Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 41
 m STIORNIN — Stjórn Iðnþróunarsjóðs kom saman til reglubundins fundar í sl. viku. í fremri röð f.v. eru Oluf Chr. Muller, fulltrúi Noregs, Jóhannes Nordal, stjórnarformaður, Bror Wahlroos, fulltrúi Finnlands. í aftari röð eru Lars Ljung, fulltrúi Svíþjóðar og Sven Aage Nielsen, fulltrúi Danmerkur. Fjárfestingarlánasjóður Sijóm Iðnþróunarsjóðs samþykkir 1.100 millj. lán STJORN Iðnþróunarsjóðs samþykkti á reglubundnum fundi sinum í Reykjavík í síðustu viku lán og lánstilboð að upphæð 1.100 miHjón- ir króna en fyrir lágu beiðnir að fjárhæð 1.800 milljóiiir. Á fundin- um var einnig rætt um úttekt Enskilda Securities á íslenska hluta- bréfamarkaðnum sem nú er hafin að frumkvæði Seðlabankans, Iðn- þróunarsjóðs og Verslunarráðs íslands, að því er segir í frétt frá Iðnþróunarsjóði. Stjórn sjóðsins sem er skipuð fulltrúum ríkisstjórna Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar fjallaði ennfremur um styrkveitingar og sérstök þróunar- lán Iðnþróunarsjóðs sem nema 403 milljónum króna miðað við verðlag 1989. Þessi fjármögnunarstarfsemi hefur runnið til úttektar-, hagræð- ingar- og útflutningsverkefna, nýj- unga og rannsókna á nýiðnaðar- tækifærum og vöruþróunar í íslenskum iðnaði. Ákveðið hefur verið að hætta þessari starfsemi í þeirri mynd sem hún hefur verið til þessa. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal STJORNUN — Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri SVN til vinstri á myndinni og Kristinn Jóhannsson stjórnarformaður fyrirtæk- is ins kampakátir að loknum aðalfundi. Fyrirtæki Hagnaður af rekstri Síldarvinnslunnar hf. Á AÐALFUNDI Síldarvinnslunnar hf. sem haldinn var nýlega kom fram að hagnaður af rekstri félagsins nam á síðasta ári 124,7 milljón- um króna en árið áður varð tap af rekstrinum 35,5 milljónir, hagnað- ur varð af rekstri allra deilda félagsins nema loðnuverksmiðju. Bókfært eigið fé fyrirtækisins var í árslok jákvætt um 141,5 millj- ónir er árið áður neikvætt um 82,3 milljónir, hlutafé fyrirtækisins var aukið á árinu úr einni milljón króna í 60 milljónir bæði með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa svo og sölu nýrra hluta. Heildarvelta SVN varð 2,2 milljarðar í fyrra, heildarskuldir félagsins í árslok námu 1627 millj- ónum á móti 1765 milljónum árið áður. Meðalstarfsmannafjöldi Síldarvinnslunnar hf. var um 400 manns og launagreiðslur voru um 580 milljónir. Þess má geta að fyrir- tækið bauð öllu landverkafólki sínu til veislu í Egilsbúð um það leyti sem aðalfundurinn var haldinn. - Ágúst Varðandi úttekt Enskilda á íslenska hlutabréfamarkaðnum kom fram að lögð verður áhersla á að kanna þróun markaðarins und- anfarin ár og hvað beri að gera í framtíðinni. Árið 1988 var birt frumkönnun Enskilda á gildi hluta- bréfaviðskipta á Islandi sem Seðla- bankinn og Iðnþróunarsjóður fólu Enskilda að framkvæma en hún er talin hafa haft veruleg áhrif á hluta- bréfaviðskipti landsmanna. Niður- stöður úttektarinnar verþa væntan- lega kynntar í lok maí. I Verslun 60-70% söluaukn- ing á Seltz- eríBret- landi MIKIL söluaukning varð á svala- drykknum Seltzer á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Jón Sch. Thorstejnsson, framkvæmda- stjóri íslensks bergvatns hf., sagði að salan hefði gengið von- um framar á íslandi, en aðalsalan væri þó eftir sem áður til út- landa. í Bretlandi hefði salan aukist um 60-70% miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Það er rétt að við önnum eftir- spurn með því að flytja út um 500 þúsund dósir á mánuði. Magnið var töluvert meira í síðasta mánuði og fer síðan vaxandi nú með vorinu og nær væntanlega hámarki í sum- ar,“ sagði Jón. Þessa dagana er að koma á markað á íslandi Seltzer í sérhönn- uðum plastflöskum. í síðustu viku fór sending til Bandaríkjanna með vatni í slíkum flöskum. Jón sagði að Seltzer yrði ekki fluttur út í plastflöskum fyrr en í júlí þar sem fýrirtækið hefði ekki undan með framleiðsluna. Plasflöskurnar eru að sögn Jons stærri en dósirnar og handhægari til heimanotkunar. Fyrirtæki Tap Sementsverk- smiðjunnar 13,8 milljónir króna Minnsta sementssala í 20 ár TAP Sementsverksmiðju ríkisins nam alls um 13,8 milljónum króna á árinu 1990, samkvæmt ársskýrslu verksmiðjunnar fyrir það ár. Er það nokkru betri afkomu en árið árið þegar tap nam um 76 milljónum. Rekstrarhagnaður verksmiðjunnar var 61,4 milljónir en nettó vaxtagjöld námu 38,7 milljónum króna þannig að hagnað- ur fyrir óreglulega Iiði nam um 22,7 milljónum. Afskrifaðar voru vafasamar kröfur að fjárhæð tæplega 26 milljónir króna en alls námu óregluleg gjöld 36,6 milljónum. Sala sements á síðasta ári varð hin minnsta í 20 ár, eða 110 þúsund tonn. Greiðslur afborgana af langt- ímalánum námu 60,3 milljónum króna og tekin voru ný langtímal- án að upphæð 30,4 milljónir. Langtímaskuldir í árslok voru 191,9 milljónir króna og eigið fé verksmiðjunnar var 772,2 milljónir króna 31. desember 1990. Eiginfj- árhlutfall í árslok var 62,7% sam- anborið við 60,2% í árslok 1989. Sementssala á árinu 1990 nam samtals 110.569 tonnum og hafði minnkað um 5,95% frá árinu 1989, þegar sementssalan nam 117.566 tonnum. Hlutfall milli lauss og sekkjaðs sements var nær óbreytt milli ára. Það var 79,7% laust og 20,3% sekkjað árið 1990. Verð á sementi frá verksmiðj- unni hækkaði tvisvar á árinu, 1. apríl um 6,0% og 1. júní um 3,6%. Flutningsjöfnunarsjóðsgjald hækkaði tvisvar á árinu, 1. apríl um 7,3% og 1. júní um 6,8%. Se- mentsverð til neytenda hækkaði því um 10,4% á árinu 1990, þar af hækkaði sementsverð til verk- smiðjunnar um 9,8%. Fastráðnir starfsmenn í árslok 1990 voru 136 í 132 stöðugildum, en voru í árslok 1989 138 í 133 stöðugildum. SITJA SV0 LENGI Interstuhl skrifstofustólarnir eru hannaðir fyrir þá, sem þurfa að sitja lengi við vinnu sína. Þetta eru stólar frá níu til fimm og fram eftir kvöldi, ef þörf krefur. Ath.: Verð á Interstuhl er frá kr. 11.950,- ALLT í EINNI FERÐ cmmB- Hallamnúla 2 Sími 83211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.