Morgunblaðið - 16.04.1991, Page 31

Morgunblaðið - 16.04.1991, Page 31
>91 °§i re. MbáHÍMBll&lÉ/ 1 í é! 1MíL'Í£Í91 Reuter Jeltsín hyggst verja Gorbatsjov Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði er hann ávarpaði fulltrúa jafnað- armannaflokka á Evrópuþinginu í Strasbourg í Frakklandi í gær, að hann myndi koma Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta, höfuðandstæð- ing sínum, til hjálpar ef sýnt þætti að honum væri hætta búin af harðlínumönnum. A myndinni takast í hendur þau Jeltsín og Cather- ine Lalumiere framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Georgíumenn ótt- ast sovéska herinn París, Moskvu. Reuter. YFIRVOLD í Georgíu óttast að sovéski herinn muni láta til skarar skríða gegn sjálfstæðishreyfingu lýðveldsins meðan á Japansheim- sókn Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta stendur, að því er Giorgui Khochtaria, utanríkisraðherra Georgíu, sagði á blaðamannafundi í París í gær. „Við þurfum að sæta stöðugri ógnun af hálfu hersins. Við höfum reynsluna af því hvernig hann hefur notað tækifærið þegar Gorbatsjov hefur verið fjarverandi. Forsetinn mun svo skjóta sér á bak við að herinn hafí látið til skarar skríða án sinnar vitneskju," sagði Khoc- htaria. Hann skírskotaði til þess hvernig Gorbatsjov hefði reynt að þvo hendur sínar af ofbeldisverkum Rauða hersins í Eystrasaltsríkjun- um í janúar. Einnig hefðu hersveit- ir drepið 20 óbreytta borgara í Tí- flis í fyrra er Gorþatsjov var í heim- sókn í Bretlandi. Spenna fer vaxandi í Sovétríkj- unum vegna versnandi efnahags- ástands og vinnudeilna. Verkalýðs- leiðtogar í borginni Minsk í Hvíta- Rússlandi funduðu í gær með helstu embættismönnum borgarinnar en þeir hafa ákveðið að fresta verkföll- um um viku meðan viðræður fara fram við yfirvöld um pólitískar kröf- ur þeirra og launahækkanir. Ein helsta krafa þeirra er að Gorbatsjov segi af sér. „Við erum tilbúnir að fylgja þessum kröfum til hins ýtr- asta með verkföllum," var haft eft- ir talsmanni málmsteypumanna í Minsk. Um 20.000 námamenn fóru í kröfugöngu í borginni Donetsk í Úkraínu í gær og skoruðu á Gorb- atsjov að segja af sér. Vegna verk- falla liggur vinna niðri í 65% kola- náma á Kuzbass-svæðinu í Síberíu, stærsta kolavinnslusvæði Sovétríkj- anna, og með hveijum deginum sem líður aukast líkur á því að loka verði stórum iðjuverum í Úralfjöll- um og Síberíu vegna kolaskorts. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu tekinn til starfa: Á að stuðla að markaðsbú- skap og lýðræði í A-Evrópu London. Reuter. ENDURREISNAR- og þróunar- banki Evrópu tók fortnlega til starfa í gær en verkefni hans er tvíþætt, annars vegar að auð- velda Austur-Evrópuríkjunum að taka upp vestrænt markað- skerfi í stað miðstýrðs áætlunar- búskapar og hins vegar að styðja og styrkja lýðræðislega þróun í austurvegi. Hér er því um að ræða einu alþjóðlegu banka- stofnunina, sem hefur ákveðin, pólitísk markmið að leiðarljósi. Fjörutíu ríki í austri og vestri og tvær alþjóðastofnanir standa að bankanum og er stofnfé hans 10 milljarðar ECU eða 730 millj- arðar ísl. kr. Er hlutur Banda- ríkjanna mestur, 10%, Sovét- manna 6% en Islendingar hafa skrifað sig fyrir 0,1% hlutafjár. Francois Mitterrand Frakklands- forseti hreyfði fyrst hugmyndinni um stofnun bankans fyrir hálfu öðru ári og fyrsti stjómarformaður hans er Jacques Attali, fyrrum ráð- gjafí Mitterrands. Eru höfuðstöðv- arnar í London og fastir starfsmenn 80 talsins. Eru markmið hans þau að útvega tæknilega aðstoð og þjálfun í vestrænum markaðshátt- um; að búa í haginn fyrir öflugan einkarekstur; að fjármagna endur- skipulagningu hins opinbera kerfis í Austur-Evrópu (til opinbera geir- ans mega þó ekki fara meira en 40% af útlánum bankans); að auð- velda einkavæðingu opinberra fyrirtækja og stuðla að aukinni umhverfisvernd. Ágreiningur um fjármögnun Vegna opnunar bankans eru þjóðarleiðtogar og aðrir frammá- menn fjölmargra ríkja saman komnir í London en þrátt fyrir veisluhöld og vináttumál fer það ekki leynt, að mikill ágreiningur er með leiðtogum helstu iðnríkjanna. Uppbyggingin í Miðausturlöndum og endurreisnin í Austur-Evrópu mun kosta hundruð milljarða doll- ara og þeir peningar liggja ekki á lausu. Þjóðveijar leggja áherslu á, að þeir séu ekki nein ótæmandi auðsuppspretta og hafí enda nóg á sinni könnu, og Japanir eru tregir til að leggja mikið af mörkum. Er Bandaríkjastjórn sérstaklega óá- nægð með afstöðu Japana, jafnt hvað varðar málefni bankans og framlag þeirra til Persaflóastríðs- ins. Var það upphaflega níu millj- arðar dollara en skráð í jenum og hefur síðan lækkað um 600 milljón- ir dollara vegna lægra gengis á jen- inu. Þrátt fyrir þetta er búist við, að fulltrúar iðnríkjanna, sjö-ríkja- hópsins, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Frakklands, Þýskalknds, Kanada og Ítalíu, muni ná saman um bjartsýna yfirlýsingu um fram- tíð bankans. Hlutur íslands 730 millj. Eins og fyrr segir er hlutur ís- lendinga í Endurreisnar- og þróun- arbanka Evrópu 0,1% en það svarar til 10 milljóna ECU eða 730 millj- óna ísl. kr. Verða 30% hlutafjárins greidd með jöfnum afborgunum á næstu fimm árum en ósamið er um framhaldið. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra er fulltrúi íslendinga í þankastjórninni og flutti hann ávarp á stofnfundinum í gær. Vara- maður hans er Björn Friðfínnsson. Þá verður Halldór Kristjánsson hag- fræðingur og starfsmaður í iðnaðar- ráðuneytinu einn af föstum starfs- mönnum bankans. Voru þeir þrír og fleiri fulltrúar íslenskra stjórn- valda viðstaddir vígslu bankans í London í gær. ■ MOSKVU - Þing Sovétlýð- veldisins Georgíu kaus á sunnudag Zvind Gamsakhurdia forseta lands- ins en hann gegndi áður starfi þing- forseta. Stefnt er að þjóðkjöri til embættisins 26 maí. Gamsakhurdia er 52 ára gamall, leggur áherslu á þjóðrækni og stefnir að fullu sjálf- stæði ríkisins frá Sovétríkjunum. Hann hefur barist gegn'kommúnist- um frá því á sjötta áratugnum. Völd embættisins, sem áður var nánast tyllistaða, verða stóraukin svo að forsetinn fer með mikilvæg- ustu hluta framkvæmdavaldsins. ■ RÓM- Stjórnmálamenn úr jafnt hægri- serri vinstriflokkum virðast ekki telja að ný ríkisstjórn Giulios Andreottis, hin fimmtug- asta á Italíu frá stríðslokum, verði langlíf. Repúblikanar, sem ætluðu að taka þátt í samsteypustjórninni, hættu við á síðustu stundu er þeir fengu ekki þau ráðuneyti sem þeir fóru fram á en stjórnarflokkarnir hafa þó enn meirihluta. ■ MOSKVU- Sovétmenn munu hætta allri aðstoð og sam- vinnu við Norður-Kóreumenn í kjarnorkumálum nema hinir síðar- nefndu leyfi að Alþjóðakjarnorku- málastofnunin (IAEA) fái að kynna sér tilraunastöðvar í landinu, að sögn háttsetts, sovésks vísinda- manns. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan telja hættu á að tilrauna- stöðvarnar séu aðeins skálkaskjól fyrir tilraunir með kjarnorkuvopn. ■ London- Breska útvarpið, BBC, skýrði frá því að sendingar sjónvarpsrásar heimsþjónustu útvarpsins hefðu hafist í gær. Um milljón Evrópumanna getur nú náð sendingunum en BBC vonar að hægt verði að ná þeim um mestall- an heim árið 1993. Greitt er áskriftargjald fyrir þjónustuna sem varir 18 stundir á sólarhring á virkum dögum, 12 stundir um helgar. Sendar eru út fréttir og úrval af efni sjónvarps BBC í Bret- landi. ■ Brussel- Atlantshafsband- alagið (NATO) hyggst leggja niður mörg hundruð störf í hernaðarleg- um stjórnstöðvum víðs vegar um Evrópu á næstu tveim árum vegna endaloka kalda stríðsins. Talsmaður herstjórnar bandalagsins í Belgíu, SHAPE, sagði að fækkunin næmi tíu af hundraði í helstu stöðvunum Mjúku og hörðu málin reifuð Opinn stjórnmálafundur Hverfafélög sjálfstæðismanna í Langholts- og Laugarneshverfum halda opinn fund í kosn- ingaskrifstofu sjálfstæðismanna í Laugarneshverfí, Borgartúni 31 (Sindrahúsið), miðviku- daginn 17. apríl kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Gestir fundarins verða tveir af frambjóðend- um flokksins í Reykjavík, þau Lára Margrét Ragnarsdóttir og Björn Bjarnason. Efni fundarins: Tríóið „Lipstick Lovers“ leikur mæðutónlist (blues) frá kl. 20.00-20.30 Flokkurinn og íjölskyldan: Lára Margrét Ragnarsdóttir. Utanríkismál í nútíð og framtíð: Björn Bjarnason. Frjálsar fyrirspurnir. Kaffíveitingar Fundarstjóri: Axel Eiríksson. Nú styttist í kosningar. Kynnið ykkur málin. Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta. xlL FRELSI OG MANNÚÐ KOSNINGASTJORNIR LANGHOLTS- OG L AU G ARNESHV ERF A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.