Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 39
. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. .APRLL.,19,91 39 A L N G S K O S N N G A R Sameiginlegur framboðsfundur á Borðeyri: Atvinnumál, byggðamál og búvörusamningur helstu málin Morgunblaðið/Hallur Hluti fundarmanna á sameiginlegum kosningafundi frambjóðenda í Vestfjarðakjördæmi, sem haldinn var á Borðeyri. TÆPLEGA fimmtíu manns sóttu sameiginlegan framboðsfund, sem efnt var til á Borðeyri síðastliðinn föstudag, en á fundinum gerðu frambjóðendur I Vestfjarðakjör- dæmi grein fyrir helstu stefnu- málum flokka sinna, auk þess sem þeir svöruðu fyrirspurnum frá fundargestum. Sjö flokkar bjóða fram á Vestfjörðum, og mættu ellefu frambjóðendur á fundinn. Hver flokkur fékk samtals 30 mín- útur til ráðstöfunar á fundinum, sem skipt var niður í þrjár umferð- ir, en að lokinni fyrstu umferð voru leyfðar fyrirspurnir. Fyrst á mælendaskrá var Ágústa Gísladóttir, sem skipar annað sæti á V-lista Kvennalistans, og gerði hún atvinnu- og byggðamál helst að umræðuefni. Hún sagði meðal ann- ars að aukin tækni á öllum sviðum og kvótaskipting í sjávarútvegi og landbúnaði hefði stuðlað að fækkun fólks í þessum greinum, og stjórn- völd hefðu ekki áttað sig nógu tíman- lega til að bregðast við því. Uppbygg- ing nýrra atvinnugreina á lands- byggðinni yrði að eiga sér stað þeg- ar samdráttur yrði í hefðbundnum greinum, en lausnir stjórnvalda hefðu að mestu leyti verið fólgnar í töfra- lausnum fram að þessu. Ágústa gerði síðan nokkra grein fyrir stefnu Kvennalistans í atvinnu- og byggða- málum, og sagði hann vilja leggja áherslu á að móta atvinnustefnu, sem tæki mið af aðstæðum kvenna og þörfum fjölskyldunnar. Óásættanlegur búvörusamningur Einar K.' Guðfinnsson, sem er í öðru sæti D-lista Sjálfstæðisflokks, fjallaði um nýgerðan búvörusamn- ing, og sagði að eins og hann væri úr garði gerður þá væri hann óásætt- anlegur að mati sjálfstæðismanna. Hann sagði samninginn hafa verið keyrðan í gegn af alltof miklu of- forsi, og ekki væri hægt að una við hann óbreyttan. Það sem fyrst og fremst væri athugavert við samning- inn að mati sjálfstæðismanna væri sú mikla óvissa sem í honum væri fólgin, en enginn vissi hve mikil hin svokallaða flata skerðing yrði. Sjálf- stæðismenn hefðu talið ástæðu til að fara hægar til að útiloka þessa miklu óvissu, sem íslensk bændastétt þyrfti nú að búa við. Hann sagði að mikil flöt framleiðsluskerðing á svæðum eins og Vestfjörðum, þar sem bú væru almennt smá, þýddi einfaldlega að verið væri að bregða fæti fyrir viðkomandi bændur, og víða væri byggðin það veik að hún þyldi ekki frekari grisjun. Einar vék að þingsályktunartillögu um jöfnun orkuverðs, sem ríkis- stjórnarflokkarnir lögðu fram á síðs- ustu dögum þingsins. Hann benti á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar væri því lofað á tveimur stöðum að jafna orkuverðið, en ekkert hefði verið aðhafst fyrr en í október síðast- liðnum. Þá hefði nefnd verið sett í málið, sem skilað hefði skýrslu 5. mars. Síðan hefði vika liðið, og iðnað- arráðherra þá lagt fram þingályktun- artillögu, sem falið hefði það í sér að hann skoraði á sjálfan sig að beita sér fyrir því að jafna orkuverð. Mál- ið hefði síðan komið fyrir fjárveiting- anefnd 18. mars, en þinginu hefði hins vegar átt að slíta 15. mars sam- kvæmt upprunalegri áætlun ríkis- stjórnarinnar. „Við sjáum því að það var aldrei ætlunin að afgreiða þetta mál út úr þinginu. Það var ætlunin að kynna þetta og reyna svo að slá lyki í augu fólks, og halda því fram að þetta væri eitthvað baráttumál ríkisstjórnarinnar, sem það auðvitað var ekki,“ sagði hann. Kvótalögin andbyggðastefna Lilja Rafney Magnúsdóttir,. sem skipar apnað sæti G-lista Alþýðu- bandalagsins, sagði að það sem ko- sið yrði um sérstaklega á Vestfjörð- um væru byggða- og samgöngumál, fiskveiðistjórnun og lífskjarajöfnun. Hún sagði að Alþýðubandalagið vildi nýja fiskveiðistefnu, en kvótastefnan hefði leitt til þess að æ stærri hluti af hinni sameiginlegu auðlind hefði safnast á æ færri hendur. Núverandi kvótalög væru andbyggðastefna, og því vildi Alþýðubandalagið breyta, en grundvallaratriðið í hugmyndum flokksins væri að fiskimiðin væru sameign allra landsmanna. Hún sagði að nýr búvörusamning- ur væri erfiður mörgum svæðum sem eingöngu byggja á sauðfjárrækt, en þar væru sömu lögmál látin gilda og í fiskveiðum, þ.e. kvótasala. Þetta gæti haft.hættulegar afleiðingar fyr- ir veikar byggðir, sem ekki mættu missa neinn hlekk úr keðjunni, og það ætti til dæmis við á Ströndum. Við þessu þyrfti að sporna, og styrkja unga bændur sem ráðist hefðu í framkvæmdir sem væru þeim þung- ar, og leita þyrfti leiða til að styrkja búsetu með nýjum atvinnutækifærum. Aðeins ættu að vera tvö framboð Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er efst á Þ-lista Þjóðarflokks-Flokks mannsins, gerði grein fyrir helstu stefnumálum flokksins. Hún sagði að fjöldi framboða í alþingiskosning- unum nú sýndi pólitíska virkni, en raunverulega ættu einungis að vera tvö framboð; gamla pólitíkin og sú nýja. Gamla pólitíkin legði áherslu á hagsmunagæslu og miðstýringu, en nýja pólitíkin, sem Þ-listinn vildi boða, legði áherslu á frelsi og þátt- töku einstaklingsins, valddreifingu og lýðræði. Bændur í landgræðslustörf Guttormur Einarsson, sem skipar fyrsta sæti á F-lista Frjálslyndra, sagði að auka þyrfti og efla ný at- vinnutækifæri á landsbyggðinni, svo sem ferðaþjónustu, upplýsingaþjón- ustu og vinnslu landbúnaðarvara. Hann sagði að búvörusamningurinn fæli í sér vá fyrir bændur í Strapda- sýslu, en samkvæmt hugmyndum Frjálslyndra myndi þeim standa til boða að snúa sér að öðrum störfum ef þeir neyddust til að bregða búi. Nefndi hann þar til dæmis land- græðslu- og landverndarstörf auk ferðamannaþjónustu. Fjölskyidan menningar- grunneining Magnús Björnsson, sem er í fjórða sæti B-lista Framsóknarflokksins, kom víða við í málflutningi sínum. Hann vék meðal annars að þeirri stefnu Framsóknarflokksins að inn- ganga í Evrópubandalagið kæmi aldrei til .greina, og.sagði að; þa,ð væri alveg öruggt að það væri einn af þeim liðum, sem aldrei yrði til sölu í stjórnarmyndunarviðræðum. Magnús sagði framsóknarmenn telja fjölskylduna vera menningargrun- neiningu íslensks þjóðfélags, og um hana yrði að standa vörð til þess að styðja hana og styrkja. Hann sagðist óttast það mest ef „dulbúin ftjáls- hyggjuöfl í hinum nýja íhaldsflokki Islands, Sjálfstæðisflokknum" næðu fram að ganga, og borga þyrfti fyrir heilsugæslu, þannig að eingöngu fjármagnseigendur fengju þar þjónustu. Stjórnarflokkarnir ljúki dæminu Pétur Sigurðsson, sem er í öðru sæti A-lista Alþýðuflokks, gerði grein fyrir því sem hann sagði Al- þýðuflokkinn hafa komið til leiðar meðal annars á sviði efnahagsmála og húsnæðismála á síðasta kjörtíma- bili. Hann sagði að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hefði tekist að afstýra hruni atvinnuveganna og hamla gegn verðbólguskriðunni, og reyndar að koma verðbólgunni niður í það að vera jafnvel lægri heldur en í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Þá hefði tekist að minnka viðskipta- hallann við utlönd og lækka vexti, en með því hefði drápsklyfjum verið létt af mörgu alþýðuheimilinu. Það kæmi því ekki á óvart að aðrir stjórn- málaflokkar vildu nú ráðstafa hagn- aðinum. „Er það ekki rétt og sann- gjarnt að fela núverandi stjórn- arflokkum að ljúka við dæmið? Er það ekki sanngjarnt að leyfa núver- andi ríkisstjórnarflokkum að standa við það loforð sitt að skila afrakstrin- um til þeirra, sem mest lögðu á sig við að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl og gera hana sjóklára á ný?“, sagði Pétur. Hann sagði að gera þyrfti þjóðarsátt um lífskjarabyltingu á allra næstu mánuðum, sem fæli meðal annars í sér hækkun skattleys- ismarka, verðlækkun á nauðsynja- vörum og húsaleigustyrk til nauð- staddra, en á móti þyrfti að skatt- leggja fjármagnstekjur og hvers kon- ar eignamyndun í þjóðfélaginu. Pétur sagði núverandi fískveiði- stefnu ve'ra óhliðholla Vestfirðingum, og meðal annars hefði hún leitt til kaupmáttarrýrnunar hjá fiskverka- fólki. Hár húshitunarkostnaður í kjördæminu kallaði á að íbúar þess þyrftu að hafa meiri tekjur en íbúar annars staðar á landinu, og því væri jöfnun orkuverðs réttlætiskrafa Vestfirðinga. Pétur sagði varaform- ann Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að þingsályktunartillaga iðnaðarráðherra um jöfnun orku- verðs hefði náð fram, og því varaði hann þá sem vildu ná niður húshitun- arkostnaði á Vestfjörðum við því að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Á móti matarskatti Ágústa .Gísladóttir V-ljst^. sagðj.( að Kvennalistinn hefði ætíð verið á móti matarskattinum, og í stefnu- skrá flokksins væri lagt til að virðis- aukaskattur yrði felldur niður af matvælum og skattur á munaðarvör- um hækkaður. Varðandi afstöðu Kvennalistans til búvörusamningsins sagði Ágústa að flokkurinn teldi samninginn vera nauðsynlegan, en skoða þyrfti hann mjög gaumgæfi- lega og í honum væru atriði, sem þyrfti að breyta réttlátlega og af skipulagi, til dæmis varðandi flata skerðingu bústofns. Hún sagði fram- leiðslustjómun í landbúnaði vera nauðsynlega, en treysta ætti bænd- um betur til að skipuleggja stjórnun- ina sjálfir í samvinnu við stjórnvöld. Bætur fyrir keyptan kvóta Aðspurður um hvort bæta ætti fyrir keyptan kvóta ef kvótakerfið yrði lagt niður sagði Guðjón A. Kristjánsson, D-lista, að nokkurs misskilnings gætti varðandi kaup á fískveiðikvóta. Hann nefndi sem dæmi að ef fyrirtæki væri með rekstrarhagnað og fjárfestu í kvóta- kaupum fyrir 100 milljónir, þá greiddu útgerðarmenn í raun og veru 50 milljónir vegna skattalaganna, þar sem mismunurinn hefði farið í tekjuskatt, ef honum hefði ekki verið ráðstafað í eitthvað annað. Þá hefðu margir ekki einungis keypt aflaheim- ildir heldur einnig fyrirtæki, sem kannski hefðu verið rekin með tapi, en tapið væri almennt selt á um 15%, og það mætti afskrifa sam- kvæmt skattalögum. „Það má því lengi um það deila hvort menn hafa raunverulega verið að kaupa kvóta fyrir 100 milljónir, en mér er nær að halda að þeir hafí keypt hann fyrir eitthvað mikið minna verð. Þar að auki fara menn ekki í kvótakaup nema þeir ætli sér að hagnast á þeim viðskiptum, og þá má spyija af hvetj- um það var tekið sem þeir hafa hagn- ast á,“ sagði hann. Varðandi afstöðuna til búvöru- samningsins sagðist Guðjón vera sammála því tilboði, sem þeim bænd- um væri gert er vildu selja fram- leiðslurétt og bregða búi, en hins vegar ætti það tilboð að standa leng- ur en gert væri ráð fyrir í samningn- um. Þá sagðist hann hafna þeim flata niðurskurði sem gert væri ráð fyrir. „Eg til að sá niðurskurður sem verð- ur af fijálsum vilja manna verði kannski meiri en við þolum byggða- lega séð, því það er alls ekki víst að sveitirnar þoli þá grisjun, sem verður við það að bændur hætta af sjálfs- dáðum.“ Endurgieiðslur í stað undanþága Jón Olafsson, sem skipar fímmta sæti á G-lista Alþýðubandalagsins, sagði að hann væri á móti niðurfell- ingu á virðisaukaskatti, og engar undanþágur ætti að leyfa, en með því væri hægt að lækka skattinn meira. Ef hins vegar ætti leyfa ein- hveijar undanþágur, þá ætti þar að vera um endurgreiðslu að ræða. Ríkið í samkeppni við fjármagnsstofnanir Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þ-lista, vék að spurningu um vaxtamál, og sagði að með sölu ríkisskuldabréfa væri ríkið að keppa við fjármagns- stofnanir um sparifé landsmanna, en með aukinni eftirspurn eftir pening- um hækkuðu þeir í verði. Þess vegna vildi Þ-listinn tafarlaust stöðva er- lenda skuldasöfnun og innlenda lán- töku. Hún sagði búvörusamninginn vera vondan samning, og mestu máli skipti að draga úr miðstýring- unni, yfirbyggingunni og milliliða- kostnaðinum. Ekki farsælt að fjölga undanþágum Pétur Bjarnason, sem er í öðru sæti B-lista Framsóknarflokks, sagði ekki farsælt til lengdar að fjölga undanþágum frá virðisaukaskatti, og þar sem þetta skattkerfi væri komið á þyrfti að nota það á allt, en hins vegar ætti að reyna að fá skattinn lækkaðan eins og mögulegt væri. Hann sagði að búvörusamningurinn hefði verið samþykktur af bændum, en spurning væri hins vegar hvort það ætti við um bændur í Stranda- sýslu. Sér fínndist að Strandasýsla ætti að njóta ákveðins forgangs vegna landgæða og góðs fjárstofns, og þar ætti að grípa til byggðaað- gerða til dæmis af Byggðastofnun, þannig að minnsta kosti yrði haldið við þeim fjárstofni sem er í sýslunni og hann jafnvel aukinn. Bjarni G. Bjarnason, þriðji maður á A-lista Alþýðuflokks, ræddi um sjávarútvegsmál. Hann sagði að bati í fískvinnslunni hefði einungis að litlu leyti náð til þeirra sem við fisk- vinnslu vinna, og það hlyti að verða forgagngsverkefni að bæta kjör þessa fólks. Einar K. Guðfinnsson, D-lista, sagði að Sjálfstæðisflokkurinn teldi almennt séð að virðisaukaskatturinn ætti að vera breiður skattstofn til þess að koma í veg fyrir skattsvik °g tryggja skattskil. Sjálfstæðis- menn vildu bæta skattskil og koma í veg fyrir skattsvik, og þess vegna vildu þeir ekki fjölga undanþágum. Ef menn teldu hins vegar nauðsyn- legt að greiða til baka einhvem hluta af þeim virðisaukaskatti sem inn- heimtur væri, þá ætti að gera það með almennum endurgreiðslum. Búvörusamningurinn varnarsamningur Lilja Rafney Magnúsdóttir, G- lista, sagði að búvörusamningurinn væri varnarsamningur gegn þeim sem vildu fijálsan innflutning bú- vara. Hann væri þó þungur krosss á mörgum bændum, en það væri vegna þess að ekki hefði verið tekið á því miklu fyrr að stýra framleiðslunni að innlendum markaði. Hún sagðist ekki telja að betri samningur næðist í stöðunni í dag, og því myndi hún styðja hann á Alþingi ef hún væri í þeirri aðstöðu. Pétur Bjarnason, B-lista, ræddi um afstöðuna til EB, og sagði að framsóknarmenn vildu fyrst og. fremst semja við EB, en með því að ganga ekki í EB héldu íslendingar eigin rétti til þess. Hann sagðist vilja sjá yfirlýsingu frá sjálfstæðismönn- um og krötum um að þeir ætluðu ekki að ganga í EB, en framsóknar- menn hefðu skýra stefnu um að gera það ekki. Pétur Sigurðsson, A-lista, átti síð- asta orðið á framboðsfundinum á Borðeyri. Hann sagði að enn á ný kæmi það fram í málflutningi fram- sóknarmanna að stjórnmálamenn í öðrum flokkum ætli að svíkja land og þjóð og ganga í EB skilyrðis- laust. Hann sagðist telja það óábyrgt af framsóknarmönnum að halda því fram að þeir ætluðu aldrei að gera þetta eða hitt, og hann væri hræddur um að ef mál stæðu þannig eftir 10-15 ár, þá yrði gripið til gleymsku Steingríms Ilermannssonar, þegar Frainsóknarflokkurinn samþykkti aðild að einhveiju ríkjabandalagi, sem væri að þróast í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.