömlulausa ijölgun smábáta þvert gegn tilgangi laganna um stjórnun fiskveiða? Þannig er hægt að setja fram spurningar, sem skatt- heimtumennirnir kunna engin svör við. Ljóst er að útgerðarmaður kaupir ekki veiðiheimild af öðrum nema hann vænti þess að fá mjög hátt verð fyrir aflann. Til dæmis kaupir enginn veiðiheimild ef hann fær ekki nema hið skráða verð Verðlagsráðs því þá næmi kaupverðið helmingi af andvirði aflans. Það hefur annars verið fróðlegt að fylgjast með framboðsfundum kjördæmanna þar sem allir frambjóð- endur leggja megin áherslu á, að atvinnulífið byggist allt á sjávar- útvegi og afkoma hans ráði öllu um velferð fólksins á landsbyggðinni. Þessar hugmyndir Alþýðuflokksins um aukna skattlagningu á sjávarút- veginn hafa hljómað eins og hjáróma rödd og í algjörri mótsögn við yfir- lýsta afstöðu til mikilvægis sjávarút- vegsins. Krislján Ragnarsson „Ef við viljum tryggja jafnræði milli dreifbýlis og þéttbýlis, þá þarf sú atvinnustarfsemi, sem landsbyggðin byggir á, að eflast.“ í þessu sambandi má enn rifja upp að útgerðarmenn greiða allan kostn- að við þá hagræðingu sem felst i flutningi aflaheimilda og fækkun skipa í framhaldi af því. Þetta er andstætt því sem er að gerast alls staðar í kringum okkur þar sem hið opinbera kostar milljörðum króna til styrktar sjávarútvegi. Evrópubanda- lagið varði mestu af sínu styrktarfé til sjávarútvegsins til þess að kaupa veiðiheimildir sem það afhenti út- gerðarmönnum án endurgjalds. Hér ætlast frambjóðendur Alþýðuflokks- ins til að lagður sé skattur á aðal atvinnustarfsemi landsbyggðarinnar þegar hún á í samkeppni við styrktan sjávarútveg samkeppnislandanna. Ef við viljum tryggja jafnræði milli dreifbýlis og þéttbýlis, þá þarf sú atvinnustarfsemi, sem lands- byggðin byggir á, að eflast. Það gerist ekki nema hagur sjávarútvegs verði góður og hann veiji fé í aðra atvinnustarfsemi, t.d. þá er veitir honum þjónustu. Þannig verða til ný atvinnutækifæri á landsbyggðinni sem styrkja hana. Andstæðan við þessa þróun eru tillögur Alþýðu- flokksins um að draga fjármagnið frá landsbyggðinni í ríkiskassann með nýrri skattlagningu. Mikia nauðsyn ber til að bæta hag þess fólks er vinnur við sjávarútveg. Það gerist ekki ef hefja á nýja skatt- lagningu á þá atvinnustarfsemi, sem landsbyggðin byggir í aðalatriðum á. Til fulltingis þessum sjónarmiðum nýtur Alþýðuflokkurinn því miður óskoraðs stuðnings ritstjóra Morgun- blaðsins sem hafa gerst boðberar aukinna ríkisumsvifa og aukinnar skattheimtu af sjávarútvegi. Það eru mikil umskipti frá þeim tíma er rit- stjórar Morgunblaðsins stóðu í fremstu víglínu við að hrinda árásum sósíalista á atvinnureksturinn í landinu. Engin teikn eru á lofti, sem betur fer, að þeirri fiskveiðistefnu verði hrundið, sem nýsett lög hafa mark- að. Enginn stjórnmálaflokkur, utan Alþýðuflokks, hefur tekið undir hug- myndir um viðbótarskattlagningu á sjávarútveginn. Menn mega því ekki láta hugfall- ast hvað áform um aukna hagræð- ingu varðar sem felast í sameiningu veiðiheimilda og fækkun skipa. Það er einkar athyglisvert að hug- myndir forseta Fannannasambands- ins og frambjóðanda Alþýðubanda- lags um sóknarstýringu fiskiskipa- flotans hafa engar undirtektir fengið nema hjá Gylfa Þ. Gíslasyni og rit- stjórum Morgunblaðsins. Eins og allir vita byggjast þessar hugmyndir á því „að hleypt verði af fallbyssu“ þegar skip megi fara á sjó í óhefta samkeppni með tilheyrandi kostnaðarauka. Þau á að kalla að landi með sama hætti og þegar veiði- heimildir veiðitímabils eru búnar. Þá á að heijast hvíldartími með allsheij- ar atvinnuieysi um allt land. Með þessum hætti á að halda hveiju fleyi til sóknar svo tryggt verði að enginn sparnaður geti átt sér stað. Þetta á að gerast undir merkjum fijálsrar samkeppni, þótt öllum sé ljóst að það er ekki unnt þegar sótt er í takmarkaða auðlind. Höfundur er formaður LÍÚ. „ Sporin hræða, “ sagði lambið eftir Guðrúnu Jónsdóttur Fijálslyndir hafa sett fram tillög- ur um nýtt skattkerfi með breytileg- um afslætti fyrir gjaldendur, sem hækkar skattleysismörk í tæp 90.000 kr. og mildar skatta þeirra sem eru með innan við 150.000 kr. í mánaðarlaun. Skattkerfið tryggir ríkissjóði sömu tekjur, því álögur eru færðar frá þeim sem lægri tekjur hafa yfir á hina, sem eru með yfir 150.000 kr. á mánuði í laun. Þetta kerfi mun Iétta skattbyrðina frá því sem nú er hjá samtals 66.853 gjald- endum í landinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur hins vegar loforð um lækkun skatta að loknum kosningum, án þess að gera grein fyrir því, hvernig hann ætli að afla tekna til mótvæg- is. Þessi loforð hljóma ekki ókunnug- lega. Fyrir síðustu alþingiskosningar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn einnig skattalækkun, en raunin varð önn- ur. Eftir eins árs setu í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins var lagður hér á matarskattur og tekjuskattur var hækkaður úr 35% í 37%, en við það jukust tekjur ríkis- sjóðs úr 42 milljörðum árið 1987 í 60 milljarða árið 1988. Nú Iofar Davíð formaður skatta- lækkun. í kynningarþætti Sjálfstæð- isflokksins, sem sýndur var í sjón- yarpinu fyrir skömmu, var eftirfar- andi sagt í kafla sem fjallaði um Davíð og borgarmálefnin: „Staðið hefur verið að stórhuga fram- kvæmdum, án þess að hækka skatta." Þegar formaður Sjálfstæð- isflokksins sat fyrir svörum hjá frétt- amönnum sunnudaginn 7. apríl sl. sagði hann: „Við lækkuðum fast- eignaskattana, við lækkuðum síðan útsvörin og samt sem áður er borg- in eins og allir tala nú um afskap- lega fjárhagslega sterk.“ Það er því fróðlegt að kynna sér hvernig þessum málum hefur verið háttað í Reykjavík — „ríkasta sveit- arfélagi landsins" — undir stjórn hans. Þar hefði nú verið hægt að sýna viljann í verki. En hafa greiðsl- ur borgarbúa til borgarsjóðs minnk- að_í hans tíð? Svarið er nei. í Morgunblaðinu 22. febr. 1991 er m.a. haft eftir Davíð Oddssyni að heildartekjur borgarsjóðs hafi aukist um 23,5%. Hér er um að ræða samanburð á kjörtímabilinu 1986-1990 annars vegar og kjör- tímabilinu 1978-1982 'nins vegar skv. tölum frá borgarhagfræðingi. En Davíð tók við stjórn borgarinnar árið 1982. í Morgunblaðinu segir orðrétt: „Utsvörin hafa fylgt sama takti og heildartekjurnar og tekjur af þeim aukist um 23,7% á mann á sambærilegu verðlagi." Er þetta ekki skattahækkun? Rétt er að skýra þetta nánar í tölum. Heildartekjur borgarinnar á kjör- tímabilinu 1986-1990 voru því sem næst, framreiknað til núverandi verðlags, 47 milljarðar, en tekjurnar 1978-1982, framreiknaðar einnig til núverandi verðlags, voru því sem næst 34 milljarðar. Hækkunin er því um 13 milljarðar og munar um minna. Ef við tökum útsvör borgarbúa voru þau 1986-1990 því sem næst 22,6 milljarðar en 1978-1982 því sem næst 16,4 milljarðar, hvort tveggja framreiknað til núverandi verðlags. Hækkunin á útsvörunum einum nemur því 6,2 milljörðum — kr. 6.200.000.000. Og þetta eru aðeins útsvörin. Hækkun tekna að öðru leyti nemur þá því sem næst 6,8 milijörðum - kr. 6.800.000.000 og eru hækkun á aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum dijúgur hluti af því. Þetta eru e.t.v. ekki stórfjárhæðir fyrir formann Sjálfstæðisflokksins og stórlaxa, sem að honum standa, en okkur hinum þykir þetta töluverð upphæð. Því hefðum við ætlað, að maður sem fær því sem næst 13 milljarða upp í hendurnar á einu kjörtímabili og telur það lífsskoðun sína að skatt- ar eigi að vera sem lægstir, hefði látið það eftir sér að lækka svolítið gjöldin á borgarbúa eða fundið hjá sér löngun til þess að breyta örlítið launastefnu Reykjavíkurborgar — „ríkasta sveitarfélags landsins" —. Núverandi launastefna hefur leitt til bess að sveitarfélaeað Revkjavík er Guðrún Jónsdóttir * „Astæða er.til að spyrja, hvort líkur séu á því, að sá, sem stýrir ríkasta sveitarfélagi landsins, lækkar ekki gjöld þar þrátt fyrir góðæri og ver pening- unum á þann hátt sem raun ber vitni, muni breyta öðruvísi, ef hann gerist landsfaðir eins og stefnt er að.“ á botninum þegar laun hjá því eru borin saman við laun starfsfólks annarra sveitarfélaga. Launastefnan hefur m.a. leitt til þess að erfitt er að manna mikilvægar þjónustu- greinar. Eg nefni sem dæmi heimil- ishjálp og heimilisþjónustu fyrir sjúka og aldraða. Þar er skortur á .starfsfólkLfarinn_að skapaaieyðar- ástand í borginni. Hjá Reykjavíkur- borg hefur hins vegar ekki örlað á neinum tilburðum í þá átt að létta gjöldum af borgarbúum í takt við það sem Davíð formaður boðar varð- andi ríkisskatta. Nei, slíkt er ekki á dagskrá. Hann sá sér t.d. ekki fært að hafa fasteignagjöld í borginni innan þeirra marka sem þjóðarsáttin gerir ráð fyrir. Nú er hann að und- irbúa opnun ráðhússins og til þess þarf ómældar upphæðir. Varla trúir fólk því að 13 millj- arða maðurinn hafi við formanns- kosninguna gersamlega snúist í hálf- hring. Nú sé hann í raun og veru búinn að höndla þá skoðun að skatt- alækkun skuli vera hans baráttumál. Ástæða er til að spyija, hvort lík- ur séu á því, að sá sem stýrir rík- asta sveitarfélagi landsins, lækkar ekki gjöld þar þrátt fyrir góðæri og ver peningunum á þann hátt sem raun ber vitni, muni breyta öðru- vísi, ef hann gerist landsfaðir eins og stefnt er að. Einhvern tíma las ég sögu um úlf, sem var ósköp lasinn í bæli sínu. Hann var orðinn banhungraður og kallaði þá til lambs, sem hann sá fyrir utan, og bað það um að koma í heimsókn til sín. Lambið færði sig í áttina til úlfsins sem var ósköp ljúf- ur og elskulegur. Þegar lambið ætl- aði að fara inn í bælið tók það eftir því, að á svæðinu fyrir framan voru spor eftir fjölda lamba. Stefndu öll sporin inn í bælið en engin út úr því. Þá stansaði lambið. Við það fauk í úlfinn og hann kallaði til lambsins: „Af hveiju viit þú ekki koma hingað í heimsókn til mín. Hingað er gott að koma.“ Þá svar- aði lambið: „Það getur verið rétt, en sporin hræða.“ Höfundur erarkitekt ogskipar 1. sæti á lista Frjálslyndra í —Reykjavík. _ _____— ----------_L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.