Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 30
130 , MpRQyNBLAÐIÐ, ÞPMU^GUfi 16, APRÍjL 1991 Mengunarslys á Genúaflóa Savóna Olíuflekkir * _ berast ó ^Marseille strendur - 'X<s> st ^Sj(_°pe4Ía®eS ^Mónakh Fimmtudagur, 11. apríl: Sprengina rýfur aat ó byrS- ing olíuskips meö 143.000 t innanborðs og eldur læsist i olíunni. O «s> Písa Reuter - Sunnudaaur, 14. apríl: Skipið seðcur innan fimm klukkustunda eftir mikla sprengingu kl. 03:32. Ítalía; Olíuskipið er eins og tifandi tímasprengja KYPVERSKA olíuskipið Haven, sem logað hafði stafna í milli síðan á fimmtudag, sökk á sunnudag undan Lígúríuströnd á ítaliu með um 80.000 tonn af olíu innanborðs. Er óttast, að gífurlegt mengunarslys sé í uppsiglingu, ekki aðeins við Ítalíu, heldur einnig víðar við Mið- jarðarhaf. Svo virtist þó í gær sem lítið læki úr skipinu þar sem það liggur á hafsbotni og oliuna, sem þegar var komin í sjóinn, um 30.000 tonn, rak burt frá ströndinni. Söguleg heimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs til Japans: Von á samkomulagi um umdeíldar eviar Tókýó. Reuter. Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti kemur í dag, þriðjudag, í fjögurra daga opinbera heimsókn til Japans og er þar með fyrsti sovéski leið- toginn sem þangað kemur frá dögum Nikulásar Rússakeisara. Búist hefur verið við því að í heimsókninni komist Japanir og Sovétmenn að samkomulagi um fjórar umdeildar eyjar sem Sovétmenn lögðu undir sig í lok seinna stríðsins en ágreiningur rikjanna um þær hefur valdið því að þau hafa ekki samið sína á milli um formlegar lyktir stríðsins. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Japan vegna heimsóknar Gorbatsjovs. Olíuflekkurinn frá Haven hefur þegar náð að menga fjörur á ítölsku Riveríunni en í gær rak meginflekk- inn í vestur, í átt til Mónakó og Frakklands. Er mikill viðbúnaður þar og á Ítalíu hefur verið lýst yfir neyðarástandi. Sérfræðingar telja sig geta ráðið að mestu við olíuna, sem nú er komin í sjóinn, en ef Haven, sem er illa leikið eftir miklar sprengingar, brotnar í sundur verð- ur fátt við ráðið. Verður ástand skipsins nú kannað með neðansjáv- armyndavélum og að því búnu verð- ur reynt að dæla olíunni yfír í ann- að skip. Lígúríuströndin er ein sú fegursta og frægasta á Ítalíu og þjónusta við ferðamenn mikill atvinnuvegur. Hefur mengunarslysið þegar valdið kreppu í atvinnugreininni og ef allt fer á versta veg óttast menn algert hrun. í Mónakó í 100 mílna fjarlægð hafa menn líka miklar áhyggjur og þá ekki síður í Cannes í Frakklandi þar sem kvikmyndahátíðin stendur fyrir dyrum. Vegna deilunnar um eyjarnar fjórar hafa Japanir ekki ljáð máls á því að veita Sovétmönnum efna- hagsaðstoð. Forseti japanska inn- og útflutningsbankans í Tókýó sagði í gær, að bankinn hefði engin áform um að veita sovéskum stjórn- völdum aðstoð og stefna bankans yrði óbreytt meðan ágreiningur um eyjarnar væri óleystur. Hann sagði að 100 milljóna dollara matvælaað- stoð til Sovétríkjanna í fyrrahaust hefði verið veitt af mannúðarástæð- um eingöngu. Stjórnmálaskýrendur sögðu hins vegar í gær, að enginn ávinningur yrði af Japansförinni fyrir Gor- batsjov kæmi hann ekki þaðan með samninga og loforð um efnahagsað- stoð að jafnvirði hundruð milljarða ÍSK. Ennfremur yrði afar mikil- vægt fyrir hann að vinna nýja sigra í utanríkismálum og því beindist athyglin fyrst og fremst að eyjunum ijórum. Samkomulag hefur crðið milli japanskra og sovéskra yfírvalda, að deilan um eyjarnar verði fyrsta og helsta málið í viðræðum Gor- batsjovs og Toshiki Kaifu forsætis- ráðherra Japans. Embættismenn og vestrænir stjórnarerindrekar hafa sagt síðustu daga, að búast megi við að leiðtogarnir gangi frá samstarfssamningum ríkjanna á sviði viðskipta og umhverfisvernd- unar. Auk þess er sagt að Japanir muni heita Gorbatsjov aðstoð við að treysta umbætur í sessi og einn- ig muni þeir tilkynna um sérstaka áætlun til að hjálpa fórnarlömbum Tsjernóbýl-slyssins. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær, að ekki kæmi til greina að Sovétmenn létu eyjarnar af hendi í skiptum fyrir efnahagsað- stoð, eins og embættismenn hafa látið í veðri vaka að gert yrði. Sam- kvæmt sovéskri stjórnskipan eru eyjarnar hluti af sovétlýðveldinu Rússlandi og getur Jeltsín því haft mikið að segja um hugsanlegar lyktir deilunnar um þær. Þykir það segja sína sögu um hvaða mikil- vægi mál þeirra hefur í heimsókn- inni að í föruneyti Gorbatsjovs eru þrír af æðstu embættismönnum Rússlands. Og ljóst má vera að Gorbatsjov er vandi á höndum því Valentín Fjodorov landsstjóri á Sjakalín-eyju sagði á blaðamannafundi í gær, að afhenti forsetinn Japönum yfirráð á eyjunum fjórum, Hahomai, Shi- kotan, Kunashiri og Etorofu, yrði hann sviptur völdum. Eyjarnar falla undir lögsögu Fjodorovs. Hann var- aði Japani við of mikilli bjartsýni og sagðist telja skynsamlegra að tekin yrði upp náin efnahagssam- vinna milli eyjanna og Hokkaido, nyrstu eyju Japans, og fullt ferða- frelsi þar á milli innleitt. EB og S-Afríka: Dregið úr þvingunum Luxemborg. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópubandalagsríkjanna ákváðu í gær að draga enn frekar úr efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku vegna þess, sem þar hefur verið gert til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Innan tíðar verður afnumið bann við innflutningi gullmyntar, járns og stáls frá Suður-Afríku og Bretar vilja raunar ganga lengra og heim- ila innflutning hráolíu til Suður-Afr- íku og taka upp eðlileg samskipti við íþróttasamtök þar í landi. í des- ember sl. ákvað EB að afnema bann við nýjum fjárfestingum í Suður- Afríku. F. W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, fagnaði tíðindunum í sér- stakri yfirlýsingu og svo var einnig með samtök atvinnurekenda. Tals- maður Afríska þjóðarráðsins, einna samtaka blökkumanna, sagði þau hins vegar afar óheppileg. Ótti við breytt valdahlutföll í Mið-Austurlöndum: Við styðjum ekki upp- lausn íraska ríkisins - segir upplýsingaráðherra Ómans í samtali við Morgunblaðið „Saddam Hussein stjómar írak en Qaboos soldán hér. Svo einfalt er það nú. Við höfum góðan þjóð- höfðingja og ég held að Saddam Hussein höfði ekki til okkar sem stjómandi, sjáðu til! Heldur þú að það«takist að græða sárin? „Það verður að takast. En sár skilja eftir sig og þau verða um ókomin ár. En Flóaráðið hefur nú stofnað sjóð til hjálparþeim Araba- ríkjum sem stóðu gegn Saddam. Ómanir vilja að úr þeim sjóði verði einnig veitt til Jórdaníu og Jemen. Það er ekki tímabært að þrýsta á það. En það munum við gera. Við vitum að þessar þjóðir eiga við mikla erfiðleika að stríða. Ég minni á að milljón Jemenar voru látnar fara frá Saudi-Arabfu og það er skelfílegt fyrir fátækt land. Jórd- anir glíma einnig við mikla erfið- leika. Vonandi geta Ómanir hjálp- að eitthvað upp á Uppreisn Kúrda í Irak Við snemm okkur að málefnum Kúrda og ásökunum um að framin hafí verið fjöldamorð á þeim. „Þeir em hluti írösku þjóðarinn- ar og það þyrfti að breyta heims- kortinu ansi mikið ef minnihluta- hópar risu upp. En hinn mannlegi þáttur er í fyrrirrúmi og við viljum einnig að þeir virði lög og rétt síns lands. Við teljum ekki að Kúrdar í Irak séu verr settir en Kúrdar annars staðar. Þeir hafa þó átt sér Múskat, Óman. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „EF Israelar og Palestínumenn tala saman finna þeir leið til að ná sáttum. Þegar ágreiningur er annars vegar lít ég svo á að ekk- ert sé betra en að ræða saman. Viðræðurnar gætu orðið flóknar. En að tala saman í hreinskilni og af gagnkvæmri virðingu, það er lóðið. Við höfum arabískan málshátt sem segir: „Orð eru til alls fyrst“. Það er mikið til í því. Þetta sagði Abdel Aziz Rowas, upplýsingamálaráðherra Ómans, í samtali við Morgunblaðið á skrif- stofu sinni í Múskat í gær. Þó er Eid-hátíðin gengin í garð og stjóm- arskrifstofur, skólar og verslanir lokaðar næstu sex daga sem hátíð- in stendur. Aðspurður um hvort hann héldi að samstaða Araba í fjölþjóðahem- um, sem safnað var saman til að frelsa Kúveit úr höndum íraka, hefði riðlast ef ísraelar hefðu svar- að eldflaugaárásum íraka sagði hann þá staðreynd blasa við að það hefðu Israelar ekki gert. „Það em mörg EF í því máli öllu og ég vil síður fara nánar út í þá sálma.“ Hemámssvæðin og hagsmunir Israela Ég sagðist hafa heyrt að Kúveit- ar hefðu sett Israel inn á landa- kort Mið-Austurlanda, (sem er óþekkt fyrirbæri hér í löndum Araba) og jafnvel væri talað um að þeir veittu landinu viðurkenn- ingu. Hvað teldi hann um það svo og viðurkenningu annarra Ara- baríkja? „Ég held að ísraelar verði ekki síður að viðurkenna Araba. Réttur nágranna ísraela hefur ekki verið virtur. Nú viðurkenna allar þjóðir í þessum heimshluta landamæri nágrannaríkis nema ísrael. Þeir verða að skilja og virða alþjóðalög. Israelar hefðu ávinning af því að láta land af hendi fyrir frið eins og gerðist með friðarsamningum við Egypta. Þeir myndu örugglega græða á því að gera slíka friðar- samninga við fleiri". Hvað með Óman? - Rowas hló við. „Við emm langt frá ísrael, það er ekki á dagskrá. En okkar stefna er friðsamleg samskipti við allar þjóðir og við viljum ekki að á rétt einstaklings né þjóðar sé gengið. Við lögðum okkur fram um að ná samningum svo ekki kæmi til styijaldarátaka og Qaboos soldán krafðist þess jafnan að Irakar færa frá Kúveit. Það var aldrei spurning um hvort við legðum fram liðsinni okkar fyrst íraksforseti þverskallaðist við öllum.áskorunum. Við erum Fló- aríki og ég get fullvissað þig um að allt var reynt þó sumt færi ekki hátt því það er ekki í eðli Ómana að blása sig út um alla hluti.“ Er það rétt að Saddam Hussein hafí notið stuðnings hér? Reuter Gamalli, kúrdískri konu hjálpað upp í tyrkneskan herflutninga- bíl. Yfirvöld í Óman telja, að splundrist írak verði ringulreiðin og vandamálin í Miðausturlöndum enn erfiðari viðfangs en nú. sitt land í írak og okkur fínnst þeir eigi að hlíta lögum þess. Það færðust margir steinar úr stað ef íraskir Kúrdar splundmðu írak. Það gleymist líka að þjáningar margra annarra eru geigvænlegar í Irak eftir stríðið og þær hafa fallið í skuggann. Við styðjum ekki upplausn íraska ríkisins. Þar með kæmu upp önnur vandamál og enn illleysanlegri en þau sem við er að glíma nú.“ I samtölum við háttsetta menn aðra hér kemur greinilega fram tregða við að valdahlutföll breyt- ist. Menn hafa af því áhyggjur að splundrist Írak geti íranir leikið lausum hala á þessu svæði. Sömu- leiðis hefur sú skýring heyrst á seinlæti Kúveita við að tilkynna um umbætur í lýðræðisátt að það stafí einfaldlega af því að Saudar beijist gegn því með kjafti og klóm. Þeir séu því milli steins og sleggju. Saudar afberi ekki þá tilhugsun að komið verði á lýðræðislegum umbótum í Kúveit því þá væri þess ekki langt að bíða að valdafjöl- skyldan í Saudi-Arabíu lenti í mikl- um vanda vegna þess algjöra skorts á lýðræði sem þar ríkir. Því séu Kúveitar í hinum mesta vandir staddir. Menn telja að málefni Kúrda verði örugglega ekki leyst því það gengi á skjön við hags- muni Tyrkja, Sýrlendinga og Ir- ana. „Vegna olíunnar í þessum heimshluta munum við gegna mik- ilvægu hlutverki í framtíðinni. En þótt nokkur olía sé hér í Óman er það ekkert í líkingu við grannríkin. Við leggjum mikið upp úr því að mennta fólk og að allir leggi sig fram við vinnu sína. Og vinni vel. Við höfum málshátt sem segir: „Vinnan göfgar manninn“ og við hefðum ekki náð svo langt á stutt- um tíma nema vegna þess að allir vilja leggja sig fram. En fyrst og fremst erum við sjómenn og bænd- ur. Sjómennskan er ríkur þáttur í menningararfleifð okkar og því breytir olían ekki. Sjómennskan gefur manni þolinmæði og ákveðna forlagatrú. Gildir ekki það sama um Islendinga sem eiga allt sitt undir sjósókn?" sagði Abdul Aziz Rowas upplýsingaráðherra að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.