Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 45
Minning:
Hólmfríður Stefáns-
dóttir frá Brenniborg
Fædd 17. september 1905
Dáin 31. janúar 1991
Laugardaginn 9. febrúar sl. var
jarðsett á Sauðárkróki elskuleg föð-
ursystir mín, Hólmfríður Stefáns-
dóttir frá Brenniborg í Skagafirði.
Hún var fædd að Brenniborg hinn
17. september 1905 og var því á
86. aldursári er hún lést.
Foreldrar hennar voru hjónin
Margrét Stefánsdóttir og Stefán
Stefánsson söðlasmiður er þar
bjuggu frá 1904 til 1940. Margrét
var dóttir Hólmfríðar Árnadóttur
og Sigurðar Páissonar sem m.a.
bjuggu í Pálsgerði í Dalsmynni en
Stefán var sonur Margrétar Skúla-
dóttur og Stefáns Stefánssonar er
lengst bjuggu að Löngumýri í Vall-
hólmi.
Hólmfríður eða Fríða eins og hún
var oftast kölluð ólst upp á Brenni-
borg með foreldrum sínum og
bræðrum, þeim Sigurði, f. 1908,
d. 1968, bónda á Brúnastöðum, og
Stefáni f. 1908, bónda í Brenni-
gerði. Brenniborg er ekki landmikil
jörð né kostarík, hún hafði verið í
nokkurri vanhirðu er þau afi og
amma fluttu þangað ári áður en
Fríða fæddist. Því biðu þeirra mörg
ár annríkis og strits við að slétta
og rækta tún, byggja upp hús, reisa
girðingar og fleira er til framfara
horfði.
Börnin fæddust strax á fyrstu
búskaparárunum og er þau uxu úr
grasi kom atorka þeirra að góðu
liði. í huga okkar er sáum ekki til
fullorðinsára fyrr en um og eftir
miðja þessa öld eru fyrstu áratugir
hennar gjarnan hluldir forvitnilegri
móðu. í gegnum hana skynjum við
lífshætti þess fólks sem þá byggði
landið, baráttu þess og vongleði er
tók að rofa til eftir aldalangt myrk-
ur á rökum moldargólfum, basl og
örbirgð utan dyra og innan hjá öll-
um þorra almennings. Eftir tímabil
harðinda og fólksflutninga úr landi
í lok nítjándu aldar fara í hönd
miklar breytingar í upphafi þeirrar
tuttugustu. Það verða stjórnmálaá-
tök og fullveldisbarátta, ár góðviðra
og harðinda skiptast á, þungir sjúk-
dómar, heimsstyijöld, tæknifram-
farir, heimskreppa, stofnun kaupfé-
laga og ungmennafélaga. Það tók
að hilla undir betra líf á nýrri öld.
Á þessum umbrotatímum mótaðist
líf frænku minnar og náði að falla
í fastan farveg. Hún kaus sér það
hlutskipti að búa með foreldrum
sínum og fylgja þeim alla tíð, njóta
skjóls þeirra og verndar og veita
þeim af dugnaði sínum og um-
hyggjusemi.
Fríða var í meðallagi há og þétt
á velli alla tíð, hún var þrekmikil
og ósérhlífin við vinnu og ekki vand-
fýsin á störf. Á Brenniborg vann
hún fyrst og fremst á heimilinu, en
þó af og til á ýmsum næstu bæjum
þegar nokkuð lá við og gekk jafnan
í hvert 'verk af hinni mestu trú-
tnennsku og samviskusemi.
Um 1940 flutti Fríða vestur á
Blönduós með afa og ömmu, bjuggu
þau fyrst í leiguhúsnæði fáein ár
en keyptu síðan lítið hús sem kallað
var Snorrabúð og fylgdi því áfast
fjós, lítill túnblettur og fjárhús.
Á Blönduósi bjuggu þau í tvo
áratugi. Afi stundaði söðlasmíði
þennan tíma allan eða til 87 ára
aldurs en jafnframt höfðu þau fá-
einar kindur og eina til tvær kýr
■B
Skíðaskálinn í Mikladal.
Morgunblaðið/Hilmar Ámason
Patreksfjörður:
Skíðalyftan sett upp
Patreksfirði.
SKÍÐALYFTA Patreksfirðinga var tckin í gagnið laugardaginn 6.
apríl, I fyrsta sinn í vetur. Lyftan er nú sett upp, þar sem hún hefur
áður verið, í Mikladal uppi undir Kili, rétt við þjóðveginn yfir til
Tálknafjarðar. Öllum sem þiggja vildu voru boðin frí afnot lyftunnar
þennan fyrsta dag í þeirri von að fólk fjölmennti og sæi hvílíkt ágæt-
is skíðaland það á rétt innan seilingar. Aðeins fjögurra til fimm mínútna
akstur frá þorpinu.
Það þætti sumstaðar ekki lang-
sótt. Hér hefur þetta þótt fulllangt
enda var fyrirhugað að hafa lyftuna
uppi í Höggi, sem er rétt við hinn
hálfkaraða íþróttaleikvang þorpsins
og nefndur er „Vemblei“ manna á
meðal sbr. leikvangur á Englandi.
Þar hefur ekki fest snjó í vetur
og gerir raunar ekki nema snjóar séu
miklir. Lyftan sem drifin er bensín-
mótor hefur verið til hér í nokkur
ár en illa gengið að fá fólk til að
nýta sér hana enda reksturinn að
mestu sjálfboðavinna, sem eins og
alþekkt er lendir alltaf á sama fólk-
inu. Þar sem lyftan er nú, eru góðar
brekkur og skáli, hvar fólk getur
ornað sér í og kikt í nestispakka.
Björgunarsveitin Blakkur sér nú um
lyftuna og slær það tvær flugur í
höggi; býður upp á holla útivist og
aflar sér fjár í faðmi vestfirskrar
náttúru.
- Hilmar
eftir að þau flytja í Snorrabúð, svo
segja má að búskapur hafi fylgt
þeim alla tíð. Á Blönduósi sinnti
Fríða ýmsum störfum, hún vann á
matsölu um tíma en síðan mörg ár
á hótel Blönduósi. Á þessum tíma
var hótelið eins konar umferðarmið-
stöð á Norðurlandi vestra, það var
„Norðurleið" sem bar hitann og
þungann af fólks- og póstflutning-
um og voru bflstjórarnir eins konar
hetjur hversdagslífs þeirra ára.
Þurftu þeir oft að bijótast áfram
við mjög erfiðar aðstæður bæði í
snjófærð og illviðrum á vetrum, en
þá voru aðeins jarðýtur til snjóruðn-
ings og oft af skornum skammti,
og eins aurbleytum og slarki þegar
tók að vora. Gat hver ferð orðið
hið mesta ævintýri. Það var gjarnan
eitt af verkefnum Fríðu á hótelinu
að bera fram veitingar, fylgdist hún
afar vel með öllu sem gerðist á
þessum ævintýraferðum og kunni
frá mörgu skemmtilegu að segja.
í Snorrabúð var oft gestkvæmt,
þurftu margir að hitta söðlasmið-
inn, einkum sveitafólk á ferðum
sínum í kaupstað. Var gjarnan sest
að kaffiborði og ætíð glatt á hjalla
á þeim stundum en glaðvær heimils-
bragur hafði jafnan fylgt afa og
ömmu og af léttri lund var aldrei
skortur á þeirra heimili. Amma lést
á Blönduósi 1954, sjötíu og sex ára
að aldri, hafði hún verið heilsubiluð
nokkur ár og notið góðrar um-
hyggju afa og Fríðu.
Foreldrar mínir fluttu frá Brenni-
borg 1939 eftir fárra ára búskap,
hafði garnapest þá fellt nálega allan
bústofn þeirra um 120 fjár á tveim
árum. Eftir að við fluttum suður
átti ég þess löngum kost að fá að
dvelja, ungur drengur, í Snorrabúð
sumartíma við og við. Er sá timi
mér afar kær í minningunni þar sem
grunntónninn er ástúð og um-
hyggja Fríðu, afa og ömmu, og
seint gleymi ég gamla smíðaborðinu
hans afa sundurskornu og stungnu
eða ilminum af reiðtygjum nýjum
eða notuðum sem héngu á vegg í
smíðaherberginu. Eins voru leður-
afklippurnar ansi forvitnilegar fyrir
drenginn og þurftu sumar þeirra
snyrtingar við eins og gengur.
Árið 1960 flytjast þau Fríða og
afi til okkar að Brúnastöðum, var
hann þá 87 ára en hún 55. Hafði
hann látið þess getið Skömmu áður
að búskapur væri að þyngjast sér
á höndum, en túnið þeirra þurfti
að mestu að heyja með handverk-
færum. Fríða var enn sem fyrr sami
dugnaðarforkurinn og aðstoðaði
okkur við bústörf utan dyra sem
innan eftir mætti. Hún hafði yndi
af að ferðast og var frændrækni
henni í blóð borin, hélt hún þeim
góða sið að nota nokkra dagá á
hvetju sumri til að heimsækja
frændfólk og vini í Húnaþingi og
Skagafirði.
Fljótlega eftir lát afa 1971 fór
Fríða að dvelja hjá Stefáni bróður
sínum pg fjölskyldu hans í Brenni-
gerði. Átti hún þar traust og nota-
Minning:
Bjami Stefánsson
formlistamaður
Kveðja frá Þjóðleikhúsinu
Mér er heiður að því, fyrir hönd
okkar Þjóðleikhúsmanna, að fá að
rita hér nokkur kveðjuorð vegna
andláts vinar okkar og samstarfs-
manns, öðlingsins Bjarna Stefáns-
sonar.
Bjarni fæddist 13. september
1923 í Glerárþorpi á Akureyri og
var elstur fjögurra bræðra. Fjög-
urra ára gamall flyst hann til
Reykjavíkur með fjölskyldu sinni
og hér var hann búsettur síðan. Á
yngri árum vann hann alla algenga
vinnu til sjós og lands eins og þá
var títt um unga menn.
En Bjarni varð snemma listfeng-
ur og stundaði hann nám við Mynd-
listarskólann, sem vissulega kom
honum að góðum notum síðar við
störf hans við Þjóðleikhúsið. Þá
hafði hann mikinn áhuga á tungu-
málum, kunni ensku, frönsku og
þó nokkuð í ítölsku. Vegna tungu-
málakunnáttu sinnar réðst hann á
stríðsárunum til hersins, fyrst þess
breska og síðar þess bandaríska,
en þar starfaði hann þar til hann
réðst til Þjóðleikhússins við opnun
þess og við Þjóðleikhúsið starfaði
hann til dauðadags.
Auk starfa síns við Þjóðleikhúsið
hafði Bjarni önnur brennandi
áhugamál, sem hann helgaði sig
af miklum krafti. Hann var af-
burða ljósmyndari og tók frábærar
myndir. Margar þessara mynda tók
hann um langt árabil fyrir erlend
blöð og tímarit og hafa meira að
segja myndir eftir hann birst í jap-
önskum tímaritum.
Þá var áhuginn á tónlist ekki
minni, en hann beindist einkum að
klassískri tónlist og þá helst óperum
og óperuflutningi og átti Bjarni
stórt og gott plötusafn, sem einkum
einkenndist af kostgæfni í vali á
plötum og upptökum, sem hann
átti gjarnan margar af af sömu
óperunni. Þá stóð hann í bréfa-
skriftum við ýmsa erlenda áhuga-
menn um tónlist og deildu þeir með
sér upplýsingum og upptökum.
Bjarni gegndi alveg sérstöku
starfi í Þjóðleikhúsinu, sem segja
má að hann hafi sjálfur mótað frá
grunni ogstarf þetta heitir nú form-
listamaður, og felst aðallega í því
að búa til alls kyns muni, skreyting-
ar, styttur og annað sem enginn
annar gat búið til.
Bjarni var glaðvær og skemmti-
legur í umgengni og ævinlega var
glensið ekki langt undan. En eftir-
legt athvarf að vild um árabil en
hún sótti vinnu við og við til Sauðár-
króks. Tvo vetrartíma um 1980
dvaldi hún á Akureyri hjá Stefáni
Nikodemussyni frænda okkar, sem
þá var orðinn aldraður og veill, var
hún þá enn sem fyrr að veita öðrum
af félagsskap sínum og njóta þess
raunar sjálf um leið. Fríða var að
eðlisfari heilsuhraust, hún var glað-'
vær og hlý í viðmóti og tók mikinn
þátt í gleði annarra, henni fylgdi
alla tíð hressilegt og óþvingað yfír-
bragð. Hún gerði litlar kröfur til
annarra en gaf mikið af sjálfri sér.
Ættmennum sínum var hún gleði-
gjafi, traust og trygg á hvetju sem
gekk, væri gerð minnsta tilraun til
að draga í efa fullkomið ágæti
þeirra brást hún við sem um guð-
last væri að ræða. Vinátta hennar
var hrein og tær og verður hvorki
fullþökkuð né metin. Fyrir allnokkr-
um árum varð Fríða fyrir því óhappi
að lærbrotna og þar sem brotið vildi
illa gróa varð hún að dvelja nokkur
síðustu árin á sjúkradeild aldraðra
á Sauðárkróki. Naut hún þar hinnar
bestu umönnunar sem hér með er
þökkuð af alhug.
Fríða var bókhneigð, þótt hún
nyti aðeins bamafræðslu í upp-
vexti, hún las mikið einkum sveita-
lífssögur og bækur um dulræn efni.
Hún var sterktrúuð og lifði í mik-
illi fullvissu um annað tilverustig.
Útfarardagur hennar var bjartur
og fagur, logn, heiðskírt og hiti um
frostmark þó í febrúar væri, finnst
mér það táknrænt um líf hennar. Á
kveðjustund staðnæmist hugur
okkar um hríð, leitar liðins tíma og
það birtir, í sinni. Nú við þáttaskil-
in, er hún leggur á nýjar brautir
er henni þakkað af öllum sem hana
þekktu, við þökkum henni öll árin
sem hún dvaldi með okkur, ár ann-
arra lífshátta sem eru þó svo nærri,
ár sem aldrei birtast á ný. Um líf
hennar leikur björt minning.
Sigurður Sigurðsson
minnilegastur er þó áhugi hans,
sérstaklega á öllu sem viðkom leik-
húsinu, sem hann unni, en líka á
hinum ýmsu málefnum bæði í list-
um og veraldlegum efnum. Síðasta
árið átti Bjarni við erfiðan sjúkdóm
að stríða, sem leiddi hann til dauða
þann 27. mars sl..
Okkur er mikill söknuður að
Bjarna, bæði að starfskunnáttu
hans, en ekki síst félagsskap hans.
En við getum huggað okkur við það
að minningin um hann er björt og
hrein. Ég færi fjölskyldu hans allri
innilegar samúðarkveðjur allra í
Þjóðleikhúsinu.
Blessuð veri minning hans.
Gísli Alfreðsson
ÍXIS HUSGOGN HF.
MIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI
ÍMI: 43500