Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Hermann og Ólafur Lárus- synir unnu undankeppnina Brids Arnór Ragnarsson Bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir sigruðu í undan- keppni íslandsmótsins í tvímenn- ingi sem spilaður var um helg- ina. Alls tóku 96 pör þátt í keppn- inni um 25 sæti í úrslitakeppn- inni og voru 15 þeirra pör af iandsbyggðinni. Valur Sigurðs- son og Guðmundur Sveinsson urðu í öðru sæti og Guðlaugur R. Jóhannsson og Orn Arnþórs- son í þriðja sæti. Morgunblaðið/Amór Sigurvegarar undankeppninnar Ólafur og Hermann Lárussynir spila gegn Guðrúnu Jóhannsdóttur og Gróu Guðnadóttur. A.m.k. fjögur pör af landsbyggð- inni komust í úrslit, tvö pör af Sel- fossi og tvö pör frá Akureyri en auk þess munu 7 landshlutameist- arar taka þátt í úrslitunum. Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur í þremur lotum sem hver var 28 spil. 1. umferð Júlíus Snorrason og Sigurður Sigurjónsson áttu hæstu skor í fyrstu umferð en þeir spiluðu A/V og fengu 471. Næstefstir í A/V voru Valur Sigurðsson og Guð- mundur Sveinsson með 458. Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson voru langefstir í N/S með 465 stig en Ómar Jónsson og Guðni Sigur- bjamarson vom með 443. 2. umferð í annarri umferð fóru hjólin að snúast hraðar. Ásmundur Pálsson og Guðmundur Pétursson fengu mjög góð skor í N/S eða 494. Næsthæstir í N/S voru ísak Sig- urðsson og Valgarð Blöndal með 446 stig. Bræðurnir Hermann og Ólafur Iögðu grunninn að sigrinum í undankeppninni með risaskori í A/V. Hlutu þeir 504 stig sem var hæsta skor mótsins. Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru með næstbestu skorina í A/V, 474. Eftir tvær umferðir leiddu Ás- mundur Pálsson og Guðmundur Pétursson með 906 stig, bræðurnir Ólafur og Hermann voru með 903 stig og Jakob Kristinsson og Pétur. Guðjónsson þriðju með 895 stig. •1 fólk fyrir fólk KOSNINGA SKRIFSTOFUR Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 16 91-45878 Kópavogi FRJALSLYNDIR Elín Bjarnadóttir frkvstj. BSÍ tilkynnir hverjir hafa náð inn í úrslita- keppnina en um leið var dregin töfluröð í úrslitin. 3. umferð Páll Þór Bergsson og Jörundur Þórðarson áttu hæstu skor þriðju umferðar. Þeir spiluðu í A/V og fengu 480 og spiluðu sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það gerðu Jón Ingi Bjömsson og Hannes Jónsson einnig með næsthæstu skorinni í A/V, 446. Páll og Jörundur voru reyndar langt fyrir neðan miðju þegar umferðin hófst en Hannes og Jón Ingi voru með meðalskor. í N/S urðu Sigurður B. Þorsteinsson og Gylfi Baldursson efstir með 462 stig og náðu þar inn í úrslit nokkuð örugglega eftir að hafa verið í 30. sæti fyrir síðustu umferðina. Valur og Guðmundur urðu aðrir með 459 stig. Lokastaðan: ÓlafurLárusson-Hermann Lárusson 1352 Valur Sigurðss. - Guðmundur G. Sveinss. 1343 Guðlaugur R. Jóhannss. — Öm Arnþórsson 1309 Jakob Kristinsson—Pétur Guðjónss. 1293 Eiríkur Hjaltason - Oddur Hjaltason 1284 Ásmundur Pálss. - Guðmundur Péturss. 1280 Ómar Jónsson - Guðni Sigurbjamarson 1256 AntonHaraldsson-StefánRagnarsson 1241 GuðjónEinarsson-ÞórðurSigurðsson 1241 Hrólfur Hjaltason - Ásgeir Ásbjömsson 1234 Sigurður B. Þorsteinss. - Gylfi Baldurss. 1231 Guðmundur P. Arnars. - Þorlákur Jónss. 1230 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 1214 Runólfur Jónsson - GunnarÞórðarson 1213 Matthías Þorvaldss. - Sverrir Ármannss. 1212 Erlingur Amarson - Kjartan Ingvarsson 1208 Júlíus Snorrason - Sigurður Siguijónsson 1198 Kristófer Magnúss. - Friðþjófur Einarss. 1196 Sigurður Vilhjálmss. - Rúnar Magnúss. 1194 Sigfús Öm Ámason — Friðjón Þórhallsson 1178 Jón Ingi Bjömsson - Hannes R. Jónsson 1175 Vilhjálmur Sigurðss. - Þráinn Sigurðss. 1169 Páll Þór Bergsson - Jömndur Þórðarson 1169 ísak Öm Sigurðsson—Valgarð Blöndal 1166 Stefán G. Stefánsson - Skúli J. Skúlason 1158 Fyrstu varapör: Sveinn Þonaldsson - Bjami Jónsson 1153 Guðlaugur Sveinsson - Rúnar Lámsson 1151 Karl 0. Garðarsson - Kjartan Ásmundsson 1143 Nokkrir af okkar betri bridsspil- umm urðu að sætta sig við að kom- ast ekki í gegnum „hreinsunareld- inn“ eins og alltaf. Má þar nefna Kaupmenn, innkaupastjórar SÓL- GLERAUGU Ótrúlegt úrval af dömu-, herra-, unglinga- og barnasólgieraugum. Einnig skíðasólgleraugu. Frábært verð HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ Borgartúni 18 Sími 61 88 99 Fax 62 63 55 spilara eins og Guðmund Sv. Her- mannsson og Bjöm Eysteinsson, Magnús Ólafsson og Jón Þorvarðar- son, Hjalta Elíasson og Pál Hjalta- son og Pál Valdimarsson og Ragnar Magnússon sem einhverjir séu nefndir. Keppnisstjóri var Agnar Jörgens- son en reiknimeistari Kristján Hauksson. Þessir menn ásamt Ellu (Elínu Bjarnadóttur frkvstj. Brids- sambandsins) stýrðu mótinu af mik- illi röggsemi. Bræðurnir Vilhjálmur og Þráinn Sigurðssynir hafa löngum sett svip sinn á bridsmótin. Þeir urðu í 22.-23. sæti í undankeppninni og spila í úrslitunum. Svissnesk kvikmyndavika: EILÍFAR BREKKUR Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Hæðaeldur („Höhenfeuer"). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjóri: Fredi M. Murer. Kvik- myndamyndataka: Pio Corradi. Aðalhlutverk: Thomas Nock og Johanna Lier. Sviss. 1985. Leikstjóri Hæðaelds, Fredi M. Murer, hefur sagt að hann hafi fengið hugmyndina að myndinni hér uppi á Islandi og hann lýsti því í sjónvarpsviðtali að hann hefði helst viljað taka hana á Vestfjörð- um. Vestfirðirnir hefðu hentað hon- um vel því í myndinni fjallar hann um það sem hendir litla fjölskyldu sem býr í mikilli og djúpri einangr- un í hijóstrugu og hættulegu lands- lagi svissnesku fjallanna. Býlið er hátt uppi í fjallshlíðum þar sem hvergi er sléttlendi að ganga eftir, aðeins eilífar brekkur upp og niður og það eru brekkur í mannfólkinu líka. Fjölskyldan á býlinu saman- stendur af skapmiklum heimilisföð- ur, trúaðri móður, dóttur sem vill verða kennari en faðirinn hefur litla trú á slíku og loks heymar- og mállausum syni, sem vinnur eins og berserkur en er eins og lítið Úr Hæðareldi eftir Fredi M. Murer. barn í sér; sjáist elding á himni reynir hann að grafa andlitið niður í jörðina. Hann á líka til að varpa sláttuvélinni fram af klettum vilji hún ekki fara að hans vilja. Langt er til næstu bæja og torsótt er í kaupstaðinn niður í dalnum. Á vetr- um er einangrunin alger. Raunsæi myndarinnar er sérlega grípandi og sterkt. Umhverfið í fjöllunum og á býlinu og persónur sögunnar, allt er þetta svo eðlilegt að fljótlega eins og máist út allt sem 'heitir handrit og leikstjórn og myndin fær sjálfstætt líf. Sagan gerist í samtímanum en það sést aðeins á einstaka nútímalegum hlutum sem bera fýrir eins og litlu útvarpstæki og strigaskóm. Aliur aðbúnaður og húsakostur er eins og aftan úr grárri forneskju, jörðin er harðbýl og stritið mikið. Allt þetta dregur Murer einkar vel fram og við finnum að hið htjóstuga landslag og afskekkta líf í striti mótar sálar- og tilfinningalíf per- sónanna. Systkinin eru afar samrýnd og hafa ætíð verið en í leit að snert- ingu og hlýju gerast þau eins og óvart elskendur, fara yfir velsæm- ismörkin sem dregin eru og bijóta lögin. Hjá móður þeirra mætir stúlkan skilningi en reiði föðurins kallar yfir þau harmleik. Hæðaeldur er afar sérstök og góð mynd sem tekur sinn tíma að kyngja. Persónurnar spretta ljóslif- andi fram í meðförum góðra leik- ara og undir öruggri stjórn Maur- ers. Hann gefur sér tíma til að byggja hægt upp söguna og gefa um leið góða og forvitnilega lýsingu á hinu fábrotna heimilislífi í fásinn- inu. Myndin opnar um leið fágæta sýn í heim sem fólki er að mestu hulinn og snertir mann með skiln- ingi og skynsemi. Saga systkin- anna getur aldrei orðið ljót í þessu samhengi, aðeins sorgleg og átak- anleg á endanum. ÞRJAR KONUR Uppáhaldssagan mín („Mon cher siyet“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjórn og handrit: Anne- Marie Miéville. Aðalhlutverk: Gaele le Roi, Anny Romand, Hélene Roussel. Uppáhaldssagan mín eftir Anne-Marie Miéville er lýsing á lífi þriggja kynslóða kvenna, dóttur, móður og ömmu, en líf þeirra eru mjög ólík. Sú yngsta er hin 20 ára gamla Angele sem er að læra söng. Hún á í ástarsambandi við ungan hljóð- færaleikara og verður ólétt og þarf að gera það upp við sig hvort hún eigi að eignast barnið eða ekki. Móðir hennar, Agnes, er fertug og einstæðingur sem líka þarf að gera upp við sig vandamál en af öðru tæi. Vandamál hennar eru karlar og ástarsambönd og hvort hún eigi að lifa í sambúð eða halda áfram að búa éin. Amman, Odile, hefur lifað tímana tvenna og upplifir breytt viðhorf bæði er varðar dóttur henn- ar og bamabarn og breytta stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Hún fylg- ist með úr fjarlægð. Hér eru sumsé þijár athyglis- verðar sögur í gangi í einu en myndin stekkur helst til skipulags- laust á milli svo maður á í basli með að ná hverri sögu fyrir sig og setja sig inní hana áður en klippt er yfir í annað. Myndin gerir mikl- ar kröfur til áhorfenda í hægri frá- sögn en hún er líka full sundurlaus. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd og þótt hér liggi greinilega að baki einlægni og metnaður til að krylja sálarlíf þriggja ólíkra kynslóða kvenna er leikstjórnin þunglamaleg og hand- ritið húmorslaust og hástemmt í samtölum og á endanum fjarlægt manni. Kvikmyndatakan er lítt aðlað- andi og brátt verður hinn hægi hrynjandi leiðigjarn og löngu atrið- in, sem sum hver hafa litla þýðingu fyrir frásögnina, virðast aldrei ætla að enda. Eg nefni sem dæmi atriði af söngæfingu Angele. Þannig er gerð lítil tilraun til að gera efnið spennandi í þessu sam- ræðustykki, litlar málamiðlanir eru gerðar fyrir áhorfandann. Leikur- inn er yfir höfuð góður hjá konun- um þremur en hún er varla allra þessi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.