Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Breyttar áherslur í öldrunarþj ónustu eftir Ástu Möller Umfjöllun um málefni aldraðra hefur verið umfangsmikil á síðum dagblaðanna að undanförnu. Hæst ber umræðan um skort á aðstöðu fyrir þennan hóp er heilsufarið versnar. Þegar þessi mál ber á góma í viðræðum við aldraða og þá er munu skipast í þeirra raðir á næstu írum gætir oft kvíða. Þeir óttast að verða byrði á fjölskyldum sínum og að geta ekki haldið virðingu sinni ef heilsan bilar. Nú á síðustu dögum hafa hjúkrunarfræðingar og sjúkra- hliðar á Landspítalanum bent á eina hlið þessa máls, sem er, að aldraðir einstaklingar er hafa þurft á tíma- bundinni sjúkrahúsvist að halda, geta ekki útskrifast af sjúkrahúsinu þar sem þjónusta er hæfir þeirra þörfum er ekki fyrir hendi. Er þá átt við hjúkrunarheimili, en einnig heimaþjónustu, bæði hjúkrunar- þjónustu sem greidd er af ríkinu og félagslega heimaþjónustu, sem er a höndum sveitarfélaga. í lögum um málefni aldraðra kemur skýrt fram að tilgangur þeirra er m.a. að aldraðir geti dval- ist sem iengst við eðlilegt heimilis- líf í heimahúsum. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að uppbygg- ing á þjónustu við aldraða hefur ekki nægilega tekið mið af þessu. Töluvert hefur verið byggt af hús_- næði fyrir aldraða hin síðari ári. Á vegum Reykjavíkurborgar hafa ver- ið reistar þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða m.a. við Dalbraut, Lönguhlíð, Seljahlíð og á Droplaugarstöðum og hjúkrunarheimilið Skjól í sam- vinnu við ýmis félagasamtök, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa ýmsir einstaklingar, samtök aldraðra og félagasamtök reist vegleg og vel útbúin fjölbýlishús af mikilli fram- sýni fyrir fólk komið á efri ár. Ymis þjónusta er í boði fyrir við- komandi íbúa, en þó upp að ákveðnu marki. T.d. er í fæstum tilfellum gert ráð fyrir þjóriustu við þá sem verða veikir. Því verða íbúar yfir- leitt að flytjast á brott úr íbúðum sínum þegar heilsa þeirra fer veru- lega að bila, þar serri engin aðstaða er til að sinna hjúkrunarsjúklingum. Athygli vekur að frumkvæði og uppbygging á þjónustu fyrir aldraða hefur að mestu verið í höndum ein- staklinga, samtaka aldraðra, félag- asamtaka og sveitarfélaga. Þegar hins vegar er litið á hlut ríkisins í þessum þætti heilbrigðisþjón- ustunnar kemur í ljós að hann er afar rýr. Samkvæmt lögum á ríkið að greiða allan kostnað við upp- byggingu hjúkrunárheimila, en fjár- veiting hefur verið af skornum skammti. Hafa því sveitarfélög og samtök félaga og einstakling oftar en ekki þurft að taka af skarið og byggt hjúkrunarheimili á eigin kostnað. Einnig má benda á B-álmu Borgarspítalans, sem ætluð er fyrir hjúkrunar- og læknisþjónustu við aldraða. B-álman hefur verið í byggingu í meira en áratug og fyrir- séð að henni verði ekki lokið fyrr en eftir aldamót með núverandi íjárveitingum. Þegar litið er til frammistöðu ríkisins í öldrunarmál- um, ætti sú staðreynd að ríkið tók á síðasta ári yfir allan rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu í landinu, sem hvort tveggja var áður rekið af sveitarfélögunum, að valda verulegum áhyggjum. Var þetta einn þáttur af mörgum í viðleitni núverandi rikisstjórnar til aukinnar miðstýringar í ríkiskerfínu. í skýrslu um ýmsar tölulegar staðreyndir um heilbrigðismál á Norðurlöndum sem gefin var út á síðasta ári (Health statistics in the Nordic countries 1988) koma fram ýmsar merkilegar upplýsingar um íslensk heilbrigðismál. Þar á meðal að fjöldi sjúkrarúma á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum á Norður- löndum miðað við 100 þúsund íbúa er mestur á Íslandi eða um 2000 rúm/100.000 íbúa. Þar af eru rúm á sjúkrahúsum um helmingi fleiri á íslandi (og í Finnlandi) en á hinum Norðurlöndunum þremur eða um 1.200 sjúkrarúm á íslandi (og í Finnlandi) á 100.000 íbúa á móti um 600 á hinum Norðurlöndunum. Fjöldi rúma fyrir aldraða á sérstök- um öldrunarstofnunum miðað við 100.000 íbúa er eftirfarandi: Finn- land 664, ísland 841, Danmörk 998, Svíþjóð 1.139, Noregur 1.247. Hins vegar má benda á að um 10,5% íslensku þjóðarinnar er 65 ára og eldri, en sambærileg tala í Svíþjóð er 17,7%. I skýrslum um rekstur sjúkra- húsa á íslandi kemur jafnframt fram að um 70% þeirra er dvelja á almennum deildum sjúkrahúsa á hvetjum tíma eru 65 ára og eldri. í framhaldi af þessum staðreynd- um mætti spytja hvort stefnan í heilbrigðismálum hér á landi sé á villugötum. Með hliðsjón _af því að fjöldi sjúkrarýma hér á íslandi er með því mesta sem þekkist og að mikill fjöldi aldraðra vistast á sjúkrahúsum, er auðvelt að draga þá ályktun að of mikil áhersla er lögð á dýrasta þjónustukostinn, þ.e. sjúkrahúsin, til að sinna öldruðum * eftir Einar Arnason Tekjuskattar (þ.e. útsvar) á Reykvíkinga hafa stórhækkað í valdatíð núverandi borgarstjórnar- meirihluta. Þetta má ráða af árbók- um Reykjavíkurborgar 1990 og t.d. 1983 sem gefnar eru út af fjár- mála- og hagsýsludeild Reykjavík- urborgar. Útsvar á hvern einasta íbúa í borginni var kr. 49.105 árið 1989 á verðlagi þess árs en það er nýjasta árið með endanlega álagn- ingu. Síðasta heila ár vinstri meiri- hlutans í borgarstjórn var 1981. Þá var útsvar á mann kr. 38.699 einnig á 1989 verðlagi svo skatta- hækkunin í formi útsvars er tæp- lega 27% þótt tekið sé tillit til verð- bólgu og fólksfjölgunar. Áætlun borgarhagfræðings fyrir árin 1990 og 1991 sýnir enn frekari hækkun útsvars á Reykvíkinga frá árinu 1989 (sjá Mbl. 19/3. 1991 bls. 16). Hækkun útsvars á hvern borgarbúa er líka heilmikil á núverandi kjör- tímabili þó miðað sé við hækkun atvinnutekna á mann á sama tíma. Fasteignaskattar á mann hafa líka hækkað verulega, eða um 39% á sambærilegu verðlagi í tíð Davíðs (1981-1989) og skýrist það hvergi nærri af auknu byggingarmagni á mann í borginni. Á sama tíma hafa aðstöðugjöldin hækkað um tæplega 70% á hvern íbúa og á föstu verð- lagi. Við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir rúmum mánuði sagði Davíð um skatta á Reykvíkinga. „Sannleikurinn væri sá að undið hafi verið ofan af þeim einstaklingum. Ódýrasti kosturinn, þ.e. heimaþjónustan, hefur hins vegar freklega orðið útundan í fjár- veitingum ríkisvaldsins til heilbrigð- isþjónustu. Heilsugæslustöðvar hafa verið byggðar um allt land frá því að heilbrigðislög tóku gildi árið 1974, en það er ekki nóg að hafa aðstöðu, fjárveitingu þarf til að byggja upp þjónustuna og greiða þarf úr helsta vanda heilsugæslunn- ar sem er skortur á faglærðu starfs- fólki sökum Iélegra launa. Fólk sem er á áttræðisaldri í dag býr við mun betri heilsu en foreldr- ar þeirra á sama aldri gerðu og það getur átt mörg góð og farsæl ár framundan. Þetta fólk hefur margt sýnt þá framsýni að byggja sér hentugt húsnæði til efri áranna og treysta þannig á sjálft sig en ekki á forsjárhyggju ríkisvaldsins. í beinu framhaidi af slíku framtaki er það verðugt verkefni fyrir þenn- an hóp, að leita nýrra leiða í sínum málum þegar heilsufarið versnar. Þegar kraftar þverra og heilsan bilarþarfnast einstaklingurinn fyrst og fremst hjúkrunar, en hún getur jafnt verið veitt í heimahúsum sem á stofnunum. Hjúkrunarþjónustan getur verið í formi umfangsminni aðstoðar hjúkrunarfólks; oft nægja einfaldar breytingar á umhverfi eða ráðleggingar til að einstaklingurinn geti verið heima með sínum að- standendum og vinum. Hið sama gildir þótt viðkomandi hafí verulega skerta starfsgetu og þarfnist að- hækkunum sem urðu á tímabili vinstri meirihlutans í Reykjavík" (Mbl. 22/2. 1991 bls. 16). Þetta er augljóslega rangt enda segir borg- arstjóri sjálfur neðar á sömu síðu: „Útsvörin hafa fylgt sama takti og heildartekjur og tekjur af þeim auk- ist um 23,7% á mann á sambæri- legu verðlagiÁ mannamáli þýð- ir þessi setning að útsvar, þ.e. tekju- skattur borgarinnar á hvern íbúa í Reykjavík, hefur aukist um nálægt fjórðung á valdatíma Daviðs. Leikur borgarstjóra með útsvars- tölur í íjölmiðlum hefur falist í því að bera saman álagningarprósentur áður fyrr, þegar útsvar var greitt ári eftir að teknanna sem það var byggt á, var aflað. Þá gat mikil verðbólga og launahækkanir á ár- inu í raun lækkað þessa skatta veru- lega svo álagningarprósenta út- svars ein og sér sagði því ekkert um skattabyrði. Síðan hefur Davíð borið þessar tölur saman við álagn- ingarprósentu útsvars í staðgreiðslu til að villa enn frekar um fyrir al- menningi (sjá sömu síðu í Mbl.). Borgarstjóri hefur margítrekað í fjölmiðlum undanfarið að skattar, bæði útsvar og fasteignaskattar á Reykvíkinga, hafi lækkað á valda- tima hans. Það er eins og hann haldi að þessi fullyrðing verði eitt- hvað sannari ef hann endurtekur hana nógu oft. Hvílík óskhyggja! En hvað um loforð Davíðs nú fyrir alþingiskosningar? I kafla merktum „Engin ómerkileg kosn- ingaloforð" Mbl 10/3. 1991 bls. 12 er sagt frá skattaáformum hans sem fram komu í framboðsræðu til Ásta Möller „Það er skylda fagfólks innan heilbrigðiskerfis- ins og stj órnmálamana að vera vakandi fyrir kostum sem leiða til betri nýtingar á þeim peningum sem ætlaðir eru til heilbrigðis- mála.“ stoðar hjúkrunarfólks til flestra at- hafna. Þessi kostur er mun ódýrari fyrir samfélagið og í raun mun eðli- legri fyrir einstaklinginn. í dag er heimahjúkrun veitt frá heilsugæslustöðvum og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og er þar eðli málsins samkvæmt um sólar- hringsþjónustu að ræða sem og öll önnur hjúkrunarþjónusta við sjúka. Þá hefur opnast nýr kostur við hjúkrun í heimahúsum. Félag há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélag íslands annars formanns Sjálfstæðisflokksins. Þar segir Davíð: „Fyrst stoppum við af skattahækkunarskriðuna og svo vindum við ofan af þeim ... Þá spytja andstæðingarnir: Fyrst þið viljið ekki hækka skatta hvar ætlið þið þá að skera niður? Við þekkjum þennan söng. Ég segi: Þetta er fyrst og fremst spurning um hugarfar, miklu meira spurning um hugarfar en sundurliðun á einstökum þáttum þar sem niðurskurðarhníf verði beitt.“ Þetta sagði Davíð fyrir mán- uði og hefur margendurtekið síðan. Getum við treyst nokkru sem mað- ur með svona „hugarfar“ segir? Þessar staðreyndir um stórhækk- un skatta á Reykvíkinga mun Stöð 2, „fréttastofa“ Davíðs, ábyggilega' reyna að þegja í hel og herða enn frekar áróðurinn fyrir borgarstjóra „Fréttastofa“ Stöðvar 2, með Elínu Hirst „fréttamann" og kosninga- stjóra Davíðs, Jón Ólafsson vara- formann stjórnar hennar, Pál Magnússon sjónvarpsstjóra og fleiri í broddi fylkingar, ætlar að koma Davíð Oddssyni til æðstu valda í þessu landi sama hvaða aðferðum er beitt. Þá er t.d. beitt sérpöntuð- um og hönnuðum skoðanakönnun- um. Það er ekki skrítið að borgar- stjóri vilji verðlauna Stöð 2 og Bylgjuna fyrir tryggðina með því að leggja niður Rás 2 (sem hann kallar að selja Rás 2) eins og Dav- íð boðaði í sínu fyrsta sjónvarpsvið- tali eftir að hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins, en þetta kom fram á Stöð 2 þann 11. mars síðast- liðinn. Er verið að hugsa um þjóðina eða „Hugarfar“ Davíðs Óddssonar og Stöð 2 Stórhækkun skatta á Reykvíkinga í valdatíð Davíðs vegar og Tryggingastofnun ríkisins hins vegar endumýjuðu nú nýlega tæplega tveggja ára samning um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræð- inga. Viðkomandi hjúkrunarfræð- ingar taka að sér hjúkrun sjúklinga í heimahúsum, sem annars myndu vera innlagðir á sjúkrahús. Þessi samningur veitir einstaklingum sem vilja vera heima hjá sér þrátt fyrir líkamlega fjötra mikla möguleika. Má í þessu sambandi benda á að grundvallarviðhorf Heimahlynning- ar Krabbameinsfélags íslands, þar sem krabbameinssjúklingum er gert kleift að dvelja heima hjá sínum nánustu til síðustu stundar, má yfir- færa í öldrunarþjónustuna. Fjölbýl- ishús og dvalarheimili fyrir aldraða, sem hafa verið byggð víða, bjóða jafnframt upp á einstæða mögu- leika á félagslegri samhjálp, þar sem markmiðið væri að íbúar þeirra njóta samvista í eigin umhverfi til hins síðasta. Útgjaldaaukning til heilbrigðis- mála á íslandi hin síðari ár hefur valdið mörgum áhyggjum. Á síðasta ári námu útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála um 38 milljörðum króna sem jafngilda um 41% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar af fóru um 16 milljarðar til reksturs sjúkrahúsa og í vistgjöld annarra sjúkrastofnana og 1,1 milljarður til heilsugæslu. Það er skylda fagfólks innan heilbrigðiskerfisins og stjórn- málamanna að vera vakandi fyrir kostum sem leiða til betri nýtingar á þeim peningum sem ætlaðir eru til heilbrigðismála. Hér hefur verið sýnt fram á að nýta mætti betur ýmsa ódýrari og í mörgum tilfellum betri þjónustukosti sem bjóðast inn- an heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Hún siturí heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins og skipar 15. sæti lista flokksins íReykjavík. Einar Árnason „Tekjuskattar (þ.e. út- svar) á Reykvíkinga hafa stórhækkað í valdatíð núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta. Þetta má ráða af árbókum Reykjavíkur- borgar...“ búa aðrar hvatir að baki? Ég skora á oháðar stofnanir og samtök launafólks að staðfesta eða hafna því sem hér er skrifað. Hafa skatt- ar á Reykvíkinga hækkað eða lækk- að á kjörtímabili Daviðs Oddssonar? Ég skora á borgarhagfræðing, Þjóðhagsstofnun, hagfræðistofnun háskólans, ASÍ, VSÍ, VMSS, BSRB og önnur samtök launþega að senda um þetta fréttatilkynningar til fjöl- miðla og fylgjast með því að þær birtist, því hér er um grundvallar- staðreyndir að ræða, sem allir laun- þegar þessa annars ágæta lands verða að fá upplýsingar um. Höfundur cr hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.