Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 ALÞINGISKOSNI NG Umhverfismál og álver á Keilisnesi eftir Júlíus Sólnes Umhverfisspjöll eru mikið áhyggjuefni almennings um heim allan. Til skamms tíma fór hljótt um umræðu um þau mál á Islandi, en hún er nú komin í fullan gang. í hinu nýja umhverfisráðuneyti er verið að vinna að stefnumótun í ýmsum mikilvægum málaflokkum á sviði umhverfismála. Eitt stærsta verkefni ráðuneytisins þessa stund- ina er þó án efa undirbúningur að útgáfu starfsleyfis fyrir væntanlega álbræðslu á Keilisnesi. Hefur sér- stök ráðgjafamefnd á vegum ráðu- neytisins farið ítarlega yfir alla þætti umhverfisáhrifa og mengunar frá slíku álveri og unnið tillögur að starfsleyfi fyrir álverið, þ.e. skil- mála fyrir mengunarvarnir og varn- ir gegn öðrum umhverfisspjöllum. Mengun frá álvenim Alver voru áður fyrr óneitanlega mengandi iðnaður og ollu miklum umhverfisspjöllum. Okkur ber því að tryggja, að n'ýtt álver á Keilis- nesi hafi ekki skaðleg áhrif á um- hverfið. Miklar framfarir hafa orðið í mengunarvömum í álverum og því auðveldara að koma í veg fyrir umhverfisspjöll nú. Samkomulag hefur þegar náðst um umfangs- meiri mælingar og ítarlegra eftirlit með öllum mengunarþáttum en gerist í nokkru öðru álveri, sem nú er rekið í heiminum. Þetta ásamt ströngum kröfum um efri mörk mengunar tryggir betur en allt ann- að, að hægt verði að halda henni í skefjum. Flúormengun er langal- varlegasti mengunarþáttur í rekstri álvera. Með nýrri tækni, sem verður notuð á Keiiisnesi, er hægt að halda flúormengun í algeru lágmarki. Er talið, að flúormengun verði ekki meiri að staðaldri en sem nemur u.þ.b. 0,5 kg af flúor, sem berst út í umhverfið miðað við hvert fram- leitt tonn af áli. Til samanburðar má geta þess, að slík mengun frá álverinu í Straumsvík var vel yfir 10 kg miðað við hvert framleitt tonn í upphafi. Hefur nú náðst sam- komulag um aðgerðir í Straumsvík, sem munu koma flúormengun niður í u.þ.b. 1 kg á framleitt tonn á næstu árum. Brennisteintvíildismengun frá ál- verinu er einnig áhyggjuefni vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr slíkri mengun, þótt áhrif hennar séu mjög lítil fyrir utan sjálft þynningarsvæðið, þ.e. svæði innan fjögurra kílómetra geista frá verksmiðjunni. Ýmsir hafa því kall- að á svokallaðan vothreinsibúnað til að hreinsa burt brennisteins- tvíildið. Vothreinsibúnaður hreinsar um 80-90% af brennisteinstvíildinu úr útblástursloftinu og flytur það í staðinn út í sjó. Magn brennisteinst- víildis ræðst af brennisteinsinni- haldi í rafskaiitum. Ef brennisteins- innihald þeirra er mjög lítið, eða í kringum 2%, fara rúmlega 4800 tonn af brennisteinstvíildi út í and- rúmsloftið á hveiju ári án vot- hreinsibúnaðar. Æ erfiðara verður að fá hrein skaut á heimsmarkaði. Með mjög óhreinum rafskautum gætu þrátt fyrir vothreinsibúnað farið allt að 1.000-2.000 tonnum af brennisteinstvíildi út í andrúms- loftið. Óhreinum rafskautum fylgir að auki þungmálmamengun og ýmis önnur eiturefni, sem gera sjálfa álframleiðsluna erfiðari, og með vothreinsibúnaði myndu berast beint út í sjó. Vothreinsibúnaður til að hreinsa burt brenisteinstvíildi byggir á fremur gamaldags aðferðum, sem eru fyrst og fremst tilkomnar til að hreinsa burt flúromengun í göml- um álverum, þar sem ekki eru not- uð forbökuð rafskaut og þurr- hreinsibúnaður. Skoluninni á út- blástursloftinu var ætlað að ná burt tjörunni úr kolunum og flúornum. Hreinsun brennisteinstvíildisins kom nánast aukalega án þess það væri í sjálfu sér megin''tilgangur vothreinsunarinnar. Hvergi í heim- inum er fyrirfram gerð krafa um hreinsun brennisteinstvíildis úr út- blásturslofti álvera, nema sérstakar staðbundnar aðstæður krefjist þess, enda brennisteinstvíildismengun margfalt meiri frá annars konar iðnaði. I kola- og olíuorkuverum er t.d. daglegur skammtur af brenni- steinstvíildi hinn sami og árs- skammturinn frá meðalstóru álveri. Tækniþróun í mengunarvarnar- búnaði hefur á seinni árum fremur beinzt að því að grípa inn í fram- leiðsluferilinn en setja dýran hreinsibúnað á útblástur eða frá- rennsli frá mengandi verksmiðju. Með því að fara vandlega yfir fram- leiðsluferlana og gera ráðstafanir snemma á ferlinum frekar en við endalok hans næst yfirleitt mun betri árangur í mengunarvörnum. Vothreinsibúnaður er dæmi um endaferilshreinsun. Verið er að gera tilraunir með að hreinsa brenni- steininn úr kolunum, sem rafskaut- in eru framleidd úr, og er þannig hægt að koma í veg fyrir myndun brennisteinstvíildis á tiltölulega ein- faldan hátt. Verð hreinsaðra kola í Júlíus Sólnes „Tækniþróun í meng- unarvarnarbúnaði hef- ur á seinni árum frem- ur beinzt að því að grípa inn í framleiðslu- ferilinn en setja dýran hreinsibúnað á útblást- ur eða frárennsli.“ slíkum tilraunaverkefnum er um 140 USD/tonn, en óhreinsaðra kola á heimsmarkaði um 115 USD/tonn. Allt bendir því til þess, að hreinsuð kol verði samkeppnishæf innan tíðar, og ætti þá brennisteinsvanda- málið að vera úr sögunni. Því hefur sú ákvörðun verið tekin að kreijast ekki vothreinsibúnaðar í starfsleyfi álversins, heldur setja fremur kröfu um hámarksbrennisteinsinnihald rafskauta með endurskoðunar- ákvæðum í ljósi þeirrar öru þróun- ar, sem á sér stað í sambandi við aðgerðir til að hreinsa brennistein úr rafskautakolum. Brennisteinstvíildis- og kolsýrumengun á íslandi Á annarri loftslagsráðstefnu Al- þjóða veðurfræðistofnunar Samein- uðu þjóðanna, sem haldin var í Genf í nóvember 1990, samþykktu Evrópubandalagsþjóðirnar ásamt EFTA-löndunum, þar með talið íland, ásamt Ástralíu, Kanada, Nýja Sjálandi og Japan, að draga svo úr losun á kolsýru, CO2, út í andrúmsloftið, að losun árið 2000 yrði ekki meiri en árið 1990. Um- hverfisráðherra hefur af þessu til- efni skipað sérfræðinganefnd til að fara ítarlega yfir ýmis loftmengun- armál svo sem losun kolsýru og brennisteinstvíildis út í andrúms- loftið, og er unnið að fram- kvæmdaáætlun til að draga úr slíkri mengun. Á íslandi er verulegt brenni- steinstvíildismengun frá bæði nátt- úrulegum uppsprettum svo og iðn- aði. Samkvæmt upplýsingum frá starfshóp umhverfisráðuneytisins, sem fjallar um loftmengun, er t.d. brennisteinstvíildismengun frá Nesjavallavirkjun í fullum rekstri nærri 12.000 tonn á ári eða meira en tvöfalt það magn, sem kemur frá álverinu. Stafar þetta af því, að frá virkjuðum háhitasvæðum streymir mikið magn af brenni- steinsvetni, H2S, út í andrúmsloftið. Rannsóknir og athuganir sérfræð- inga gefa til kynna, að langmestur hluti þess oxist tiltölulega fljótt í brennisteinstvíildi í andrúmsloftinu. Þannig valda virkjuð háhitasvæði langtum meiri brennisteinstvíild- ismengun en álverið. í töflunum að neðan er magn kolsýru og brenni- steinstvíildis frá virkjuðum háhita- svæðum og öðrum iðnaði sýnt. CO2 streymi frá virkjuðum há- hitasvæðum Svæði CO'tonn/ár Reykjanes 1.892 Svartsengi 16.714 Nesjavellir 8.672 Hveragerði 631 Námafjall 530 Krafla 25.368 Samtals 51.915 Umhverfismál - frá orðum tíl athafna eftir Ingimar Sigurðsson Það mun vart ofsögum sagt, að umhverfismál, ekki síst mengunar- mál, séu mál málanna þessa stund- ina, enda tími til kominn, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ráðamönnum hefur loks skilist, að án róttækra aðgerða á þessum vettvangi á maðurinn sér aðeins skamma framtíð hér á jörðu. Það sem einna helst hefur opnað augu manna á undanförnum misserum eru hinar hörmulegu afleiðingar meng- unar, sem komu í ljós þegar ,járn- tjaldið" svokallaða var dregið frá, og var engu líkara að þær kæmu mönnum á óvart. Mengun í Austur-Evrópu Ég minnist þess er ég dvaldi í V-Þýskalandi haustið 1968, var ástand þesara mála austan „þýsku landamæranna“ mjög til umræðu. Fór ekki á milli mála, að mikill munur var á ástandinu þar og vest- an þeirra. Hvort menn gerðu sér þá almennt grein fyrir hættunni skal ósagt látið. Ég held, að menn hafí litið á þetta sem óþrif og sóðaskap fremur en að um aðsteðjandi hættu væri að ræða. í dag vitum við hins vegar betur og hefðum ugglaust mátt vita betur á þessum tíma, þótt við hefðum ekki litið til annars en skýrslna um meðal- aldur í A-Evrópu. Staðreyndin er sú, að á sama tíma og meðalaldur hækk- aði í V-Evrópu lækkaði hann eða stóð í stað í A-Evrópu. Fáft skýrir þetta betur en aukin mengun, því afleiðingar hennar koma ekki síst fram hjá öldruðum og lasburða fólki, þar sem mótstöðukerfi líkamans er skert. Meðan fátt var aðhafst í þes- um málum í A-Evrópu var unnið að mengunarvörnum í V-Evrópu. Mengun hirðir ekki um landamæri Hvað skyldi svo þetta koma okkur íslendingum við, sem að eigin áliti höfum ekkert lagt til heimsmengun- arinnar og lifum við hreint loft og tiltölulega óspillta náttúru? Svarið er einfalt. Mengun hirðir ekki um landamæri fremur en farsóttir og vissulega berum við okkar ábyrgð eins og önnur neysluþjóðfélög, sem nýtt hafa sér afurðir þær sem kosta mengun. Lítum okkur nær Lítum okkur nær. Hvernig er ástand mála hér á landi? Öllum er ljóst, sem til þekkja, að við eigum við veruleg vandamál að stríða. Þeg- ar rædd eru þau umhverfismál sem við getum talið einkenna okkur er einkum átt við: 1. Verndun fiskimiða og físki- stofna. 2. Gróðurvernd. 4. Mengun vegna umferðar. íslendingar hafa um langt skeið verið í fremstu röð varðandi verndun fískimiða og fiskistofna, enda um sjálfa lífsbjörgina að tefla. Ekki verður það sama sagt um hina þættina. Óllum er kunnugt hvert er ástand gróðurverndarmála. Gróður landsins er á hraðri ferð út í hafsauga. Skolp- og sorpmál eru í ólestri. Mengun vegna umferðar leysist með tilkomu blýlauss bensíns og mengunarvarnarbúnaðar í bifreið- um. Framkvæmdir - ekki reglu- gerðir - tryggja árangur Ég fæ ekki séð, að í framkvæmd hafi verið mótuð opinber stefna til lausnar þessum málum, þótt í reglu- gerð um mengunarvarnir frá 1989 sem gildir m.a. um skolp og sorp sé mælt fyrir um hvað gera skuli. Reglugerðin hefur ekki nema að óverulegu leyti komið til fram- kvæmdar, en það er framkvæmdin sem ræður því hvort árangur næst en ekki hinn skrifaði texti. Hér er ekki um að kenna skorti á umræðu, því allt frá árinu 1975 hafa nefndir á vegum hins opinbera keppst við að setja saman lagafrum- vörp um stjórn þessara mála. Er engu líkara en að þeir sem ráða ferð- inni telji, að vistun þessara mála í stjórnarráðinu sé aðalatriðið. Ekki skal lítið gert úr því, en staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu, ef ekki er til vilji til framkvæmda. Framkvæmdir munu kosta tölu- verða fjármuni og þeim mun hærri Ingimar Sigurðsson „Staðreyndin er sú, að á sama tíma og meðal- aldur hækkaði í V-Evr- ópu lækkaði hann eða stóð í stað í A-Evrópu. Fátt skýrir þetta betur en aukin mengun, því afleiðingar hennar koma ekki síst fram hjá öldruðum og lasburða fólki, þar sem mót- stöðukerfi líkamans er skert.“ fúlgur því lengur sem látið er reka á reiðanum. Þessir fjármunir munu þó skila sér margfaldlega aftur þeg- ar til lengri tíma er litið. Stjórnun umhverfismála Það er skoðun mín að ekki skipti meginmáli í hvaða ráðuneyti eða ráðuneytum þessi mál eru vistuð éf tryggt er að ráðuneytið eða ráðu- neytin hafí yfir að ráða nauðsyn- legri sérþekkingu og séu í tengslum við þá aðila sem annast eftirlit og rannsóknir á þessu sviði. Verði lausnin sú að fela verkefnið tveimur eða þremur fagráðuneytum þarf nauðsynlega að kveða á um sam- vinnu þeirra og samstjórn í lögum eins og gert hefur verið í öðrum málaflokkum, t.d. í málefnum fatl- aðra. Ekki skortir lög til þess að fram- fylgja stefnu á þessu sviði. Um alla þá þætti sem áður eru nefndir gilda lög, sem eru nægjanlegur grundvöll- ur aðgerða, séu ráðamenn samþykk- ir því að ráðast í þær. Sveitarfélögin hafi eftirlitið Sagt hefur verið, að engin lög séu betri en það eftirlit sem haft er með framkvæmd þeirra, og að best sé að eftirlitið sé sem næst vettvangi. Látum sveitarfélögin hafa þetta eft- irlit áfram og það í auknum mæli. Málin brenna fyrst og fremst á þeim. Þau hafa á undanförnum árum unn- ið kappsamlega að því að byggja það upp í héraði. Afskipti ríkisins eiga fyrst og fremst að vera fólgin í sam- ræmingu, sérfræðiaðstoð, rannsókn- um og leiðbeiningum og því aðeins í beinum aðgerðum að brýna nauð- syn beri til, en þess eru engin dæmi að þörf hafi verið á slíku á undan- fömum árum. Rannsóknir á mengun Það er skoðun mín að ríkisvaldið eigi í auknum mæli að beita sér fyr- ir rannsóknum á áhrifum mengunar, ekki síst áhrifum mengunar frá öðr- um löndum, sem hingað berst með loftstraumnum. Mætti þar nefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.