Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Verður kosið um óskert fullveldi? e£tir Guðmund J. Kristjánsson Það fer ekki fram hjá neinum, að alþingiskosningar eru á næsta leiti. Kosningabaráttan er hafin, og allt bendir til að hún verði bæði í senn stutt og hörð. Engu að síð- ur verða þetta örlagaríkar kosn- ingar, jafnvel þær þýðingarmestu frá lýðveldisstofnun. Þetta eru nefnilega fyrstu kosningarnar frá því lýðveldið var stofnað, sem gætu snert sjálft fullveldið. Þess vegna verða allir þjóðhollir Islend- ingar að vanda val sitt vel. Eftir kosningar gæti það orðið of seint. Stærsta mál komandi kosninga Eitt stærsta mál komandi kosn- inga er hvaða afstöðu við íslend- ingar ætlum okkur að taka varð- andi svokölluð Evrópumálefni. Augljóst er, að viss öfl hér innan- lands, róa að því öllum árum, að ísland gerist aðili að Evrópuband- alaginu. Það er satt best að segja með ólíkindum hvað þessi öfl hafa komist langt upp á síðkastið. En hvað fælist í slíkri aðild fyrir smá- þjóð eins og okkur íslendinga í örstuttu máli? í fyrsta lagi myndu allar ákvarðanir okkar um utanríkisvið- _ skipti að verulegum hluta færast til aðalstöðvanna í Brussel. Það þýddi, að við sem sjálfstæð og fullvalda þjóð hefðum ekki lengur ftjálsar hendur um samninga við önnur markaðssvæði, s.s. okkar þýðingarmiklu markaði í Banda- ríkjunum, Asíu, Sovétríkjunum og víðar. Við yrðum m.ö.o. að lúta í einu og öllu reglum og ákvörðun- um EB. í öðru lagi þýddi aðild að EB það að hvaða fyrirtæki eða fjöl- þjóðahringur (auðhringur) innan EB gæti starfað hér að vild. Að vísu fengu íslensk fyrirtæki sömu réttindi innan EB, en allir heilvita menn sjá það í hendi sér, hversu ójafn sá leikur yrði. í þeirri sam- keppni yrði íslenskt fjármagn al- gjörlega ofurliði borið. í þriðja lagi yrðu um að ræða óhefta fríverslun með fjármagn og fjárfestingar. Þetta þýddi það t.d., að jafnvel þótt ísland fengi einhverjar undanþágur varðandi gagnkvæmar fiskveiðiheimildir, sem engar líkur eru á, þá hefði slíkt ekkert að segja, því eftir sem áður gætu fjársterkir aðilar innan bandalagsins keypt upp íslenska útgerð og fiskvinnslu, bæði beint og óbeint. Það sama gildir um okkár auðlindir, landsvæði og þau fyrirtæki sem þættu arðvænleg. Nokkrar efnaðar ijölskyldur t.d. á Ítalíu gætu þannig keypt upp fall- ega norðlenska dali, fjöll, ár, vötn svo eitthvað sé nefnt. Við íslend- ingar værum nánast orðnir útlend- ingar í okkar eigin landi. Fyrir smáþjóð sem Islendinga þyrfti ekki að spyija að leikslokum. I fjórða lagi yrði komið á sam- eiginiegum vinnumarkaði. Fijáls atvinnu- og búseturéttur útlend- inga innan EB yrði tryggður á íslandi með aðild íslands að EB. I þessu sambandi er vert að hafa í huga, að innan Evrópubanda- lagsins í dag búa um 300 milljón- ir manna, og um 15-20 miiljónir eru þar atvinnulausir. Á íslandi búa ekki nema rúm 250 þúsund manns, og hér er nánast ekker atvinnuleysi. Bara þessi staðreynd ætti að útiloka okkur frá aðild, þ.e.a.s. svo framarlega sem við ætlum okkur að standa vörð um íslenskt þjóðemi, tungu, menningu og atvinnuöryggi. í fimmta lagi yrði svo fjöregg okkar íslendinga, fískimiðin, af- hent valdhöfunum í Brussel, eða eins og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar orðaði það í grein í Mbl. í vetur: „Með því að ganga í Evrópubanda- lagið væru Islendingar að kasta lífsbjörginni, fjöreggi sínu, til Brussel, en þaðan kæmi það aldrei óbrotið aftur.“ Þá er vert að geta þess, að inn- an Evrópubandalagsins er í mótun framtíðarstefna sem tekur til enn- þá meiri samruna og miðstýringar á málefnum aðildarríkjanna, þ. á m. á sviði menningarmála, utanríkismála og jafnvel hermála. Afstaða tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna Þar sem alþingiskosningar eru ekki langt undan, er því bæði fróð- legt og nauðsynlegt hjá kjósendum að bera saman t.d. stefnur tveggja lang stærstu stjórnmálaflokkanna á íslandi í dag til Evrópumála, því allt bendirtil af skoðanakönnunum að dæma, að þeir verði eftir kosn- ingar áfram sterkustu stjórnmála- G A R Guðmundur J. Kristjánsson „Innan Evrópubanda- lagsins er í mótun fram- tíðarstefna sem tekur til ennþá meiri samruna og miðstýringar.“ flokkamir á Alþingi íslendinga, sem hefðu mest um þessi mál að segja í framtíðinni. Flokkar þessir eru Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. í ályktun 21. flokksþings Fram- sóknarflokksins frá 16.-18. nóv. sl. um Evrópumál segir: „Tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki yfirráðum I sjávarútvegi og físk- iðnaði þjóðarinnar, hvorki beint né óbeint. Þá verði jafnframt tryggt, að erlendir aðilar eignist hvorki íslenskar orkulindir og virkjunarréttindi né íslenskt land- svæði. Þingið hvetur til þess að sett verði á yfírstandandi Alþingi skýr heildarlöggjöf um fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri hér á landi. Þingið leggur til ef samningar takast ekki milli EFTA og EB að íslendingar leiti sérstakra samninga við Evrópu- bandalagið. Þingið telur að hug- myndir um inngöngu og aðild að Evrópubandalaginu séu háskaleg- ar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála og hafnar því aðild að Evr- ópubandalaginu. “ í ályktun 29. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um Evrópumálefni segir ma.: „Ríkisstjórnin hefur enga ákveðna stefnu heldur lætur reka á reiðanum enda er mikill ágreiningur innan stjómarliðsins um afstöðu til annarra ríkja og einangrunarstefna er landlæg í Framsóknarflokki og Alþýðuband- alagi. Sjálfstæðismenn telja að íslendingar eigi samleið með EFTA ríkjunum um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði að því tilskildu að samningar takist um hindrunarlaus viðskipti með sjáv- arafurðir. Ef viðhlítandi samning- ar takast ekki um hindrunarlaus viðskipti með sjávarafurðir, leggja sjálfstæðismenn áherslu á að Is- lendingar leitist við að ná fram þessum markmiðum eftir öðmm leiðum. íslendingar eiga ekkert fremur en aðrar Evrópuþjóðir að útiloka fyrirfram að til aðildar geti komið að Evrópubandalag- inu.“ Grundvallarlegur skoðanamunur Það þarf engan glöggskyggnan mann til að sjá að um grundvallar- legan skoðanamun er að ræða milli þessara tveggja stærstu stjómmálaflokka til fullveldismála okkar íslendinga. Meðan Fram- sóknarflokkurinn segir aðild að Evrópubandalaginu háskalega, út- ilokar Sjálfstæðisflokkurinn hana ekki. Sú afstaða 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins að útiloka ekki aðild að EB sýnir og sannar hversu óhugnanlega langt þau öfl hafa náð, sem markvisst vinna að inngöngu íslands í EB. Það að hafa komið því inn í ályktun stærsta flokks þjóðarinnar, að ekki beri að hafna fyrirfram aðild að EB, er meiriháttar áfangasigur Frá Héðni Valdimarssyni til Jóhönnu Sigurðardóttur „Rétt fyrir þingslit voru samþykkt sérstök lög á Alþingi um húsnæðis- samvinnufélög og bú- seturétt.“ eftirReyni Ingibjartsson Það virðist vaxandi einkenni í íslenskum stjómmálamönnum að láta stjómast af hagsmunum í stað sannfæringar og ætla að reisa sér minnisvarða i orðum og yfirlýsing- um í stað verka og varanlegs ár- angurs í starfi. Það sem ætti að vera undantekning virðist á góðri leið með að verða að reglu. Af núverandi ráðherram hefur þó einum öðram fremur tekist að sýna sannfæringu sína og hugsjón í verki og kannski eðlilegt að það er jafnframt eina konan í ríkis- stjórninni — Jóhanna Sigurðar- dóttir. Stjórnmálamenn ábyrgðarlausir í húsnæðismálum I tæpan áratug hafa húsnæðis- mál verið eitt helsta deiluefni þjóð- arinnar. Fram að 1980 vora málin leyst með því að fólk fór í húsbygg- ingar og húsakaup eins og að stinga sér til sunds og treysti síð- an á það, að óðaverðbólga og óverðtryggð lán björguðu viðkom- andi að landi. Þetta voru ráð stjómmálamanna þess tíma. Þegar allt var svo komið í strand, átti að Ieysa málin með allsheijarlausn — lánum til allra til langs tíma. í stað gömlu aðferðarinnar að færa 'peninga frá þeim sem spöraðu til skuldaranna, átti nú að leysa mál- ið með reikningi á komandi kyn- slóðir. Kerfið sprakk hins vegar strax, því þjóðin fjölmennti í bið- röðina eftir lánum og nægilegt fjármagn var ekki til reiðu. Um þetta sameinuðust stjómmála- menn og margfrægir aðilar vinnu- markaðarins en enginn var i raun ábyrgur. Þessa gervilausn og ábyrgðar- leysi gagnrýndi núverandi félags- málaráðherra harðlega og fékk snuprar fyrir. Síðan kom það í hennar hlut að takast á við hús- næðismáiin og hefur átt í harðvít- ugri baráttu allar götur síðan við að leysa hnúta, sem mörgum virt- ust óleysanlegir og menn töluðu um húsnæðisvanda sem eilífðar- vanda. Starfsamur ráðherra Hvað hefur núverandi félags- málaráðherra þá gert? í fyrsta lagi að horfast í augu við vandann og huga mest að þeim sem verst era settir í húsnæðis- málum — hópar eins og leigjend- ur, öryrkjar, einstæðir foreldrar, gjaldþrota fólk, aldraðir, náms- menn og aðrir sem áttu fárra eða engra kosta völ á öruggu húsnæði. I öðra Iagi að stokka upp og samræma félagslega húsnæði- skerfið. Verk sem setið hafði á hakanum, en þoldi enga bið. Með þessum lögum var í fyrsta sinn sett það markmið að eigendur og leigjendur eigi að sitja við sama borð við öflun húsnæðis. Þennan sjálfsagða hlut er nú verið að út- hrópa sem leiguliðastefnu. í þriðja lagi hafa félagslegar íbúðabyggingar margfaldast. Það er nánast um byltingu að ræða, þar sem verið er að takast á við áratuga uppsafnaðan vanda. Með þessum aðgerðum er því haldið fram að verið sé að leggja séreign- astefnuna í rúst. Þetta er að sjálf- sögðu firra í ljósi þeirrar stað- reyndar, að einkaeign á húsnæði er sú langhæsta í heiminum á ís- landi. í ríku landi eins og Sviss búa aðeins um 30% íbúa í svoköll- uðu eigjn húsnæði. í fjórða lagi hefur verið mótað nýtt kerfi — húsbréfakerfið — í stað biðraðarinnar löngu, sem hátt i 20 þúsund manns voru komnir í um tíma. Þá fóru tvær krónur af hveijum þremur sem komu inn í húsnæðiskerfið út aftur til að fjár- magna fasteignamarkaðinn í Reykjavík. Dæmi vor um það að eigendur allt að fímm íbúða hefðu verið að fá lán. Húsbréfakerfið er í takt við nýja tíma. Gamla kerfið var arfur frá þeim tíma þegar stjórnmálamenn útdeildu hús- næðislánum á atkvæðaveiðum. í fimmta lagi hefur verið tekið Reynir Ingibjartsson myndarlega á vanda fjölda fólks sem húsnæðisbaslið hefur gert að öreigum og skuldum vöfnum þjóð- félagsþegnum, þar sem hvergi sást til sólar. Sjálfskaparvíti segja margir — kannski ekki síst kyn- slóðin sem aflaði sér húsnæðis á þeim tímum, þegar verðbólgan borgaði helminginn af húsinu en svokallaður eigandi hinn helming- inn. Það hefur komið í hlut félags- málaráðherra að taka persónulega á vanda fjölda fólks í þessum ömurlegu sporum. í sjötta lagi hefur verið sköpuð ný vídd í húsnæðiskerfínu með til- komu búsetturéttarformsins og Búsetafélaganna. Rétt fyrir þing- slit vora samþykkt sérstök lög á Alþingi um húsnæðissamvinnufé- lög og búseturétt. Svo vel tókst ráðherra að haga málum, að alger samstaða var á Alþingi um þessa lagasetningu. Því miður tókst ekki að setja lög um húsaleigubætur, en þar var ekki við félagsmálaráð- herra að sakast. Áframhaldandi ^seta Jóhönnu Sigurðardóttur í stóli 'félagsmálaráðherra myndi öðra fremur tryggja framgang þessa nauðsynjamáls, svo leigjedur og eigendur sitji við sama borð. Héðinn og Jóhanna Það hefur ekki farið miklum sögum af ráðherrabílum, veislum og ferðalögum eða vafasömum embættisveitingum til flokksfé- laga í ráðherratíð Jóhönnu Sigurð- ardóttuar. í störfum sínum hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, unnið, barist, sparað og hlúð að. Stjómmálastarf í þágu þeirra sem minna mega sín hefur verið leiðar- ljósið. Þegar minnst er bautasteina í húsnæðismálum hér á landi, kem- ur oftast fyrst í hug nafn Héðins Valdimarssonar. Hann átti heiður- inn af setningu laga um verka- mannabústaði árið 1929. Ég vil jafna Jóhönnu Sigurðardóttur við Héðin heitinn. Af sannfæringu um þörf úrbóta fyrir hina lakast settu í húsnæðismálum hafa þau starf- að, þó 60 ár beri á milli. I Alþingis- kosningum kjósum við um allt í senn — stefnu, störf og einstakl- inga. Stundum fer þetta allt sam- an. Það auðveldar valið. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta — landssambands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.