Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 26
ZBi M0RGUN!t?IiAÐro'3iRimUÐAGÖRt!Í g'.-'ARMli-ÍÖg Y A L Þ 1 N G S K O S N 1 Vanræksla í vegagerð - Gildi góðra vega eftir Arinbjörn Kolbeinsson Hvað vilja kjósendur í kosningabaráttu þeirra tólf stjómmálaflokka og samtaka, sem eiga fulltrúa í framboði til næstu alþingiskosninga, er furðu lítið rætt um samgöngumál, nema jarðgöng og hafnaframkvæmdir. Á tilteknum stöðum eru þessar framkvæmdir vissulega mikilvægar, sem hluti af eða í tengslum við þróað vegakerfi. Hér á landi er vegakerfið líkt því sem gerist hjá þróunarþjóðum. Það er athyglisvert að þegar kjósendur á landsbyggðinni, þar sem vegakerfi er komið í viðunandi horf, em spurðir um brýnustu verk- efni eftir kosningar, þá svara flest- ir að mest aðkallandi sé að koma á fót fjölbreyttu atvinnulífi. Þegar sama spurning er borin upp í þeim byggðarlögum þar sem ástand vega er ófullnægjandi, tæplega akfærir malarvegir, þó þar megi finna ein- staka vegkafla með bundnu slit- lagi, þá eru svörin þau að brýnustu framkvæmdimar séu betri vegir. Fólk er meðvitað um að án góðra vega er ekki unnt að byggja upp blómlegt atvinnulíf, skapa skilyrði fyrir eðlileg félagsleg samskipti, né uppfylla kröfur um nauðsynlega aðstöðu til menntunar, félags- og heilbrigðisþjónustu. Greiðar sam- göngur eru undirstaða hinna fjöl- þættu nútíma lífsskilyrða. Þar sem þessa undirstöðu vantar verður at- vinnulíf einhæft, óöruggt og hætta" á að slík byggðalög fari í eyði. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir en góðir vegir, sem stuðla að fjölbreyttum atvinnuvegum, mennta- og heil- brigðisþjónustu, en enginn þeirra þátta getur þrifist nema samgöngur séu í góðu lagi, því þær eru lífæðar samfélagsins. Algengasta heimilistækið Bíllinn er algengasta heimilis- tækið í nútíma menningarsamfé- lagi. Hér á landi em 1,9 íbúar um hveija bifreið, en það jafngildir nær 2 bifreiðum á meðalfjölskyldu í landinu. Þannig er bíllinn orðinn eitt algengasta og nauðsynlegasta heimilistækið. Rekstur bifreiðar er dijúgur hluti kostnaðar við heimilis- hald. Bfllinn er eina samgöngutæk- ið á landi fyrir alla vöm- og fólks- flutninga. Bfllinn hefur tekið við hlutverki hestsins sem þarfasti þjónninn. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur um langt árabil bent á nauð- syn góðra akvega, til þess að íjöl- breyttir atvinnuvegir geti þróast og eðlileg byggð haldist í landinu. Viss- ulega hefur verið byggt víðáttumik- ið vegakerfi, en seint hefur gengið að leggja þessa vegi bundnu slit- lagi, þannig að þeir henti bifreiða- umferð í nútímaþjóðfélagi. Átak í vegagerð í byijun síðasta áratugar gerði Félag íslenskra bifreiðaeigenda ít- arlega grein fyrir nauðsyn þess, að hefja stórframkvæmdir í gerð vega með bundnu slitlagi. Þar var einkum átt við stofnbrautir og tengingu þeirra við þéttbýliskjarna. Þá var Island meðal frumstæðustu ríkja í heimi, hvað vegakerfi snertir. Kjós- endur og stjórnmálamenn skildu þá betur en nú nauðsyn góðra vega, enda vandamálið stórt og augsýni- legt. Árið 1983 benti Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda á, að nauð- synlegt væri að leggja bundið slitlag á 250-350 km vega árlega, þannig að viðunandi árangur næðist á 10 ámm. Vissulega hefur mikill árang- ur náðst í varanlegri vegagerð á árunum 1984—1988. Aðeins á einu ári (1986) var lagt bundið slitlag á meira en 300 km, en eftir 1988 hefur framkvæmdum þessum hnignað stórlega, þannig að nú er gert ráð fyrir að á þessu ári verði aðeins lagt bundið slitlag á tæpa 70 km, en þyrfti að vera 300 km. Súlurit fylgir hér með, sem sýnir hve margir km vega voru lagðir af bundnu slitlagi á árunum 1975— 1990 og áætlun fyrir næsta kjör- tímabil til 1994. I súluriti 2 sést hversu mikið bundið slitlag hefur verið lagt á vegi í hveiju kjördæmi og einnig heildarlengd þjóðvega. Ástand vega á suð-vesturhorni landsins er sæmilega gott. Þar hef- ur verið lagt bundið slitlag á stofn- brautir og flesta tengivegi frá stofn- brautum til þéttbýiiskjarna. Margir kjósendur á þessu svæði aka nær ein- göngu á vegum með bundnu slitlagi. Þar eru flutningar ódýrari og ferðalög í bflum þægi- legri og fljótlegri en í öðmm landshlutum, þar sem ástand vega er alltof víða slæmt og sums staðar herfilegt. Á Suðurlandi vantar þó bundið slitlag á 200—300 km vega. Hættaá „Framsýnir kjósendur hafa um árabil þurft að knýja á um varanlega vegagerð. Samt skortir enn mikið á að allir stjórnmálamenn skilji, að gerð góðra vega á fjölförnum leiðum er eina blekkingarlausa by ggðastefnan. “ virðisaukaskatti frádregnum verða þá eftir um 11 milljarðar. Með hlið- sjón af því, sem í lögum stendur um markaða tekjustofna og þeirri SÚLURIT 1 Arinbjörn Kolbeinsson skyldu ríkissjóðs að bæta þar við fé til vegamála, þá sést að engin ofrausn er að veija 9—10 milljörð- um kr. árlega til vegamála og bæta byggðaröskun Nútímafólk sættir sig ekki við malarvegi til lengdar. Við slíkar aðstæður skapast hætta á alvarlegri byggðaröskun sem sjóðastyrkir frá ríki (ölmusur stjórnmála- manna) geta ekki stöðvað. Lélegar sam- göngur á Austurlandi og einnig á Norður- landi, munu hafa átt dijúgan þátt í því að álver fékkst ekki reist á þessum stöðum. Vegaáætlun fyrir næstu Qögur ár var lögð fyrir síðasta Al- þingi, en sem betur fór aðeins samþykktur sá hluti, sem varðar yfir- standandi ár. Alþingi sem nú verður kosið, fær tækifæri til að breyta vegaáætlun fyr- ir árin 1992—1994 í það horf sem þjóðin þarfnast. Það er blekk- ing að tala um fjárskort í því efni. Tekjur ríkis- ins af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra hafa verið um 14 millj- arðar kr. á ári. Að 350 300 250 200 150 c-o Km 1.600,00 1.400,00 1.200,00 800,00 600,00 400,00 200,00 0,00 Bundiö slitlag, útlögn á ári. 1991-1994, skv. vegaáætlun. SÚLURIT 2 Rn. & Rvík Vesturl. Noröurl.-v i Þjóöveglr ■ Bundiö slitlag Þjóövegir í kjördæmum landsins. upp vanrækslu síðustu ára. Þá myndi byggð í öllum landshlutum eflast á komandi árum. Stofnbraut- ir íslenska vegakerfisins eru um 4.000 km. Lagt hefur verið bundið slitlag á nær helming þess. Ef tek- in væri upp hin gamla tillaga FÍB um bundið slitlag á vegi, þá væri hægt á árunum 1992—1994 að leggja bundið slitlag á um 1.000 km. Þá myndu hinar dreifðu byggð- ir landsins standa mun betur en þær gera nú, atvinnulega, efnahagslega og þjónustulega. Jarðgöng geta verið nauðsynleg Sumstaðar þarf að tengja byggð- arlög saman eða stytta ökuleiðir með jarðgöngum, en fyrst þarf að ljúka gerð nauðsynlegustu vega, þannig að sem flest byggðarlög tengist stofnbrautakerfi landsins með vegum klæddum bundnu slit- lagi. Gerð góðra vega er almennt séð arðmeiri og brýnni framkvæmd en gerð jarðganga. Jarðgöng koma heldur ekki að fullum notum nema þau tengist góðu vegakerfi, lögðu bundnu slitlagi. Gerð jarðganga er framkvæmd, sem kostar mikið fé, og þarf því að nýtast sem best strax að henni Iokinni. Kostnað við jarð- göng verða allir landsmenn að greiða. Litlum byggðarlögum er slíkt ofviða, enda koma slíkar fram- kvæmdir, ef rétt er að staðið, öllu landinu til góða. Eðlilegast er að búið sé að malbika nær allar stofn- brautir landsins samtímis því sem greiðslur fyrir jarðgöng verða lagð- ar á þjóðina. Um leið og lokið er við að leggja bundið slitlag á stofn- brautir og tengibrautir til dreifbýlis- kjarna, minnkar reksturskostnaður þeirra bifreiða, sem áður höfðu ekið að mestu á malarvegi, um 15—30%. Blekkingalaus byggðastefna Þyngstu skattar, sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, eru vondir veg- ir. Slíkir skattar leggjast þyngst á landsbyggðina. Þegar þeim sköttum hefur verið aflétt, verður auðveld- ara fyrir bifreiðaeigendur að taka á sig tímabundin útgjöld vegna greiðslu kostnaðar við jarðgöng. í upphafi þarf að afla lánsfjár til jarð- gangagerðar. Það væri algjör óhæfa, að létta ekki fyrst af hinum erfiða skatti vondra vega, áður en jarðgangaskattur verður lagður á. Þótt jarðgöng séu dýr, þá er ástæða að vara við of mikilli spar- semi við gerð þeirra. Þau þurfa að vera vel úr garði gerð, með tveim akreinum þar sem gera má ráð fyr- ir verulegri umferð í framtíðinni. Jarðgöng með einni akrein valda vaxandi töfum eftir því sem umferð eykst og geta jafnframt orðið hinar háskalegustu slysagildrur. Framsýnir kjósendur hafa um árabil þurft að knýja á um varan- lega vegagerð. Samt skortir enn mikið á að allir stjórnmálamenn skilji, að gerð góðra vega á fjölförn- um leiðum er eina blekkingarlausa byggðastefnan. Höfundur er læknir og formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Enn um rangfærslur eftir Jón Baldvin Hannibalsson í grein í Morgunblaðinu hinn 11. apríl síðastliðinn birtir Bjöm Bjam- ason svar við grein minni í blaðinu hinn 9. apríl, en í henni gerði ég grein fyrir villandi og röngum um- mælum hans um utanríkismál. Svar Björns er í svipuðum dúr og áður og sé ég ekki sérstaka ástæðu til að svara en vil þó minna á nokkur atriði. Um varaflugvallarmálið er það að segja í fyrsta lagi að eðlilegrá væri fyrir Bjöm að líta til annarra sér nær áður en hann sakar mig um skort á þreki til að heimila for- könnun. í öðru lagi snýst málið ekki um þá spumingu hvort vara- flugvallar er þörf eða ekki heldur um það hvers vegna yfirstjórn NATO tók málið af dagskrá. Eins og ég hef áður sagt, var það vegna breyttra aðstæðna í alþjóðamálum og hafði ekkert með stefnu íslands í málinu að gera. Telji Björn annað, er það misskilningur. Það kemur dálítið spánskt fyrir sjónir, þegar Björn fer að tæpa á einstökum atriðum á dagskrá ut- anríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins á lokuðum kvöldfundi í Lon- don í júlí 1990 þar sem hann var ekki viðstaddur. Ég vísa til fyrri ummæla minna um það markmið að koma afvopnun á höfunum á dagskrá í CFE-II-viðræðunum. Þá er það vægast sagt einkenni- legt eftir að ég segi í fyrri grein minni um tillögu að sérfræðinga- könnun á vegum Sameinuðu þjóð- anna, að hún hafi verið lögð fram á allsheijarþinginu til kynningar á síðastliðnu hausti, að Björn fullyrð- ir einfaldlega að hún hafi verið boðuð og aldrei lögð fram. Sú full- yrðing er röng. Ilöfundur er utanrikisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.