Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Vaxtarrækt: Fjórði meistaratitill Sigrirðar Gestssonar AKUREYRINGURINN Sigurður Gestsson endurheimti íslands- meistaratitilinn í vaxtarrækt á Hótel Islandi s.l. sunnudag og vann þar með titilinn i fjórða skiptið á ferlinum. Margrét Sigurð- ardóttir vann titilinn öðru sinni í kvennaflokki og Sölvi Fannar Viðarsson vann unglingaflokkinn en þessir þrír keppendur voru úrskurðaðir heildarsigurvegarar í keppni, sem skiptist i níu flokka. „ Þetta er alltaf sami barning- urinn og mikil og erfið keppni, þar sem enginn er öruggur fyrir- fram. Ég vissi að Guðmundur Marteinsson yrði minn aðalkeppi- nautur, hann var betur skorinn en ég hafði hinsvegar meiri vövða- massa og betri hlutföll milli líkamshluta, sem gerði gæfumun- inn“, sagði Sigurður Gestsson í samtali við Morgunblaðið. Hann keppti ekki í fyrra, en hafði þrívegis áður unnið titilinn í karla- flokki. „ Ég hef æft stíft, síðustu 10 ár, þó ég hafi ekki keppt á hveiju ári. Þetta er mitt líf og starf. Það er almennur áhugi á venjulegri heilsurækt og vaxtar- rækt á Akureyri og við mættum með átta manna vaxtarræktarlið á keppnina. Ég er mjög ánægður með árangurinn af þessari ferð“, sagði Sigurður, sem rekur Vaxt- arræktina á sínum heimaslóðum. Að norðan kom einnig Hrönn Einarsdóttir, þriggja barna móðir sem hefði hæglega getað unnið titil kvenna yfir heildina, ef hún hefði ekki mætt Margréti Sigurð- ardóttir í toppformi. „ Hrönn ógn- aði Margréti verulega, hafði góða fætur og kvenlegri línur, en Margrét hafði betra tak á efri skrokk ásamt betri skurði, sem sýndi vöðvana betur“, sagði Svan- ur Kristjánsson yfirdómari keppn- innar. Hann taldi keppnina hafa verið mjög tvísýna í nokkrum flokkum og að nokkrir keppendur ættu mikla framtíða fyrir sér í vaxtarrækt, jafnvel á erlendum vettvangi. „íslandsmeistari ungl- inga Sölvi Fannar hefur allt til að bera til að ná góðum árangri erlendis ef hann leggur sig l'ram við æfingar. Hann hefur nánast hnökralausa byggingu og útfærir æfingarnar skemmtilega". í -=-70 kg fiokki vann Þór Jós- efsson, Kristján Jónsson í +80 kg og Sölvi í 80. í +70 kg flokki karla vann Júlíus Hafsteinn, +80 Gestur Helgason, +90 Sigurður Gestsson og +90 Guðmundur Marteinsson. í kvennaflokki vann Margrét Sigurðardóttir sinn flokk áður en hún tryggði sér heildartit- ilinn, en í +57 flokki vann Kristj- ana ívarsdóttir og Hrönn Einars- dóttir vann í +52 flokki. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kapparnir í efstu fjórum - sætunum í heildarúrslitum í karlaflokki. Sigurður Gests- son (t.v.), Guðmundur Mar- teinsson, Sölmundur Örn og Gestur Helgason. Hér hnykla þeir vöðvana í frjáls- um æfingum. íslandsmeistarar í vaxtar- rækt,, Margrét Sigurðar- dóttir frá Iteykjavík og Sig- urður Gestsson frá Akur- eyri, sem vann titilinn í fjórða skipti á ferlinum. samsinnir henni og bætir við að fórna verði flestum öðrum áhugamálum. Þau eru samt sammála um að dans- inn sé þess virði og íris Anna segist ekki geta hugsað sér neitt skemmti- legra. Á næstunni er nóg að gera hjá þeim írisi Önnu og Ólafi Magn- úsi því í maí munu þau taka próf sem gerir þeim kleift að taka þátt í tveim- ur danskeppnum í London í vor. Þá munu þau einnig fylgjast með einni virtustu danskeppni í heimi í Black- pool í Bretlandi. Keppnin kom á óvart í keppni í fijálsri aðferð í flokki 16 ára og eldri sigruðu Ingvar Þór Geirsson og Anna Sigurðardóttir frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. I stuttu samtali við blaðamann sagðist Ingvar hafa verið í dansi frá því að hann var fímm ára en Anna í 10 mánuði, en áður hafði hún verið í jassballett. Um keppnina sagði Ingvar að hún hefði komið sér á óvart. „Hún var mun harðari en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði hann. Þau Anna voru engu að síður sammála um að mórallinn meðal keppendanna væri mjög góður. „Við þekkjumst töluvert og fólk samgleðst hvert öðru þegar vel gengur. Þetta er mjög góður félagsskapur," sagði Anna en þau Ingvar Þór munu taka þátt í nokkrum keppnum á alþjóðlegari grund á næstunni. Meðal þeirra er keppnin í Blackpool. Jón Pétur Úlfljótsson, sem sigraði í flokki atvinnumanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að keppnin hefði að þessu sinni verið afar hörð, sérstaklega í flokki 14 til 15 ára og Anna Sigurðardóttir og Ingvar Þór Geirsson. íris Anna Steinarsdóttir og Ólafur Magnús Guðnason. íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum: Keppnin mun harðari núna en á síðasta ári - segir Jón Pétur Úlfljótsson sigur- vegari í flokki atvinnumanna íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum fór fram í Ásgarði, íþróttahúsi Garðabæjar, um helgina. 700 dansarar í 9 aldurshópum, frá flokki 7 ára og yngri til 50 ára og eldri, tóku þátt í keppninni. Jón Pétur Úlfljótsson, sem ásamt Köru Amgrímsdóttur varð sigurvegari i hópi atvinnudansara, segir að keppnin hafi verið afar jöfn í flestum flokkum. Hann segir gæði dansins mun meiri en í keppninni fyrir ári. Keppt var í Latindönsum (Cha cha, sömbu, rúmbu og jive) og Stand- arddönsum (enskum valsi, tangó, quikstep og vínarvalsi). Þrír alþjóðleg- ir dómarar frá Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku sáu um dómgæslu í keppninni. í íþróttahúsinu Ásgarði var margt um manninn þegar blaðamaður leit þar við á sunnudagskvöldið en að sögn kunnugra hafði húsið verið nánast troðfullt alla helgina. Ekkert skemmtilegra en dansinn Engu að síður tókst að ná tali af einu parinu í keppninni, þeim Ólafi Magnúsi Guðnasyni og Irisi Önnu Steinarsdóttur sem sigruðu í Stand- arddönsum (basic og fijálsri aðferð) í flokki 14-15 ára. Unglingamir, sem eru í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sögðust hafa byrjað að dansa saman fyrir 5 mán- uðum, en íris Anna hefur verið í dansi frá því að hún var þriggja ára og Ólafur Magnús frá því að hann var níu ára. „Við eyðum eiginlega öllum okkar frítíma í dansinn," sagði íris Anna. Síðustu dagana fyrir keppnina bjuggum við nánast niður í dansskóla." Þrátt fyrir þetta segj- ast þau bæði hafa nægan tíma til að sinna skólalærdómnum. „Maður reynir bara að skipuleggja sig vel og fóma frekar öðrum áhugamál- um,“ sagir Iris Anna sem segist hafa gaman af að fara á skíði. Ólafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.