Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 K O S N I N G A R Eigum að hefja tví- hliða viðræður við EB um lækkun tolla - segir Einar K. Guðfinnsson ÍSLENDINGAR eiga að hefja tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið um lækkun tolla á fiskafurðum, enda höfum við öll tromp á hendi til að ná hagkvæm- um samningum, telur Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri á Bolungarvík, sem skipar 2. sætið á lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Hann segir íslend- inga geta gengið óhrædda og upprétta til slíkra samninga og EB-grýia Framsóknarmanna sé tilbúningur þeirra og hræðsluá- róður. „Mín stefna í þessu máli er alveg klár og skýr. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði á sínum tíma þá afstöðu að leita eftir tvíhliða viðræðum við Evrópubandalagið um lækkun á tollum á fiskafurðum. Við þá stefnumörkun var haft í huga að verið væri að taka á því sem þýðing- armest væri fyrir okkur íslendinga. Viltu víkka sjóndeildar- hringinn? SETBERGSHLÍÐ í Hafnarfírði Til sölu þessar vönduðu séríbúðir i hásæti Hafnarfjarðar með útsýni til allra átta svo langt sem augað eygir. Sérinngangur í allar íbúðir, engin sameign, þvottaaðstaða inni í íbúð, ævintýraleg útivistarsvæði allt um kring. Dæmi um verð á íbúðum: 2 herb. 60 m2 á I hæðm. sérgarði: tilb. u. tréverk: kr. 5.405.000.- fullbúin: kr. 6.525.000.- 3 herb. 75 m2 á 1 hæð m. sérgarði: tilb. u. tréverk: kr. 6.525.000.- fullbúin: kr. 7.850.000.- 4-5 herb. á 2 og 3 hæð með garð- skála og svölum: tilb. u. tréverk: kr. 7.950.000.- fullbúin: kr. 9.583.000.- Viltu vita meira? Komdu á skrífstofuna til okkar og fáðu ýtarlega upplýsinga- möppu um allt sem máli skiptir eða hringdu og við sendum þér möppuna um hæl. lU, SH VERKTAKAR STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221 opið Mán. - Föstd. frá 9 til 18. Ríkisstjómin kaus að fara aðrar leiðir og það hefur ekki skilað ár- angri,“ segir Einar K. Guðfinnsson framkvæmdastjóri á Bolungarvík. „Framsóknarflokkurinn hefur í kosningabaráttunni reynt að beita einhvers konar EB-grýlu á þjóðina. Hér á Vestfjörðum hafa menn séð í gegnum þennan tilbúning og hræðsluáróður og málflutningur okkar Sjálfstæðismanna hefur hitt í mark. Við göngum því óhræddir og uppréttir til þessara viðræðna, en hörmum um leið að ríkisstjórnin skuli hafa kosið að ganga til EB- viðræðnanna án þess að leita um- boðs Alþingis. Það er ekki pólitískur ágreining- ur í landinu um að allir samningar við Evrópuþjóðirnar eigi að miðast við að við höldum óskoruðu full- veldi og yfirráðarétti yfir auðlindum hafsins í kringum landið. Aróður andstæðinga okkar í þessum efnum er því rakalaus og ég held við höfum öll tromp á hendi til að ná hagstæð- um samningum. Evrópuþjóðirnar eru orðnar háðar okkar fiskafurðum og ég held að þörf þeirra fyrir hag- kvæma og skynsamlega samninga sé ekki minni en okkar.“ SILVER REED SKÓLARITVÉLAR Þægilegar í notkun, íslenskur leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar. Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun og undirstrikun. 5 íslensk letur. SKRIFSTOFU VELAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -tækni og |>jónuftta á trau»tuni grunni Ferinnálang flest heimili landsins! * í > UPPSPUNI I EB-UMRÆÐUM eftir Björn Bjarnason BSRB efndi til fundar með fulltrú- um allra framboðslista í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Var auglýst að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra myndi sækja fundinn. Þegar til kom var Jóhann Einvarðs- son, alþjngismaður og formaður ut- anríkismálanefndar, fulltrúi Fram- sóknarflokksins þessa kvöldstund. Þar hlustuðu þeir sem fundinn sóttu á gagnkvæmar ásakanir ráðherra og stjórnarsinna hver í annars garð. Var harkan mest í deilum þeirra Jóns Baldvins Hannjbalssonar ut- anríkisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra sem efni málsins samkvæmt bera með forsætisráðherra höfuðábyrgð á hinni margbrotnu samningsgerð um evrópska efnahagssvæðið. Þegar Jón Baldvin sagði að_ 98% samningsins væri lokið sagði Ólafur Ragnar það rangt eða samið hefði verið án um- boðs og vitundar ríkisstjórnarinnar. Svo sem kunnugt er hafnaði ríkis- stjórnin þeirri tillögu sjálfstæðis- manna að samningarnir um evr- ópska efnahagsvæðið (EES) milli Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) yrði gerður í umboði Alþingis. Hefur ríkisstjórnin undir forystu Steingríms Hermannssonar því borið alla ábyrgð í þessu máli. Eftir að Steingrímur og Jón Baldvin tóku til við að rífast um Evrópumálin segja þeir báðir, að hnífurinn hafi ekki gengið á milli þeirri í þeim málum og vísa með því til EES-viðræðn- anna. Af þessari stuttu lýsingu má sjá, að allt logar í illdeilum milli ráð- herra vegna Evrópumálanna. Þeir eru ekki einu sinni sammála um það sem gert hefur verið í tíð ríkisstjórn- arinnar. Á fundi BSRB kom einnig fram, að ráðherrar og formaður ut- anríkismálanefndar virðast alls ekki gera sér nægilega glögga grein fyr- ir efni samninganna. Er engu Iíkara en hvorki Ólafur Ragnar né Jóhann Einvarðsson átti sig á því, að í samn- ingunum um EES er gengið frá þeim atriðum í samningum okkar við EB, sem snerta rétt útlendinga til að kaupa fasteignir hér á landi, þar með jarðir til sveita. Var með ólíkind- um að hlusta á fjármálaráðherra tala á hjartnæman hátt um um- hyggju sína fyrir fögrum sveitum landsins og segja síðan, að vegna hennar væri hann andvígur aðild íslands að EB. Veit fjármálaráð- herra ekki um hvað EES-samning- arnir snúast? Veit hann ekki að þeir snúast meðal annars um rétt útlend- inga sem vilja kaupa hér jarðir? Fagmenn biðja um Q) DEITERMANN flísalímið, því það er ÚRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. # ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR EES-samningarnir ná til 70-80% þeirra atriða sem snerta heildarsam- skipti íslands við EB og fela í sér að komið verður á fót stjórnkerfi sem er sambærilegt við kerfíð hjá Evr- ópubandalaginu. Hafa EFTA-ríkin ekki neitunarvald samkvæmt þessu kerfi. Ef Jóhann Einvarðsson getur ekki sætt sig við umræður um tengsl íslands og EB af því að í Rómarsátt- málunum, stofnskrá EB, sé mælt fyrir um sameiginleg yfirráð yfir auðlindum sjávar utan 12 mílna lög- sögu, getur hann fallið frá þessari andstöðu sinni. Það er alls ekki minnst á þetta í Rómarsáttmálanum, enda höfðu 12 mílurnar ekki áunnið sér neinn sess árið 1957, þegar sátt- málinn kom til sögunnar. EB-leiðin opnuð Ólafur Ragnar Grímsson endurtók hvað eftir annað á þessum fundi BSRB, sem er eini sameiginlegi fundur stjórnmálaflokkanna um Evrópumálefni í kosningabarátt- unni, að í stefnuyfirlýsingum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks væri að finna „opnun á inngöngu“ í EB eins- og hann orðaði það. Um þessa fullyrðingu er það fyrst að segja, að í henni felst of mikil alhæfíng. Stefna Alþýðuflokks ann- ars vegar og Sjálfstæðisflokks hins vegar er alls ekki sambærileg. í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins seg- ir: „Islendingar eiga ekki fremur en aðrar Evrópuþjóðir að útiloka fyrir- fram að til aðildar geti komið að Evrópubandalaginu." Hér er tekin raunsæ afstaða í þeim tilgangi að um þennan kost verði rætt ekki síð- ur en aðra og sjálfstæðismenn margítreka nauðsyn þess að íslend- ingar ráði yfir auðlindum sínum. I stefnuskrá Alþýðuflokksins segir: „Alþýðuflokkurinn útilokar ekki að- ild að Evrópubandalaginu, en ítrekar óskoruð yfirráð íslendinga yfir fiski- miðunum og orkulindum landsins." Allii sem lesa hinar tilvitnuðu setn- ingar sjá að á þeim er munur, enda hefur Steingrímur Hermannsson lá- tið að því liggja, að hann hafi orðið fyrir einhvers konar pólitísku áfalli, þegar hann las stefnuyfirlýsingu Alþýðuflokksins. Þeir sem hafa kynnt sér umræð- urnar um EES og þær vonir sem bundnar eru við samningaviðræður EFTA og EB í ríkisstjórnum EFTA- landanna (utan íslands?) vita, að þar líta menn á EES sem fyrsta og ann- að skrefið inn í Evrópubandalagið. Fjármálaráðherra í ríkisstjórn ís- lands, sem hefur staðið að EES- samningsgerðinni síðan 1989 án þess að gera ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar, er ekki í neinni stöðu til að flytja árásarræður á Sjálfstæðisflokkinn og telja hann boða þjóðhættulega stéfnu með of- angreindu orðalagi um ísland og Evrópubandalagið. Það hljóta allir að sjá sem hafna uppspuna í stjórn- málaumræðum. EES-samningsgerðin er skipuleg- asta átak sem gert hefur verið til að opna íslandi ogöðrum EFTA-ríkj- um leið inn í Evrópubandalagið. Það er ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar með þátttöku Olafs Ragnars Grímssonar sem hef- ur forystu um þetta — ríkisstjórn sem hafnaði tillögu sjálfstæð- ismanna um að Alþingi veitti umboð til samningsgerðarinnar. Vitlausasta yfirlýsingin Um nokkurt skeið hefur legið í loftinu að framsóknarmenn myndu gera Evrópumálin að mikilvægum þætti í kosningabaráttu sinni. Ljóst var að þeir höfðu bitið í sig andstöðu við lýðræðislegar og opnar umræður um Island og Evrópubandalagið. Væntu margir þess, að framsóknar- nrúériiv mýlVdú! þvf légöa höfðú'á- herslu á að kynna þjóðinni EES- samninginn, sem unnið hefur verið að undir forystu Steingríms Her- mannssonar. Þeir myndu þannig nota kosningabaráttuna tii að vinna að skipulegri upplýsingastarfsemi um þetta mikilvæga verkefni um leið og þeir héldu merki ríkisstjórn- arinnar hátt á loft. Þegar á hefur hert í kosningabar- áttunni er engu líkara en framsókn- armenn hafi tapað áttum. Þeir hafa einbeitt sér af slíku offorsi gegn aðild að EB, sem alls ekki er á dag- skrá hjá neinum stjórnmálaflokk- anna, að allt annað hverfur í skugg- ann. Hvað veldur þessu? Þorðu fram- sóknarmenn ekki að láta kosning- arnar snúast um EES-samninginn eða verk ríkisstjórnarinnar? Eða fóru þeir einfaldlega á taugum? Utan Framsóknarflokksins (og kannski Alþýðubandalagsins) eru stjórnmálamenn almennt sammála um að yfírlýsingin sem Steingrímur Hermannsson gaf á Akureyri sunnu- daginn 7. apríl um að kosningarnar 20. apríl yrðu þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild íslánds að Evrópubanda- laginu sé vitlausasta yfirlýsingin í | kosningabaráttunni. Virðist þessi gagnrýna skoðun hafa hljómgrunn innan Framsóknarflokksins, því að á laugardaginn birtist í Tímanum rökstuðningur frá Steingrími fyrir þessari tillögu, sem er í raun ekki annað en yfirklór. Ég er þeirrar skoðunar eftir lestur skýringa Stein- gríms á eigin ummælum, að hann j hafi hreinlega ekki treyst sér til að sækja BSRB-fundinn á fimmtudag- inn, eina sameiginlega fundinn um EB-málið í kosningabaráttunni. Hann hafi áttað sig á því, að mál- flutningur hans stæðist ekki sam- keppni á þeim hugmyndavettvangi sem fundurinn átti að verða, þótt hann breyttist því miður í rifrildi ráðherra eins og svo margir kosn- ingafundir undanfarið. Var Jóhann Einvarðsson síður en svo öfunds- verður, þegar hann leitaðist við að skýra EB-afstöðu Framsóknar- flokksins og Steingríms. Yfirklór Steingríms I Tímanum hinn 9. apríl er sagt frá fundi Steingríms Hermannssonar á Akureyri. Þar segir meðal annars: „Mér þótti einkennilegt að sjá í stefnuskrá Alþýðuflokksins að hann útilokar ekki aðild að Evrópubanda- laginu, enda séu yfirráð okkar yfir fiskimiðunum tryggð, eins og þar segir. En í stjórnarskrá Evrópuband- alagsins, sjálfum Rómarsáttmálan- um, er hins vegar skýrt kveðið á um að fiskimiðin utan 12 mílna eru sam- eign bandalagsþjóðanna. Við höldum ekki yfirráðum yfir fiskimiðum okk- ar með aðild að Evrópubandalaginu, það veit Jón Baldvin manna best. Davíð Oddsson segir að halda beri þjóðaratakvæðagreiðslu um að- ildina að EB, þegar þar að kemur. Ég segi; við skulum hafa þjóðarat- kvæðagreiðsluna 20. apríl og upp- lýsa þjóðina um stefnu flokkanna í þessu máli ...“ Eins og áður segir er fullyrðing forsætisráðherra um Rómarsáttmál- ann og fiskimiðin utan 12 mílna beinlínis röng. Hann talar eins og hann hafi aldrei kynnt sér megin- þætti sjávarútvegsstefnu EB, sem var ekki mótuð fyrr en 1970 og er nú til endurskoðunar í annað sinn. Til að sjá megindrætti þessarar stefnu þarf forsætisráðherra þó ekki annað en lesa skýrslu sem Þjóðhags- stofnun sendi honum í febrúar síð- astliðnum og heitir Áhrif evrópska efnahagssvæðisins á íslenskan sjáv- arútveg. Steingrímur segir einnig að samkvæmt Rómarsáttmálanum skuli allir hafa sama rétt til kaupa á fasteignum og telur hann því 'úþegná EB:- aÚðVéMlega egétá köýpt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.