Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 31
>91 °§i re. MbáHÍMBll&lÉ/ 1 í é! 1MíL'Í£Í91 Reuter Jeltsín hyggst verja Gorbatsjov Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði er hann ávarpaði fulltrúa jafnað- armannaflokka á Evrópuþinginu í Strasbourg í Frakklandi í gær, að hann myndi koma Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta, höfuðandstæð- ing sínum, til hjálpar ef sýnt þætti að honum væri hætta búin af harðlínumönnum. A myndinni takast í hendur þau Jeltsín og Cather- ine Lalumiere framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Georgíumenn ótt- ast sovéska herinn París, Moskvu. Reuter. YFIRVOLD í Georgíu óttast að sovéski herinn muni láta til skarar skríða gegn sjálfstæðishreyfingu lýðveldsins meðan á Japansheim- sókn Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta stendur, að því er Giorgui Khochtaria, utanríkisraðherra Georgíu, sagði á blaðamannafundi í París í gær. „Við þurfum að sæta stöðugri ógnun af hálfu hersins. Við höfum reynsluna af því hvernig hann hefur notað tækifærið þegar Gorbatsjov hefur verið fjarverandi. Forsetinn mun svo skjóta sér á bak við að herinn hafí látið til skarar skríða án sinnar vitneskju," sagði Khoc- htaria. Hann skírskotaði til þess hvernig Gorbatsjov hefði reynt að þvo hendur sínar af ofbeldisverkum Rauða hersins í Eystrasaltsríkjun- um í janúar. Einnig hefðu hersveit- ir drepið 20 óbreytta borgara í Tí- flis í fyrra er Gorþatsjov var í heim- sókn í Bretlandi. Spenna fer vaxandi í Sovétríkj- unum vegna versnandi efnahags- ástands og vinnudeilna. Verkalýðs- leiðtogar í borginni Minsk í Hvíta- Rússlandi funduðu í gær með helstu embættismönnum borgarinnar en þeir hafa ákveðið að fresta verkföll- um um viku meðan viðræður fara fram við yfirvöld um pólitískar kröf- ur þeirra og launahækkanir. Ein helsta krafa þeirra er að Gorbatsjov segi af sér. „Við erum tilbúnir að fylgja þessum kröfum til hins ýtr- asta með verkföllum," var haft eft- ir talsmanni málmsteypumanna í Minsk. Um 20.000 námamenn fóru í kröfugöngu í borginni Donetsk í Úkraínu í gær og skoruðu á Gorb- atsjov að segja af sér. Vegna verk- falla liggur vinna niðri í 65% kola- náma á Kuzbass-svæðinu í Síberíu, stærsta kolavinnslusvæði Sovétríkj- anna, og með hveijum deginum sem líður aukast líkur á því að loka verði stórum iðjuverum í Úralfjöll- um og Síberíu vegna kolaskorts. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu tekinn til starfa: Á að stuðla að markaðsbú- skap og lýðræði í A-Evrópu London. Reuter. ENDURREISNAR- og þróunar- banki Evrópu tók fortnlega til starfa í gær en verkefni hans er tvíþætt, annars vegar að auð- velda Austur-Evrópuríkjunum að taka upp vestrænt markað- skerfi í stað miðstýrðs áætlunar- búskapar og hins vegar að styðja og styrkja lýðræðislega þróun í austurvegi. Hér er því um að ræða einu alþjóðlegu banka- stofnunina, sem hefur ákveðin, pólitísk markmið að leiðarljósi. Fjörutíu ríki í austri og vestri og tvær alþjóðastofnanir standa að bankanum og er stofnfé hans 10 milljarðar ECU eða 730 millj- arðar ísl. kr. Er hlutur Banda- ríkjanna mestur, 10%, Sovét- manna 6% en Islendingar hafa skrifað sig fyrir 0,1% hlutafjár. Francois Mitterrand Frakklands- forseti hreyfði fyrst hugmyndinni um stofnun bankans fyrir hálfu öðru ári og fyrsti stjómarformaður hans er Jacques Attali, fyrrum ráð- gjafí Mitterrands. Eru höfuðstöðv- arnar í London og fastir starfsmenn 80 talsins. Eru markmið hans þau að útvega tæknilega aðstoð og þjálfun í vestrænum markaðshátt- um; að búa í haginn fyrir öflugan einkarekstur; að fjármagna endur- skipulagningu hins opinbera kerfis í Austur-Evrópu (til opinbera geir- ans mega þó ekki fara meira en 40% af útlánum bankans); að auð- velda einkavæðingu opinberra fyrirtækja og stuðla að aukinni umhverfisvernd. Ágreiningur um fjármögnun Vegna opnunar bankans eru þjóðarleiðtogar og aðrir frammá- menn fjölmargra ríkja saman komnir í London en þrátt fyrir veisluhöld og vináttumál fer það ekki leynt, að mikill ágreiningur er með leiðtogum helstu iðnríkjanna. Uppbyggingin í Miðausturlöndum og endurreisnin í Austur-Evrópu mun kosta hundruð milljarða doll- ara og þeir peningar liggja ekki á lausu. Þjóðveijar leggja áherslu á, að þeir séu ekki nein ótæmandi auðsuppspretta og hafí enda nóg á sinni könnu, og Japanir eru tregir til að leggja mikið af mörkum. Er Bandaríkjastjórn sérstaklega óá- nægð með afstöðu Japana, jafnt hvað varðar málefni bankans og framlag þeirra til Persaflóastríðs- ins. Var það upphaflega níu millj- arðar dollara en skráð í jenum og hefur síðan lækkað um 600 milljón- ir dollara vegna lægra gengis á jen- inu. Þrátt fyrir þetta er búist við, að fulltrúar iðnríkjanna, sjö-ríkja- hópsins, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Frakklands, Þýskalknds, Kanada og Ítalíu, muni ná saman um bjartsýna yfirlýsingu um fram- tíð bankans. Hlutur íslands 730 millj. Eins og fyrr segir er hlutur ís- lendinga í Endurreisnar- og þróun- arbanka Evrópu 0,1% en það svarar til 10 milljóna ECU eða 730 millj- óna ísl. kr. Verða 30% hlutafjárins greidd með jöfnum afborgunum á næstu fimm árum en ósamið er um framhaldið. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra er fulltrúi íslendinga í þankastjórninni og flutti hann ávarp á stofnfundinum í gær. Vara- maður hans er Björn Friðfínnsson. Þá verður Halldór Kristjánsson hag- fræðingur og starfsmaður í iðnaðar- ráðuneytinu einn af föstum starfs- mönnum bankans. Voru þeir þrír og fleiri fulltrúar íslenskra stjórn- valda viðstaddir vígslu bankans í London í gær. ■ MOSKVU - Þing Sovétlýð- veldisins Georgíu kaus á sunnudag Zvind Gamsakhurdia forseta lands- ins en hann gegndi áður starfi þing- forseta. Stefnt er að þjóðkjöri til embættisins 26 maí. Gamsakhurdia er 52 ára gamall, leggur áherslu á þjóðrækni og stefnir að fullu sjálf- stæði ríkisins frá Sovétríkjunum. Hann hefur barist gegn'kommúnist- um frá því á sjötta áratugnum. Völd embættisins, sem áður var nánast tyllistaða, verða stóraukin svo að forsetinn fer með mikilvæg- ustu hluta framkvæmdavaldsins. ■ RÓM- Stjórnmálamenn úr jafnt hægri- serri vinstriflokkum virðast ekki telja að ný ríkisstjórn Giulios Andreottis, hin fimmtug- asta á Italíu frá stríðslokum, verði langlíf. Repúblikanar, sem ætluðu að taka þátt í samsteypustjórninni, hættu við á síðustu stundu er þeir fengu ekki þau ráðuneyti sem þeir fóru fram á en stjórnarflokkarnir hafa þó enn meirihluta. ■ MOSKVU- Sovétmenn munu hætta allri aðstoð og sam- vinnu við Norður-Kóreumenn í kjarnorkumálum nema hinir síðar- nefndu leyfi að Alþjóðakjarnorku- málastofnunin (IAEA) fái að kynna sér tilraunastöðvar í landinu, að sögn háttsetts, sovésks vísinda- manns. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan telja hættu á að tilrauna- stöðvarnar séu aðeins skálkaskjól fyrir tilraunir með kjarnorkuvopn. ■ London- Breska útvarpið, BBC, skýrði frá því að sendingar sjónvarpsrásar heimsþjónustu útvarpsins hefðu hafist í gær. Um milljón Evrópumanna getur nú náð sendingunum en BBC vonar að hægt verði að ná þeim um mestall- an heim árið 1993. Greitt er áskriftargjald fyrir þjónustuna sem varir 18 stundir á sólarhring á virkum dögum, 12 stundir um helgar. Sendar eru út fréttir og úrval af efni sjónvarps BBC í Bret- landi. ■ Brussel- Atlantshafsband- alagið (NATO) hyggst leggja niður mörg hundruð störf í hernaðarleg- um stjórnstöðvum víðs vegar um Evrópu á næstu tveim árum vegna endaloka kalda stríðsins. Talsmaður herstjórnar bandalagsins í Belgíu, SHAPE, sagði að fækkunin næmi tíu af hundraði í helstu stöðvunum Mjúku og hörðu málin reifuð Opinn stjórnmálafundur Hverfafélög sjálfstæðismanna í Langholts- og Laugarneshverfum halda opinn fund í kosn- ingaskrifstofu sjálfstæðismanna í Laugarneshverfí, Borgartúni 31 (Sindrahúsið), miðviku- daginn 17. apríl kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Gestir fundarins verða tveir af frambjóðend- um flokksins í Reykjavík, þau Lára Margrét Ragnarsdóttir og Björn Bjarnason. Efni fundarins: Tríóið „Lipstick Lovers“ leikur mæðutónlist (blues) frá kl. 20.00-20.30 Flokkurinn og íjölskyldan: Lára Margrét Ragnarsdóttir. Utanríkismál í nútíð og framtíð: Björn Bjarnason. Frjálsar fyrirspurnir. Kaffíveitingar Fundarstjóri: Axel Eiríksson. Nú styttist í kosningar. Kynnið ykkur málin. Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta. xlL FRELSI OG MANNÚÐ KOSNINGASTJORNIR LANGHOLTS- OG L AU G ARNESHV ERF A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.