Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 Kosningavíxillimi fall- inn á húsbyggjendur eftir Þórleif Jónsson Nú þegar kosningar til Alþingis fara í hönd er venju fremur hljótt um hag hins almenna húsbyggj- anda og íbúðarkaupanda. Má það undarlegt heita í ljósi þess, að flest- ir virðast hafa orðið fyrir alvarleg- um vonbrigðum með húsbréfakerfíð og raunvextir (ávöxtunarkrafa) á húsbréfum eru orðnir langtum hærri en upphafleg fyrirheit gáfu til kynna. Ef til vill skýrist þögnin af því, að félagsmálaráðherrann hafi orðið fyrir hvað mestum von- brigðum, en viti ekki hvað skuli til bragðs taka. Þá ályktun mætti að minnsta kosti draga af því, að þeg- ar uppákoman varð á ársafmæli húsbréfakerfís í nóvember sl. og ávöxtunarkrafa á húsbréfum rauk upp í 7,45%, tók ráðherrann banka- stjóra Landsbanka á teppið og skrifaði Seðlabankanum bréf, en nú, þegar ávöxtunarkrafan er orðin 7,9% fer ekki miklum sögum af ákúrum eða bréfaskriftum ráðher- rans. Kostir húsbréfakerfisins Húsbréfakerfið hefur í grundvall- aratriðum ýmsa kosti sem fjár: mögnunarleið í húsnæðismálum. í því felst, að treyst er á almenn lög- mál lána- og verðbréfamarkaðar við fjármögnun íbúðalána. Þáttur hins opinbera felst fýrst og fremst í því að veita íbúðakaupendum, með skuldabréfaskiptum, ríkisábyrgð skv. ákveðnum reglum, þannig að þeir geti notið hagstæðustu vaxta sem eru á Iánamarkaðnum hverju ÁVÖXTUNARKRAFA HÚSBRÉFA 6J FMAMJ JASOND J FMA 90 I 91 I Mámiður sinni. Með þessu móti er stutt við markaðsviðskipti með verðbréf vegna fasteignaviðskipta, án þess að mikil hætta sé á, að slíkur stuðn- ingur hafí mikil útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð. Ollum var ljóst, að með húsbréfakerfinu yrði horfið frá vaxtaniðurgreiðslu til húsbyggj- enda og að árangur af framkvæmd kerfisins mundi fyrst og fremst verða mældur í því, hvort tækist að tryggja húsbyggjendum og íbúð- akaupendum eðlilega lágmarks- vexti á markaðnum hverju sinni. Miðað við reynslu hér á landi ættu þessir vextir að vera á bilinu 5-7% raunvextir. Ef góð tök næðust á ríkisfjármálum hér'á landi, þannig að vextir ríkisskuldabréfa yrðu hlið- stæðir því sem gerist meðal við- skiptaþjóða okkar, ættu raunvextir að vera á bilinu 3,5-6%. Meðal helstu kosta kerfísins er, að það gefur vonir um, að viðskipti með notaðar íbúðir muni í vaxandi mæli fjármagna sig sjálf, á þann hátt að seljendur íbúða spari í formi húsbréfa. Þar með dregur úr þeirri sóun á sparnaði landsmanna, sem falist hefur í stórfelldum lánveiting- um vegna eigendaskipta á nótuðum íbúðum, þannig að takmarkaður sparr.aður landsmanna geti eins og vera ber nýst fyrst og fremst til nýrrar Ijármunamyndunar, hvort heldur er í íbúðum eða öðru. Það voru einmitt þessar miklu lánveit- ingar vegna notaðra íbúða ásamt óraunhæfum vöxtum, sem sprengdu „gamla“ lánakerfið frá 1986. Loks á húsbréfakerfið að geta gefíð færi á að vinda ofan af þeirri óhóflegu miðstýringu og bið- raðabákni, sem „gamla“ kerfið fól í sér. Forsendur árangurs Þegar húsbréfakerfið var í undir- búningi, var flestum ljóst, að fram- angreindir kostir þess kæmu engan veginn af sjálfu sér, heldur ylti það mjög á framkvæmdinni og aðstæð- um á fjármagnsmarkaðnum, hvort þeir fengju notið sín. Sérstaklega var óvissa um áhrif húsbréfa á fjár- magnsmarkað, s.s. um umfang hús- bréfaútgáfu, hve stór hluti þeirra færi á markað og hvaða áhrif þau hefðu á vaxtastigið. Urðu ýmsir til þess að gagnrýna það, að af hálfu yfirvalda var sáralítil tilraun gerð til þess að meta þessi áhrif, sem þó skipti öllu máli um það, hvort breytingin yrði til góðs. Það helsta, sem stuðst var við var stutt, óopin- ber álitsgerð, samin af fjórum hag- fræðingum, þar af þremur starfandi ráðgjöfum hjá ríkisstjórninni og einum af sérfræðingum í Seðla- bankanum um peningamál. Niðurstaða nefndrar álitsgerðar var m.a. sú, að vextir (ávöxtunar- krafa) af húsbréfum ættu, að teknu tilliti til lánstíma, að verða sambær- ilegir og á ríkisskuldabréfum, og að til lengri tíma litið ætti húsbréfa- kerfið ásamt meðfylgjandi breyt- ingum á þágildandi húsnæðislána- kerfi að geta stuðlað að lægri vöxt- um eða í versta falli óbreyttum. Var þessi niðurstaða m.a. byggð á lauslegri áætlun um útgáfu mark- aðsvefðbréfa (annarra en húsbréfa) á árinu 1989, fyrir samtals að fjár- hæð ríflega 20 milljarða. Útgáfa húsbréfa var síðan áætluð um 8 milljarðar króna á árinu, og að þar af yrðu húsbréf fyrir 3,5-4,5 millj- arða króna seld á markaði. í álitsgerðinni var einnig bent á, að til þess að framkvæmdin tæk- ist vel, væri mikilvægt að leita sam- komulags við þá aðila, sem búast mætti við að yrðu virkir á húsbréfa- markaðnum, svo sem lífeyrissjóði og aðrar lánastofnanir. Seinvirk afgreiðsla Eins og kunnugt er kom húsbréf- akerfið fyrst til framkvæmda 15. nóvember 1989. Reynslan af kerf- inu fyrstu 16 mánuði hlýtur að telj- ast talsverð vonbrigði. Er þar eink- um átt við tvennt. Ávöxtunarkrafa húsbréfa — raunvextirnir, sem hús- byggjendur og íbúðakaupendur greiða — hefur farið hækkandi og er nú um 7,9%. Er það talsvert langt umfram það, sem vænta mátti mið- að við upphaflegar yfírlýsingar fé- Kaupskípaflotí íslendinga Þórleifur Jónsson „Yandamál húsbréfa- kerfisins felast öðru fremur í því, að það vottar ekki fyrir skiln- ingi á því, hvorki hjá félagsmálaráðherran- um né ríkisstjórninni almennt, að hin hömlu- lausa lántaka ríkissjóðs og stofnana hans á inn- lendum markaði fær ekki samrýmst eðlilegri þróun húsbréfavið- skipta.“ lagsmálaráðherra, höfunda kerfis- ins og annarra, sem um málið vé- luðu. í annan stað hefur afgreiðsla mála hjá Húsnæðisstofnun verið mjög seinvirk og „bírókratísk“ og ekki risið undir fyrirheitunum, sem gefin voru um að útrýma biðröðum. Fyrir löngu síðan hefur því verið lýst yfir af yfirvöldum húsnæðis- mála, að ætlunin væri að semja við banka eða aðrar fjármálastofnanir um að annast greiðslumat, til þess að afgreiðsla húsbréfa geti gengið greiðlega fyrir sig. Erfitt er að skilja, hvað tefur framkvæmd þessa máls. Gleymdust markaðslögmálin? undir erlenda þjóðfána? Ríkisstjórnin aðhefst ekkert í málinu eftir Guðmund Hallvarðsson í „íslenska“ kaupskipaflotanum er 41 skip þar sem um 450 manns starfa sem sjómenn, en fjölmargir aðrir hafa atvinnu af störfum sem tengjast þjónustu við kaupskipaflot- ann. Af 450 farmönnum eru nú um 130 erlendir sjómenn á kaupskipa- flotanum og af fyrrnefndu 41 skipi sigla 19 undir íslenskum fána en 22 undir svokölluðum þægindafána (þar af 5 skip undir norskum og dönskum fána). Af 22 „þægindafánaskipum" eru alíslenskar áhafnir á tveimur skip- um, erlendar áhafnir á 12 og ís- lenskir og erlendir sjómenn á 8. Þótt skipaútgerð ríkisins hafi ekki enn flaggað sínum skipum „út“ hefur hún þó verið af og til með erlend skip á leigu mönnuð erlendum sjómönnum. Uppbygging atvinnulífs á Islandi íslenskum farmönnum hefur fækkað verulega á sl. 15 árum og lætur nærri að um sé að ræða um 300—400 manns. Margt kemur þar til, m.a. að skipin stækka og þeim fækkár • vegna breyttrar -flutnings- tækni, en alvarlegasti þátturinn eru erlendu leiguskipin sem mönnuð eru erlendum sjómönnum að hluta eða öllu leyti. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað talar Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra af miklum eld- móð um atvinnutækifæri sem skap- ist við byggingu álvers, jafnmargra manna og fækkað hefur um í ís- lenskri farmannastétt. Það er sameiginlegt áhugaleysi allra ráðherra þessarar ríkisstjómar á íslenskum kaupskipaflota. Hann virðist engu máli skipta hvað þá heldur atvinnutækifærin sem frá okkur fara. Norski og danski kaup- skipaflotinn stefndi allur í átt til þægindafána með tilheyrandi er- lendum sjómönnum, en stjómvöld sáu í tíma í hvert óefni stefndi og gerðu þær ráðstafanir sem dugðu til þess að þarlendir útgerðaraðilar flögguðu sínum skipum heim aftur, danskir og norskir farmenn fengu atvinnu sína á ný. Vita þeir ekki betur? Ekki vantar umstangið og frétta- flutning þá Norðurlandaþing kemur saman. Islensku ráðherrarnir etja kappi hver við annan að dásama ágæti samstarfsins ef frá er talin formennska í nefndum. í vissu þess að samgönguráð- -herranefndin hefur rætt-um k-aup- Guðmundur Hallvarðsson „Því er það eðlileg krafa þjóðarinnar að nú þegar verði tekist á við þennan þátt sam- göngnmála til farsæld- ar landi og þjóð.“ það mátti lesa í Mbl. 20. mars sl. þar sem hann segir: Þessari þróun verður vart snúið við nema það yrði gert fýsilegt fyrir skipafélögin að skrá skipin hér heima. Sagði hann, að í því efni væri helst litið til alþjóðlegrar skráningar af ein- hveiju tagi og vitnaði sérstaklega í það fyrirkomulag sem er í Dan- mörku. En ekkert er gert í málinu af hálfu samgönguráðherrans. 1984 vakti Sjómannafélag Reykjavíkur athygli Steingríms Hermannssonar þáverandi og nú- verandi forsætisráðherra á þeirri þróun sem væri að gerast varðandi kaupskipaflota Norðurlandaþjóð- anna svo og þeirri þróun hérlendis hvað leigutöku erlendra kaupskipa varðaði án nokkurra viðbragða af hans hálfu. I greinum mínum varðandi þetta mál hef ég ávallt minnst á nauðsyn okkar íslendinga sem eyþjóðar að eiga öflugan íslenskan kaupskipa- flota með íslenskum áhöfnum. Það er hluti af sjálfstæði okkar, missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd. Því er það eðlileg krafa þjóðarinnar að nú þegar verði tekist á við þenn- an þátt samgöngumála til farsældar landi og þjóð. skipamálin er áhugaleysi Stein- gríms Sigfússonar samgönguráð- herra óskiljanlegt, enda stendur - hugur-hans -til- misvfsandi -átta- Um - • Höfundur er formaður Sjónmnnafélags Rcykjavíkur og skipar 9. sæti D-listans i 'Reykjavík. - Skýringin á slæmu gengi hús- bréfa á markaðnum og miklum af- föllum við sölu þeirra er ekki ein- hlít. Þær mjög svo lauslegu áætlan- ir, sem voru lagðar til grundvallar við mat á áhrifum húsbréfa á fjár- magnsmarkaðinn, hafa á ýmsan hátt ekki gengið eftir. í fyrsta lagi hefur útgáfa markaðsverðbréfa í heild orðið langtum meiri en áætlað var og má e.t.v. segja, að markaður- inn hafi þrátt fyrir allt ráðið furðan- lega vel við þessa miklu aukningu. Aukningin hefur orðið á mörgum sviðum. Þannig er t.d. talið, að hlutafjárútboð almenningshlutafé- laga hafí numið um 3,6 milljörðum króna á árinu 1990. Útgáfa á bréf- um banka, sparisjóða og hlutdeild- arskírteinum verðbréfasjóða hefur einnig aukist mikið. Það hefur hjálpað til í þessu samþandi, að eftirspurn atvinnufyrirtækja eftir lánsfé hefur verið lítil og peninga- legur sparnaður hefur vaxið um- talsvert. Það, sem þó hefur munað mest um og reynst húsbréfakerfinu langsamlega hættulegast, er gríð- arleg ásókn ríkissjóðs á innlendan lánamarkað, enda er bein sam- keppni á milli verðbréfa ríkissjóðs og húsbréfa. Miðað við stöðu í árs- lok nam t.d. aukning ríkisskulda- bréfa og ríkisvíxla á markaðnum hvorki meira né minn en um 12 milljörðum króna á árinu 1989 og 13,8 milljörðum króna 1990. Eru þetta talsvert mikið aðrar tölur en þeir 5 milljarðar í árlega útgáfu ríkisskuldabréfa, sem áður- nefndir sérfræðingar ríkisstjóm- arinnar áætluðu vorið 1989. Með - --ný'samþykktum lánsfjárlögum er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.