Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 24
Hænunni fyndist best að eggið
þegði um landbúnaðarmálin!
ÞAÐ HEFUR ekki vafist fyrir
Davíð Oddssyni formanni Sjálf-
stæðisflokksins á fundaherferð
hans um öll kjördæmi landsins
undanfamar tvær vikur að fá
fólk til þess að mæta á fundina.
Iðulega hefur Davíð talað fyrir
troðfullu húsi og hafa menn ekki
talið eftir sér að aka langar vega-
lengdir til að koma til fundar.
Svo var einnig nú um nýliðna
helgi: Hátt í fjögurhundruð
manns komu til kvöldstundar
með Davíð á Hótel Selfossi á
föstudagskvöldið var, um 200
manns hlýddu á hann laust eftir
hádegi á laugardaginn í Hótel
Valaskjálf á Egilsstöðum og um
eitthundrað manns komu í sömu
erindagerðum á Hótel Höfn í
Homafírði á sunnudagsmorgun,
þó svo að árshátíð Sjálfstæðisfé-
lagsins á Höfn hafí staðið fram
á nótt i sömu húsakynnum, ör-
fáum klukkustundum áður. Þar
var Davíð heiðursgestur sam-
komunnar.
í fyrirspumum á þessum þremur
fundum var aðeins einu sinni beint
fyrirspum til Davíðs í þá veru hvort
Sjálfstæðisflokkurinn væri á leiðinni
með ísland inn í
Evrópubandalagið
og því var fljót-
svarað af Davíð
að svo væri alls
ekki. Málið kæmi
líklega ekki á dag-
skrá hér á landi
fyrr en í fyrsta lagi um aldamót,
ef það kæmi yfirleitt á dagskrá.
Engin fyrirspum var um Rás tvö,
né yfirlýsta stefnu landsfundar
Sjálfstæðisflokksins um að selja
beri Rásina. Þessi tvö mál, sem
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
hafa í kosningabaráttunni að und-
anfömu reynt að hanka flokkinn
á, fengu því á þessum fundum litla
sem enga athygli, enda er annað
málið stórmál sem ekki er á dag-
skrá og hitt ómerkilegt smámál.
Þegar grannt er skoðað þarf
þetta ekki að koma svo mjög á
óvart. Úti á landi, í Suðurlandskjör-
dæmi, Austurlandskjördæmi, Vest-
ijarðakjördæmi og reyndar öllum
öðram kjördæmum en Reykjavík
og Reylq'anesi beinist kastljós kosn-
ingabaráttunnar einkum að stað-
bundnum vandamáJum hvers kjör-
dæmis fyrir sig. Eðli málsins sam-
kvæmt brenna samgöngumál á
Vestfirðingum og Austfirðingum,
húshitunarkostnaður brennur á allri
landsbyggðinni, í mismiklum mæli
þó. Sömuleiðis landbúnaðarmál,
sjávarútvegsmál og áhyggjur vegna
fólksfækkunar og dvínandi atvinnu-
tækifæra.
í báðum þeim Iq'ördæmum sem
Davíð fundaði í um helgina komu
fram fyrirspumir í þá vera hvort
ekki væri sanngjamt, að Sunnlend-
ingar og Austlendingar nytu þess
í lægra raforkuverði en þeir búa
nú við,\ að orka fallvatnanna sem
hefði verið virkjuð og til stæði að
virkja, væri upprannin í Suður-
lands- og Aust-
urlandskjör-
dæmi. Davíð
svaraði fyri-
spumum í þessa
vera á þann hátt
að auðvitað
bæri að stefna
að því að orkuverð alls staðar lækk-
aði. „Landsvirlq'un hefur lögum
samkvæmt ein réttinn til að virlq'a
virkjanir yfir tiltekinni orkustærð. Á
öllum sölupunktum Landsvirlq'unar
fá menn orkuna á sama verði. Það
er bæði eðlilegt og sjálfsagt."
Á Egilsstöðum beindi Leifur
Haraldsson m.a. þeirri fyrirspum
til formanns Sjálfstæðisflokksins
hvort flokkurinn gæti fallist á að
stofnað yrði Orkubú Austurlands,
með svipuðu sniði og Orkubú Vest-
fjarða og Orkubú Suðumesja og
hvort til greina kæmi að Austlend-
ingar fengju að leita eftir erlendum
eignar- og samstarfsaðila til virkj-
unar Fljótsdals til 20 eða 25 ára
og að þeim tíma liðnum yrði Orkubú
Austurlands eigandi mannvirlq'a.
Davíð kvaðst ekki telja skynsam-
legt að svara þessari spumingu efn-
islega nú, þegar mjög viðkvæmir
samningar við erlenda aðila um
orkukaup stæðu yfir. „Það er eng-
inn vafi á að Fljótsdalsvirkjun verð-
ur lykilvirkjun, ef af þeim samning-
um verður. Ég á von á því að fund-
ur sem verður í Amsterdam 15.-17.
maí og fundur sem verður í beinu
framhaldi af því í New York ráði
úrslitum um það, hvort samningar
takast um þetta álver eða ekki. Ég
DAVÍÐ - „Eggið“.
á nú frekar von á því að þeir tak-
ist, en þó gæti það bragðið til beggja
vona,“ sagði Davíð.
Varðandi jöfnun húshitunar-
kostnaðai' úti á landsbyggðinni, sem
hugsanlega mætti verða til þess að
draga úr fólksflóttanum, sagði Dav-
íð: „Ég hef sagt að eðlilegt væri
að þeir peningar sem Landsvirkjun
er nýbyijuð að greiða til ríkisins, í
beinan arð og ríkisábyrgðargjöld,
væra notaðir til þess að greiða nið-
ur húshitunarkostnað. Auk þess
væri eðlilegt að nota þau gjöld sem
Landsvirkjun þarf að greiða vegna
virkjana fyrir vatnsréttindi til ríkis-
ins á sama hátt.“
Það er greinilegt af tilsvöram
Davíðs Oddssonar á þeim fundum
sem hann hefur haldið í öllum kjör-
dæmum landsins, nema Reykjavík-
urkjördæmi, að hann ætlar ekki að
binda sig á klafa með löngum lof-
orðalista, þótt augljóslega væri slíkt
fundagestum þóknanlegt og
kannski líklegt til einhverrar fylgis-
aukningar. Þetta kom m.a. fram
þegar hann neitaði á Egilsstöðum
að skrifa upp á kosningavíxil um
eitt stykki jaiðgöng á Austíjörðum
og á fundinum í Höfn neitaði hann
sömuleiðis að lofa Homfirðingum
einu stykki þverbraut á flugvöllinn
í Höfn í Homafirði. „Sjálfsagt ætti
formaður Framsóknarflokksins létt-
ara með það en ég að gefa ótæpi-
leg loforð. Ég mun ekki gera það
hér. Það er ekki nokkurt vit í því,
hvorki fyrir mig, né forystumann
nokkurs annars stjómmálaflokks,
að standa nokkram dögum fyrir
kosningar og lofa hinu og lofa þessu
í trausti og slqoli þess, að ekki
komi að skuldadögum.
Á hinn bóginn tel ég að sam-
göngumálin séu eitt brýnasta málið
þegar rætt er um byggðamál. Við
sjálfstæðismenn segjum að mynd-
JÚLÍUS SESAR - Rómverskir
keisarar tryggðu öruggt vega-
kerfí.
arleg flárfesting í samgöngumálum
mun fyrr eða síðar bera arð. Við
sáum að Rómverjar hugsuðu með
þessum hætti. Fyrsta meginverk-
efni rómverskra keisara var að
leggja og tryggja öruggt vega-
kerfi,“ sagði Davíð. Þrátt fyrir að
ekki tækist að knýja fram loforð
formannsins um „hitt eða þetta“
var svona svöram fagnað af funda-
gestum með lófataki, hvort sem var
á Höfn eða Egilsstöðum.
Á fundunum kom fram að
ákveðnir fyrirspyijendur telja að
stefna Sjálfstæðisflokksins í sjáv-
arútvegsmálum sé ekki skýr. Davíð
sagði m.a. í þessu sambandi: „Það
gladdi mig dálítið, þegar ég heyrði
að Gissur Sigurðsson, fréttamaður
Útvarps, sem kynnt hefur sér þessi
mál hvað best fyrir hönd Frétta-
stofu Útvarps fór yfir þessa þætti
í þættinum Hér og nú í gær og
ásakanir í garð okkar sjálfstæðis-
manna um að stefna okkar í sjáv-
arútvegsmálum væri óskýr. Gissur
tók sig til og kynnti sér stefnur
hinna flokkanna. Niðurstaða hans
var sú að sá eini sem varpaði fram
einhveijum hugmyndum sem hönd
væri á festandi í þessu máli væri
Sjálfstæðisflokkurinn. Það er stað-
reynd að með stefnu okkar höfum
við opnað fyrir möguleikann á heild-
stæðri mótun sjávarútvegsstefnu.“
„Er einhver von til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn muni fella nýgerð-
an búvörasamning, þegar þing
kemur saman á nýjan leik?“ var
spurt á Höfn og þá kallaði Egill
Jónsson frá Seljavöllum, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
til Davíðs: „Nú verður þú að vanda
þig!“ Og Davíð svaraði Agli að
bragði: „Já, ég heyri það, að hæn-
unni fyndist best að eggið þegði
um landbúnaðarmálin!" „Eggið“
ákvað nú samt sem áður að láta
■i DAGBÓKM
hriwcsiA
eftir Agnesi Bragadóttur
ekki við svo búið sitja: „Við teljum
mikilvægt að í röðum okkar sjálf-
stæðismanna hefur náðst víðtækari
sátt meðal framleiðenda í landbún-
aði og neytenda en annars staðar.
Við höfum sagt að við séum andvíg-
ir því að heimila innflutning á bú-
vörum á meðan að landbúnaðurinn
hefur ekki haft þrótt til þess að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Varðandi búvörasamninginn, þá
bendi ég á að nú í lok lq'örtíma-
bilsins var þessi samningur undirrit-
aður, án þess að ríkisstjómin sem
heild stæði að honum. í þessum
samningi eru illskiljanlegir óskalist-
ar og spár sem ekki eiga sér stoð
í veraleikanum. Ég tel að ný ríkis-
stjóm verði að fá til þess tóm að
fara ofan í þessi mál á nýjan Ieik.
Það hefði verið skynsamlegt að
framlengja fyrri búvörasamning al-
veg um heilt ár til þess að slíkt tóm
gæfist. Ég sé mjög maiga van-
kanta á þessum samningi og tel
að menn séu á mörgum sviðum
settir í hálfgerðar heljargreipar og
geti raunar hvorki lifað né dáið.
Sum áform í samningnum, svo sem
flati niðurskurðurinn sem rætt er
um, geta að mínu mati verið afskap-
lega hættuleg. Við eigum ekki að
ljúka samningsgerð af þessu tagi,
án þess að sölukerfi og vinnsla sé
hluti af samningunum."
Þetta svar formannsins var
„hænunni“ greinilega meira en
þóknanlegt, því Egill sagði með
velþóknun, en eins og hálfundrandi
þó, þegar Davíð spurði: „Hef ég
farið nógu varlega, Egill?“ : „Ég
er alveg hissa á því hvað þetta var
gott svar hjá þér!“ Og þá hlógu
Homfirðingar dátt að þingmanni
sínum.
Það er ekki á degi hveijum sem
maður verður vitni að því að sjálf-
stæðismenn hafí snert af minni-
máttarkennd gagnvart Framsókn,
en vissulega virðist hennar gæta í
einhveijum mæli í Austurlandskjör-
dæmi. Ifylgi Framsóknar í Iq'ör-
dæminu er sjálfstæðismönnum í
sama iq'ördæmi með öllu óskiljan-
legt og gátu þeir ekki gefið mér
neinar haldbærar skýringar þar á.
Ypptu bara öxlum í hálfgerðum
vandræðagangi og sögðu að- fram-
sóknarmennska virtist vera í genun-
um á svo mörgum Austlendingum.
„Þetta er sjúkdómur sem gengur í
erfðir!“
Því er ekki að undra þótt aust-
urlenskir sjálfstæðismenn hafi hleg-
ið dátt þegar þeir heyrðu hversu
víðsfjani slík kennd er formanni
þeirra: „Það eina ljóta sem segja
má um þetta kjördæmi, er að hér
er allt of mikið af framsóknarmönn-
um!“ Formaðurinn hafði heyrt það
útundan sér, að sjálfstæðismenn á
Austurlandi legðu það ekki í vana
sinn að tala mjög illa um Fram-
sókn: „Ég legg þafl ekki í vana
minn að tala mjög illa um Fram-
sókn,“ sagði Davíð glottuleitur mjög
og bætti svo við: „Að minnsta kosti
aldrei verr en hún á skilið!"
í lqördæmi þar sem Framsókn-
argrín er nánast eins og forboðinn
ávöxtur, féll þetta skens formanns-
ins í.fijóan jaiðveg.
SÉRHÖNNUÐ S TIGAHÚSA TEPPI
5 ára ble t ta -á byrgð.
Mælum, rífum gömlu teppin af, gerum tilboð, leggjum nýju teppin fljótt og vel. TEPPABUÐIN
Gólfefnamarkaöur, Suðurlanúsbraut 26.
Cg/
O Lofta- plötur og lím Nýkomin sending
Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640