Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 38
ltádRG1ÚiNBLÁblí) þ'rIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Slysadeild FSA í nýtt húsnæði SLYSADEILD Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, FSA, flytur starfsemi sína í dag, 16. apríl í nýtt húsnæði, úr eldri byggingunni í jarðhæð í suð- vesturhorni nýbyggingar. Jafnframt verður deildin fram- vegis slysa- og bráðamótttöku- deild þar sem til staðar verður sólarhringsvakt lækna og hjúk- runarfólk, og verður á þessari nýju deild móttaka bráðustu til- fella í lyflækningum, barnalækn- ingum, kvensjúkdómum og með- göngu. Undantekning frá þessu eru fæðandi konur sem áfram munu koma beint inn á Fæðinga- deild, en mótttaka deildarinnar er enn á sama stað og verið hefur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Feðgarnir Sveinn Jónsson og Jón Ingi urðu báðir viðskila við hópinn, en vissi þó hvorugur af hinum. Sveinn vafði um sig svefnpoka og svaf á sleða sínum um nóttina, en Jón Ingi gróf sig i fönn. Með þeim á myndinni er sonur Jons Inga, Sveinn Elías. Þriggja leitað eftir hrakningar á hálendinu: Píanótón- leikar í Safn- aðarheimilinu Júgóslavneski píanóleikarinn Jelena Dimovska heldur tón- leika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld, mið- vikudagskvöld kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Chopin og Anton Webern. Jelena Dimovska er fædd árið 1964 og stundaði fyrst nám í heimalandi sínu. Hún hefur þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn, en hingað kemur hún á veg- um EPTA, Evrópusambands pían- ókennara og mun hún einnig halda námskeið fyrir píanónemendur Tónlistarskólans á Akureyri. í nýjum húsakynnum á Slysa- deild FSA á að verða hægt að veita mun betri þjónustu en tök hafa verið á til þessa, en hús- næðið er sérstaklega sniðið að þessari starfsemi, deildin er rúm- góð og aðkoma að henni góð auk þess sem búnaður er hinn besti. Framvegis verður aðkoman að Slysadeild eina aðkoman að spítal- anum sem opin er að næturlagi .,og á frídögum, auk þeirrar mót- töku sem er á Fæðingadeild. Yfir- læknir Slysadeildar er Júlíus Gestsson og deildarstjóri Birna Sigurbjömsdóttir. 'O INNLENT Tók þessu með ró, enda sjaldan sama veður í tvo daga á fjöllum - segir Sveinn Jónsson bóndi á Kálfskinni sem svaf á vélsleða sínum í veðurofsanum SVEINN Jónsson bóndi í Kálfskinni á Árskógsströnd var einn þriggja manna sem leitað var að í fyrrinótt og gærmorgun eftir að þeir höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðamanna er var á Ieið úr Kerlingar- fjöllum norður yfir til Eyjafjarðar. Hann vafði um sig svefnpoka og svaf á sleðanum um nóttina er hann fann ekki félaga sína né þeir hann, en afar slæmt veður var og skyggni nánast ekkert. Sveinn segist hafa gefið sér tíma til að velta fyrir sér völdum köflum úr lifshlaupi sínu, en hann hafi aldrei fundið til hræðslu, kvaðst sann- færður um að upp myndi birta. Félagar úr björgunarsveitunum á Akureyri leituð mannanna þriggja í fyrrinótt og fram undir morgun er þeir komu allir fram. Hópurinn lagði af stað úr Kerl- ingarfjöllum um hádegisbilið á sunnudaginn og var ekið norður fyriu.Hofsjökul sem leið lá í Lauga- fell og sagði Sveinn að ekið hefði verið eftir lóran í byljóttu veðri, en góðu færi, skyggni hefði einnig á stundum verið slæmt. „Við stoppuð- um í Laugafelli og borðuðum þar vel og héldum síðan áfram ferðinni að Landakoti, en þar ákváðum við Viltu læra að skrifa rétt? Verðum á Reykjavíkursvæðinu næstu vikur með okk- ar vinsælu íslenskunámskeið. Bjóðum upp á stafsetn- ingarnámskeið og jafnframt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Upplýsingar í síma 96-11339. Háskólinn á Akureyri Þann 18. apríl tekur Háskólinn á Akureyri í notkun ný símanúmer og eru þau sem hér segir: Við Þingvallastræti..................11770 - Bókasafn - Heilbrigðisdeild - Húsvörður - Rekstrardeild - Rektor - Skrifstofa Beint innval.........................11790 Við Glerárgötu 36....................11780 - Sjávarútvegsdeild - Hafrannsóknastofnun Beintinnval........................1 1791 Póstfax háskólans....................11799 að aka í tveimur röðum og reyna að halda hópnum þétt. Það var sæmilegasta veður þegar við lögð- um af stað, en við erum rétt komn- ir af stað þegar brestur á með norð- vestan hvassviðri með miklu mold- viðri og skyggnið var ansi slæmt," sagði Sveinn. Röðin slitnaði þegar upp kom bilun í sleðakerru, en þegar þess var freistað að ná hópnum saman að nýju varð sá aftasti í annarri röðinni, Marinó Ólason, viðskila við sína menn, en sonur Sveins, Jón Ingi, varð einnig viðskila er hann reyndi að ná hópnum saman. „Ég var að dytta að sleðanum þegar hinir snúa við og þar með varð ég eftir einn, þeir stöðvuðu strax og þess varð vart, en fundu mig ekki. Ég var lengi með ljós á sleðanum en allt kom fyrir ekki, þannig að ég bjó mig til dvalar þarna á staðn- um, gætti þess að hvergi kæmist neitt inn á mig til að blotna ekki. Ég var í góðum galla og með svefn- poka, þá var ég líka með matinn fyrir okkur feðgana, en hann var með jöklatjaldið. Það kom ekki að sök, ég komst hvort eð er ekki í matinn fyrir veðri fyrr en um morg- uninn,“ sagði Sveinn. Yegna veðurofsans náði Sveinn ekki að lása að sér svefnpokann, en vafði honum þétt að sér og lagð- ist til svefns ofan á sleðanum. „Það fór ágætlega um mig, ég sofnaði eftir miðnætti og svaf ágætlega enda var mér hlýtt. Maður tók þessu bara með ró, enda sjaldan sama veður í tvo daga á fjöllum, það er alltaf von að breytist og birti upp. En það gafst þama tími til að velta aðeins upp lífshlaupinu," sagði Sveinn. Hann beið þess að lægði og um kl. 5 um morguninn heyrði hann í sleðum og hafa þar senni- lega verið þar á ferð Jón Ingi og Marinó. Sleði Sveins var mjög fann- barinn og beltið frosið, en þegar hann komst í gang lagði hann af stað og fann nýja slóð. Hélt hann að Landakoti og fann þar fyrir björgunarsveitarmenn, en það var laust fyrir kl. 9.30 í gærmorgun. Sveinn undi sér ekki hvíldar eftir hrakningar næturinnar, heldur hélt upp til fjalla aftur til að aðstoða félaga sinn, sem með hafði verið í för, en sleði hans bræddi úr sér þar efra. „Menn verða að rétta hvor öðrum hjálparhönd sem standa í þessu og ég var vel í stakk búinn til þess,“ sagði Sveinn, en hann er ekki óvanur því að ferðast í slæmu veðri á sleða sínum. Ekki er langt síðan hann ók konu sinni, Ásu Marinósdóttur ljósmóður, til að taka á móti barni, en þá geisaði blind- stórhríð. Vélsleðamenn á hálendinu: Skynsamleg ákvörð- un er við snerum aftur 1 Laugafell „ÞAÐ kom aldrei annað til greina hjá okkur en stoppa og ég held að það hafi verið skynsamleg ákvörðun, veðrið var orðið mjög leið- inlegt," sagði Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri, en hann var einn þeirra vélsleðamanna sem hrepptu vonskuveður á leiðinni úr Kerlingafjöllum á leiðinni norður til Akureyrar. Halldór var í hópi 16 manna sem um aðeins þama til að ræða málin lagði af stað úr Kerlingafjöllum á sunnudag, en auk þeirra voru á ferð- inni Dalvíkingar og Ströndungar nokkrir saman og einnig hópur Akur- eyringa, þessir aðilar héldu síðan hópinn saman og voru um það bil hálftíma á undan þeim hópi er Hall- dór var í. Ferðin gekk vel í Lauga- fell og þaðan var haldið að Landa- koti, litlum skúr um 12 kílómetrum norð-austan við Laugafell. „Þeir voru fljótari en við í kaffi og fóru að Landakoti, en veðrið var þá ekki orðið svo slæmt. Við stoppuð- og á meðan versnaði veðrið mjög þannig að það kom ekki til greina að fara með svo stóran hóp niður. Skúrinn að Landakoti er hins vegar svo lítill að hann rúmaði okkur ekki öll svo við tókum þá ákvörðun að snúa við inn að Laugafelli aftur og þangað ókum við skipulega og agað. Við höfðum nokkrar áhyggjur af hin- um hópnum, en það skiluðu sér allir til byggða þarna um nóttina, fyrir utan þá þijá. Við vissum ekkert hvort þeir væru sitt í hvoru lagi, eða sam- an í hóp. Um kl. 5 um nóttina fóru Marinó Ólason, 15 ára, lenti í hrakningum á fjöllum uppi um helgina, en var brattur og kenndi sér einskis meins. nokkrir frá okkur norður í Landakot til hefja leit þaðan, en aðrir biðu í Laugafelli. Við vorum í sambandi við stjórnstöð og vorum tilbúnir ef á okkur þyrfti að halda við leitina, við hefðu getað kembt svæðið, breiðleit- að sem svo er kallað norður frá Laug- afelli, en til þess kom ekki sem betur fer, því þeir komu allir fram,“ sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.