Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 22
22
JIOTA 31 HUOAOULQIM GKIAJ8MUOMOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 16. APRÍL 1991
A L
N G
S K O S N
N G A R
Litið yfir kannanir Félagsvísindastofnunar Háskólans undanfarin fjögur ár:
Aðferðir Félagsvísinda-
stofnunar hafa reynzt vel
- segir Stefán Ólafsson forstöðumaður
Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur frá vorinu 1986 gert
reglubundnar kannanir fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Á þessum tíma hafa orðið umtalsverðar sveiflur í fylgi ein-
stakra flokka. Morgunblaðið ræddi við Stefán Ólafsson, forstöðu-
mann Félagsvísindastofnunar, um fylgissveiflur flokkanna og fleiri
atriði tengd skoðanakönnunum stofnunarinnar síðastliðin fjögur ár.
Töflur og myndir fylgja samtalinu, lesendum til glöggvunar.
Stefán segir að athyglisvert geti
verið að skoða fylgisþróun i að-
draganda alþingiskosninganna
1987 og bera saman við þróun
fylgis síðustu vikur og mánuði,
þótt varasamt sé að búa til ein-
hveijar spár út frá þeim tölum.
Út úr tölunum sé bæði hægt að
lesa skammtímasveiflur, sem til
dæmis verða þegar athyglin beinist
sérstaklega að ákveðnum flokki,
og langtímasveiflur.
Alþýðuflokkurinn á leið upp
úr lægð
„Fylgi Alþýðuflokksins mældist
í nóvember og febrúar síðastliðnum
svipað og það var í kosningunum
1987, eða um 15%. Stóran hluta
tímabilsins þar á milli var það hins
vegar nærri 10%. Fyrir kosning-
amar 1987 hafði fylgi Alþýðu-
. flokksins farið hæst undir lok árs-
ins 1986, í um 24%, en á þeim tíma
gekkst formaður flokksins fyrir
áhrifamiklum þjóðmálafundum um
landið undir spumingunni „hveijir
eiga ísland?“. Flokknum hefur ekki
tekizt að fá jafnmikið fylgi í könn-
unum eða kosningum eftir það.
Þótt kratar hafi verið í örlítilli
uppsveiflu á síðustu mánuðum
stefnir fylgið heldur niður á við í
síðustu könnun.“
Stefán segir að fylgi Framsókn-
arflokksins hafi sveiflazt nokkuð
frá könnun til könnunar. „Fram-
sókn hafði verið í allmikilli lægð
skömmu fýrir kosningamar 1987,
með fylgi allt niður í 13%, en
flokknum tókst að auka fylgið ver-
ulega í kosningabaráttunni, í tæp
19%. Síðan jókst það enn frekar
eftir stjórnarmyndunina en tók að
dala aftur á árinu 1989. Langtíma-
sveiflan virðist vera lítillega upp á
við á síðustu mánuðum.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er
langtímasveiflan sérstaklega
kröpp vegna klofningsins skömmu
fyrir kosningamar 1987, þegar
Álbert Guðmundsson stofnaði
Borgaraflokkinn. Fyrir klofning
var Sjálfstæðisflokkurinn með tæp
40%, sem er nærri meðalfylgi
flokksins á árunum eftir stríð, en
í kosningunum hrapaði fylgið í rúm
27%. Eftir stjómarmyndun hélzt
fylgið áfram á svipuðum nótum,
en tók svo að aukast verulega á
árinu 1989, þegar sjálfstæðismenn
voru komnir í stjórnarandstöðu. Á
seinni helmingi þess árs og síðan
hefur fylgið verið um og yfir 45%
í könnunum Félagsvísindastofnun-
ar, sem er meira en flokkurinn
hefur nokkurn tímann fengið í
kosningum á lýðveldistímanum.
Hæst fór kjörfylgi sjálfstæðis-
manna í 42,7% í kosningunum
1974.“
Fylgistölur Sjálfstæðisflokks
hjá DV og Skáís ekki
trúverðugar
Á sama tíma og Sjálfstæðis-
flokkurinn mældist með þetta fylgi
í könnunum Félagsvísindastofnun-
ar, sýndu kannanir DV og Skáíss
að hann hefði allt að 10 prósentu-
stigum meira fylgi, um og yfir
55%. Stefán segir að í einstaka
könnun þeirra hafi fylgið farið í
um 60%. „Hlutfall óráðinna og
þeirra sem ekki svöruðu var mjög
hátt í þessum könnunum DV og
Skáíss, gjaman á bilinu 40-50%
af svarendum. Þessar niðúrstöður
þeirra eru þess vegna ekki trúverð-
ugar. Rannsóknir Félagsvísinda-
stofnunar benda til þess að kerfís-
bundin skekkja sé á niðurstöðum
kannana þegar hlutfall óráðinna
er svo hátt. Sú skekkja kemur
meðal annars fram í verulega ýktu
fylgi Sjáifstæðisflokksins. Þeir,
sem ekki segjast vera búnir að
gera upp hug sinn, virðast kjósa
Sjálfstæðisflokkinn í minna mæli
en hinir, sem hafa ákveðið sig.
í september 1990 náði fylgi
Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sinn
50% í könnun hjá Félagsvísinda-
stofnun. Það er rétt að hafa í huga
að í þeirri könnun var úrtakið
óvenjulítið hjá okkur, eða 1.000
manns í stað 1.500. Auk þess var
hlutfall þeirra, sem neituðu að
svara, frekar hátt í þeirri könnun.
Það er því ástæða til að efast um
að fylgi flokksins hafi í reynd ver-
ið svo mikið. í síðustu könnun
Félagsvísindastofnunar, sem var
gerð 22. til 25. marz, var dálítil
aukmng á fylgi sjálfstæðismanna,
sem hugsanlega mætti rekja til
áhrifa frá landsfundi flokksins og
endurnýjunar i forystusveitinni.
Breytingin var þó innan skekkju-
marka. Hvort sú stefna á fylginu
fær haldizt verður reynslan að
skera úr um, en miðað við fyrri
reynslu af áhrifum landsfunda og
einstakra viðburða í stjórnmálum
á fylgi flokka virðist það ólíklegt.
í kosningunum 1987 fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn minna fylgi en
síðustu kannanir fyrir kosningam-
ar bentu til.“
Alþýðubandalag á niðurleið
Fylgi Alþýðubandalagsins hefur
að sögn Stefáns legið neðar allt
frá seinni hluta ársins 1987 en það
var við kosningamar fyrr um árið.
„Aðeins í einni könnun, í septem-
ber 1989, fór fylgið upp undir það
sem það var í kosningunum. Lang-
u'masveiflan virðist því vera heldur
niður á við, eða frá 15% í átt til
10% jafnaðarfylgis. Hins vegar
hefur fylgi Álþýðubandalagsins
heldur þokazt upp á við í síðustu
tveimur könnunum, og reynslan
verður að skera úr um hvort fram-
hald verður á þeirri þróun.
Langtímasveiflan á fylgi Kvenn-
alistans er alimikil. í kjölfar kosn-
inganna 1987 jókst fylgið verulega
og var milli 20 og 30% á árinu
1988. Frá vorinu 1989 varð það
stöðugt við 15% en á árinu 1990
fór það lítillega niður. Þrátt fyrir
langtímasveiflu niður á við hefur
fylgi Kvennalistans einnig sveiflazt
upp á við til skemmri tíma, til
dæmis í nóvember 1990 og marz
1991.“
Niðurstöðúr
Félagsvísindastofnunar næst
kosningaúrslitum
Birting niðurstaðna skoðana-
kannana vekur ævinlega athygli.
Ekki eru hins vegar allir á einu
máli um áreiðanleika kannana, og
menn hafa mismunandi álit á þeim
aðilum, sem gera skoðanakannan-
ir, og þeim aðferðum sem þeir
beita. Félagsvísindastofnun hefur
hins vegar orð á sér fyrir áreiðan-
leika og vísindaleg vinnubrögð.
Stefán Olafsson segir að stofnunin
hafí rutt nýjum aðferðum braut í
gerð stjórnmálakannana.
„Félagsvísindastofnun byggir
alltaf á hendingarúrtökum úr þjóð-
skrá, vinnur að jafnaði með stór
úrtök og beitir annarri aðferð við
mælingar á fylgi en aðrir könn-
unaraðilar. Aðferðir okkar eru
þyngri í vöfum og dýrari í fram-
kvæmd, en þær tryggja betur
gæði upplýsinganna á hveijum
tíma. Það er alltaf tryggt að sva-
rendahópurinn endurspeglar kjós-
Samanburður á könnunum DV, Hagvangs, Skáís og Félagsvísindastofnunar fyrir
alþingiskosningarnar 1987
Kannanir Úrslit
DV Hanvaneur Skáis Félagsvís.-
stofn. HÍ
Lok apríl ’87 Frávik 1.-8. apríl ’87 Frávik 11.-12. apríl’87 Frávik 18.-21. apríl’87 Frávik Kosningar’87
Alþýðuflokkur 15,0 0,2 16,7 1,5 12,8 2,4 14,0 1,2 15,2
Framsóknarflokkur 16,4 2,5 13,0 5,9 16,4 2,5 16,6 2,3 18,9
Sjálfstæðisflokkur 31,4 4,2 26,9 0,3 28,9 1,7 28,1 0,9 27,2
AJþýðubandalag 12,7 0,7 12,0 1,4 12,8 0,6 13,0 0,4 13,4
Kvennalisti 8,6 1,5 12,0 1,9 10,9 0,8 12,8 2,7 10,1
Bandalagjafnaðarmanna 0,0 0,2 0,0 0,2 0,2 0,0 0,1 0,1 0,2
Flokkur mannsins 0,7 0,9 0,7 0,9 1,5 0,1 1,1 0,5 1,6
Samt. um jafnr. og félagsh. 1,2 0,0 1,0 0,2 1,0 0,2 0,9 0,3 1,2
Þjóðarflokkurinn 2,0 0,7 1,4 0,1 2,9 1,6 2,1 0,8 1,3
Borgaraflokkur 12,1 1,2 16,3 5,4 12,6 1,7 11,3 0,4 10,9
Frávik samanlagt 12,1 17,8 11,6 9,6
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stefán Ólafsson, forstöðumaður
Félagsvísindastofnunar Háskóla
Islands.
endur á landinu öllu, skekkjumörk
eru frekar lítil á heildarniðurstöð-
um og svörun hefur verið betri en
hjá öðrum, sem gera skoðanakann-
anir. Þetta eru þau atriði, sem ráða
mestu um gæði kannana og hversu
vel þær eru fallnar til að lýsa raun-
verulegum breytingum á fylgi
flokka.
Að fenginni reynslu virðist
óhætt að segja að aðferðir Félags-
vísindastofnunar hafa reynzt vel.
Þegar til dæmis eru bornar saman
niðurstöður í síðustu könnunum,
sem Félagsvísindastofnun og aðrir
skoðanakönnuðir gerðu fyrir þing-
kosningarnar 1987, kemur í ljós
að niðurstöður Félagsvísindastofn-
unar fóru næst kosningaúrslitun-
um sjálfum. Kannanir Félagsvís-
indastofnunar og DV voru gerðar
á sama tíma, viku fyrir kjördag,
og eru því sambærilegastar, en
Hagvangur og Skáís gerðu einnig
stjórnmálakannanir fyrir kosning-
arnar. Ein vika til eða frá skiptir
máli um hversu nálægt kosninga-
úrslitum kannanir komast, þegar
mikil hreyfíng er á kjósendum.
Heildarfrávik síðustu kannana
frá úrslitum kosninganna voru
17,8% hjá Hagvangi, 12,1% hjá
DV, 11,6% hjá Skáís og 9,6% hjá
Félagsvísindastofnun. Heildarfrá-
vikið er samanlagt frávik milli nið-
urstaðna kannana og kosningaúr-
slita fyrir einstaka flokka. Stund-
um er reiknað af þessu heildarfrá-
viki meðalfrávik, með því að deila
með fjölda flokka, 10 í þessu til-
viki. Ritstjórar DV gera þetta oft
og vitna til þess að gamlir skoðana-
könnuðir, sem voru áhrifamiklir
fyrir 30-40 áraum, hafi sagt að
niðurstöður kannana séu „réttar“
ef slíkt meðalfrávik sé innan við
2,5%. Þetta er auðvitað engin al-
gild regla og byggir aðeins á geð-
þótta. Meðalfrávik eru auk þess
villandi ef einungis er byggt á
þeim, því að meðalfrávikið jafnar
heildarfrávikinu út milli allra
flokka, óháð því hvort þeir eru stór-
ir eða litlir. Félagsvísindastofnun
hefur allt frá því að hún hóf gerð
Veitingahúsið við Vesturbraut
opnar undir nafninu K17
Keflavik.
AXEL Jónsson veitingamaður opnaði um síðustu helgi að nýju veit-
inga- og skemmtistaðinn við Vesturbraut 17 sem áður hét Glaumberg
og Sjávargpillið. Engin starfsemi hafði verið í húsinu frá því um ára-
mót þegar fyrirtækið Veisla sem rak skemmtistaðinn var tekið til gjald-
þrotaskipta. Veitingastaðurinn verður rekinn undir nafninu K17 og
verður opinn almenningi um helgar. Þá hefur Axel einnig undirritað
samning um að hann taki við rekstri veitingahússins Glóðarinnar sem
einnig varð að hætta starfsemi vegna gjaldþrots.
Axel sagði í samtali við Morgun- fram færi félagsstarf unglinga og
blaðið að hann hefði gert samning aldraðra. Axel sagði að hann væri
við Keflavíkurbæ um leigu á hús- tiltölulega bjartsýnn á rekstur beggja
næðinu við Vesturbraut til 1. október húsanna og að hann gerði sér miklar
og þar væri einnig gert ráð fyrir að vonir um að þar færi saman aukin
ferðamannastraumur og aukin þjón-
usta.
Núna starfa um 40 manns við
fyrirtæki Axels, Veisluþjónustuna,
sem hann stofnaði fyrir 12 árum,
þar af eru um 30 í hlutastörfum.
Axel sagði að hann myndi eftir sem
áður reka Veisluþjónustuna sem sér-
hæfði sig í að sjá um og útbúa mat
fyrir mannfagnaði. Efnt var til sam-
keppni um nafn á nýja veitingastaðn-
um og varð K17 fyrir valinu eins og
áður sagði og átti Dalrós Líndal úr
Njarðvík hugmyndina. -BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Axel Jónsson veitingamaður ásamt Suðurnesjafegurð á opnunarhát-
íðinni — þátttakendum í keppninni um Fegurðardrottningu Suður-
nesja 1991.
t